Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1999, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 vinnuvélar i ' ■ Haukur Gíslason frá Hornafirði: Keyrir um landið þvert og endilangt - stöðugt á ferðinni með tæki og tól fyrir Arnarfell Haukur Gíslason heitir maður sem ekur MAN- dráttarbfl hjá verktakan- um Arnarfelli á Akureyri. Haukur er frá Hornafirði en ekur nú um landið þvert og endilangt með farm fyrir verktakann. Þegar blaðamaður reyndi að komast í sam- band við Hauk var hann ýmist á Möðrudalsöræf- um, við Sultartangavirkj- un eða á ferð um Norð- urland. Þá var sama hvort talað var við hann að nóttu eða degi - hann var alltaf við stýrið. Síð- astliðinn laugardag var þó loks hægt að ná í kappann þar sem hann kom til Reykjavíkur til að sækja eitt stykki jarðýtu og var hann því gripinn glóðvolgur á planinu hjá MAN-umboðinu. „Þessi ýta, sem er líklega um 18-20 tonn, fer austur á Mörðudalsöræfi. Amarfell er að setja þar upp aðstöðu vegna vegagerðar og ég hef verið að flytja þangað vinnubúðir úr Sultar- tangavirkjun. Þar er verið að gera 33 km langan nýjan veg á Jökuldalsheið- inni. Maður er búixm að fara margar ferðimar þangað og þeim á eftir að fjölga. Þetta geta stundum verið langir túrar en maður er samt háður „kjafta- kerlingunni“ sem skráir niður allan akstur,“ segir Haukur. „Ég er búinn að vinna mikið á vinnuvélum alveg frá fimmtán ára aldri. Ég var m.a. að vinna í Vatns- jrn; A4JJB n gí' a J rtm •; ’i , Haukur Gíslason tilbúinn að leggja í hann austur á land. Að sjálfsögðu þarf líka að bóna. skarðsnámum við ámokstur. Ég er bú- inn að aka þessum MAN-bíl síðan um áramót og hann kemur mjög vel út. Þetta er MAN með 463 hestafla mótor, virkilega lipur bíll og fer vel með mann.“ - Hvað veldur því að þessi tegund er svona vinsæl á íslandi? „Það er umboðið. Þjónustan er mjög góð og ef eitthvað kemur upp á er það bara leyst um leið. Annars hef ég nú ekki lent í neinum vandræðum að ráði. Það er helst á vetuma þegar keðjubrasið stendur yfir. Það má ekki mikið út af bera þegar heildarþunginn á bíl, vagni og farmi er kannski 70 tonn. Þessi bíll er þó með drifi á öllum hjólum og kemst það sem hann þarf að fara. Vegimir eru lika mjög misjafnir en eru alltaf að skána. Þó að komið sé slit- lag mjög víða þá er klæðningin stund- um leiðinleg. Þá er slitlagið oft mjótt og erfitt að mæta bílum." - Taka aðrir bílstjórar nóg tillit til þín þegar þú ert á ferð með stóra jarð- ýtu á vagninum? „Nei, þeir gera það ekki nógu mikið þó maður sé jafnvel með blikkljósin á. Þetta hefúr þó alveg sloppið hingað tO. Maður fer ekkert út í kant á svona tæki því hann getur gefið sig snögg- lega,“ sagði Haukur sem vippaði sér upp i trukkinn og ók af stað. Það var greinOega kominn tími tO að leggja í hann austur með ýtuna og 1001 tími tO að hanga á einhverju kjaftasnakki. Næsti túr yrði svo væntanlega með jarðýtu eða vinnubúðir frá Sultar- tanga. -HKr. Risavörubílar frá Volvo: Of stórir fyrir íslenska vegakerfið - búkollur og vélskóflur með stýripinna á meðal þess sem Brimborg hefur í boði Þó leikmenn kunni að halda að flest farartæki á fjórum hjólum megi aka eftir þjóðvegum landsins þá er það samt aOs ekki svo. BúkoUur, sem svo eru kallaðar, eru vissulega vörubUar á fjórum hjólum en stærð- in veldur því að þessi tæki verða að forðast islenska vegakerfið. Brim- borg flytur inn Volvo-vörubUa og vinnuvélar og þar er líka að finna búkollur. Stærðin á þessum tækjum er nokkuð mismunandi en í sumar mátti sjá nokkrar slíkar á hlaðinu við höfuðstöðvar fyrirtækisins í Reykjavík. Ólafur Árnason hjá Brimborg segir að burðargeta búkollnanna frá Volvo sé aUt upp í 65 tonna heildarþunga. Það þýðir að slíkt tæki getur flutt 36 tonna farm á pallinum. Hann segir að þar sem búkollurnar séu bæði orðnar of þungar og einnig of breiðar fyrir venjulega vegi séu þær skUgreindar sem námubifreiðar. Það er því ör- uggt að þegar fólk heyrir um það í útvarpinu á vorin að 10 tonna öxul- þungatakmarkanir séu í gildi á veg- inum yfir Klettshálsi er örugglega ekki verið að beina orðsendingunni tU búkollubílstjóra því þeirra tæki eru hvort sem er mun þyngri en tíu tonn,- Helstu verkefni slíkra risa- vörubUa eru við stórframkvæmdir í vegagerð og við virkjunarfram- kvæmdir á hálendi íslands. Hjólaskófla með stýripinna Auk vörubOa af ýmsum stærð- um, m.a. 520 hestafla vöru- og flutningabíla og Hiab-bílkrana, selur Brimborg bæði belta- og hjólaskóflur frá Volvo. Má þar nefna Volvo L 180-C sem er 29 tonna hjólaskófla í eigu Alexand- ers Ólafssonar ehf. sem eingöngu er notuð við efnisvinnslu í Vatns- skarðsnámum. Hún er sjálfskipt og þykir sérlega vel búin, m.a. með svokaUaðri þægindastjórnun (Comforth Drive Control). Þar er flestum aðgerðum stjórnað með annarri hendi í gegnum stýripinn- ann (joy stick) og skóflunni er síð- an stjómað með hinni hendinni. Það er þvi af sem áður var að gröfustjórnendur hafi ótal gírstangir fyrir framan sig tU að spUa á. Þessi vélskófla er einnig með fjöðrunarbúnaði á gálga sem þýðir að vélin steypir ekki stömp- um við akstur á ósléttu landi. Þá er hún með Contronic upplýsinga- tölvu og sjálfvirkri smurstöð svo vélamaðurinn þarf ekki lengur að vera stöðugt með smursprautuna á lofti. Ólafur sagði að búnaður sem þessi væri mikið að ryðja sér tU rúms í vinnuvélum í dag. Volvo 1180-C 29 tonna hjólaskófla sem Brimborg afhenti... til notkunar íVatnsskarðsnámum. Champion er þekkt ameriskt merki í vinnuvélabransanum. Hér á landi má m.a. sjá nokkra veghefla af þeirri gerð. Nú er Champion hins vegar komið í eigu Volvo í Svíþjóð, sem framleiðir þó vegheflana áfram undir garnla nafninu. Þá hefur Vol- vo einig keypt kóreska vélafram- leiðandann Samsung. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.