Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1999, Blaðsíða 10
10 enmng MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1999 UV Galdratónlist Sequentia-hópurinn þegar hann kom hingað til lands í október 1996: Eliza- beth Gaver, Barbara Thornton og Benjamin Bagby. DV-mynd Pjetur Ekki er vitað með vissu hvernig Eddukvæðin voru flutt fyrr á öldum en telja má líklegt að það hafi ekki verið í formi ljóðaupplesturs á Gráa kettin- um eða öðru kaffihúsi. Trúlega voru Eddukvæðin sungin, og ekki er ósennilegt að sum þeirra hafi verið sungin og jafnvel leikin í tengslum við trúarathafnir. Nú hefúr tónlist- arhópur að nafni Sequentia sett fram á geisladiski tilgátu um flutning Eddukvæða en hópurinn sérhæfir sig í að rannsaka og endurvekja fornar tónlistarhefðir. Sequentia, sem hefur aðsetur í Köln, var hér á landi fyrir fáeinum árum til að skoða allar hugsanlegar heim- ildir um forn-norræna tónlist- ariðkun og var afraksturinn sérlega skemmtilegir tónleikar í Þjóðminjasafninu sem undir- rituðum ei‘u enn í fersku minni. Nýlega kom svo út geisladiskur með Sequentia og á efnisskránni eru Hanga- kvæði Hávamála, Völuspá, Þrymskviða, Baldrs draumar og fleira. Lítið er vitað um forn-nor- ræna tónlistarhefð. Elsta heim- ildin um tónlist í tengslum við Eddukvæðin er frönsk ritgerð eftir Benjamin de la Borde, „Essai sur la musique ancienne et moderne" sem kom út árið 1780. Einnig er til gömul laglína við erindi úr Völuspá en ekki er vitað hversu gömul hún er, hugsan- lega er hún bara þjóðlag og ekki víst að hún tengist á nokkum hátt tónlistarhefð Eddu- kvæðanna. Aðal fyrirmynd Sequentia virð- ist vera rímnahefðin enda má rekja hana aft- ur til miðalda og ná rætur hennar hugsan- lega miklu lengra. Lýra og fiðla spila stórt hlutverk á geisla- diskinum og vekur það í fyrstu nokkra furðu því miðaldahandrit þar sem norrænn hljóðfærasláttur er skráður eru ekki á Hljómplötur Jónas Sen hverju strái. En hér hefur Sequentia stuðst við norska þjóðlagahefð, fiðluspil og dansa og er útkoman merkilega sannfærandi. Bæði fiðlan og lýran skapa fom- eskjulega stemningu sem hæfir anda Eddukvæðanna fullkomlega. Einhverjum kann að þykja framburðurinn á geisladiskinum einkenni- legur, enda er hann næsta óskiljanlegur. Þá má henda á að þó við getum lesið Eddukvæðin er harla ólík- egt að maður myndi skilja talað mál til forna, svo mik- ið hefur framburðurinn breyst í gegnum aldirnar. Það væri því fáránlegt að syngja Eddukvæðin með nútíma íslenskum fram- burði, eins og Heimir Páls- son bendir á í bæklingnum sem fylgir geisladiskinum. í staðinn hefur Sequentia reynt að fylgja þeim fomu framburðarreglum sem vit- að er um og var Heimir leiðbeinandi hópsins í þeim efnum. Þegar upp er staðið fer það eftir hlustandanum hvort tilgáta Sequentia stenst eða ekki. Fæstir eru svo dulspakir að geta ferð- ast aftur í tímann og hlust- að á Eddukvæðin „live“, svo í rauninni er ekki hægt að dæma hvort þau hafi einmitt verið flutt eins og á geisladiskinum. Aðalmálið er því hvort tónlistin komi manni í snertingu við þann frummyndaheim sem Eddu- kvæðin eru sprottin úr og verður hver og einn að gera það upp við sig. En víst er að þetta er vandaður geisladisk- ur og auk þess eru laglínurnar, hljóðfæra- slátturinn og raddirnar dásamlega seiðandi. Hvað sem réttmæti þessarar túlkunar á Eddukvæðunum líður þá er útkoman meira transörvandi en tíbetskir lamar. Fyrir alla þá sem hafa áhuga á norrænni heimsmynd er þessi geisladiskur alger skyldueign. Að átta sig í nútímanum 1 fyrradag var hér á menningarsíðu sagt frá nýlegri kjallaragrein í Politiken þar sem Danir voru hvattir til að snúa vörn í sókn í stríðinu við enskuna, annars myndi það stríð tapast fljótlega. Undir titl- inum „Dogmadanska" var meðal annars sagt frá nýyrðasmið íslendinga og bent á hvernig Danir gætu á nákvæmlega sama hátt myndað orð af norrænum stofni yfir ný fyrirbæri heimsins - orð sem enginn væri í vandræðum með að skilja. í síðasta laugardagsblaði Politiken er heil síða lögð undir umræður sem sprott- ið hafa meðal annars út frá þessari kjall- aragrein og listinn af „islandismum" sem birtur var að hluta hér á síðunni prentað- ur í heild í ramma. Umfjöllunin ber heit- iö „Den engelske syge“ eða Enska veikin. „Við verslum ekki heldur sjoppum, sendum e-mails, höldum deadlines og horfum á talkshows," segir í upphafi greinarinnar, en nú á að verða breyting á, það hefur menntamálaráðherra Elsebeth Gerner Nielsen ákveðið og vill leggja fram nýja og róttæka danska málfarspólitík. Danskir tungumálasérfræðingar taka því vel en eru ekki á einu máli um hve hætt- an sé mikil. Danskan hefur ævinlega ver- ið breytingum undirorpin og án erlendra áhrifa værum við bara lítið sveitahérað einhvers staðar í buskanum, segja þeir, en spurningin er þó hvort ekki verði að setja mörkin einhvers staðar. Afskekkta sveitahéraðið kemur aftur við sögu í máli Jorns Lund, prófessors í dönsku og ritstjóra nýju dönsku alfræðibókarinnar. Honum finnst ensk tökuorð bráðnauðsynleg ef Danir eiga að geta lifað í nútímanum og telur ekki að áhrif enskunnar séu komin á háskalegt síig. „Tungumál okkar er ennþá danska og hlutfall enskra tökuorða í blaða- greinum er undir tveimur prósentum," seg- ir hann. „Staða dönskunnar er í raun og veru sterk.“ Myndskreyting teiknarans Jorns Willumsens við greinina „Den engelske syge“ í Politiken 25. sept. Þegar blaðamaöur Politiken bendir á hvernig íslendingar leysi vandann með ný- yrðum - kalli software hugbúnað, vídeóið myndband og petroleum steinolíu, finnst Jorn Lund lítiö til þess koma. Því fylgja margir kostir að hafa fingrafor alþjóða- tungumáls á dönskunni, segir hann. „Til dæmis er erfiðara fyrir íslendinga en Dani að læra ensku, og það er erfiðara fyrir þá að ferðast erlendis vegna þess að boardingpas heitir ekki boardingpas á íslensku.11 Væri sannarlega átakanlegt ef margir landar reyndust vera týndir í erlendum flughöfnum vegna þess að þeir vita ekki að brottfararspjaldið þeirra er í rauninni boarding pass - eða öfugt... Hvað er epidemi? Sjálfsagt er fljótlegra að læra erlend mál ef fræðiheita- og hugtakakerfi þeirra eru sameiginleg manns eigin tungumáli, en ógagnsæ orð, af öðrum stofni en tungu- málið að öðru leyti, gera manni erfiðara um vik að læra og skilja sitt eigið mál, og mætti spyrja venjulega Dani um merk- ingu ýmissa orða sem notuð eru í dönsku og athuga hve margir skildu þau. Entomo- logi, epidemi og epilepsi eru orð sem nor- rænir menn þurfa að læra utanað hvað þýða; skordýrafræði, farsótt og flogaveiki eru orð sem maður getur undir eins skilið - að minnsta kosti að einhverju leyti. Líka mætti benda Lund .á hve miklu verndaðri danskir námsmenn eru en is- lenskir vegna þess hve miklu algengara er hér að þeir þurfi að nota bækur á erlend- um málum. Hér er til dæmis ætlast til þess að háskólastúdentar og jafnvel fram- haldsskólanemar geti lesið námsbækur á sænsku út frá þeirri dönsku sem þeir hafa lært - en það mun vera mjög erfitt að fá danska stúdenta til að lesa bækur á sænsku! Ennþá meira máli skiptir þó, í sambandi við hina nýju tölvutækni, hvað íslenskun tækniorðanna hefur tekist vel - við það fær- ist tæknin undireins stiginu nær almenn- ingi. Manneskja sem ekki veit hvað tölvu- póstur er en kannast bæði við orðin, tölva og póstur, áttar sig fljótar á um hvað er að ræða - það er að segja bréf sem send eru gegnum tölvur - en manneskja sem fyrst þarf að átta sig á e-inu í e-mail og síðan meilinu. IMannveiðihandbók ísaks Frá Forlaginu berast þær fréttir að von sé á fyrstu skáldsögu ljóðskáldsins ísaks Harðar- sonar. Hún heitir Mannveiði- handbókin og er sögð afar sér- stæð, eins og ekki kemur þeim á óvart sem þekkja skáldskap ís- aks. Þar reynir Eilífim Eilifsson að ráða tungumál hafsins á með- an Ýsafold dóttir hans flytur í j bæinn og fær vinnu í Rínglunni, risavöxnum gylltum piramída þar sem borgarbúar neyta og njóta. Hún og bróðir hennar skiptast reglu- lega á hugsunum og tengja saman þessa ólíku heima, en þótt Rínglan sé björt þá vofir yfir einhver undarleg illska. Borgin er að fyllast af mávum... Hulunni svipt af Hollywood Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands býður upp á mörg áhugaverð námskeið fyrir cdmenning á haustdögum. Meðal annars verð- ur Matthías Johannessen, skáld og ritstjóri, (á mynd) með námskeið um Jónas Hallgrímsson og umhverfi hans frá 4. okt til 22. nóv. Björn Ægir Norðfjörð, kvikmynda- gagnrýnandi DV, verður við annan mann með námskeiðið Hulunni svipt af Hollywood þar sem rakin verður bandarísk kvikmyndasaga frá upphafi til okkar tíma frá 6. október til 24. nóvember. Jón Böðvarsson fjallar um landa- fundi og kristnitöku á einu námskeiði og Eglu á öðru; tekið verður fyrir leikrit Brechts, Krítarhringurinn í Kákasus, í sam- vinnu við Þjóðleikhúsið og Jón Ólafsson heimspekingur heldur námskeið um rúss- neska samtíð og sögu Sovétrikjanna. 120. okt.--24. nóv. verða Halldór Guðmunds- son bókmenntafræðingur, Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur og séra Gunnar Kristjánsson með námskeið um Heimsljós, eina ástsælustu skáldsögu Halldórs Laxness, þar sem kannaðar verða meðal annars rætur þess verks í dagbókúm Magnúsar Hjaltasonar sem Sigurður Gylfi gaf út í fyrra. Einnig verð- ur skoðað hvemig átök í samtíma verksins og hugmyndafræðilegir og trúarlegir þættir speglast í því og rætt um skoðanir og störf höfundarins meðan verkiö var í sköpun. Einsöngstónleikar í Norræna húsinu Tvennh' einsöngstónleikar verða í Nor- ræna húsinu í vikunni. Á fimmtudagskvöldið kl. 20.30 syngur ungur færeyskur bassasöngv- ari, Runi Brattaberg, og á fóstudagskvöldið á sama tíma sænska sópransöngkonan, Solveig Faringer. Bæði syngja þau við undirleik Gustavs Djupsjöbacka frá Finnlandi. Á efnisskrá Runi verða söngvar eftir Schubert, Rachmaninoff, Sibelius og Muss- orgsky. Einnig verða flutt tvö ný færeysk sönglög eftir tónskáldin Sunleif Rasmussen og Regin Dahl. Runi hefur vakið mikla at- hygli fyrh' sérlega hljómmikla rödd og verður gaman að fylgjast með þessum efnilega bassa- söngvara í framtíðinni. Á efnisskrá Solveigar verða eingöngu verk eftir norræn tónskáld: Carl Collan, Adolf Fredrik Lindblad, C.H.F. Weyse, Waldemar Thrane, Carl Nielsen, Edvard Grieg, Jean Si- belius, Ture Rangström, Per Norgard, Rolf Wallin, Kaiju Saariaho og Lars Johan Werle. Solveig Faringer hefur haldið söngtónleika víða um heim, meðal. annars á íslandi. Söngvaskrá hennar spannar breitt svið tón- verka, allt frá gömlu meisturunum til sam- tímaverka, sem mörg hver hafa verið samin sérstaklega fyrir hana. Eddukvæðin í kilju Aðdáendur Hávamála, Völuspár og hetju- kvæða ættu að athuga að nú er komin út handhæg útgáfa í kilju af lang- I flestum eddukvæðunum. Bók- in heitir Eddukvæði og er ætl- uð skólafólki. Gísli Sigurðsson | sá um útgáfuna sem er stytt gerð af bók með sama nafni sem kom út í fyrra. Kvæðin eru prentuð með nútímastafsetningu en beygingar- og orðmyndum haldið. ítarlegur inngangur er að bókinni eftir Gísla þar sem hann fjallar um hvaðeina sem viðkemur þessum fornu ger- semum: bragarhætti, handrit og varöveislu og yrkisefni. Mál og menning gefur út. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.