Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1999, Blaðsíða 32
*
V I K I N G A
Ltrn
^vinna
Sz .:4 *áS& ■■
V;^ , , ,, > ., ■ .., _
jjrnr.ki i&idsMJ jB
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1999
Bátsbruni und-
an Hafnarbergi
Eldur kom upp um þrjúleytið í
gær í Hafbjörgu ÁR 15 um 1,5 sjó-
mílur undan Hafnarbergi sunnan
við Hafnir. Aðeins einn skipverji
^ var á Hafbjörgu og var honum
bjargað um borð í nærstaddan bát
og dró þriðji báturinn síðan Haf-
björgu til hafnar í Sandgerði. Tókst
skipverjum þess báts, Baldurs frá
Grindavík, að slökka eldinn í bátn-
um en mikill hiti var enn í honum
við komuna til hafnar og gaus upp
eldur í bátnum nokkrum sinum í
gærkvöld og í nótt. Þá flæddi sjór
inn um opnar botnlokur og aðstoð-
aði slökkvilið við lagfæringar vegna
þess.
Aö sögn Jóhannesar Jenssonar
hjá rannsóknardeild lögrelgunnar í
Keflavík hefst rannsókn málsins í
dag og er enn ekkert hægt að segja
um eldsupptök.
Hafbjörg, sem mun vera 19 tonna
%» bátur, var á leið frá Þorlákshöfn til
Reykjavíkur þegar eldurinn braust
Út. -GAR
Þungurtónn
í Hrísey
DV, Akureyri:
Á annað hundrað manns sóttu
borgarafund í Hrísey í gærkvöld með
^ forsvarsmönnum Kaupfélags Eyfirð-
inga vegna ákvörðunar KEA um að
loka pökkunarverksmiðju Snæfells í
eyjunni.
„Það er þungur tónn í fólki en fund-
urinn var málefnalegur og málin voru
rædd nokkuð ítarlega. Á fundinum
kom fram eindreginn vilji KEA-
manna að skoða það með okkur
hvernig nýta megi það húsnæði sem
pökkunarstöðin hefur verið í, og ég er
mjög bjartsýnn á að það finnist ein-
hver lausn á þessu máli,“ sagði Smári
Thorarensen sem á sæti í sveitar-
stjórn Hríseyjar.
Nokkrir tugir fólks munu missa at-
vinnu sína þegar pökkunarstöðinni
verður lokað. -gk
» Sprengjumálið
upplýst
DV Höfn
„Við vitum hverjir það voru sem
sprengdu símaklefann við pósthúsið á
föstudagskvöldið og erum að ganga
frá málinu," sagði Sígurður Guðna-
son, varðstjóri hjá lögreglunni á Höfn,
í gær. „Þeir sem stóðu að sprenging-
unni eru tveir unglingsstrákar á
Höfn, en hugsanlega geta fleiri tengst
þessu og það erum við að skoða. Sig-
urður segir að haustið hafi verið ró-
legt og friðsælt hjá lögreglunni að
þessu atviki undanteknu og útivistar-
reglur barna séu nokkuð vel haldnar.
-Júlía Imsland
Mikael Þór Halldórsson lögreglumaður vaktaði Hafbjörgu f Sandgerðishöfn í gærkvöid.
Ríkissjónvarpið sýndi golf í 22 tíma um helgina:
Ahorfendur gengu
alveg af göflunum
- yfirmaður íþróttadeildar erlendis að kaupa meira
Símalínur Ríkisútvarpsins voru
rauðglóandi alla helgina og starfs-
menn þar urðu vitni að einhverjum
hörðustu viðbrögðum áhorfenda við
sjónvarpsefni á síðari tímum þegar
ríkisjónvarpið sýndi frá Ryder-golf-
mótinu í 22 klukkustundir um helg-
ina. Útsendingin hófst fyrir hádegi á.
fóstudaginn og stóð fram til klukkan
22 um kvöldið. Á laugardaginn voru
kylfingarnir komnir á skjáinn
skömmu eftir hádegi og voru þar
meira og minna til að ganga ellefu um
kvöldið. Á sunnudagskvöldið lauk
golfmótinu svo um klukkan 21.
„Mótmælin voru griðarleg og sjald-
an höfum við þurft að sitja undir við-
lika svívirðingum sjónvarpsáhorf-
enda,“ sagði Heið-
ur Ósk Helgadótt-
•ir, ritari Bjarna
Guðmundssonar,
framkvæmda-
stjóra ríkissjón-
varpsins, sem tók
ákvörðum um
golfsýninguna
Ingólfur Hannes- “ , ^manni
son íþrottadeildar
sjónvarpsins,
Ingóifi Hannessyni.
„Ég myndi hugsa mig um tvisvar
áður en ég endurtæki þetta,“ sagði
Bjami Guðmundsson, * framkvæmda-
stjóri sjónvarpsins, um ákvörðunina
um að sýna golf heila helgi. „Við skul-
um þó ekki gleyma því að margir
voru ánægðir enda eru um átta þús-
und manns í golfklúbbum landsins."
Golfsýningar sjónvarpsins voru
teknar fyrir á fundi útvarpsráðs í gær
og að sögn Gunnlaugs Sævars Gunn-
laugssonar, formanns ráðsins, héldu
menn þar stillingu sinni og fóru ekki
á taugum þrátt fyrir skiptar skoðanir.
Taldi formaðurinn fullvist að golfmál-
ið ætti ekki eftir að draga dilk á eftir
sér. Ekki reyndist unnt að ná sam-
bandi við Ingólf Hannesson, yfirmann
íþróttadeildar sjónvarpsins, því hann
er staddur erlendis við innkaup á enn
meira íþróttaefni sem sýnt verður í
ríkissjónvarpinu á næstunni.
-EIR
Ingólfur Hannes-
son.
Veðrið á morgun:
Rigning fyrir
norðan og
austan
Á morgun verður austan- og
norðaustanátt á landinu, 13-18
m/s norðvestan til en hægari ann-
ars staðar. Rigning norðan- og
austanlands en skúrir suðvestan-
lands.
Hiti 3 til 10 stig.
Veðrið í dag er á bls. 29.
Von Trier í vanda:
Björk hótar
að hætta
Fréttir af samstarfsörðugleikum
Bjarkar Guðmundsdóttur og danska
leikstjórans Lars
von Trier voru
áberandi á nor-
rænu fréttamiðl-
unum VG og Ex-
pressen. Björk
leikiu sem kunn-
ugt er aðalhlut-
verkið í nýjustu
mynd von Triers,
Dancer in the
Dark, og hafa tökur staðið yfir að und-
anfórnu og er ekki lokið.
Samkomulag Bjarkar og von Triers
þykir ekki upp á það besta og segir
Expressen frá því að Björk hafi í þrí-
gang rokið á dyr á miðjum degi í sið-
ustu viku eftir harkalegar deilur við
leikstjórann. Að sögn heimildar-
manns Expressen eru deilumar ekki
persónulegs eðlis heldur er um djúp-
an listrænan ágreining að ræða. Lars
von Trier hefur áður kvartað yfir
Björk við norska blaðið Verdens Gang
þar sem hann lét m.a. hafa eftir sér aö
hún væri engin leikkona og það væri
afar erfitt að vinna með henni.
-aþ
MERKILEGA MERKIVELIN
bfother pt
fslenskir stafir
5 leturstærðir
8 leturgerðir
6, 9 og 12 mm prentborðar
Prentar (tvær llnur
Verð kr. 6.603
Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443