Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1999, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 vinnuvélar TI ■ 25 hann er laus eða þéttur í sér. Það er oft barningur, sérstaklega yfir Steingrímsfjarðarheiðina. Það kem- ur yfirleitt fyrir á hverjum vetri að við verðum stopp á heiðinni og þurfum að sofa í bílunum. Ef það er hins vegar fyrirséð að í óefni stefn- ir með veðrið leggur maður ekkert á heiðina heldur stoppar frekar á Hólmavík. Ef það er einhver minnsti séns á því að fara yfir reyn- ir maður það nú oftast," segir Bjarni og það færist tvírætt bros yfir andlit kappans. Veðurtepptur í átján daga - Hvað hefur þú verið lengst í þessum túrum? „Fyrsta veturinn, árið 1990, sem ég keyrði þetta í janúar eða febrúar, liðu 18 dagar frá þvi ég fór úr Reykjavík og þar til ég kom suður aftur. Reyndar var ég þá svo hepp- inn að vera veðurtepptur allan tím- ann á ísafirði þar sem foreldrar mínir búa, en ég bjó þá sjálfur í Reykjavík. Hinir bílarnir sem voru að keyra á þessari leið komust til Hólmavík- ur og voru tepptir þar í sex daga. Þá fóru þeir suður aftur með farminn og losuðu hann í skip sem sigldi til ísafjarðar. Þá tóku þeir fragt sem safnast hafði upp á stöðinni í Reykjavík og héldu á ný landleiðina vestur en voru samt nokkra daga á leiðinni. Þetta hefur því stundum verið barningur en síðustu tveir vetur hafa verið mjög mildir og siðasta vetur sváfum við aðeins eina nótt á heiðinni." Bjarni við bílinn, nýkominn úr túr frá ísafirði. Hagstæðara að keyra en nota Djúpbátinn Djúpbáturinn Fagranes hefur undanfarin ár tekið flutningabílana þegar illfært hefur verið um ísa- fjarðardjúp. Líklegt er að ferðir þess séu nú taldar um Djúpið en skipið liggur nú bundið í ísafjarðarhöfn þar sem rekstrargrundvöllur þykir ekki vera fyrir hendi. Bjarni segir að það hafi verið ágætt að vita af skipinu en það sé af og frá að það hafi borgað sig að fara með því. Bíl- arnir séu gerðir út á föstum þunga- skatti og þá skipti ekki máli hvort þeir eru um horð í skipi eða ekki, því sé hagstæðara að fara bara land- leiðina um Djúpið. Bjarni bölvar þungaskatti og öðrum álögum og segir að miklu betra væri að hafa þungaskattinn inni í olíuverðinu. - En af hverju er þungaskattur- inn ekki í inni í olíuverðinu? „Ég veit ekki hvað liggur þar að baki. Ég veit þó að rútubílstjórar voru mjög á móti því. Þá voru vinnuvélaeigendur líka mjög á móti því. Svo þótti vörubílstjórum, sem eru mikið í kranavinnu en keyra lít- ið, þetta vera óhagstætt.“ Maður gerir ekki stóra hluti á 44 tonna flutn- ingabíl sem rennur í hálku - Hefur þú sloppið við að lenda í óhöppum? „Já, eiginlega alveg þangað til í fyrravetur. Þá fórum við tveir frá Flutningamiðstöð Vestflarða út af eig- inlega á sömu mínútunni. Þetta var í Ennishálsinum á Ströndum. Við vor- um að fara upp hálsinn að norðan- verðu á suðurleið og báðir með aftaní- vagna, en mátum aðstæður bara vit- laust. Það var að hlána og orðið miklu sleipara en maður hélt. Maður hefur haft það sem viðmiðun á þessum stað að ef maður fer keðjulaust upp Mó- brekkuna, sem er neðarlega í Ennis- hálsinum, þá kemst maður yfirleitt allá leið upp.“ - Hvemig tiifinning er að upplifa slíka hluti? „Það var ekki góð tiifinning að horfa á hlutina gerast en geta ekkert gert. Maður var á leiðinni upp brekkuna og svo var maður bara allt í einu á leið- inni niður aftur. Þetta var ótrúlega fljótt að gerast. Bíllinn rann afturábak og um leið og hann fór þversum á veg- inum opnaði ég dymar og forðaði mér út. Bíll fór þó ekki langt og valt ekki. Félagi minn komst ekki eins langt. í Móbrekkunni, sem er snarbrattur Qandi, fór hann út af og langt út fyrir veg. Hann hringir í mig þar sem ég var að keyra upp í gegnum krappa beygju. Hann segir mér að bíllinn sé kominn út af og vagninn á hliðina fyrir utan veg. Við þessi tíðindi brá mér og mér fipaðist eitt augnablik. Það var nóg til þess að bíllinn hjá mér fór að spóla og því fór sem fór. Þegar svona kemur fyrir gerir mað- ur ekki stóra hluti á 44 tonna flutn- ingabO. Trampað á bremsunum - Hvað um búfénað á vegunum? „Maður skOur aldrei af hveiju roO- umar halda sig á vegunum. Maður hefur stundum sagt það í háifgerðu grnii að bændur taki einlembumar frá og beiti þeim á vegina í von um að þær verði keyrðar niður. RoUumar em þó ekki verstar, það em helvítis hestam- ir. Einu sinni var hreppstjóri og mUdU hestamaður sem átti að framfylgja banni um lausagöngu hesta á þjóðveg- um. Þessi ágæti bóndi gerði undan- þágu á banninu á sínu svæði í krafti hreppstjóraembættisins. Ég hef einu sinni verið mjög nærri því að lenda á hesti. Þá trampaði ég á bremsunum af öUum mætti og var staðinn upp úr sætinu tU að stíga fast- ar. Bfllinn rétt staðnæmdist áður en hann lenti á hrossinu. Með kjaftakerlingu um borð Nú em komnar kjaftakerlingar í aUa bfla þar sem ökuferfll er aUur skráður niður á hvem bílstjóra á sér- staka sköú. Þar kemur fram ökuhraði og sá tími sem ökumaður er á ferð. Sé farið fram yfir gefinn tnna má öku- maður búast við sekt. Þetta er sam- kvæmt Evrópulögum og maður má ekki keyra nema fjóra tíma í einu en verður svo að taka hálftíma hvfld. Svo má keyra aðra ijóra tíma. Það má vera á keyrslu mest í átta tíma á dag, en þó má keyra í tólf tima tvo daga á viku, samt með hléum. Aldrei má keyra meira í heild en 50 tima á viku eða 100 tnna á hálfúm mánuði. í Evrópu hvflir lOm sú skylda á yfirvöldum að vegum sé haldið hreinum og hálkulausum. Það er því spuming hvort hægt sé að láta þessar reglur gUda hér á meðan ekki er séð tU þess að vegum sé haldið hálkulausum. Það vantar mikið upp á að það sé hægt. Þetta er vissulega stíft eftirlit en það var líka fúU þörf á að auka það. Hins vegar eru þessar reglur miðaðar við langkeyrslu. í Evrópu geta menn verið marga daga í hveijum túr. Hér er eng- in leið lengri en kannski tólf tímar, nema ef ófærð er. Þessar reglur geta þvi orkað tvímælis hvað öryggissjón- armið áhrærir hér á landi. Það getur vel átt sér stað að menn freistist tfl að aka hraðar en aðstæður leyfa til að komast á miUi staða innan leyfilegra tímamarka í akstri. Svo hlýtur maður að spyrja að því hvemig haga eigi þessu t.d. á Djúpveg- inum. Hann er víðast það mjór að ekki er hægt að fara frarn úr. Reglumar leyfa hins vegar ekki að farið sé fram yfir fjóra tíma í akstri. Maður verður því að stoppa ef kjaftakerlingin segir svo og þá er hætt við að þeir sem á eft- , ir koma bölvi hressflega þegar þeir komast ekki fram úr,“ segir Bjarni Gunnarsson flutningabOstjóri. -HKr. HAG hf. er með mörg járn í eldinum: Selur varahluti í vinnuvélar - salan er ekki síðri þegar að kreppir en nú í góðærinu, segir Helmut A. Guðmundsson Helmut A. Guðmundsson. HAG hf. er öflugt fyrir- tæki í sölu véla og vara- hluta í margvíslegar gerðir vinnuvéla og vörubíla. Helmut A. Guð- mundsson er eigandi fyrirtækisins og hann segir ýmislegt vera á döfinni hjá því. „Aðalsalan hjá okkur er þó ekki bara varahlutir í þær vinnuvélar sem við erum með umboð fyrir heldur seljum við varahluti i öll helstu merki sem eru á markaðn- um. Við þjónum t.d. einum og sama viðskiptavininum með varahluti í allar hans vinnuvélar og vörubíla, þannig að hann þarf ekki að leita annað. Við erum umboðsmenn fyrir KR - Kolbenschmidt i Þýskalandi sem er stærsti stimplaframleiðandi í heiminum og franöeiðir „orginal" stimpla fyrir t.d. Volvo, Benz, MAN og Deutz. Við erum með stimpla, legur og pakkningasett á lager fyrir flesta algenga stóra dísflmótora sem að sjálfsögðu passa líka í skipavél- ar.“ Hvað er ekta og hvað óekta? Þessi staðreynd sem Helmut minnist á um varahlutina hlýtur að vekja ýmsar spurningar um það hvað sé original varahlutir i hinar og þessar bílategundir. Nú á tímum eru ýmsir íhlutir framleiddir hjá ólíkum framleiðendum úti um aOan heim. Sumir framleiðendur véla og vélarhluta framleiða þannig fyrir margar ólíkar bOaverksmiðjur og þá er oft lítið annað gert en að skipta um merkingar eftir því sem við á hverju sinni. Kaupandinn get- ur þvi t.d. átt í verulegum vanda með að gera sér grein fyrir hver sé raunverulegur framleiðandi fjöl- skyldubílsins. SkOgreiningin á því hvað er ekta og ekki ekta í fjölþjóð- legri framleiðslu getur þannig verið æðiteygjanleg. Varahlutasalan er ekki síðri þegar að kreppir Uppgangur í verktakastarfsemi hér á landi síðustu ár kemur ekki endOega mikið fram í aukinni sölu varahluta hjá HAG hf. Það er eigin- lega frekar að salan aukist þegar að kreppir en hitt. Þá fara menn að gera viö í stað þess að kaupa nýjar vélar. „Heildarsalan fer þannig ekki eins mikið upp í góðæri og ætla mætti, en hún fer heldur ekki mik- ið niður þegar að kreppir,“ segir Helmut. HAG hf. er með umboð fyrir ýmis tæki, svo sem Powerscreen-hörpur og BL-Pegson malara, MSB-vökva- fleyga, Terex grjótflutningatrukka og Elba-steypustöðvar. Fyrirtækið er t.d. húið að flytja inn þrjár hörp- ur það sem af er þessu ári og von er á einni eða tveimur fyrir áramót. Mjög góð sala hefur líka verið í MSB-fleygunum sem eru suður- kóreskir að uppruna. Einnig erum við búnir að flytja inn á miOi 10 og 15 notaöar vinnuvélar og vörubif- reiðar af ýmsum gerðum." -HKr. -■ .1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.