Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1999, Blaðsíða 18
- vinnuvélar MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 DV I 32 m Ein sú fjölhæfasta á markaðnum -Flotbarðar 600/40-22.5. - Fjórhjólastýri. - Þrískipt bóma. - Hraðtengi og úttak fyrir hamar. -Tönn. - Tvær skóflur og margt fleira. Kr. 7.024.000 + VSK Þýsk gæði í gegn. Einingarnar eru óeinangraðar og fáanlegar í ýmsum stærðum og Allar upplýsingar:www. ttflutningar. ehí 895 0900, fax 553 1070 Aflvélar virkjunarinnar eru gríðarlega stórar og hér má sjá hluta af rafölum orkuversins sem verið er að setja niður en þeir eru af gerðinni Skoda. Sultartanga- virkjun að kom- ast í gagnið - eykur orkuframleiðslu landsmanna um 880 GW-stundir á ári v Nú eru að komast á lokastig framkvæmdir við nýja 120 megavatta virkjun við Sultartanga. Þar er þessar vikurnar verið að setja niður afl- vélar og ráðgert er að fyrri vélasamstæðan af tveim, sem er 60 méga- vött, fari í gang í nóvem- ber. Verktakar við virkj- unarframkvæmdirnar eru Fossvirki Sultartanga, sem er samstarf ístaks, Skánska Int. Civil Engineering í Svíþjóð og E. Phil & son í Dan- mörku, SA-verktak, og er samstarf Suðurverks og Arnarfells. Um vél- og rafbúnað virkjunarinnar sjá Sulzer Hydro í Þýska- landi og ESB International á írlandi. Hönnun bygginga og vélbúnaðar var í höndum Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsens en Raf- teikning sá um hönnun rafbúnaðar. Arkitekta- vinna var í höndum Vinnustofu arkitekta. Framleiðir 880 GW- stundir rafmagns á ári Uppsett afl Snltartangavirkjun- ar verður 2x60 MW og fallhæð 44,6 metrar. Vatnsnotkun miðað við 120 MW afl er 320 rúmmetrar á sekúndu. Orkugeta virkjunarinn- ar er 880 gígavattstundir á ári. Það er Fossvirki Sultartanga sem hefur séð rnn byggingu stöðv- arhúss, tengivirkis eða rofahúss og inntaksmannvirkja ásamt gerð 3.377 metra langra aðrennslis- ganga í gegnum Sandafell. SA- verktak sá síðan um gerð 7.245 metra langs frárennslisskurðar sem er ekkert smáverkefni. Hann er mest 40 metra djúpur og 12 metra breiður í botni og liggur frá stöðvarhúsinu við Sandafell, um Álftafell og niður á svokallað Haf. Liggur skurðurinn siðan í sveig og endar um 800 metra ofan við veitu- stíflu Búrfellsvirkjunar. Við framkvæmdina alla þurfti að moka upp 1.500.000 rúmmetra af jarðvegi og sprengja 2.700.000 rúmmetra af bergi. í fyllingar fóru 380.000 rúmmetrar og notaðir voru 42.000 rúmmetrar af steypu, 1.800 tonn af stáli og 175 tonn af pípu- stáli. Lengsta stífla á landinu Þjórsá og Tungnaá voru stíflað- ar austan undir Sandafelli, um það bil 1 km ofan ármótanna, á árun- um 1982-1984. Frá rótum Sanda- fells liggur stíflan yflr farveg Þjórsár, austur yfir Sultartanga og farveg Tungnaár og áfram að suð- urbakka hennar í átt að Haldi við Tungnaá. Með gerð stíflunnar myndaðist ofan hennar svonefnt Sultartangalón og þaðan hefur ver-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.