Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 7 Fréttir daga $ SUZUKI Krakkarnir í Grundarfirði voru ánægð- ir með snjóinn. Frá vinstri á myndinni eru Dagfríður, Magnús, Steinunn og Valgerður. DV-mynd GK Fýrsti snjórinn í Grundar- firði DV, Vesturlandi: Á laugardaginn snjóaði talsvert á norðanverðu Snæfellsnesi. Bömunum þykir alltaf jafn mikið til koma þegar fyrsti snjórimi fellur en þeim fuilorðnu síður. í Grundarfirði drógu krakkamir fram þotur og sleða og sumir tóku sig til, eins og þessir krakkar, og þjuggu til snjókarl. Daginn eftir var síðan allur snjór horfmn á braut og ekkert eftir af snjókarlinum nema trefiilinn, húfan og augun. -DVÓ/GK alla JIMNY Hvað annað? Sumir einblína bara á ákveðna möguleika í lífinu, án þess að íhuga nokkum tíma hvort aðrir betri séu í boði. Þeir missa bví oft af sínum stærstu tækifæmm. Ekki ég. Eg vil ekki ana áfram í blindni. Ég tek ákvarðanir að vandlega hugsuðu máli og þess vegna vel ég Suzuki Jimny. Suzuki Jimny er kraftmikill, alvöru, fjórhjóla- drifinn jeppi, nákvæmlega eins og ég vil hafa hann. Hann er spameytinn og nettur en þó ótrúlega rúmgóður. Svo er hann bæði flottur og sexí og verðið er líka alveg einstaklega heillandi, aðeins 1.399.000 krónur! Suzuki Jimny fer mér einfaldlega best. SUZUKI SÓLUUMBOÐ: Akranes: ólafur G. ólafjson, Garðabraut 2, simi 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sfmi S5S 15 50. Hvammstangi: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 26 17. Isafjörður. Bilagarður ehl.Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavik: BG bilakringian, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bllasala Suðurlands, Hrismýri 5, simi 482 37 00. SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is Skiptar skoðanir um hálendisnefndina: Of lítið vald sveitarstjórna - segir sveitarstjórinn í Landhreppi sem á sæti í nefndinni „Tilkoma þessarar nefndar minnkar mjög vald sveitarstjóma, sem hafa haft stjómskipulegt vald á miðhálendinu. Þær fara áfram með byggingarmál og eftirlitsmál, auk þess sem þær vinna áfram aðalskipulög og deiliskipulög. En svæðisskipulagið er stefnumark- andi, það er efsta stigið. Sveitarfélög, sem eiga að vinna áframhaldandi vinnu, hafa afskaplega lítið hlutfalls- legt vald inn í þessa nefnd.“ Þetta sagði Valtýr Valtýsson, sveit- arstjóri í Holta- og Landsveit. Hann hefur verið tilnefiidur fuiltrúi sveit- arfélaga á Suðurlandi í samvinnu- nefnd miðhálendis, eða hálendis- nefndina eins og hún er oftast kölluð. Skipulag fýrir hálendið liggur fyrir, staðfest af skipulagsstjóra. Hlutverk nefndarinnar er að gæta þess að sam- ræmi sé mfili aðalskipulaga sveitar- félaga og svæðisskipulags miðhá- lendis. Þá er henni ætlað að fara yfir miðhálendisskipulagið í upphafi hvers kjörtimabils. Það er ekki ein- ungis svo, að skiptar skoðanir séu um ágæti nefndarinnar utan hennar, heldur einnig meðal þeirra sem tfi- nefndir hafa verið í hana, samkvæmt ummælum viðmælenda DV. Valtýr sagðist ekki fara í grafgötur með að hann hefði ekki verið með- mæltur breytingunni sem gerð var á skipulags- og byggingarlögunum og þar með tilkomu nefhdarinnar. Hann sagðist ekki átta sig á hvers vegna verið væri að setja sérstaka nefnd yfir miðhálendið en undanskilja önn- ur hálendissvæði, s.s. Vestfirði og Reykjanes. Spumingin væri hvers vegna fulltrúar þeirra aðila sem ættu fúllan nytjarétt á afrétti ættu ekki að koma sterkari inn í mörkun megin- stefnu skipulags á svæðinu. „Við höfum óskað mjög stíft eftir því að fulltrúar í nefndina séu sem mest úr okkar röðum, þ.e. sveitarstjóma sem eiga land að miðhálendinu. En laga- breytingin ræður ferðinni í þessum efnum. Það ætti öllum að vera kunn- ugt um að ég var ekki sáttur við þessa tilhögun í upphafi," sagði Valtýr. „En þetta er niðurstaðan og út frá því verð- um við að vinna.“ -JSS Enginn leitar aö loönu DV, Akureyri: Enn er engin loðnuveiði við land- ið, og hefur reyndar engin loðna sem heitið getur fundist að undan- fómu þrátt fyrir nokkra leit. Engin loðna hefur veiðst eftir hefðbundið hlé sem gert var á veiðunum um mitt sumar. Guðrún Þorkelsdóttir frá Eskifirði leitaði t.d. í rúmlega vikutíma án ár- angurs, og mörg fleiri skip hafa farið í leitarferðir víða umhveifis landið en árangur verið lítill sem enginn. Eftir því sem næst verður komist er ekkert skip við loðnuleit í dag. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.