Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1999, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1999 Útlönd Stuttar fréttir dv Moskvuvaldið tilbúið að ræða við Tsjetsjena ígor Ivanov, utanrikisráðherra Rússlands, lýsti því yflr í gær að stjómvöld i Moskvu væru í grundvallaratriðum reiöubúin til viðræöna við leiðtoga Tsjetsjeníu ef þeir fordæmdu ofbeldisaðgerðir og létu af hendi foringja „hryðju- verkamanna". ívanov, sem er í Havana á Kúbu, sagði að yfirvöld í Moskvu hefðu tvö markmið með hernaðin- um í Tsjetsjeníu. Annars vegar að loka landamæmnum og hins veg- ar að ráðast á sama tíma á bæki- stöðvar uppreisnarmanna. Rússneskar orrustuvélar héldu áfram sprengjuárásum sínum á Tsjetsjeníu í gær. Þúsundir manna flýðu til nærliggjandi ríkja, til viðbótar þeim sem þegar voru flúnir. Listasafn beygir sig ekki fyrir borgarstjóra Listasafnið í Brooklyn í New York ætlar að halda ótreutt áfram með umdeilda listsýningu þótt Rudolph Giuliani borgarstjóri hafi brugðist ókvæða við og hótað bæði að reka safnið af landi í eigu borgarinnar og afnema opinber fjárframlög. Sýningin umdeilda er á verk- um eftir ungan breskan lista- mann. Og þaö sem fór svona fyrir brjóstið á borgarstjóranum var portrett af Maríu mey sem meðal annars var búið til úr filskúk. Borgarstjóranum finnst það mikil móðgun. Málaferli eru yfirvofandi vegna sýningarinnar. Clinton nýtur enn ráðgjafar Bill Clinton Bandaríkjaforseti fær enn andlega ráðgjöf presta, ári eftir að hann viður- kenndi að hafa syndgað með Monicu Lewin- sky, fyrrum lærlingi í Hvíta húsinu. Forset- inn sagði við árlegan bænamorgunverð í Hvíta húsinu í gærmorgun að hann væri ákaflega snortinn yfir því hve honum hefði verið sýnd mik- il fyrirgefning. Hillary forsetafrú var við morg- unverðarborðið í gær. Margir við- staddra klöppuðu eða kinkuðu kolli til að lýsa velþóknun sinni á orðum forsetans. Tónleikahaldari í morðvarðhald Sænska lögreglan handtók í morgun 23 ára gamlan tónleika- haldara sem grunaður er um að hafa myrt þrjár manneskjur, þar af fóður og son, í smábænum Klippan á Skáni í gærmorgun. Feðgarnir eru frá Helsingborg- arsvæðinu, 65 og 32 ára, en þriðja líkið var af um það bil sextugum karlmanni sem ekki er vitað hver var. Lík þeirra fundust við bíl með spænskum númersplötum. SÞ búa sig undir aö taka viö stjórn Austur-Tímor: Brunnin lík fund- ust í úthverfi Dili Fréttamenn fundu í morgun tíu brunnin lík í pallbíl sem eldur hafði verið lagður að skammt vest- ur af flugvellinum í Dili, héraðshöf- uðborg Austur-Tímor. Sjónarvottur sagði fréttamanni Reuters að indónesíska lögreglan og vígasveitir á bandi Indónesíu- stjómar hefðu staðið fyrir morðun- um fyrir um það bil tveimur vik- um. „Fómarlömbin voru bundin á höndum og fótum aftan á bílnum og vígasveitamennimir hökkuðu þá í spað með sveðjum. Ég heyrði öskr- in í þeim upp á hæðina þar sem ég var. Þegar fólkið var látið helltu vígasveitamennimir bensíni á líkin og bílinn og kveiktu i,“ sagði Al- berto A.C. Pereira, 38 ára gamall íbúi þorpsins Tibar. Ekki fékkst nein staðfesting á frá- sögn Pereira en lýsing hans kemur heim og saman við þau verksum- merki sem fréttamenn sáu. Hundruð flóttamanna fóru frá hafn- arsvæðinu í Dili, höfuðborg Austur- Tímor, til íþróttaleikvangs borgar- innar f morgun þar sem þeir njóta verndar alþjóðlega gæsluliðsins. Sameinuðu þjóðirnar bjuggu sig undir það í morgun að taka við borgaralegum skyldum á Austur- Tímor áður en þær taka formlega við stjórn landsins af alþjóðlegu friðargæslusveitunum. Indónesísk stjómvöld höfðu gefið samþykki sitt. Wiranto hershöfðingi, yfirmaður indónesíska hersins, lýsti í morg- un óbeint yfir stuðningi sínum við rannsókn á mannréttindabrotum á Austur-Tímor. Vígasveitimar era sakaðar um að hafa myrt þúsundir manna frá þvi íbúar landsins höfn- uðu áframhaldandi sambandi við Indónesíu í þjóðaratkvæðagreiðslu í ágústlok. William Cohen, landvarnaráð- herra Bandaríkjanna, sagði í sjón- varpsviötali að Indónesar ættu yfir höfði sér refsiaðgerðir ef þeir hefðu ekki hemil á her sínum og kæmu ekki á lýðræðislegum um- bótum. Tvær evrópskar drottningar, þær Soffía frá Spáni og Pála frá Belgíu, sóttu ráöstefnu í Varsjá, höfuðborg Póllands, í gær í tilefni tíu ára afmælis barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Jolanta Kwasniewski, forsetafrú í Póllandi, stóð fyr- ir ráðstefnunni. Drottningarnar létu taka af sér þessa mynd með fötluðum börnum eftir að þau efndu til söngskemmt- unar fyrir framan Wilanow-höll í pólsku höfuðborginni. Boða mótmælagöngu til heimilis Milosevics Stjórnarandstæðingar í Belgrad ætla í kvöld að efna til mótmæla- göngu í hverfinu þar sem Slobodan Milosevic Júgóslavíu býr. Tilgang- urinn er að leggja áherslu á kröf- una um afsögn Milosevics. Hann býr í hverfinu Dedinje sem er á hæð í um fimm kílómetra fjar- lægð frá miðborg Belgrad. Stjórn- málaskýrendur telja að lögreglan kunni að grípa inn í gangi mótmæl- endur til Dedinje. Mótmælendur voru stöðvaðir þar í mótmælaað- gerðunum 1996-1997 og 1991. Lögreglan hefur ekki látið til skarar skríða gegn mótmælendum nú en hún hefur aukið viðbúnað sinn í hverfinu þar sem forsetinn býr. í gærkvöld söfnuðust að minnsta kosti 10 þúsund manns í miðborg Um 10 þúsund mótmælendur gengu um miðborg Belgrad í gærkvöld. Belgrad, 15 þúsund í Nis og um 5 þúsund í Novi Sad. Hefur nú verið efnt til mótmæla gegn Júgóslavíu- forseta átta daga í röð. Mótmæl- endur gera ráð fyrir að fleiri þyrp- ist út á götumar þegar rafmagnið hverfur og kólna tekur. Stjómar- andstaðan vonast til að vetrarkuldi og rafmagnsskortur muni fella Milosevic. Stjórnarandstæðingar hafa heit- ið því að efna til daglegra mótmæla þar til Milosevic lætur undan þrýstingnum. Stjómarandstæðing- ar saka forsetann um að hafa rúið Serbíu inn að skinni vegna áratug- ar langra stríða á Balkanskaga. Goran Djindjic, einn leiðtoga stjómarandstöðunnar, sagði í gær að stjórnin féllist ekki á afsögn í viðræðum. Aðeins aðgerðir dygðu. Handtökur í Kosovo Franskir friðargæsluliðar hafa handtekiö íjóra menn í Kosovo í kjölfar fundar fjöldagrafar við Mitrovica í Kosovo í síðustu viku. Afhendir Gólanhæðir Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, er reiðu- búinn að af- henda Sýrlend- ingum Gólan- hæðir, að því er ísraelska sjón- varpið greindi frá í gærkvöld. Barak á að hafa lýst þessu yfir í viðtali við Israela í tilefni hátíðarhalda. Enn hefði þó ekki fundist leið til að taka upp friðarviðræður að nýju við Sýrlendinga. Ofbeldi gegn börnum Tugum þúsunda s-afrískra barna er nauðgað, rænt, sýnd morðtilraun eða þeim misþyrmt á annan hátt á hverju ári sam- kvæmt skýrslum lögreglunnar. Lesendabréf fyrir rétt Saksóknari á Ítalíu hefur ákveðið að láta rannsaka lesenda- bréf til kaþólsks blaðs sem valdið hefur miklum vangaveltum. Bréf- ritari skriftaði og kvaðst iðrast að hafa átt þátt í að ákveða fyrir fram úrslit i knattspyrnukeppni. Áhyggjur af sterku jeni Hækkun japanska jensins gagn- vart dollar veldur Japansstjóm áhyggjum. Óttast stjómin að hækkunin standi efhahagsbatan- um fyrir þrifum. Dóttir Alis í hringinn Dóttir hnefaleikarans Muhammads Alis, Laila Ali, sem er 21 árs, tilkynnti í gær aö hún ætlaði að keppa sem þungavigtar- boxari. Ali sjálfur hefur áhyggjur af boxi dótturinnar. Hagsmunir Austurríkis Hægrimaðurinn Jörg Haider hvatti í gær Austurríkismenn til að kjósa flokk hans, Frelsis- flokkinn, á sunnudaginn til að tryggja hags- muni Austur- ríkismanna áð- ur en tekið yrði tillit til hags- muna innflytjenda. Búist er við að flokkur Haiders verði annar stærsti flokkurinn að þingkosn- ingunum loknum. Banahopp Óttaslegin kona hoppaði ofan af svölum í morgun og beið bana er jarðskjálfti reið yfir bæinn Ya- lova. Skjálftinn mældist 4,8 á Richter. Forsetaframboð Borgarstjórinn í Mexíkóborg, Cuauhtemoc Cardenas, sagði af sér í gær til þess að undirbúa þriðju tilraun sína til að verða forseti lands síns. Forsetakosn- ingamar verða í júlí á næsta ári. Forðist Hague Þeir sem vilja umgangast ein- hvern skemmtilegan ættu um- fram allt að forðast William Hague, leiðtoga íhaldsflokksins í Bretlandi. Þetta er niður- staða nýrrar skoðanakönn- unar. Alls töldu 98 prósent aðspurðra að þeir gætu ekki ímyndað sér að gaman væri að vera með Hague. Clinton borgar Paulu Bill Clinton Bandaríkjaforseti greiddi í gær lögmönnum Paulu Jones, sem sakaöi hann um kynferðislega áreitni, 90 þúsund dollara. Er talið að um lokagreiðslu sé að ræða. Paula, sem var opinber starfsmaður í Arkansas, höfðaði mál gegn Clinton 1994.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.