Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1999næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1999, Blaðsíða 9
MANUDAGUR 27. SEPTEMBER 1999 27 Hugsanlega veróa kynbótahross dæmd í Pennsylvaníu 1 Bandaríkjunum í haust. Fyrirhugaö er kynbótahrossa- dómanámskeið fyrir áhugasamt Islandshestafólk í Banda- ríkjunum og Kanada og munu dómamh' tengjast þessu námskeiði. Garpur frá Auósholtshjáleigu fékk bestan dóm Qögurra vetra stóðhesta samkvæmt íslenska dómkerfmu i sumar. Garpur fékk 8,20 á sýningu í Gunnarsholti en Askur frá Kanastöðum með 8,18 og Gnýr frá Stokkseyri með 8,11 koma næsth. Askur var sýndur á Hellu en Gnýr í Gunnars- holti. Ekki er keppt að ráði í skeiði með fljótandi starti á Islandi og því eiga knapar á íslandi ekki mikla möguleika á að komast í efstu sætin á stigalista FEIF (Félags eigenda og vina íslenska hestsins). I efsta sæti er Sandra Knips (Þýskalandi), Lothar Schenzel (Þýskalandi) er annar og Uli Reber (Þýskalandi) er þriðji. Hylling frá Korpálfsstööum fékk hæstan kynbótadóm hryssna, sex veha og eldri, á íslandi í sumar. Hylling fékk 8,39 í aðaleinkunn á Höfn en 8,55 á heimsmeistaramótinu i Þýskalandi. Þar var vægi einkunna annað. Þruma frá Hofi I fékk næsthæstu aðaleinkunnina, 8,32, í sýningu á fjórðungsmótinu á Stekkhólma og Viðja frá Síðu fékk 8,31 á vorsýningu í Þýska- landi. Silke Feuchthofen (Danmörku) er efst í slaktaumatölti á stiga- lista FEIF (Félags eigenda og vina íslenska hestsins). Sigur- björn Bárðarson er efstur þeirra íslendinga sem keppa á Islandi og er hann í fimmta sæti en Magnás Skúlason, sem keppir í Svíþjóð, er með flest stig íslendinga og er í þriðja sæti. Isabelle Felsum (Danmörku) er efst á Garpi frá Hemlu í fimi á stigalista FEIF (Félags eigenda og vina íslenska hestsins). Ylva Hagander (Sviþjóö) er í öðru sæti á stóð- hestinum Mekki frá Varmalæk. Bringa frá Feti fékk langhæstan kynbótadóm fimm veha hryssna á íslandi í sumar. Bringa fékk 8,37 á Hellu en Gina frá Auðsholtshjáleigu var önnur með 8,23 í Víðidal og Gyðja frá Lækjarbotnum fékk 8,17 á síðsumarsýningu á Hellu. -EJ Sport Smalahestur Hestamolar Gamall smalahestur frá Hvítár- holti í Hrunamannalireppi er far- inn að gefa vel af sér. Hann var seldur á 10.000 krónur í sumar en hefur þegar unnið 40.000 krónui' á veðreiðum Fáks. „Ég keypti Trausta frá Hvít- árholti af Höllu Sigurðardótt- ur í haust en Trausti var orð- inn eitthvað argur í stóðinu á Hvítárholti,“ segir Páll Vikt- orsson í Mosfellsbæ. „Ég var með hann í hlaupum í fyrra en þá var hann úthaldslaus og gat ekkert. Þegar ég fór með hann heim í Mosfellsbæ skrapp ég í spilakassa á Sel- og vann 9.000 krón- ur og þá gaf ég syni mínum, Sigurði Straum- Qörð, hestinn og hann hefur verið að | ' þjálfa t Trausta á fúllu. Nú hefur hann held- ur betur tekið við sér og stekk- ur af miklum krafti. Sigurður er knapinn og þeir voru í 3. sæti 12. septem- ber síðastlið- inn, sem gaf 15.000 krónur, og í dag voru þeir í 2. sæti sem gaf 25.000 krónur,“ segir Páll Viktors- 1. Logi Laxdal, tii vinstri, er alltaf í verðlaunasæ um ef hann hreyfir skeið á hestamóti. Stígur Sæland, að ofan, tvöfaldur sigurvegari á veð- son. Yfirleitt hafa skeióknapar á íslandi verið í efstu sætum í 250 metra skeiöi á stigalista FEIF (Félags eigenda og vina íslenska hests- ins) en nú eru í efstu sætunum keppendur í Svíþjóð. Magnús Skúlason (Svíþjóð) er efstur (best 21,5 sek.), Magnus Lindqvist (Svíþjóð) annar (best 21,4), Sigurbjörn Bárðarson (íslandi) er þriðji (best 21,16), Lothar Schenzel (Þýskalandi) er fjórði (best 22,0) og Agnetha Adolfsson (Svíþjóð) fimmta (best 22,3). Fimm íslendingar kepptu 1 sænska íþróttalandsliðinu á síð- asta heimsmeistaramóti (HM). Þaö fmnst Svíum fullmikið nú og hyggjast setja strangari reglur um aðild útlendinga að landsliði þeirra. Jafnframt fannst mörgum það einkennilegt að ekki voru sýnd kynbótahross frá Svíþjóð á HM því það voru nokkrir glæsileg- ir stóðhestar i íþróttalandsliðinu. Vegna veðreióariðils í hverri grein á kapp- reiðum Fáks má hvorki bæta við né fækka hestum í riðlum og því kemur það mörgum áhorfendum spánskt fyrir sjónir er einn hestur kemur öðru hveiju í íúaupagreinunum. Bragi Ásgeirsson, þulur og formaður Fáks, sagði er stakur hestur kom í mark með knapa sinn að þar hefði hesturinn sigrað knapann á sjónarmun. Það mætti halda að sigm-vegarar veðreiðanna frá 19. september haldi að þeir séu í áskrift að sigursæti því allir fjórir knapar sigruðu á veð- reiðunum í gær, þó ekki allir á sömu hestunum né í sömu greinun- um. Aðstæður voru með betra móti, þurrt veður og völlurinn góður. Margir hestanna bættu tíma sinn verulega frá þvi fyrr í sumar, sér- staklega í 800 metra stökki. Stígur Sæland hefur verið ósigr- andi í hlaupagreinunum undanfarn- ar vikur og með sigri í báðum hlaupagreinunum í gær endurtók hann afrekið frá þvi fyrir viku og á sömu hestunum. í 350 metra stökki sigruðu .Vinur frá Stóra-Fljóti og Stígur á 25,45 sek. Sproti frá Árbakka og Aníta Ara- dóttir voru í 2. sæti á 25,63 sek. og Gullrass frá Komsá og Daníel I. Smárason í 3. sæti á 26,10 sek. Vin- ur og Stígur áttu einnig besta tíma dagsins, 25,21 sek. Hestar í 800 metra stökki bættu sig verulega og náðu bestu tímum sumarsins. Lýsingur frá Brekku og Stígur Sæland sigruðu á 62,38 sek., sem jafnframt er besti tími sumars- ins, Trausti frá Hvítárholti og Sig- urður St. Pálsson vora í 2. sæti á 62,84 sek. og Leiser frá Skálakoti og Sylvía Sigurbjömsdóttir voru í 3. sæti á 63,85 sek. Logi Laxdal sigraði í 150 metra skeiði þann 19. september en í gær sigraði Logi á Óðni frá Efsta-Dal í 250 metra skeiði á 23,13 sek. Óðinn er tiltölulega nýr keppnishestur og hefur komið verulega á óvart. Hann átti jafnframt besta tíma dagsins, 22,67 sek. Baldvin Ari Guðlaugsson kom frá Akureyri með Vask frá Ak- ureyri og náðu þeir 2. sætinu á 25,54 sek. Framtíð frá Runnum og Sveinn Ragnarsson voru í 3. sæti á 26,17 sek. Þórður Þorgeirsson sigraði í 250 metra skeiði þann 19. september á Hnossi frá Ytra-Dalsgerði en nú sigruðu Þórður og Gunnur frá Þór- oddsstöðum í 150 metra skeiði á 14,36 sek. Hraði frá Sauðárkróki og Logi Laxdal urðu í 2. sæti á 14,56 sek. og Skálda frá Norður-Hvammi og Alexander Hrafnkelsson í 3. sæti á 14,95 sek. Hraði og Logi áttu besta tíma dagsins, 14,38 sek. Umsjón Eiríkur Jónsson Boltinn sem ensku liðin treysta og nota. Jói útherji Árinúla 36, Reykjavík, símL588 1560

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: DV sport (27.09.1999)
https://timarit.is/issue/198959

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

DV sport (27.09.1999)

Aðgerðir: