Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarfortmaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Frelsið virkar Sameining Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda og íslenskra sjávarafurða - eða yfirtaka SÍF á ÍS - er merki um nýja tíma í íslensku viðskiptalífi. Gamalgrón- ar víglínur milli fyrirtækjablokka eru hægt og bítandi að hverfa. Sameining ísfélags Vestmannaeyja, Vinnslu- stöðvarinnar, Krossaness og Óslands í eitt fyrirtæki und- irstrikar breytta tíma. Endalok „kalda stríðsins“ í ís- lensku viðskiptalífi kristallast í stofnun Samtaka at- vinnulífsins þar sem Vinnuveitendasamband íslands og Vinnumálasambandið taka höndum saman. Það er mikil einföldun að halda því fram að íslenskt viðskiptalíf hafi um langt árabil skipst í tvær fylkingar, en sanngjart er að segja að ákveðið viðskiptalegt og póli- tískt jafnvægi hafi ríkt á miili Sambandsins og einka- framtaksins. Þetta jafnvægi er ekki lengur fyrir hendi enda Sambandið liðið undir lok þó glæsileg fyrirtæki hafi risið upp á rústum þess. Einkafyrirtækin eru held- ur ekki einsleitur eða samstylltur hópur heldur fyrirtæki í harðri samkeppni. Eftir fall Sambandsins hélt tog- streita og valdabarátta áfram milli rótgróinna einkafyr- irtækja og gömlu samvinnufyrirtækjanna sem lifðu af. Fjölmiðlar hafa yfirleitt talað um baráttuna milli Kol- krabbans og Smokkfisksins. Þessar gömlu valdablokkir hafa hins vegar riðlast og heyra brátt sögunni til. Ekki vegna þess að forystumenn þeirra settust niður og sömdu um „vopnahlé“ heldur vegna ytri aðstæðna og þar réði enginn ferðinni. Þrír þættir hafa öðrum fremur orðið til þess að gömlu valdablokkirnar hafa smátt og smátt molnað niður. Markaðsvæðing sjávarútvegsins með innleiðingu kvóta- kerfisins með frjálsu framsali aflaheimilda hefur gert út- sjónarsömum útgerðarmönnum kleift að byggja upp glæsileg fyrirtæki sem hafa fjárhagslega burði til að taka þátt í atvinnulífmu á flestum sviðum. Aukið frelsi á fjár- málamarkaði og þá ekki síst þróun hlutabréfamarkaðar hefur gert fyrirtækjum, fjárfestingarfélögum, lífeyris- sjóðum og einstaklingum kleift að taka beinan þátt í at- vinnulífinu og auðgast verulega. Hlutabréfamarkaðurinn og frelsi á fjármálamarkaði hefur auk þess opnað nýja og áður óþekkta möguleika fyrirtækja til fjármögnunar - þau þurfa ekki lengur að ganga með betlistaf í hendi. Þessi mikla markaðsvæðing sjávarútvegs og fjármála- keríisins hefur verið möguleg vegna þess að skynsam- lega hefur verið haldið á efnahagsmálum undanfarin ár. Seðlabankinn hefur fylgt aðhaldssamri stefnu í peninga- málum á sama tíma og meiri agi hefur komist á fjármál ríkissjóðs þó enn sé þar víða pottur brotinn. Óðaverð- bólga fyrri ára sem gerði útilokað að reka fyrirtæki með skynsamlegum hætti, er aðeins slæm minning. Jafnvægi í efnahagsmálum og markaðsvæðing hefur lagt grunninn að auðlegð fjölda einstaklinga sem hafa nýtt fjárhagslegt sjálfstæði til að innleiða ný vinnubrögð í viðskiptalífið, þar sem söguleg skipting atvinnulífsins skiptir litlu eða engu máli. Hægt og bítandi hafa þessir einstaklingar holað múra valdsins. Og einmitt þannig virkar frelsi í viðskiptalífmu. Óli Björn Kárason Andstæðingar stóriöjufram- kvæmda á Austurlandi eru sí- fellt að tala um Qölda atvinnu- tækifæra sem að þeirra sögn á að vera auðvelt að stofna til á Austurlandi í stað álvers í Reyð- arfirði. Aldrei er samt bent á raunhæfa möguleika sem ekki hafa verið reyndir áður. Alltaf eitthvað annað sem ætti að gera fremur en virkja sem samt er óljóst hvað væri nema þá hugs- anlega ferðaþjónusta. í sjón- varpsþætti nýlega benti þing- maður Vinstri grænna á vænt- anlegar stórtekjur af Eyjabökk- um ef þeir yrðu gerðir að þjóð- garði, svo og af skíðasvæðinu á Oddsskarði. Einnig voru tínd til fjallagrös sem auðlind í stað ál- vers. Hér vantar sem sé bæði hugmyndaflugið og raunsæið. - Nema þetta sé grín. Hvernig á að meta land- ið? Austfirðingum er reyndar ekkert grín í huga þegar þeir eru að berjast fyrir því að þau tækifæri sem bjóðast til skjótrar atvinnuuppbyggingar verði nýtt. En þegar svo ýmsir and- stæðingar stóriðju leggja orð í belg deilna um Fljótsdalsvirkjun og koma með tillögur um Hve holl Eyjabökkunum sem náttúruperlu yrði sú breyting ef þangað ætti að flytja á hverju sumri mikinn fjölda ferðamanna, segjum 50.000 eða fleiri? - Séð yfir Eyjabakkasvæði og nágrenni. Hvað í stað Fljótsdals- virkjunar og álvers? ekki um háar fjárhæðir að ræða. Aðgangseyrir að Eyjabökkum? Ef hætt væri við að virkja og reiknað með að hafa sambærilegar tekjur af ferðamönnum á Eyja- bökkum og fengjust úr virkjuninni yrði nokkur vandi á höndum. Þar er um verulegar fjárhæðir að tefla. Hvað ætti að- gangurinn að þjóðgarðin- um að kosta? Og hve margir ferðamenn eru tilbúnir að greiða fyrir að fá að ganga um landið, þótt þjóðgarður sé? Væru „Ef hætt væri við að virkja og reiknað með að hafa sambæri- legar tekjur af ferðamönnum á Eyjabökkum og fengjust úr virkj- uninni yrði nokkur vandi á hönd- um. Þar er um verulegar fjárhæð- ir að tefla. Hvað ætti aðgangur- inn að þjóðgarðinum að kosta?“ Kjallarinn Árni Þormóðsson framkvæmdastjóri atvinnurekstur í stað væntanlegs ál- vers eru þær nánast út í hött. Það hefur sannar- lega verið unnið að því að byggja upp ferðamannaþj ónustu á Austurlandi ekki síður en annars staðar á landinu. Það starf hefur skil- að verulegum ár- angri og er í góðum farvegi. Aukning í ferðaþjónustu hefur samt ekki dugað til að stöðva fólksfækk- un á Austurlandi og því miður er lítil von til að ferðaþjónust- an verði svo öflug að hún nægi til þess í náinni framtíð. Þá er talað um peningalegt verð- mæti landsins sem undir miðlunarlón- ið fer og ófært sé að Landsvirkjun fái landið fyrir ekki neitt. Hvemig á að meta landið? Á að meta það í samræmi við nytjar af því hingað til, þ. e. beit fyrir um 1300 öár á Eyjabakkasvæð- inu í þrjá mánuði á ári? Eða á að gefa sér einhverjar forsendur um fjölda ferðamanna sem hugsanlega væri hægt selja aðgang að svæðinu? Auðvitað er hægt að reikna eitthvað slíkt út og láta Landsvirkjun borga landeigandanum, þ.e. ríkinu. Dæmið um féð væri auðvelt að leysa, enda þeir til í að greiða 7000 kr. (100 doll- ara)? Ef ætti að hafa af þjóðgarðin- um sömu brúttótekjur og væntan- lega yrðu af raforkusölu frá Fljóts- dalsvirkjun, sé reiknað með 0,88 kr./kwst., yrðu ferðamenn sem greiddu aðgang að vera nokkuð margir eða um 243.000 á sumri ef að- gangseyririnn á mann væri 7000 kr. Væri hins vegar reiknað með að hafa upp í væntanlegan hagnað sem Landsvirkjun yrði af, sem ekki er óeðlilegt að áætla árlega um kr. 350.000.000, og sami aðgangseyrir, yrði átroðningurinn verulega minni eða aðeins um 50.000 manns. Væri mögulegt að fá svo marga ferða- menn, auk þeirra sem þegar koma til landsins, til að skoða þennan hugsanlega þjóðgarð gegn 7000 króna gjaldi? Ef það gerðist kæmi auðvitað upp sá vandi að vemda Eyjabakkana fyrir ferðamannastóð- inu sem auðvitað fældi gæsirnar og hreindýrin í burtu. Óraunhæfar hugmyndir Gera menn sér yfirleitt nokkra grein fyrir því hvað þeir em að tala um þegar þeir halda því fram að ferðaþjónusta geti komið í stað virkjana og stóriðju? Svo ekki sé nú talað um þetta „eitt og annað“, ásamt fjallagrösunum. Þingflokki VG gengi áreiðanlega illa að hafa í sig og á ef hann legðist út á grasa- fjall. Auk þess sem óljóst er hvort beitarþol fjaUagrasa er nægjanlegt fyrir slíkt álag. Vita menn hve holl sú breyting yrði Eyjabökkunum, sem náttúruperlu, ef þangað ætti að flytja á hverju sumri mikinn fjölda ferðamanna, segjum 50.000 eða fleiri? Þau dæmi sem hér em nefnd um hvað þyrfti til að ferðamanna- straumur kæmi í stað iðjuvera á Austurlandi era ekki nákvæm og í þau vantar margt. Engu að síður sýna þau ótvírætt að þær fáu hug- myndir andstæðinga stóriðju á Austurlandi til úrbóta í atvinnulífi þar eru algerlega óraunhæfar. Ámi Þormóðsson Skoðanir annarra Verndartollar á grænmeti „Stjórnvöld geta ekki öllu lengur varið hina háu vernd- artolla á grænmeti fyrir íslenzkum almenningi. Hins vegar geta garðyrkjubændur krafizt þess með rökum, að þeim verði tryggt sambærilegt starfsumhverfi og keppi- nautum þeirra i öðrum löndum m.a. með viðunandi raf- orkuverði. Snerpan í viðbrögðum þeirra nú bendir hins vegar til þess, að þeir verði færir í flestan sjó, þegar að því kemur að þeir þurfi að lifa af í hinni hörðu veröld frjálsrar og opinnar samkeppni." Úr forystugreinum Mbl. 19. okt. Fréttaþörf þjóðarinnar „íslenskir fjölmiðlar eiga það hins vegar til að „segja frá þvi sem aðrir segja um það sem maður hefði sjálfur þagað yfir“, og varpa ábyrgðinni af fréttaflutningnum um leið yfir á aðra. Þannig flutti Stöð 2 okkur ítarlegar fréttir af viðtali breksra fjölmiðla við fyrrverandi eigin- mann Dorritar, en hafði ekki döngun í sér til að ræða við manninn milliliðalaust... Hvað kemur okkur þetta við? spyrja margir landsmenn. Og oftar en ekki þeir hin- ir sömu og láta flestar fréttir sem vind um eyru þjóta, nema einmitt fréttir af einkahögum annarra ... Það er nefnilega engin tilviljun að íslenskir fiölmiðlar sinni Dorritar/forsetamálum af meiri áfergju en ýmsum öðr- um. Þetta er málið sem þjóðin vill fá fréttir af öðrum fremur og það verður að sinna fréttaeftirspuminni og auka framboðið sem mest.“ Jóhannes Sigurjónsson í Degi 19. okt. Margbrotið reglurugl í sjávarútvegi „Hraðbrautir milli helstu þéttbýlisstaða á landsbyggð- inni og Reykjavíkur tengja best saman fólkiö í landinu ... Vel byggðir firðir og fallegar sveitir era að fara í auðn vegna vinnuleysis og svaðilfara í atvinnuvegum víðs vegar um landið. Það er illt að heyra, að um 2000 lands- byggðarmenn skuli flytja tU Reykjavíkur á hverju ári... Það gengur ekki lengur að hefta menn frá vinnu sem búa við hafið og færa okkur besta aflann og langbesta hráefnið ... Regluruglið er of margbrotið ... Það fólk sem fæðist í návist við hafið á ekki að vera í nagi við yfir- völd um það hvort þaö megi sækja sjó á sínum smábát- um sem veiða með færi og línu.“ Gísli Holgeirsson í Mbl. 19. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.