Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1999, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1999 11 r>v_________________________________Fréttir Hrottarnir sem limlestu bróður flkniefnaskuldara: Varðhald ástæðulaust - segir yfirlögregluþjónn „Meginreglan er alltaf sú að menn ganga lausir þar til dæmt hef- ur verið í máli þeirra en gæsluvarð- hald i langan tíma er undantekn- ing,“ segir Hörður Jóhannesson, yf- irlögregluþjónn í Lögreglunni í Reykjavík, en athygli hefur vakið að tveimur mönnum sem játuðu í síðustu viku að hafa gengið í skrokk á ungum manni og beinbrotið hann bæði á hendi og fæti var sleppt laus- um eftir skýrslutöku. „Málið er upplýst og það er óum- deilt hvað gerðist og það liggur fyr- ir að sá sem varð fyrir árásinni er á vísum stað,“ segir Hörður og vísar þar með til þess að fórnarlambið mun vera þar sem utanaðkomandi geta ekki náð til þess. Hið sama mun gilda um bróður mannsins en árásin var í reynd ætluð bróðurn- um. Hörður segir aðalástæðu þess að grunaðir menn eru settir í gæslu- varðhald vera vemdun rannsóknar- hagsmuna. Þetta geti átt við þegar menn geti haft áhrif á samseka eða vitni, skotið undan gögnum eða haft einhver önnur áhrif á rannsókn málsins. „í þessu tilfelli var það mat manna að þessi skil- yrði væru ekki fyrir hendi. Hitt er svo annað mál að það er heimilt í alvarleg- ustu málum að halda manni inni þar til dómur gengur, til dæmis í morð- málum og í öðrum málum þar sem það er fyrirfram ljóst að menn fá langa dóma. Eins, þegar' menn eru orðnir uppvísir að al- varlegu broti, er talið að það séu almannahagsmun- ir að þessum mönnum sé haldið þar til málinu er lokið," segir Hörður. Hann segir aðspurður að ekki hafi verið talin ástæða til að ótt- ast að árásarmennirnir myndu láta til skarar skríða með svipuðum hætti gegn öðrum hugsanlegum fórn- arlömbum og því hafi málið verið metið með áðurgreindum hætti. Fóturinn var ekki að detta af „Það er einfaldlega venja hjá okk- ur að veita ekki upplýsingar um menn; hvorki nöfn né ann- að, á meðan málið er á rannsóknarstigi," segir Hörður, aðspurður hvort til greina komi að birta opin- berlega nöfn og myndir manna sem játað hafa gróf ofbeldisverk. „En það er hins vegar annað ef menn hafa verið dæmdir eða þá málið er orðið opinbert á annan hátt, svo sem ef gefín er út ákæra eða mál þing- fest,“ bætir hann við. „Ég er ekki að gera lítið úr þessu en það er verið að dramatísera þetta svona mikið hara vegna þess að þetta er tengt fikni- efnum,“ segir Hörður um likams- árásina sjálfa. „Það eru menn lamd- ir um hverja einustu helgi miklu verr heldur en þetta og menn eru meiða sig svona bara í fótbolta. En þetta hljómar rosalega á forsíðu DV: Maður fótbrotinn og handleggsbrot- inn. Þó hann sé með brotna pípu einhvers staðar má ekki lýsa þessu eins og fóturinn sé kominnn i sund- ur og að detta af.“ -GAR Hörður Jóhannes- son, yfirlögreglu- þjónn hjá lögregl- unni í Reykjavík. Sléttanes ÍS veröur grænt: Atvinnulaus í fyrsta sinn - segir Sölvi Pálsson, fráfarandi skipstjóri „Ég veit ekkert hvað tekur við hjá mér. Ég verð að óbreyttu at- vinnulaus eftir mánaðamótin í fyrsta sinn á ævinni," segir Sölvi Pálsson,. fyrrverandi skipstjóri á frystitogaranum Sléttanesi ÍS, sem er að fara úr þjónustu Básafells hf. í ísafjarðarbæ. Tvö þúsund tonna kvóti var seldur með Sléttanesi sem gert verður út frá Reykjavik undir merkjum Látra ehf. sem er dótturfyrirtæki Ingimundar hf. í Reykjavík. Sléttanes kom í land úr síðasta túr í þjónustu Básafells á ísafirði þann 1. september en síðan hefur verið unnið að því að skvera skipið fyrir nýju eigendurna. Sléttanesið kom nýtt til Þingeyrar _ árið 1983 og hefur fram til þessa átt heimahöfn þar. Það hefur frá upphafi verið rautt að lit en nýir eig- endur eru að láta mála það grænt. Sölvi segir ekkert fram undan hjá sér í atvinnumálum þegar upp- sagnarfrestur hans rennur út í næsta mánuði. Sölvi Pálsson, frá- farandi skipstjóri. Sléttanes í slippnum í Reykjavík. Það verður nú grænt í stað þess að vera rautt svo sem það hefur verið frá því það kom nýtt til Þingeyrar árið 1983. „Eg er búinn að vera til sjós í 40 ár og er algjörlega réttlaus hvað þá að ég eigi einhvern hlut í sameign þjóðarinnar. Ég má engan fisk veiða þó ég vildi bjarga mér sjálf- ur. Það fer enginn venjulegur mað- ur í útgerð í dag. Það sama á við um fiskvinnslu. Þó ég vildi stofna til verkunar á saltfiski þá þarf kvóta til þess og hann kostar morð fjár. Alþingi sett þessi lög og það er við alþingismenn eina að sakast. Útgerðarmenn fara bara eftir leik- DV-mynd ÞOK reglum þessa fiskveiðistjórnunar- kerfis sem heimilar frjálst framsal kvóta,“ segir Sölvi. Hann segir óvíst hvort hann muni búa áfram á Þingeyri þar sem hann festi kaup á dýru einbýl- ishúsi fyrir skömmu eftir að hafa verið fullvissaður um að engin breyting yrði á útgerð Sléttaness frá Þingeyri. „Ég hefði helst ekki viljað flytja frá Þingeyri en um það er þó full- komin óvissa," segir Sölvi. -rt Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli: Æðsta viðurkenning Haraldur Stefánsson, slökkviliðs- stjóri á Keflavikurflugvelli. Slökkviliðinu á Keflavíkurflug- velli verður veitt æðsta viðurkenn- ing sem liðinu hefur hlotnast á morgun. Verðlaunin eru veitt sam- eiginlega af bandariska sjóhernum og innrásarher sjóhersins fyrir störf að brunavörnum og slökkviliðs- störfum á árinu 1998. Haraldur Stefánsson slökkviliðs- stjóri mun taka á móti verðlaunun- um úr hendi flotaforingja sjóhersins á Miðnesheiði. Haraldur segist þakka árangurinn áhuga, þjálfun og atorku liðsins sjálfs sem og þeim velvilja og skilningi sem það nýtur á starfssvæði sínu. Haraldur hefur verið slökkivliðs- stjóri á Keflavíkurflugvelli frá árinu 1986 en átti 44 ára starfsafmæli hjá slökkivliðinu sl. vor. Hann hefúr verið yfirmaður frá árinu 1969. Haraldur segir það hafa verið ár- vissan atburð um langa hríð að slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli hlotnaðist ýmist fyrsta, annað eða þriðja sætið meðal allra slökkvi- liða á vegum bandariska sjóhers- ins en það væri fyrst nú að liðið fengi æðstu verðlaunin fyrir að hafa skarað mest allra fram úr. Hann segir sérlega ánægjulegt að slökkviliðið sem eingöngu sé mannað ís- lendingum skuli hljóta þessa viðurkenningu. Hún hljóti að gera þeim, sem greiða fyrir þjónustu þess, auðveldara fyrir með að meta það að verðleikum. „Þá ætti þetta ekki að spilla fyrir íslend- ingum þegar samið verður um endur- nýjun á varnarliðssamningunum," segir Haraldur. Bílaraf er flutt úr Borgartúni 19 aö Auöbrekku 20 í Kópavogi. Nýtt símanúmer er 56 40 400. Alternatorar og startarar í fólksbíla, vörubíla, vinnuvélar og bátavélar. Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Búnaðarsamband Suðurlands auglýsa stöðu tilraunastjóra. Staða tilraunastjóra á tilraunastöðinni á Stóra-Armóti í Hraungerðishreppi er laus til umsóknar. Tilraunastöðin á Stóra-Armóti er rekin sameiginlega af Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Búnaðarsambandi Suðurlands í samræmi viðlög nr. 29 1981 og samstarfssamning þessara aðila frá 1983. í samræmi við þetta er óskað eftir umsóknum ítá aðilum sem hafa sérmenntun sem tengist nautgriparækt, einkum fóðurfræði eða sambærilegum sviðum, sem nýtast myndi starfseminni. Skipulag á rekstri stöðvarinnar og áherslur í rannsóknastarfseminni eru í endurskoðun og er þess vænst að nýr tilraunastjóri taki virkan þátt í þeirri skipulagningu.Á Stóra-Armóti er ný tilraunaaðstaða sem byggð hefur verið upp á síðustu fimmtán árum en starfsemi á staðnum hófst árið 1987 og er framhald af starfsemi sem unnin var í Laugardælum. Möguleiki er á búsetu á staðnum. Umsóknum ber að skila fyrir 20. október nk. til Þorsteins Tómassonar, forstjóra Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, Keldnaholti. Upplýsingar veitir einnig Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands. Blaðaprentari óskast -kvöldvinna Óskum eftir að ráða offsettprentara til prentunar dagblaða á Goss Community blaðavél. Kvöldvinna Bílstjóri óskast Óskum eftir að ráða bílstjóra til útkeyrslu, móttöku á vörum og umsjón með lager. Vinnutími 9-17 Upplýsingar gefur Kjartan Kjartansson í sfma 550 5986 Askrifendur fa aukaafslátt af smáauglýsingum DV r/////////////////

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.