Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1999, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 20 fmm - vinnuvélar Caterpillar og Scania eru í góð- um gír hjá Heklu: Erum mjög sáttir við okk- ar hlutdeild - segir Gunnar Björnsson - íyrir- tækio flutti inn stærstu hjóla- skóflu landsins fyrr á þessu ári Caterpillar þarf vart aö kynna fyrir vinnuvélanotend- um á íslandi því um langan aldur hefur mátt sjá jarðýt- ur, veghefla og önnur tæki af þessari tegund við vega- gerð og önnur verk hér á landi. Það er Hekla sem selur Caterpillar á íslandi og þar fást einnig hinir vel þekktu Scania-vörubílar ásamt Volkswagen-sendi- bílum og öðru er verktakar þurfa til síns brúks. „Árið í ár hefur verið mjög gott hvað vinnuvéla- og vörubílasölu áhrærir," segir Gunnar Bjömsson, framkvæmdastjóri sölusviðs vinnu- véladeildar. „Við erum mjög sáttir við okkar hlutdeild. Heildarmarkaðurinn náði þó toppi á síðasta ári og hefur að- eins farið minnkandi á þessu ári. Það verða því færri tæki sem seld verða hér á landi í heildina en árið á undan. Þrátt fyrir það er og verður hlutdeild okkar meiri en í fyrra hvað vinnuvél- amar áhrærir. Sala á Scania-vömbíl- unum er nokkuð stöðug milli ára. Þar erum við í toppbaráttunni." Stærsta hjólaskóflan Meðal þeirra aðila sem keypt hafa Gunnar Björnsson, framkvæmdastjóri sölusviðs vinnuvéladeildar Heklu. Mikið flutt inn af notuð- um vinnuvélum Að sögn Gunnars hefur útflutningur á notuðum vinnuvélum verið á dagskrá hjá Heklumönnum. „Það er alltaf verið að skoða þau atriði og í raun er ekki mikið mál að selja út notuð tæki. Þar hafa menn hins vegar ekki verið tilbún- ir að sætta sig við það markaðsverð sem er í löndunum í kringum okkur. Menn halda oftast að það séu miklu meiri verðmæti í tækjunum sem þeir eiga en raun er á. Þar ræður bara einfaldlega framboð og eftirspum. í dag er markað- urinn svo opinn að ef menn fá notaða vél ódýrari erlendis en hér þá einfald- lega flytja menn vélamar inn í stað þess að kaupa þær á íslandi. Raunin er líka sú að það hefur verið tölkuvert mikill innflutningur á slíkum vélum. Það þarf að afskrifa tækin um ákveð- ið hlutfall á hveiju ári en það hefúr háð mörgum að hafa ekki nógu góða nýt- ingu á vélunum til að geta staðiö undir afskrifitum. Lítil notkun þýðir ekki endi- lega að menn fái í endursölu hærra verð i samræmi við það. Ending vinnuvéla er nokkuð afstæð, að sögn Gunnars, og ræðst talsvert af þeim verkefnum sem þær em í. Meðaltalsnotkun er talin eðli- leg á milli 1.700 og 2.200 tímar á ári. Hins vegar er ekki óalgengt að stórar vinnuvélar séu keyrðar allt að 20-30 þúsund klukkustundir áður en yflr lýk- ur og þá kannski í mesta lagi þrjú til fjögur þúsund tíma á ári Vörubílategundir eru trúarbrögð í gegnum tíðina hafa bílstjórar oft skipað sér í flokka á bak við ákveðin vörumerki og þannig er þetta ekki síst hjá vörubílstjórum. í raun má líkja þessu við trúarbrögð og þá gengur það næst guðlasti að skipta um tegund. Þetta hefur samt nokkuð breyst eftir að einyrkjum fór að fækka í þessari stétt og bílstjórar fóra að vinna meira hjá stórum fyrirtækjum. Persónulegu tengslin við bílana urðu þannig ekki eins sterk. Fyrir rúmum þremur árum kynnti Hekla nýja gerð af Scania seríu fjög- ur vörubílum sem þótti mikill fram- úrstefnubíll. Hefúr þessi bíll slegið í gegn bæði hér og erlendis. Að sögn Gunnars Bjömssonar horfa menn fyrst og fremst í hagkvæmni þegar mat fer fram á kostum í vörubíla- kaupum. Þá skiptir olíueyðsla t.d. miklu og ekki sakar að vinnuaðstað- an fyrir ökumanninn sé góð. -HKr. Caterpillar-vinnuvélar á þessu ári era íslenskir aðalverktakar. Hekla afhenti þeim m.a. flögur stór tæki til virkjun- arframkvæmda við Vatnsfell. Þar á Sigfús Sigfússon forstjóri. meðal vora trukkar til jarðvegsflutn- inga og stærsta hjólaskófla sem flutt hefúr verið ný til landsins, tæp 50 tonn að þyngd. Jarðýtur frá Caterpillar hafa verið mjög áberandi á íslandi og segir Gunn- ar að níu af hverjum tíu jarðýtum sem fluttar era til landsins séu af þeirri gerð. Sumar jarðýtumar era ansi verk- legar og sú stærsta heitir Caterpillar E 10 N og er 70 til 80 tonn að þyngd. Slík vél hefur m.a. verið í vinnu við Sultar- tangavirkjun. Gunnar segir það þó ekki kappsmálið að bjóða vélar af sem mestri þyngd í tonnum talið, keppi- keflið sé mun frekar að bjóða góð tæki sem skila góðum afköstum. Þá sé það ekki síður sjónarmið að hafa á boðstól- um rétt tæki fyrir þau verkefni sem vinna á hveiju sinni. Á rúntinum á risatrukk með Skaga- mann undir stýri - á áttatíu tonna Caterpillar-ferlíki sem er lipurt eins og smábíll tækjum haganlega fyrirkomið. Allt er þetta fint og fágað og í raun eins og gerist í flnasta fólksbíl - það er að segja allt þar til blaðamaður óð þar inn á skítugum skónum. Eins og liprasti fólksbíll „Þetta er nú eiginlega liprara í akstri en fóksbíll," segir Jón Sigur- geirsson, trukkabílstjóri frá Akranesi. Hann ekur Caterpillamum á dagvakt- inni en á nóttunni situr kvenmaður við stýrið á þessum heljarmikla trakk, Sigríður Anna Ómarsdóttir að nafni. „Það er stöðugt að verða þægilegra að vinna á þessum tækjum. Fjöðranin er orðin t.d. mjög góð, mun betri en á gömlu bílunum sem vora gijóthastir. Það era þrír svona trukkar héma og tvær kollur," segir Jón og á þar við aðra gerð af gijótflutningabílum sem þekktir era undir heitinu „búkollur" og þekkjast á því að þær era með lið- stýri í stað hefðbundins stýribúnaðar á framhjólum. Fann vart fyrir er 40 tonnum var skeflt á Tómur vegur Caterpillar-trukkur- inn hans Jóns hvorki meira né minna en 37 tonn og stærðin eftir því. Hann er því vart ætlaður til þjóðvegaakst- Caterpillar 769D er engin smásmíði c stillti sér upp fyrir framan hann. urs og allra síst fulllestaður með 23,6 rúmmetra á pallinum. Þá getur heild- arþunginn verið farinn að síga í 80 tonn. Til að drífa allan þennan þunga áfram er 458 hestafla Caterpillarrokk- ur, örlítið stærri en í Skoda-bifreið blaðamannsins. Þó annað risaverkfæri, um 80 tonna O&K beltaskófla, fyllti pallinn með 40 tonnum af stórgrýtisbjörgum í eins og sjá mátti þegar Jón Sigurgeirsson einni eða tveimur skóflum fannst varla fyrir því inni í bílnum. Allt er þetta vel flaðrandi og ökumannssætið auk þess á sérstökum flöðrum. Jón er ekki óvanur vinnu á flöll- um. „Ég var við Sultartangavirkjun- ina á svona trukk,“ sagði hann um leið og hann bakkaði til að sturta og sneri ferlíkinu í 90 gráða beygju með einn flngur á stýrinu. -HKr. Þrír Caterpillar 769D grjót- flutningatrukkar sjá um að flytja jarðveg sem stærsta beltagrafa og stærsta jarðýta landsins eru nú að grafa upp við Vatnsfells- virkjun. Það er því flest tröllslegt þar um slóðir, landslagið, vinnuvélarnar og framkvæmdin sjálf. Blaðamanni DV var boðið í ökuferð með einum af þessum risatrakkum fyr- ir nokkru og þá meina menn RISAtrukkum. Það er síður en svo sest inn i slíkt farartæki beint af götunni, þar þarf að hafa aðeins meira fyrir hlutunum. Stýrishúsið er ekki stórt að sjá, getur þó rúmað einn farþega auk bílstjóra. Þangað inn kemst samt enginn nema klífa fyrst dijúgan stiga upp á hálfgerð- ar svalir þaðan sem stigið er inn í hús- ið. í ökumannshúsinu er öllum stjóm- jón Sigurgeirsson, Skagamaður og trukkabílstjóri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.