Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1999, Blaðsíða 6
24
+
25
MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1999 MÁNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1999
Sport
Sport
Bland i noka
S nc
Aö sögn Fylkis-
i hafa
iþeir að undan-
Ifömu átt 1 við-
ræðum við
nokkra þjáifara.
Þeir eru að vonast
eftir þvi að getað gengið
frá ráðningu nýs þjálfara í
þessari viku. Samkvæmt
heimildum DV hefur ver-
ið rætt við Pétur Péturs-
Þorsteinn Ásgeirsson,
framkvæmdastjóri knatt-
spymudeildar Leifturs,
sagði við DV í gær að þeir
stefndu að því að vera
búnir að ráða þjálfara fyr-
ir Iokahóf KSI um næstu
helgi. „Við getum sagt að
við séum í viðræðum við
þá sem em á lausu í dag,“
sagði Þorsteinn Ásgeirs-
son.
Þá hefur DV heimildir
fyrir því að Þróttarar hafi
átt viðræður við Ásgeir
Elíasson, fyrram þjálfara
Fram.
Yfirnjósnari Anderlecht,
Jan Dockx, fylgdist með
leiknum í Laugardal í gær
og við heimkomuna ætlar-
hann að sýna þjáifara
liðsins ákveðna menn sem
hann hreifst af.
Skagamenn töpuðu í gær
fyrsta bikarúrslitaleik
sínum síðan 1975 en frá
þeim tíma höfðu þeir unn-
ið alla sjö úrslitaleiki sína.
Guómundur Benedikts-
son var búinn að skora
fyrir KR í öllum umferð-
um bikar-
keppninnar.
Hann fékk
tvö dauðafæri
á lokamínút-
unum gegn
ÍA en tókst
ekki að nýta
þau.
Samningur Þormóös Eg-
ilssonar, fyrirliða KR,
rennur út í næsta mánuði.
„Ég ætla svona að sjá til
hvað ég geri. Núna er ég
búinn að ná þeim mark-
miðiun sem maður stefndi
að. Ég er á ákeðnum tíma-
punkti. Ég er þrítugur og
búinn að ná því með KR
sem hægt er að ná þannig
að ég velti fyrir mér fram-
tíðinni," sagði Þormóður
en hann hefur leikið ailan
sinn feril með KR.
Atli Eövaldsson, þjáifari
KR-inga, mun setjast nið-
ur með stjómarmönnum í
KR á næstu dögum og
ræða framtíð sína hjá fé-
laginu. Aðspurður hvort
hann væri að taka við
landsliðinu sagði Atli að
enginn hefði rætt þau mál
við sig.
David Winnie lék að öll-
um líkindum síöasta leik
sinn fyrir KR. Þessi öflugi
Skoti gekk til liðs við KR í
fyrra og hefur reynst fé-
laginu einstaklega vel.
Hann var kjörinn leik-
maður ársins eftir síðasta
tímabil. í sumar hefur
hann ekki leikið eins vel
en hefur miölaö reynslu
sinni til annarra leik-
manna í liðinu.
Þórhallur Hinriksson
kann greinilega vel við sig
á Laugardalsvellinum en
markið sem hann skoraði
í gær var hans þriðja á
þjóðarleikvanginum i
sumar. Hann skoraði sig-
urmarkið gegn Kilmar-
nock í Evrópukeppninni,
innsiglaði 3-0 sigur KR á
Víkingi þegar KR-ingar
tryggðu sér íslandsmeist-
aratitilinn og í gær kom
hann sínum mönnum á
sporið.
KR hefur gott tak á ÍA í
bikarkeppninni. Þetta var
fjórði bikarúrslitaleik-
ur liðanna og hefur
^KR unnið þá aila. 1
11 bikarleikjum, þar
sem liðin hafa ást
við, hefur KR unnið
18 en ÍA aðeins 3.
-JKS/-GH/VS/KB
Sagt eftir bikarúrslitaleikinn:
Geggjað
„Þetta er æðislegt og hreint geggj-
að. Ég var ekki ánægður með strák-
ana í fyrri hálfleik en við gerðum
áherslubreytingar í hálfleik sem skil-
uðu sér. Þá fórum við að spila okkar
leik. Ég vissi að Skagamenn kæmu
grimmir til leiks eftir allt sem á und-
an er gengið og þeir veittu okkur
harða mótspymu. Við sögðum það í
fyrra eftir að við töpuðum fyrir ÍBV
í úrslitaleik íslandsmótsins að ef við
fengjum annað tækifæri myndum
við ekki láta það úr greipum okkar
ganga en ég held að innst inni hafi
menn ekki órað fyrir svona frammi-
stöðu,“ sagði Atli Eðvaldsson, þjálf-
ari KR.
Fullkomið sumar
„Þetta hefur verið fullkomið sum-
ar og það var ekki leiðin-
legt að enda þetta með því
að skora þriðja markið.
Við vorum ekki að spila
vel I fyrri hálíleik en
Skagamenn lokuðu svæð-
unum vel og gerðu okkur
erfitt fyrir. Eftir að við skoruðum
fyrsta markið losnaði um ákveðna
pressu. Mér fannst Skagamennirnir
standa sig vel og þeir komu vel und-
irbúnir til leiks. Það hefur verið frá-
bært að fá að taka þátt í þessu ævin-
týri og endirinn gat ekki verið betri.
Nú tekur atvinnumennskan við hjá
mér. Ég ætla að reyna að gera eitt-
hvað að viti þarna úti en ég myndi
samt ekki gráta það að koma heim og
spila með KR,“ sagði Bjarki Gunn-
laugsson sem hélt i morgun til Eng-
lands en hann mun ganga í raðir
enska C-deildarliðsins Preston North
End.
Small allt saman
„Maður lét sig ekki
einu sinni dreyma um að
þetta gæti gerst þegar æf-
ingarnar hófust fyrir
þetta tímabil en einhvern
veginn small þetta allt
saman hjá okkur. Það
okkur út af laginu. I þessum leik
vissum við að við gætum bætt okkur
i seinni hálfleik og við erum með
þannig menn frammi að þeir þurfa
ekki mikið pláss til að skora. Það var
léttir þegar við skoruðum fyrsta
markið og eftir það var ég viss um
hvernig færi,“ sagði Þormóður Egils-
son, fyrirliði KR, sem átti frábært
tímabil með vesturbæjarliðinu í
sumar.
Ánægður með strákanna
„Það er leiðinlegt að tapa þegar
maður er betri aðilinn.
Það var dýrt að nýta ekki
færin og munurinn, sem
skildi liðin að, var að þeir
voru með menn sem klár-
uðu sín færi. Ég var
ánægður með strákana.
Þeir stóðu sig vel og
gerðu að mestu leyti það sem fyrir þá
var lagt en þeir hefðu þó mátt nýta
vængina betur. KR-ingarnir höfðu að
hluta til heppnina með sér en það
skorar enginn nema andstæðingur-
inn geri mistök. Nú er þetta tímabil-
ið búið og nú strax hefst undirbún-
ingurinn fyrir næsta ár. Ég vonast til
að halda flestum leikmönnunum
sem léku með liðinu í sumar og
stefnan er að bæta við,“ sagði Ólafur
Þórðarson, þjálfari ÍA, eftir leikinn.
Besta árið í
sögu KR
„Þetta er búið að vera frábært ár og ég hefði
aldrei trúað því að þetta ætti eftir að verða svona
sigursælt ár. Þetta er besta ár í sögu félagsins. Ég
tel þetta vera sigur allra KR-inga, bæði utan sem
innan vallar," sagði Kristinn Jónsson, formaður
KR, sem fagnar með David Winnie hér að neðan.
-GH
Guðmundur Benediktsson lyftir bik-
arnum á loft í gríðarlegum fagnaðar-
látum vesturbæjarliðsins. Fyrir aftan
eru þeir Sigursteinn Gíslason og
Gunnleifur Gunnleifsson.
DV- myndir Hilmar Þór
Þeir refsuðu okkur
„Það var sart að tapa þessu. Við
fengum þrjú færi til að ná forystunni
sem öll brugðust og þeir
refsuðu okkur fyrir það. á wm \
Það er erfitt að spila á I.
móti þeim. Þeir eru «*;:
brögðóttir og stórhættu- 1
legir. Mér fannst við jlfe&á-dt
spila nokkuð vel framan |
af en þegar við nýtum
■I Kristján Finnbogason - Siguröur Orn Jónsson, Þor-
móður Egilsson, David Winnie, Bjami Þorsteinsson -
Sigþór Júlíusson (Amar Jón Sigurgeirsson 83.), Þórhallur Hin-
riksson (Þorsteinn Jónsson 69.), Sigursteinn Gíslason, Einar Þór
Daníelsson - Bjarki Gunnlaugsson (Indriði Sigurðsson 87.), Guðmund-
ur Benediktsson. Gul spjöld: Sigurður Örn, Winnie.
Olafur Þ. Gunnarsson - Sturlaugur Haraldsson,
----- Reynir Leósson, Gunnlaugur Jónsson, Pálmi Haralds-
son - Unnar Valgeirsson (Ragnar Hauksson 83.), Jó-
Harðarson, Hálfdán Gíslason (Jóhannes Gíslason 72.),
r Högnason. Kári Steinn Revnisson - Stefán Þ. Þórðarson.
hannes Harðarson, Hálfdan Gislason (Joh£
Alexander Högnason, Kári Steinn Reynisson -
Gul spjöld: Gunnlaugur, Unnar, Reynir, Stefán
ekki færi er ekki hægt að vinna.
Þetta er búið að vera ár KR í sumar
en nú ætlum við að safna liði og
mæta sterkari til leiks á næsta tíma-
bili,“ sagði Gunnlaugur Jónsson,
varnarmaðurinn sterki hjá ÍA.
-GH
KR-ÍA
KR-IA
Völlur: Ágætur en sleipur.
Dóinari: Bragi Bergmann,
ekki sannfærandi.
Markskot: 9
Horn: 3
Áhorfendur: 7.401.
Maöur leikstns: Gunnlaugur Jonsson, LA.
Firnasterkur í vörn ÍA allan tímann.
o
gekk allt upp og við létum ekkert slá
A_/jl Þórhallur Hinriksson (62.)
^ sendi boltann í netið rétt utan
markteigs eftir þrumuskot frá Einar Þór
Daníelsson I þverslá Skagamarksins.
®nar t'ar Danielsson (65.)
” renndi boltanum í markið af
markteig eftir að Ólafur, markvörður ÍA,
hélt ekki fyrirgjöf Guðmundar Ben.
0 _ Stefán Þ. Þórðarson (71.) (ékk
” skallasendingu frá Unnari Val-
geirssyni lagði boltann fyrir sig í loftinu
og þrumaði honum glæsilega í netið.
Bjarki Gunnlaugsson (81.)
™ ^ fékk boltann á miðjum vallar-
helmingi ÍA, lék að vítateig og skoraði
með laglegu skoti.
Atla Eðvaldssyni er hér óskað til hamingju með árangurinn á tímabilinu.
KR-ingar lakari aðilinn í úrslitaleiknum gep IA en sigruðu samt, 3-1, og eru tvöfaldir meistarar
Bjarki Gunnlaugsson og Þórhallur Hinriksson fagna innilega í leikslok.
Afmælisbörnum eru gefnar gjafir
og KR-ingar fengu eina slíka á Laug-
ardalsvellinum í gær. Þeir sýndu
mest lítið af þeirri knattspymu sem
færði þeim íslandsmeistaratitilinn í
sumar þegar þeir mættu ÍA í bikarúr-
slitaleiknum - en unnu samt, og það
3-1. Þar með er glæsilegur, tvöfaldur
sigur í höfn hjá KR-ingum á 100 ára
afmælinu, þeir eru tslands- og bikar-
meistarar 1999.
Skagamenn mættu grimmir til
leiks, enda varla von á öðru með Ólaf
Þórðarson við stjórnvölinn. Hann
breytti liðinu nokkuð, setti Unnar
Valgeirsson og Hálfdán Gíslason inn
fyrir Heimi Guðjónsson og Ragnar
Hauksson og færði Alexander Högna-
son úr vörninni í stöðu aftasta
miðjumanns. Tilgangurinn var aug-
ljóslega sá að loka á leiðir KR-inga að
markinu, gefa Bjarka Gunnlaugssyni
og Guðmundi Benediktssyni ekki
svæði til aö athafna sig á og það gaf
góða raun frá fyrstu mínútu. Skaga-
menn réðu nánast lögum og lofum á
vellinum í fyrri hálfleik, spiluðu af
miklum krafti og með baráttuna að
vopni tóku þeir öll völd á miðsvæð-
inu. KR-ingar voru gjörsamlega
slegnir út af laginu, þeir náðu aldrei
að byggja upp sóknir og áttu aðeins
eitt einasta markskot allan hálfleik-
inn og það ekki hættulegt.
Þeir fengu reyndar færi strcix á 4.
mínútu en Ólafur Þór Gunnarsson,
markvörður ÍA, hirti þá boltann af
tám Guðmundar Benediktssonar.
Skagamönnum gekk reyndar ekki
mikið betur að komast í opin færi en
hefðu þó hæglega getað tekið for-
ystuna á 32. mínútu. Hálfdán Gísla-
son komst þá einn inn fyrir vörn KR
en Kristján Finnbogason kom tá í
boltann og bjargaði í horn.
Spennustigið í leiknum var hátt og
það mátti stundum litlu muna að upp
úr ,syði. Unnar Valgeirsson Skaga-
maður og David Winnie KR-
ingur.hefðu hæglega getað fengið
rauða .spjaldið með stuttu millibili
seint í fyrri hálfleiknum, Unnar fyrir
að hrinda KR-ingi um koll og Winnie .
fyrir að gefa Stefáni þungt olnboga-
skot.
ÍA hóf seinni hálfleik af sama
krafti og fékk annað dauðafæri á 58.
mínútu þegar Alexander Högnason
skallaði fram hjá galopnu marki KR
af markteig.
Það er styrkur sterkra liða að refsa
andstæðingnum fyrir að nýta ekki
færi og það gerðu KR-ingar svo sann-
arlega. Þeir vöknuðu skyndilega til
lífsins og skoruðu tvö mörk með
þriggja mínútna millibili, fyrst Þór-
hallur Hinriksson og síðan Einar Þór
Daníelsson. Staðan var allt í einu
orðin 2-0 fyrir KR-inga, gjörsamlega
gegn gangi leiksins, og þeir búnir að
skora úr tveimur af fjórum mark-
skotum sinum.
Skagamenn gáfust ekki upp, með
Gunnlaug Jónsson og Stefán Þ. Þórð-
arson sem driffjaðrimar í sínum leik.
Gunnlaugur var rétt búinn að skora
með skalla áður en Stefán minnkaði
muninn í 2-1. Eftir það bættu Skaga-
menn í sóknina og Alexander færði
sig framar á miðjunni. Um leið var
skilið eftir opið svæði fyrir framan
vörn ÍA og Bjarki, hreinn farþegi í
leiknum fram að því, nýtti sér það til
hins ýtrasta og skoraði þriðja
markið. Þar með voru úrslitin
endanlega ráðin, öll vopn slegin úr
höndum Skagamanna, og KR hefði
hæglega getað bætt við mörkum í
lokin.
Leikurinn og úrslit hans endur-
spegla stöðu KR-inga í íslenskri
knattspymu í dag. Þeir era einfald-
lega með besta liðið. í þessum úrslita-
leik voru þeir þó lakari aðilinn en
nýttu sér þau færi sem gáfust. Heppn-
in var 12. liðsmaður vesturbæinga að
þessu sinni, þeir hefðu hæglega getað
verið í slæmri stöðu áður en mörkin
litu dagsins ljós. En eftir að undir-
tökunum var náð var sigurstemning-
in komin á ný í lið meistaranna og
þeir áttu greinilega meira inni en
Skagamenn fyrir lokakaflann.
Skagamenn hrjáði sama meinið og
áður 1 sumar, þeir voru of bitlausir
frammi, og aukin grimmd og barátta
dugði ekki til að bæta nægilega úr
þvi. En þeir fengu þó færin og áttu
alla möguleika á að komast í vænlega
stöðu en nýttu sér það ekki. Því fór
sem fór og enginn stór titill kemur á
Skagann, þriðja árið í röð. -VS