Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1999, Blaðsíða 2
20
MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1999
Hvað finnst þér?
Sport
DV
Rakel Ögmundsdóttir, ein besta knattspyrnukona landsins:
Trúin hjálpar
Rakel Ögmundsdóttir, landsliðs-
kona í knattspymu og leikmaður
Breiðabliks, hefur vakið mikla at-
hygli seinni hluta sumars fyrir
leikni sína á knattspyrnuvellinum.
Hún er fædd og alin upp í Bandaríkj-
unum og hefur því komið fersk inn í
íslenska kvennaknattspyrnu. Rakel
þótti leika frábærlega með Breiða-
bliki gegn KR í úrslitum bikarkeppn-
innar og var einn besti leikmaður ís-
lenska landsliðsins gegn ítölum í síð-
ustu viku.
„Foreldrar mínir, Sigurlina Björg-
vinsdóttir og Ögmundur Karvelsson,
fluttu til Bandaríkjanna fyrir um 25
áram og þar er ég fædd 4. janúar
1977 og hef búið þar síðan. Ég byrj-
aði að æfa fótbolta þegar ég var að-
eins fjögurra eða fimm ára en for-
eldrar mínir þjálfuðu lið með ungum
krökkum, svokölluð „PeeWees".
Mamma lék handbolta með FH áður
en hún flutti út en hún og pabbi, sem
er frá Njarðvík, fóru bæði að æfa fót-
bolta eftir að þau fluttu út.
Ég á marga ættingja hér og þegar
ég kom sumarið 1995 fékk ég að æfa
með Stjömunni og lék með þeim
einn leik það ár og 1997 lék ég þrjá
leiki með Breiðabliki. í sumar ætl-
aði ég að leika úti og vera nálægt
Vincent, kærastanum mínum, en ég
fann mig ekki í liðinu og ákvað því
að koma heim til íslands."
Þú hefur komiö hingaó annaó
hvert ár, hvaö meö nœsta sumar?
„Þetta er allt óráðið, ég er á leið út
núna og ætla að vinna í vetur og svo
er ég að velta því fyrir mér að fara
aftur í skóla. En það er mjög líklegt
að ég komi aftur hingað og spili með
Breiðabliki.
Það hefur verið erfitt að vera
svona langt frá Vinnie, við höfum
gengið í gegnum margt saman, erfitt
og gott, og hann er besti vinur minn.
En mér hefur samt liðið vel hér og
Magga (MargrétR. Ólafsdóttir) er
orðin mjög góð vinkona mín og ég
veit að það verður erfitt að fara frá
henni. Ég á eftir að sakna hennar
þegar ég fer út.“
Endanleg ákvörðun
Þú hefur tvöfalt ríkisfang og þaö
tók þig tíma aó ákveöa aö þú œtlaóir
aö leika meö íslenska landsliðinu.
„Já, þegar Vanda (Sigurgeirsdótt-
ir), var landsliðsþjálfari þá bað hún
mig um að koma og leika með U-21
árs liðinu en ég vildi ekki gefa kost
á mér þá vegna þess að ég var enn þá
inni í myndinni hjá bandaríska
landsliðinu. Ég sé eftir því núna að
hafa ekki leikið undir hennar stjórn
því ég hef heyrt svo margt gott um
hana. En ég vissi að þetta yrði end-
anleg ákvörðun, með því að velja
annað þá útilokaði ég hitt. Mér
fmnst ég vera svo mikill íslendingur
og þegar ég er úti og það er talað um
ísland þá snertir það mig mjög mik-
ið. Um daginn þegar við lékum gegn
Ítalíu og hlustuðum á þjóðsönginn
þá var það „amazing" (stórkostlegt),"
sagði Rakel og lagði hönd á
hjartastað til að leggja áherslu á orð
sin.
Þjálfarinn yfir sig hissa
„Mér finnst íslenska liðið nógu
gott til að sækja meira en það gerði,
t.d. gegn ítölum, og eigi að hætta að
liggja svona mikið í vörn, ég vil taka
áhættu og sækja. Stelpurnar í lands-
liðnu eru mjög góðar en þær vantar
meiri trú á sjálfa sig og meira sjálfs-
traust. En mér finnst þetta vera að
koma og ég fann að þjálfarinn okkar
(Þórður Lárusson landsliðsþjálfari) -
var yfir sig hissa hvað við vorum
góðar.
Til þess að verða eitt af bestu
landsliðum heims þarf liðið að æfa
meira saman og komast í betra form
þannig að það haldi út allan leikinn
en geflst ekki upp þegar leikurinn er
hálfnaður. Svo þarf liðið meiri leik-
reynslu. Margir leikmenn urðu of
æstir fyrir landsleikinn gegn Ítalíu
enda er það ekki oft sem maður þarf
að gefa allt sitt besta í leiki hér
heima.Þ það er kannski gegn Val og
KR en það eru bara fjórir leikir á ári,
það er ekki nóg.“
Fær styrk úr Biblíunni
Nú ert þú mjög trúuö og hefur
ákveöna siói fyrir hvern leik?
„Já ég trúi mjög á Guð og fyrir
hvern leik bið ég um styrk til að
spila og vona að ég meiðist ekki og
ég bið fyrir stelpunum í liðinu og að
okkur gangi vel. Og svo til að muna
af hverju ég er að spila, þegar ég er
orðin reið í miðjum leik og til að
spila heiðarlega og missa ekki ein-
beitingu í leiknum, þá lími ég oft
„iþróttatape" um úlnliðinn á mér og
skrifa á það vers úr Biblíunni. Þeg-
ar ég er í leik og finnst mig vanta
styrk lít ég á úlnliðinn á mér og fæ
styrk þaðan.“
Hvaöa vers hafa verið þér efst í
huga?
„Það fer eftir því hvað ég hef ver-
ið að lesa hverju sinni. Ég reyni að
lesa í Biblíunni á hverjum degi, ég
fæ svo mikið út úr því og mér líður
betur þegar ég geri það.
Geri oft mistök
Veistu ég er frá Georgíu, sem hef-
ur verið nefnt „The Bible Bell“ og í
skólunum þar eru haldnir fundir
með öllu íþróttafólkinu sem trúir á
Guð og þar tölum við saman um það
sem er gott og það sem er erfitt.
Þetta er ekki gert hérna, hér er trú-
in svo persónuleg fyrir hvern og
einn. Þegar við systkinin fórum að
tala um Guð við mömmu og pabba
voru þau mjög hissa en núna er
mamma farin að lesa meira í Biblí-
unni og skrifar hjá sér það sem er
gott og hjálpar henni.
Lifið mitt hefur ekki alltaf verið
auðvelt, ég hef tekið rangar ákvarð-
anir og geri oft mistök og þá hjálpar
trúin mér virkilega mikið.
Þurfa ekki að segja neitt Ijótt
Hér er það i tísku að segja Jesús
Kristur á ensku og það flnnst mér fá-
ránlegt. Þeir sem segja þetta vita
ekki hvað þeir eru að segja. Á æfmg-
um og í leikjum er bölvað svolítið
mikið hér. Ég vil ekki dæma aðra en
eins og stelpurnar í liðinu eru falleg-
ar þá þurfa þær ekki að segja neitt
svona ljótt," sagði Rakel Ögmunds-
dóttir, landsliðskona í knattspyrnu.
-ih
Björn Lúövíksson:
FH því þær eru bestar.
Hvaða lið verður
íslandsmeistari í
handknattleik kvenna?
Guðríður Guðjónsdóttir:
Ég get ekki gert upp á milli.
1 Guðlaug Jónsdóttir:
Stjarnan með Þóru B. Helga-
dóttur í fararbroddi.
Ragnar Sigurðsson:
Það verður Stjarnan. Þeim
hefur gengið vel og þær eru
bestar.
Sigurður Tómasson:
Fram verður íslandsmeistari
liðið á eftir að styrkjast og
tekur þetta í úrslitunum.