Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1999, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1999 7 Fréttir Minnstu munaöi að Dorrit Moussaieff félli af baki þegar hún skellti sér berbakt og taumlaust á bak í hestagerðinu á Leirubakka. Hesturinn fór á stökk og þarna sannaði Dorrit að hún var ekki að fara í fyrsta sinn á hestbak og hékk á. Á myndinni sést í hnakka Haraldar Haraldssonar í Andra sem gerir örvæntingarfulla tilraun til að stöðva taumlausa reið Dorrit. DV-myndir GVA Orlagadísir gripu í taumana Forseti íslands og ástkona hans, Dorrit Moussaieff, ætluðu að gera sér glaðan dag á Leirubakka í Land- sveit á mánudaginn þegar þau ákváðu að bregða sér þangað á hest- bak og njóta haustblíðunnar. Dorrit og Ólafur nutu ferðarinnar úr höf- uðborginni á nýrri, silfurlitaðri BMW-bifreið forsetans sem hann ók sjálfur. Á Leirubakka biðu nýbakað- ar pönnukökur sem Dorrit sagði að væru „delicious" sem var orð að sönnu. Þá var haldið í reiðtúr sem aðeins hafði staðið í um það bil 20 mínútur þegar örlagadísirnar gripu í taumana og forsetinn féll af baki. Framhaldið þekkja lesendur DV manna best. Gunnar V. Andrésson ljósmynd- ari var meðreiðarsveinn forsetans og ástkonu hans og myndirnar sem hér fýlgja tók hann þennan langa dag á Leirubakka. -EIR Við upphaf reiðtúrs. Ólafur Ragnar og Dorrit. Fjallahringurinn var fagur og tær og Hekla skartaði sínu fegursta. Pönnukökurnar gerðu stormandi lukku fyrir útreiðartúrinn og Dorrit hafði á orði að þær væru „delicious". Þórir B. Kolbeinsson, heilsugæslulæknir á Hellu, athug- ar meiðsl forsetans með Dorrit Moussaieff í Ijósum bif- reiða. í jeppanum að baki lækninum situr Haraldur Har- aldsson í Andra og stjórnar aðgerðum úr farsíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.