Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1999, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1999 Viðskipti ÞGttd helst: ...Viðskipti á VÞÍ alls 809 m.kr., mest með ríkisvíxla fyrir 347 m.kr....Hlutabréf námu 187 m.kr. SÍF fyrir 67 m.kr. en lækkaði um 0,48% Eimskip 21 m.kr ÍS 17 m.kr. 0,8% hækkun ...Skagstrendingur hækkaði um 10,6%, HB hækkaði um 5,2%. Tryggingamiðstöðin lækkaði um 4%... Úrvalsvísitala lækkaði lítillega, er nú 1.375 stig Lítil skörun á mark- aðssvæöum ÍS og SÍF Samruni SÍF og ÍS verður mjög til góða að mati Kaupþings. Þetta kom fram í Morgunfréttum félagsins í gær. Kaupþing telur hins vegar að litil skörun á markaðssvæðum fé- laganna geti dregið úr mögulegri samlegð af samrunanum. í gær fjall- aði Kaupþing ítarlega um hugsan- legan samruna félaganna en nú er ljóst að af honum verður. Þar er miðað við að skiptihlutfallið á milli félaganna verði 1/3 hjá ÍS og 2/3 hjá SÍF. Kaupþing bendir á að fjárhags- staða ÍS var oröin mjög veik eftir gríðarlegan taprekstur síðustu tveggja ára. „Svo virðist þó, ef marka má milliuppgjör félagsins, sem nýjum stjórnendum hafi tekist að ná nokkrum tökum á rekstrar- vanda félagsins. Mikið hefur verið skoriö niður í yfirbyggingu þess og starfsemin í Bandaríkjunum virðist nú komin á réttan kjöl eftir að hafa verið mjög erfið allt síðastliðið ár. Þá hefur talsvert verið losað af eign- um félagsins með nokkrum sölu- hagnaði sem styrkt hefur fjárhags- stöðu félagsins. Fróðlegt verður að Grundfiröingar feti framar öðrum sveitarfélögum DV, Vesturlandi: Ársreikningur sveitarsjóðs Eyrarsveitar fyrir árið 1998 var nýlega samþykktur í sveitar- stjóm Eyrarsveitar. Skatttekjur sveitarsjóðs hækka þriðja árið í röð og fara í 158,lmilljón kr. eða 168 þús. á íbúa. Hækka þær á milli ára um 10,5% í heild en um 8,3% á íbúa. Samanburður við eldri ár er varasamur vegna flutnings grunnskóla með tilheyr- andi flutningi skattekna og út- gjalda. Afkoma sveitarsjóðs eftir rekstur málaflokka hefur veriö góð nú á annan áratug. Árið 1998 er þar enginn undantekning. Raunar nema útgjöld vegna málaflokka á árinu tæpum 72% af skatttekjum. Sambærilegt hlutfall frá árinu 1997 er 75,5%. Sé þess- um árangri breytt í krónutölu nemur hann tæpum sex milljón- um króna. Rekstrarkostnaður á íbúa er 120.500 krónur árið 1998 samanborið viö 116,8 þús 1997. Þessi rekstarafgangur verður að teljast góður á sama tíma og ýmis önnur sveitarfélög hafa búið við versnandi rekstarafkomu án þess að augljóst sé að ytri aðstæður séu þar verri en hjá Grundfirð- ingum. Nettókostnaður við fram- kvæmdir sveitarsjóðs hækka þriðja árið í röð, eða úr 39,6 millj- ónir í 62,6 árið 1998. Peningaleg staða er jákvæð í árslok 1998 um 19,2 milljónir króna og hefur batnað á árinu um tæpar fimm milljónir. Hreint veltufé eykst einnig og er veltufjárhlutfall sveitarsjóðs 1,30 í lok árs 1998 en var 1,07 árið áður. -DVÓ Skipamiðlunin Bátar & Kvóti Sími: 568 3330 hup w w v one\.is/~skip/ - dregur úr mögulegri samlegö sjá hvar möguleg samlegðaráhrif félag- anna liggja. Viðfyrstu sýn er ekkert geflð í þeim efnum þó vissu- lega eigi nokkrn- sam- legð að geta falist í þessari sameiningu. Áherslur fyrirtækj- anna tveggja eru í dag ólíkar. SÍF hefur sér- hæft sig í sölu á kæld- um flskafurðum og hefur verið að auka vöruúrval sitt innan þeirrar flokkunar á undan- förnum árum. ÍS hefur hins vegar frá upphafi sérhæft sig í frystum sjávarafurðum. Helstu markaðs- svæði félaganna skar- ast auk þess ekki mikið, ÍS hefur selt hvað mest til Banda- rikjanna og Bretlands en SÍF hefur selt einna mest til Frakk- lands, Spánar og Suð- ur-Ameríku. Lítil skörun á helstu markaðssvæðum dregur úr mögulegri samlegð af þessum samruna en styrkir vissulega mark- aðsstarf félaganna tveggja. Skörun- in er ef til vill einna mest í Frakk- landi þar sem hvað stærstur hluti starfsemi SÍF fer fram í dag. Skuggi á sameiningu Það varpar hins vegar skugga á þessa sameiningu að á sama tíma og viðræður um hana hafa átt sér stað hefur gengi ÍS rokið upp. Gengi félagsins hefur nú hækkað um tæp 50% á einum mánuði, þar af um tæp 30% í sl. viku. Á þeim tíma hefur þó aðeins verið tilkynnt um ein innherjaviðskipti en svo mikil hækkun á svo skömmum tíma bendir til þess að ekki sé allt með felldu. Engin slík merki er hins vegar að sjá í viðskiptum með hlutabréf SÍF, segir Kaupþing í gær. Islenskar sjávarafurðir aia Hagnaöur EJS 76 milljónir króna Hagnaður Einars J. Skúlasonar hf. nam 75,8 m.kr. á fyrstu sex mán- uðum ársins sem er 7,1% af veltu, samanborið við 36 milljónir króna á sama timabili í fyrra. Hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta nam 98 milljónum og hefúr tvöfald- ast frá fyrra ári. Þetta kom fram í Viðskiptablaðinu í morgun. Velta nam 1,07 milljörðum króna á fyrri árshelmingi, samanborið við 915 milljónir í fyrra, og hagnaður fyrir afskriftir var 177,7 milljónir eða 11% af veltu. Veltan hefur auk- ist um 16,5% en hagnaður fyrir af- skriftir á sama tímabili í fyrra var 70,3 milljónir, eða 7,7% af veltu, og má ráða af því að EJS hefur tekist að bæta rekstrarárangurinn veru- lega frá sama tímabili í fyrra. Efnahagur EJS hf. er einnig mjög traustur. Eigið fé í lok tímabilsins var 377,1 milljón og eiginfjárhlutfall- ið 38,2%. Heildarskuldir félagsins eru minni en veltufjármunir og birgðir nema nú 17,6% af eignum fyrirtækisins en hlutfallið var 14,4% í fyrra. Skuldasamsetning er jafn- framt nokkuð breytt frá sama tíma- bili í fyrra og hlutfall skammtíma- skulda hefur lækkað umtalsvert milli ára. Samkvæmt áætlun Olgeir Kristjónsson, forstjóri EJS, Olgelr Kristjónsson, forstjóri EJS. segir í samtali við Viöskiptablaðið að rekstur EJS hafl gengið sam- kvæmt áætlun það sem af er þessu ári og það sem mikilvægast sé í þessum tölum sé að reksturinn gangi stöðugt betur. Hagnaðurinn hafi tvöfaldast miðað við sama tíma- bil í fyrra og allar lykiltölur í efna- hag fari batnandi, eiginfjárhlutfall hafi vaxið úr 31% í 38% og hið sama eigi við um veltufjárhlutfallið sem nálgist nú 2. Olgeir segir að veltuaukningin sé um 17% á fyrstu sex mánuðum árs- ins. Gert heföi verið ráð fyrir að hún yröi um 20% en það markmið hefði náðst á fyrstu átta mánuðum ársins. Olgeir segir að vöxturinn hafl verið í samræmi við það sem talið væri að fyrirtækið péði við og segja megi að um sjálfbæran vöxt sé að ræða þar sem fyrirtækið hafi varið sínum fjármunum sjálft til stækkunar. Vinnslustöðin með 46% í sameinuðu félagi Skipting eignarhluta í nýju félagi, sem til verður við samruna ísfélags Vestmannaeyja hf., Vinnslustöðvar- innar hf„ Krossaness hf. og Óslands ehf., liggur ekki enn fyrir. En miðað við forsendur viljayflrlýsingar um samruna félaganna verður skipting- in þannig að Vinnslustöðin verður meö um 46%, ísfélag Vestmanna- eyja um 40%, Krossanes um 8% og Ósland um 5%. Vinnslustöðin og Krossanes hafa sent Verðbréfaþingi íslands tilkynningu um skiptingu eignarhluta í nýju félagi sem til verður við samruna Isfélags Vest- mannaeyja hf„ Vinnslustöðvarinn- ar hf„ Krossaness hf. og Óslands ehf. í tilkynningunni kemur fram að Skipting eignarhluta liggur ekki enn fyrir. Skiptingin verður byggð á endur- skoðuðum efnahagsreikningum fé- laganna þann 31. ágúst sl. sem gert er ráð fyrir að liggi fyrir um miðjan október nk. Miðað við forsendur viljayfirlýsingar um samruna félag- anna fjögurra frá 22. ágúst sl. verð- ur skipting eignarhlutanna sem hér segir: Vinnslustöðin um 46%, ísfé- lag Vestmannaeyja um 40%, Krossa- nes um 8% og Ósland um það bil 5% Þegar tekið hefur verið tillit til hlutafjáreignar ísfélags Vestmanna- eyja í Krossanesi hf. fá núverandi hluthafar ísfélagsins í sinn hlut um það bil 44 % í hinu nýja félagi. ***£**** ? Vlnnslustöðin í Eyjum mun eiga um 46% í nýju félagi Innherjaviðskipti Benedikt Jóhannesson hjá Talnakönnun hf. sagði í viðtali við RÚV í gær að augljóst væri að innherjaviðskipti hefðu átt sér stað með hlutabréf í ÍS síðustu daga og vikur. Nú hefur verið upplýst að viðræður ÍS og SÍF hafa staðið yfir í mánuð og höfðu hlutabréfin í ÍS hækkað á þeim tíma um nærri 38% þegar við- skipti voru stöðvuð með þau í gær á Verðbréfaþingi íslands. Hagnaður Samkaupa 44 m.kr. Hagnaður Samkaupa hf. fyrir skatta á fyrri helmingi þessa árs var 43,7 milljónir króna og jókst um 30% frá sama tímabili árið áður. Þá jókst veltan um 22% og nam 1.340 milljónum króna. Þetta kom fram í Viðskiptablaðinu í morgun. Guðjón Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Samkaupa, sagði í samtali við Viðskiptablaðið að af- koman nú væri heldur betri en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir. KR skákar stóru risunum KR-ingar hafi glaðst mikið síð- ustu daga yfir góðu gengi liðs síns. Meistaraflokkar kai’la og kvenna hafa báðir unnið tvöfalt sem er einsdæmi hérlendis. í 1/2 5 fréttum Búnaðar- bankans segir að það sé ekki öll- um eins ljóst að þeir aðilar sem keypt hafa hluta- bréf í KR-sporti i upphafi árs hafi einnig getað glaðst ávöxtun hlutabréfa Fram kemur að gengi hlutabréfa hafi hækkað um 40% frá hluta- fjárútboði sem sé 55% ávöxtun á ári. Með þessari góðu ávöxtun skákar KR ekki ómerkari félögum en Newcastle, Arsenal, Ajax og Manchester United. yfir góðri í félaginu. Áætluð velta 1,4 milljarðar Áætlanir Lyfjabúða gera ráð fyrir að velta félagsins veröi um 1,4 milljarðar á þessu ári. Þá er reiknað með að hagnaður Lyfia- búða á næsta ári verði um 70 mill- ljónir króna eftir skatta. Eftir ár hyggst Baugur hf. setja félagið á hlutabréfamarkað en áður en að því kemur verður fagfiárfestum gefinn kostur á að kaupa 25% hlut í félaginu. Lyfiabúðir hf. reka keðju 9 lyfiaverslana undir nafn- inu APÓTEKIÐ. Til stendur að opna tíundu lyfiaverslunina inn- an fárra daga í Kringlunni. GSM í Bandaríkjunum Frá og með miðvikudeginum 22. september hafa viðskiptavinir Landssímans getað nýtt sér GSM- 1900-þjónustu farsímafyrirtækis- ins Voicestream Wireless í Banda- ríkjunum og þar með aukast möguleikar til að nota GSM í Bandaríkjunum. Vaxtahækkun fram undan Seðlabanki Evrópu gaf í gær til kynna að hugsanlega þyrfti að hækka vexti á evru-svæðinu til þess að halda aftur af verðbólgu. Christian Noyer, aðstoðarfram- kvæmdastjóri hjá Seðlabanka Evrópu, sagði í gær að hættan á aukinni verð- bólgu væri nú meiri en líkurnar á verðhjöðnun. Noyer viðhafði þessi ummæli um leið og kynntar voru hagtölur frá Seðlabanka Evrópu sem sýna að vöxtur peningamagns á evru-svæðinu minnkaði lítillega í ágúst en er engu að síður enn yfir viðmiðunarmörkum bankans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.