Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Blaðsíða 22
42 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 Afmæli Nanna Mjöll Atladóttir Nanna Mjöll Atladóttir, yflrmaður fjölskyldudeildar Mosfellsbæjar, Berjarima 5, Reykjavík, varð fimmtug í gær. Starfsferill Nanna Mjöll fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Langholtinu og vestur- bæ Kópavogs. Hún var í Gagnfræða- skóla Kópavogs og Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Nanna Mjöll lauk kennaraprófi frá KÍ 1971, stúdentsprófi þaðan 1972, - stundaði nám í félagsráðgjöf við Sosi- alskolen Bygdöy í Osló frá 1975 og lauk þaðan prófum 1978. Þá tók hún þátt í þriggja ára fagþjálfun hjá Institut fur paar und familietherapie í Reykjavík 1985-88 og nam jógafræði og tók kennarapróf í Kripalújógastöð- inni í Massachusettes 1994 í leið jóga til heOdbrigðis og heildræns iífsstíis. Nanna Mjöll var flugfreyja hjá Loft- leiðum sumrin 1969-72, kenndi í Barnaskóla Akureyrar veturinn 1972-73 og í Glerárskóla á Akureyri 1974-75, starfaði hjá Félagsmálastofn- un Reykjavíkurborgar í Breiðholti 1978-79, hjá Félagsmálastofnun Akur- eyrar 1980-84, hjá Unglingaheimili ríkisins í Unglingasambýlinu í Sól- . heimum 1984-85, var framkvæmda- stjóri Leðuriðjunnar ehf. 1985-93 en faðir hennar stofnaði fyrirtækið 1936 og tók hún við stjórn þess er hann lést, tók þátt í rekstri Jógastöðvarinnar Heimsljóss 1994-96 og sat í stjórn þess um skeið, hóf störf hjá félagsmálasviði Mosfellsbæjar 1996, tók við stöðu yfirmanns fjöl- skyldudeildar vorið 1997 og starfar þar í dag. Þá er hún jafnframt sjálfstæður dreiflngaraðili Herbalife á íslandi. Nanna Mjöll tók virkan þátt í stofnun Kvennafram- boðs á Akureyri 1982 og sat m.a. i stjórn Vatnsveitunnar á Akureyri fyr- ir Kvennaframboðið 1982-84, tók virk- an þátt í foreldrastarfi í Grafarvogi, sat m.a. í stjórn foreldra- og kennara- félags Foldaskóla 1988-90 og í stjórn handboltadeildar Fjölnis á svipuðum tíma. Fjölskylda Nanna Mjöll giftist 21.9. 1979 Guð- mundi Sæmundssyni, f. 3.11. 1946, kennara að Skógum. Þau skildu 1991. Synir Nönnu Mjallar og Guðmundar eru Atli Sævar, f. 3.1.1980, nemi í Ár- múlaskóla; Heimir Dúnn, f. 7.3. 1982, nemi í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti; Kristófer Jökull, f. 7.10. 1987, nemi í grunnskólanum að Skógum. Nanna Mjöll Atladóttir. Alsystur Nönnu Mjallar eru Gyða Björk Atladóttir, f. 29.10. 1950, starfar við Leðuriðjuna í Reykjavik; Edda Hrönn Atladóttir, f. 2.3. 1958, hönnuður, sem einnig hefur starfað við Leðuriðjuna undanfarin ár. Hálfsystkin Nönnu Mjall- ar, samfeðra: Dís Ragn- heiður Atladóttir, starfs- maður við geðdeild Sjúkra- húss Reykjavíkur; Úlfar Stehn Atlason, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýð- Reykjavík; Anna Atladóttir, andi í læknaritari í Reykjavík. Foreldrar Nönnu Mjallar: Atli Ólafsson, f. 4.3. 1913, d. 31.7. 1985, for- stjóri Leðuriðjunnar, og Margrét Sig- rún Bjarnadóttir, f. 16.8.1927, starfar í Leðuriðjunni. Þau voru bæði alin upp í Reykjavík. Ætt Atli var sonur Ólafs, verkalýðsleið- toga og ritstjóra Alþýðublaðsins, bróð- ur Valgerðar, ömmu Dags Sigurðsson- ar skálds. Ólafur var sonur Friðriks Möller, póstmeistara á Akureyri, Ed- valdssonar Eilert Möllers, verslunar- stjóra á Akureyri. Móðir Friðriks var Margrét, systir Magnúsar, langafa Sigfúsar háskólabókavarðar, fóður Sveinbjörns, fyrrv, háskólarektors. Systir Margrétar var Guðný skáld- kona, amma Haraldar Níelssonar pró- fessors, fóður Jónasar Haralz, fyrrv. bankastjóra. Móðir Ólafs verkalýðs- leiðtoga var Ragnheiður, systir Ólafs verts, föður Péturs Andreas, forstjóra Síldareinkasölu íslands. Ólafur var einnig faðir Ragnars, afa Gunnars Ragnars. Ragnheiður var dóttir Jóns, b. á Helgavatni í Vatnsdal, Ólafsson- ar. Margrét er dóttir Bjarna, strætis- vagnsstjóra í Reykjavík Guðmunds- sonar, b. í Auðsholti, Jónssonar. Móð- ir Bjarna var Guðríður, systir Bjarna, alþm. og skólastjóra á Laugarvatni, fóður Þorkels hrossaræktarráðunaut- ar. Guðríður var dóttir Bjarna, b. á Búðarhóli, Guðmundssonar. Móðir Guðríðar var Vigdís, systir Sigríðar ljósmóður, ömmu Jóhönnu Kristjóns- dóttur rithöfundar. Vigdís var dóttir Bergsteins, b. á Torfastöðum í Fljóts- hlíð, Vigfússonar, b. á Grund, Gunn- arssonar. Móðir Vigfúsar var Kristín Jónsdóttir af Víkingslækjarætt Dav- íðs Oddssonar og Guðlaugs Tryggva. Móðir Margrétar var Gyða Guð- mundsdóttir úr Melasveit, Kristjáns- sonar, og Margrétar Jóhannesdóttur. Nanna Mjöll tekur á móti gestum á heimili sínu í Berjarima 5, íaugardag- inn 6.11. nk. kl. 17.00-20.00. Andrés Svanbjörnsson Andrés Svanbjörnsson yfirverk- fræðingur, Ljárskógum 2, Reykjavík, er sextugur í dag. Starfsferill Andrés fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR1959 og Dipl.Ing.-prófi í byggingar- verkfræði frá Tækniháskhólanum í Aachen í Þýskalandi 1967. Andrés var verkfræðingur hjá Björgun hf. í Reykjavík 1967-69, ráð- gjafarverkfræðingur og meðeigandi Hönnunar hf., verkfræðistofu, 1968-88, stofnaði ásamt öðrum ráð- gjafarfyrirtækið Virkið hf. í Reykja- vík 1969 og starfaði á vegum þess að verkfræðilegum undirbúningi Sig- ölduvirkjunar og fleiri fram- kvæmdum fyrir Electowatt Engineer- ing Service Ltd í Zúrich í Sviss og var búsettur þar 1970-72 og aftur 1974-75. Andrés var framkvæmdastjóri Virkis hf. og síðan Virkis-Orkint 1976-88, stjórnarformaður þar 1976-78. Hann hafði m.a. umsjón með jarðhita- rannsóknum Virkis hf. í Kenya, Tanz- aníu, á Madagaskar, í Tyrklandi og Grikklandi ásamt hönnun og bygg- ingu 45 MW jarðgufuvirkjunar í Kenya í samvinnu við aðra. Andrés hefur verið yfirverkfræð- ingur Markaðsskrifstofu iðnaðarráðu- neytisins og Landsvirkjunar frá stofn- un hennar 1988 en hún nefnist nú Fjárfestingarstofan - orkusvið. Hann tók m.a. þátt í undirbúningi og samn- ingum vegna stækkunar álversins í Straumsvík og byggingar álvers Norð- uráls við Grundartanga. Fjölskylda Andrés kvæntist 18.7. 1970 Björk Sigrúnu Timmermann, f. í Hamborg í Þýskalandi 16.8.1942, kennara og hús- móður. Hún er dóttir Gúnters Adolfs Friedrichs Timmermanns, f. 14.2. 1908, d. 4.5. 1979, prófessors í náttúru- fræðum við Hamborgarhá- skóla, og k.h., Þóru Ingi- bjargar Bjarnadóttur, f. 28.4. 1912, fyrrv. aðalgjaldkera Pósts og síma í Reykjavík. Synir Andrésar og Bjarkar Sigrúnar eru Frímann, f. 24.10. 1972, starfsmaður Út- fararstofu Kirkjugarða Reykjavíkur, búsettur í Kópavogi; Markús Þór, f. 11.3. 1975, leiðsögumaður og nemi við Listaháskóla ís- lands, búsettur i Reykjavík. Systkini Andrésar eru Sig- ríður Halldóra Svanbjörnsdóttir, f. 26.11. 1944, þroskaþjálfi í Reykjavík, gift Ásgeiri Thoroddsen hrl.; Agnar Frimann Svanbjörnsson, f. 18.2. 1946, tryggingaráðgjafi í Reykjavík, kvænt- ur Ástu Sigríði Hrólfsdóttur ferða- fræðingi. Foreldrar Andrésar: Svanbjörn Frí- mannsson, f. 14.7. 1903, d. 9.7. 1992, fyrrv. bankastjóri í Reykjavík, og k.h., Andrés Svanbjörnssonn. Hólmfríður Andrésdótt- ir, f. 4.9.1915, húsmóðir. Ætt Svanbjörn var sonur Frí- manns Jakobssonar, tré- smíðameistara á Akur- eyri, og Sigríðar Björns- dóttur, ættaðrar úr Svarfaðardal. Hólmfríður er dóttir Andrésar, klæðskera- meistara og kaupmanns í Reykjavík, bróður Hemlu, afa Ágústar Inga kaupfélagsstjóra. Andrés Ágústs í Ólafssonar var sonur Andrésar, b. og formanns í Hemlu, Andréssonar, og Hómfríðar Magnúsdóttur, b. í Ásólfsskála, Ólafs- sonar, b. í Götum, Ólafssonar. Móðir Hólmfríðar var Halldóra Þórarinsdótt- ir húsmóðir. Andrés verður að heiman á afmæl- isdaginn. Andlát Pálína Þorsteinsdóttir Pálína Þorsteinsdóttir húsmóðir, Akranesi, lést á Akranesi miðviku- daginn 13.10. sl. Jarðarfór hennar fer fram frá Akra- neskirkju fimmtudaginn 21.10. kl. 14.00. * Starfsferill Pálína fæddist í Þorsteinshúsi á Stöðvarfirði 28.1. 1908 en ólst frá fjög- urra ára aldri upp hjá afa sínum og ömmu, þeim séra Guttormi Vigfús- syni í Stöð í Stöðvarfirði og Þórhildi Sigurðardóttur frá Harðbak á Sléttu. Pálína stundaði heimanám hjá afa sínum, séra Guttormi, var einn vetur í unglingaskóla á Fáskrúðsfirði þegar hún var sextán ára, stundaði nám við 2. og 3. deild Hvítárbakkaskóla 1926-28 og sótti tíma í KÍ 1928-29. Pálína kenndi í Breiðdal og á Stöðv- r arfirði 1929-30 og var einnig farkenn- ari í Miðfirði 1933-34. Þá gifti hún sig og var síðan húsmóðir á Akranesi. Fjölskylda Pálína giftist 1934 Guðmundi Björnssyni, f. 24.3. 1902, dáinn 1989, kennara. Hann var kennari í Miðfirði 1921-33 og einnig eftirlits- kennari í Vestur-Húna- vatnssýslu 1932-33 en kenndi eftir það á Akra- nesi, við Barnaskólann og Iðnskólann. Guðmund- ur var sonur Bjöms Jóns- sonar, f. 21.11.1866, dáinn 4.5. 1938, bónda í Núps- dalstungu í Miðfirði, og k.h., Ásgerðar Bjarna- dóttur, f. 24.8. 1865, d. 26.9.1942, húsfreyju. Böm Pálínu og Guð- mundar eru Ormar Þór, f. 2.2. 1935, arkitekt í Reykjavík, kvæntur Kristinu Valtýs- dóttur ferðaráðgjafa, og eru börn þeirra Sif, Harri, Orri Þór og Björk; Gerður Bima, f. 2.4. 1938, snyrtifræð- ingur í Reykjavík, gift Daniel Guðna- syni lækni og eru börn þeirra Guðríð- ur Anna, Guðni Páll, Guðmundur og Þórhildur Margrét; Björn Þorsteinn, f. 13.7. 1939, lagaprófessor í Reykjavík, kvæntur Þórunni Bragadóttur deild- arstjóra og em synir þeirra Guð- mundur og Bragi; Ásgeir Rafn, f. 18.5. 1942, framkvæmdastjóri á Akranesi, kvæntur Fríðu Ragnarsdóttur banka- Pálína Þorsteinsdóttir. manni og eru börn þeirra Ragnheiður, Pálína og Ás- geir; Atli Freyr, f. 3.4. 1948, skrifstofustjóri í viðskipta- ráðuneytinu, búsettur í Reykjavík, maki hans er Þorgerður Jónsdóttir lækna- ritari og eru börn Atla Freys og fyrri konu hans, Halínu Bogadóttur, þau Svava María og Guðmundur Páll en dóttir Þorgerðar er Sigríður Ama. Afkomendur Pálínu og Guð- mundar eru nú fjörutíu og þrir talsins. Systkini Pálínu: Skúli Þorsteins- son, f. 24.12.1906, d. 1973, skólastjóri á Eskifirði og námsstjóri, var kvæntur Önnu Sigurðardóttur, forstöðukonu Kvennasögusafnsins, látin; Friðgeir Þorsteinsson, f. 15.2. 1910, d. 1999, út- vegsbóndi og fyrrv. útibússtjóri Sam- vinnubankans á Stöðvarfirði, var kvæntur Elsu Sveinsdóttur sem ér lát- in; Halldór Þorsteinsson, f. 23.7. 1912, d. 1983, vélvirki á Akranesi, var kvæntur Rut Guðmundsdóttur, látin; Anna Þorsteinsdóttir, f. 8.4. 1915, pró- fastsfrú, gift Kristni Hóseassyni, fyrrv. prófasti í Heydölum; Björn Þor- steinsson, f. 22.5. 1916, d. 1939; Pétur Þorsteinsson, f. 4.1.1921, d. 1993, sýslu- maður í Búðardal, var kvæntur Björgu Ríkarðsdóttur. Foreldrar Pálínu voru Þorsteinn Þorsteinsson Mýrmann, f. 12.5.1874, d. 28.9. 1943, frá Slindurholti í Austur- Skaftafellssýslu, kaupmaður og bóndi á Óseyri í Stöðvarfirði, og k.h., Guð- ríður Guttormsdóttir, f. 30.4. 1883, d. 27.1.1975, húsfreyja. Tll hamingju með afmælið 20. október 90 ára Elís Eiríksson, Hallfreðarstöðum 2, Egilsstöðum. 85 ára Skarphéðinn Eiríksson, Djúpadal, Varmahlíð. 75 ára Gísli Guðjón Magnússon, Hásteinsvegi 2, Vestmannaeyjum. Lilja Guðbjörnsdóttir, Fomósi 9, Sauðárkróki. Soffía Þórðardóttir, Háaleitisbraut 38, Reykjavík. 70 ára Andrés Eggertsson, Fifumóa 24, Njarðvík. Hreinn HaUdórsson, Lautasmára 1, Kópavogi. VífiU Búason, Ferstiklu 1, Akranesi. Þorsteinn Magnússon, Álftamýri 24, Reykjavík. 50 ára Fjóla Baldursdóttir, Borgarheiði 2h, Hveragerði. Guðlaug Guðsteinsdóttir, Flétturima 28, Reykjavík. Gunnar Sigurðsson, Hellubraut 6, Grindavík. Hann tekur á móti vinum og ættingjum á Sjómannastofunni Vör í Grindavík, laugard. 23.10. frá kl. 20.30. Helga Jóakimsdóttir, Sundstræti 24, ísafirði. Jón Brynjólfsson, Víðihlíð 6, Sauðárkróki. PáU Marinó Beck, Valhöll, Reyðarfirði. Þórarinn Þórarinsson, Lundarbrekku 12, Kópavogi. 40 ára Ásbjörn Jónsson, Valbraut 12, Garði. Birna Friðrika Jónasdóttir, Langholti 24, Akureyri. Einar Ólafur Svavarsson, Dalhúsum 68, Reykjavík. Eyþór Guðmundsson, Vesturási 9, Reykjavík. Garðar Ólafsson, Ásvallagötu 31, Reykjavík. Irena Galaszewska, Nökkvavogi 50, Reykjavík. Ragnar Már Sigfússon, Gunnarsstöðum 1, Þórshöfn. Sæmundur Kjartan Óttarsson, Sæviðarsundi 78, Reykjavík. Skaqaströnd óskar eftir að ráða umboðsmann. ► | Upplýsingar gefur Kristín Leifsdóttir í síma 452-2703 Afgreiðsla Reykjavík, símar 550 5741 / 550 5742

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.