Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1999, Blaðsíða 14
14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjórl: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON
Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK,
SlMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk„ Helgarblað 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Sjávarútvegsrisi verður til
Skynsemi ræöur ferðinni hjá forráðamönnum íslenskra
sjávarafurða sem glímt hafa við erfiðleika undanfarin
misseri. Sameining við Samband íslenskra fiskframleið-
enda er eðlilegt framhald á róttækum breytingum á skipu-
lagi og starfsemi fyrirtækisins.
Síðustu ár hafa verið erfið fyrir eigendur og forráða-
menn ÍS á sama tíma og SÍF hefur skilað góðum árangri
og á stundum einstaklega glæsilegum. Á liðnu ári varð lið-
lega 900 milljóna króna tap af reglulegri starfsemi ÍS en
lækkun tekjuskattsskuldbindinga og óreglulegar tekjur
hjálpa fyrirtækinu nokkuð þannig að í heild varð tapið
tæpar 670 milljónir. Veltufé frá rekstri var neikvætt um
786 milljónir. Til að undirstrika vandann enn frekar þá
rýmaði eigið fé um 957 milljónir króna, eða um 80 millj-
ónir á mánuði. Sama ár skilaði SÍF 509 milljónum króna í
hagnað.
Öllum var ljóst þegar Finnbogi Jónsson tók við sem for-
stjóri ÍS um síðustu áramót að hans biðu erfið og flókin
verkefhi. í leiðara DV í mars var bent á að Finnbogi hefði
getið sér gott orð í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja með
uppbyggingu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað sem glímdi
við mikla erfiðleika þegar hann tók þar við völdum.
„Verkefnið nú er stærra í sniðum en ljóst er að miklar
væntingar eru bundnar við að árangur náist. í frjálsu
samfélagi, sem byggist á markaðsbúskap, er ekkert óeðli-
legt við að fyrirtæki lendi í hremmingum. Stjórnendur og
starfsfólk margra fyrirtækja bera gæfu til þess að vinna
fyrirtækið út úr erfiðleikunum - önnur fara hreinlega á
hausinn.“
Segja má að stjórnendur ÍS hafi róið lífróður og síðustu
10 mánuði hefur fyrirtækið selt eignir fyrir um 1.660 millj-
ónir króna. Starfsmönnum hefur verið fækkað og rekstur-
inn stokkaður upp. Árangurinn var þegar sýnilegur í sex
mánaða uppgjöri. Hagnaður nam nær 39 milljónum króna
samanborið við 209 miUjóna tap fyrri hluta síðasta árs.
Með sameiningu ÍS og SÍF undir nafni hins síðarnefnda
verður til stærsta fyrirtæki landsins þegar miðað er við
veltu og níunda verðmætasta fyrirtæki á opnum hluta-
bréfamarkaði. Forráðamenn beggja fyrirtækja eiga hrós
skilið fýrir þann kjark og framsýni sem hefur ráðið ferð-
inni. Eigendur fyrirtækjanna eignast öflugt fyrirtæki sem
á mikla möguleika til frekari sóknar á erlendum mörkuð-
um og viðskiptavinir þess njóta sameinaðra krafta.
En eitt skyggir á þessi gleðilegu tíðindi. Flest bendir til
þess að ekki hafi ailt verið með felldu í viðskiptum með
hlutabréf ÍS síðustu daga. Hlutabréf félagsins hækkuðu
verulega í verði síðustu daga - áður en gert var opinbert
að hugsanlegt væri að samningar næðust við SÍF um sam-
einingu. Engar efnislegar ástæður voru fyrir hækkun
bréfanna aðrar en væntanleg sameining og því vakna al-
varlegar spumingar um hvort einhverjir hafi nýtt sér
upplýsingar með óeðlilegum og ólögmætum hætti.
DV hefur ítrekað bent á í leiðurum hve mikilvægt sé að
trúnaður og traust ráði ríkjum á hlutabréfamarkaði. í áð-
urnefndum leiðara í mars síðastliðnum voru eigendur og
stjómendur íslenskra sjávarafurða hvattir til þess að óska
eftir því „að skráningu hlutabréfa fyrirtækisins á Verð-
bréfaþing íslands sé hætt tímabundið, eða þangað til fram-
tíð þess er ráðin“. Þá sagði orðrétt: „Það er mikill ábyrgð-
arhluti af forráðamönnum fyrirtækja, sem horfa fram á
mikla uppstokkun, að grípa ekki til ráðstafana eins og
þeirra að óska eftir afskráningu af hlutabréfamarkaði eða
að viðskipti með hlutabréf þeirra verði stöðvuð um óá-
kveðinn tíma.“ Óli Björn Kárason
MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1999
„Getum við stært okkur af því að hafa numið og tiieinkað okkur speki Hávamála um hlutverk fatlaðra? Svarið
er nei.
Fatlaðir aðstoðaðir á Aiþingi.
Af fötlun
unar ræðst af þjððfé-
lagsgerð, trúarbrögð-
um og menningu, svo
að eitthvað sé nefnt;
algengt sé í þróunar-
löndum að fela hina
fötluðu. Sé litið á
heildina þá er viðhorf
til fötlunar neikvætt
bæði í þróuðum og
þróunarlöndum. Þó
eru til undantekning-
ar, t.d. í N-Mexíkó og
Botswana, þar sem lit-
ið er svo á að fæðing
fatlaðs barns sé tákn
frá Guði um að hann
treysti foreldrunum til
að vernda veikburða
einstakling.
„Fatlaðir eru hér sem annars
staðar jaðarhópur og í þeint hópi
eru fátækustu einstaklingarnir í
þjóðfélaginu. Kjör þeirra hafa
ekki batnað í hlufalli við efna-
hagsbata undanfarinna ára en
það gildir raunar líka um kjör
aldraðra.“
Kjallarmn
Arni Björnsson
læknir
í nýlegu hefti af
hinu virta lækna-
tímariti The Lancet
er í ritstjórnargrein
og nokkrum stuttum
greinum fjallað um
ýmsar hliðar fótlun-
ar, bæði í þróuðum-
og þróunarlöndum.
Reynt er að skil-
greina hugtakið og
gera grein fyrir
stærð þess vanda-
máls sem fotlun er á
heimsvísu.
Slæmt hlutskipti
í byrjun ritstjórn-
argreinarinnar er
þvi haldið fram að á
sl. 50 árum hafi eng-'
in breyting orðið á
hlutskipti fatlaðra í
þróunarlöndunum
og aðeins lítillega í
þróuðu löndunum. f
annarri grein segir
að samkvæmt ágisk-
un Sameinuðu þjóð-
anna séu nálægt
10% af íbúum heims
(um 500 millj.
manns) verulega
fatlaðir; 80% þessa
fólks búa í þróunarlöndum. Hlut-
skipti milljóna af þessu fólki er
slæmt og áætlað er að aöeins 3%
af þeim sem þurfa endurhæfingar-
meðferð njóti hennar í einhverjum
mæli.
Þá segir að fatlað fólk sé fátæk-
ustu og útskúfuðustu íbúar jarðar-
innar. Og greinahöfundarnir i
Lancet spyija hvers vegna? Eitt af
því sem gerir viðfangsefnið fotlun
erfitt er hversu margrætt það er.
Engir tveir fatlaðir eru eins og
engir tveir einstaklingar bregðast
á sama hátt við svipaðri fötlun. Þá
kemur líka til að viðhorfið til fötl-
Ekki meðaumkun heldur
réttlæti
Höfundarnir velta fyrir sér
hvort hefðbundin úrræði til að
gera hlutskipti fatlaðra einstak-
linga bærilegt séu almennt til bóta
eða hugsanlega hið gagnstæða.
Þar kemur til endurhæfing, félög
sem gæta hagsmuna fatlaðra og
sérstakar stofnanir fyrir fatlaða.
Þeir benda á að úrræðin séu oft
hugsuð og hönnuð af ófötluðum,
sem skilja fötlunina út frá sjónar-
miði heilbrigðra en ekki sjónar-
miði fatlaðra.
Svo er spurningin hvort á að
meta fötlun út frá læknisfræðilegu
eða samfélagslegu sjónarmiði.
Líklega hvort tveggja en það fer
líka eftir þjóðfélagsgerðinni. Þó
beri að jafnaði ekki að líta á fatlað-
an einstakling sem sjúkling og
sýna honum meðaumkun heldur
sem sérstakan einstakling í þjóðfé-
lagi þar sem allir eru sérstakir,
jafnvel mismunandi mikið fatlað-
ir. Fatlaðir þarfnist ekki með-
aumkunar heldur réttlætis sem
geri þeim kleift að lifa sem full-
gildir þegnar í þjóðfélagi með rétt-
indi og skyldur sem því fylgja.
Haltur ríður hrossi
Hver er staða velferðarríkisins Is-
lands í þessu hnattræna vandamáli?
Við getum verið stoltir af því að
eiga í bókmenntum okkar sígilda
skilgreiningu á fötlun og hvernig
bregðast megi við henni með því að
fá hinum fötluðu verkefni við hæfi.
Svo segir í Hávamálum:
Haltur ríður hrossi,
hjörð rekur handar vanur,
daufur vegur og dugir;
blindur er betri
en brenndur séi,
nýtur manngi nás.
En getum við verið stoltir af
meðferð okkar á fötluðum? Getum
við stært okkur af því að hafa
numið og tileinkað okkur speki
Hávamála um hlutverk fatlaðra?
Svarið er nei. Fatlaðir eru hér sem
annars staðar jaðarhópur og í þeim
hópi eru fátækustu einstaklingarn-
ir í þjóðfélaginu. Kjör þeirra hafa
ekki batnað i hlufalli við efnahags-
bata undanfarinna ára en það gild-
ir raunar líka úm kjör aldraðra. ís-
lenska velferðarrikið stendur hér,
eins og á mörgum sviðum varðandi
þá sem eiga undir högg að sækja,
ekki undir nafni.
Árni Björnsson
Skoðanir annarra
Oeðlileg verðmyndun
„Samkeppnisstofnun fékk í síðustu viku heimild
dómstóls til að gera húsleit í þremur fyrirtækjum er
annast dreifingu á grænmeti og ávöxtum ... Fyrir-
komulag þessara mála er meingallað. Verðmyndun á
grænmeti verður ekki eðlileg fyrr en tryggt er að
neytendur hafi aðgang að innfluttu grænmeti allan
ársins hring án þess að lagðir séu á það ofurtollar.
Hin innlenda framleiðsla verður að geta spjarað sig
í slíku samkeppnisumhverfi, rétt eins og aðrar at-
vinnugreinar. Eðlilegt verð myndi vafalítið auka
heildarneysluna verulega."
Úr forystugreinum Mbl. 28. sept.
Fákeppni og ofurtollar
„Áður fyrr voru Baugur og Bónus helsti skelfir
þessara fákeppnisfyrirtækja, en nú er Baugur orð-
inn hluthafi og tekur þátt í einokuninni... Það ríkir
fákeppni og samráð og ofan á það bætist ofurtolla-
stefna stjómvalda. Jafnvel þótt einhver vildi brjóta
sér leið fram hjá þessu með innflutningi þá er það
óframkvæmanlegt vegna ofurtolla, sem gera það að
verkum að vara sem kostar 100 krónur erlendis á
markaði fer upp í 1.100 krónur komin til landsins og
rennur þá mest til ríkisins, sem er i hróplegu ósam-
ræmi við þá samþykkt Alþingis sem kölluð hefur
verið Manneldisstefna. Einokunin og ofurtollastefn-
an leiða af sér að neytendur hafa ekki efni á að fylgja
manneldisstefnunni."
Jóhannes Gunnarsson í Degi 28. sept.
Flugið fatast Samfylkingunni
„Enn á ný stendur vinstrihreyfingin á íslandi á
krossgötum ... Þótt við í Alþýðubandalaginu legðum
mikið á okkur til að ná sátt um kosningastefnuskrá
í vor virðist mér nú m.a. ljóst að: Samfylkingin get-
ur ekki orðiö samnefnari vinstrimanna um stefnuna
í utanríkismálum ... Þvi miður hefur Samfylking-
unni ekki tekist að ná flugi eftir að hafa hlekkst á í
kosningimum í vor. Líklegt er að forystuleysi og
skortur á skýrri hugmyndafræði ráði þar mestu um
en til allrar ólukku hafa menn til þessa einmitt forð-
ast rnnræðu um þetta tvennt."
Árni Þór Sigurðsson í Mbl. 28. sept.