Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999
Útlönd________________________
Opinber heimsókn á Englandi:
Kínaforseti hjá drottningu
Ellsabet Englandsdrottning hélt
Jiang Zemin Kínaforseta mikla
veislu í Buckinghamhöll í gær þar
sem brosað var breitt á báða bóga.
Á sama tíma söfnuðust tugir mót-
mælenda saman fyrir utan höllina
og kröfðust þess að Kínverjar
slepptu klónni af Tíbet.
Drottning skálaði við forsetann
og sagðist vona að opinber heim-
sókn hans tU Bretlands yrði
ánægjuleg.
Kínaforseti ætlar í skoðunarferð
um London í dag og heimsækir
meðal annars þúsaldarhvolfbygg-
inguna. Þá mun forsetinn einnig
hitta að máli forstjóra breskra fyr-
irtækja sem gera sér vonir um að
komast í viöskiptasambönd við
Kínverja.
Skólinn er að byrja!
í dag/kvöld byrjar síóasti bekkur
ársins í langskemmtilegasta
skóla ársins/ kl. 19:30.
Hringdu og láttu skrá þig,
eóa komdu á síóasta
kynningarfundinn,
á laugardaginn kl. 14:00.
En ef þia lanqar að vita allt um lífið eftir dauSann,
og hvarlátnir ástvinir þínir og vandamenn
hugsanlega oa líklegast eru, og hvar og hvernig
þessir handanr leimar allir eru, ásamtþví hverniq
miðlar starfa, þá átt þú líklega samleio með okkur
oq yfir 900 ánæqðum nemendum
SalarrannsóknarsKólans sl. 5 ár - í skóla með hófleg
skólaqiöld, en einstaka kennslu oq þekkinqu á
boðstólum.ViS svörum í síma skólans alla daga
vikunnar kl. 14 til 19.
yAvSálarrannsóknarskólinn
^^ - mest spennandi skólinn í bænum -
Síbumúla 31
s. 561 9015 & 588 6050
HE'S D0ING IT fOR CHEESY P00FS.
!?>UNSIJiT»
FPUMSÝND Á FÖSTUDAGINN
Fylgstu meá á X-inu 97.7
DV
Indónesíuþing kaus forseta í morgun:
Wahid vann
Múslímaleiðtoginn Abdurrahman
Wahid fór með sigur af hólmi í for-
setakosningunum i Indónesíu í
morgun. Wahid fékk 373 atkvæði
þingmanna, eða 54 prósent, en and-
stæðingur hans, Megawati
Sukarnoputri, helsti leiðtogi stjórn-
arandstöðunnar, fékk 313 atkvæði.
Fimm þingmenn af 691 sem tók þátt
í atkvæðagreiðslunni sátu hjá.
Wahid, sem er lasburða og hálf-
blindur, féllst ekki á að bjóða sig
fram fyrr en í síðasta mánuði. Hann
þurfti aðstoð við að greiða atkvæði
sitt í morgun.
Wahid sagði eftir að úrslitin voru
kunn að hann myndi fara út með
Megawati tU að róa þúsundir stuðn-
ingsmanna hennar á götum höfuð-
borgarinnar Jakarta og reyna að
koma í veg fyrir ofbeldisverk.
„Ég ætla að fara með Megawati til
að róa fólkið," sagði hinn nýkjörni
forseti.
Óttast var að óeirðir kynnu að
brjótast út ef Megawati, sem nýtur
stuðnings meirihluta indónesísku
þjóðarinnar, tapaði kosningunum.
Flokkur Megawati sigraði í þing-
kosningunum í júní og stuðnings-
menn hennar höfðu heitið því að
efna til mótmælaaðgerða ef svo færi
sem fór í morgun.
Sprengja sprakk á fjöldafundi
stuðningsmanna hennar í Jakarta í
morgun og særði fjóra.
Flestir þingmenn Golkar, fyrrum
stjórnarflokks sem er næststærsti
flokkurinn á indónesiska þinginu,
greiddu atkvæði með Wahid.
Óskaframbjóðandi flokksins, B.J.
Habibie forseti, dró framboð sitt til
baka eftir að þingheimur lýsti yfir
vantrausti á hann og stjómartíð
hans snemma í morgun.
Wahid, sem er 59 ára, þykir að-
sópsmikiU og slyngur stjórnmála-
maður. Hann nýtur stuðnings
stærstu samtaka múslíma í þessu
fjölmennasta ríki múslima í heimin-
um. Hann þykir einkar hverflyndur
og í marga mánuði fyrir kosningar
gaf hann út torræðar yflrlýsingar
um hvort hann ætlaði að bjóða sig
fram. Hann nýtur mikiHar virðing-
ar bæði múslíma og annarra sem
siðferðUegur leiðtogi.
Abdurrahman Wahid naut aðstoðar dóttur sinnar til að geta tekið þátt í atkvæðagreiðslunni í Indónesíuþingi t morg-
un um nýjan forseta. Wahid fór með sigur af hólmi í atkvæðagreiðslunni, fékk 373 atkvæði, en keppinautur hans,
Megawati Sukarnoputri, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, fékk 313 atkvæði.
Ný bók um Bush:
Handtekinn
með kókaín
George Bush, ríkisstjóri í Texas,
var handtekinn 1972 með kókaín í
fórum sínum. Þetta fuUyrðir höf-
undurinn J.H. Hatfield í bók um
ævi Bush sem sækist eftir tUnefn-
ingu repúblikana sem forsetaefni
flokksins. Bush er sagður hafa
sloppið með þjónustu í þágu samfé-
lagsins vegna afskipta foður hans,
George Bush eldri, af málinu. Það
finnast hins vegar engin gögn um
málið.
Hatfleld vitnar meðal annars í
háttsettan ráðgjafa Bush sem ekki
er nafngreindur. Sá á að hafa stað-
fest handtökuna. Ónafngreindur
skólafélagi Bush er einnig sagður
hafa staðfest frásögnina.
Samstarfsmenn ríkisstjórans hafa
vísað fuUyrðingum bókarhöfundar
á bug. „Hatfield ætti að halda sig
við vísindaskáldskap. Hann reynir
greinilega að selja bækur á grund-
veUi einhvers sem aUs ekki er satt,“
segir talskona Bush, Mindy Tucker.
Það þykir ekki leika vafi á að
margir blaðamenn, rithöfundar og
pólitískir óvinir Bush reyna að
Samstarfsmenn Georges Bush vísa
fullyrðingum bókarhöfundar á bug.
Símamynd Reuter
grafa upp eitthvað gruggugt úr for-
tíð hans. Sjálfur hefur Bush sagt að
hann hafi verið viUtur og óábyrgur
í æsku sinni. Hann hefur einnig við-
urkennt að hafa haft áfengisvanda-
mál. Hann hefur hins vegar ekki
vUjað neita því að hann hafi neytt
kókaíns.
Stuttar fréttir
Skemmdarverk
Skemmdir voru unnar i vélar-
rúmi báts Sea Shepherd-samtak-
anna í Seattle um síðustu helgi.
Afmælisveisla Hillary
HUlary Clinton, forsetafrú
Bandaríkjanna, heldur upp á 52
ára afmæli sitt í næstu viku í
Ford Center við Times Square í
New York. Aðgangseyrir verður
rúmlega 70 þúsund íslenskra
króna. Forsetafrúin er sögð ætla
að setja féð í sjóð fyrir væntan-
lega baráttu sína fyrir öldunga-
deildarsæti fyrír New York.
Mótmæli gegn Schröder
Tugþúsundir opinberra starfs-
manna mótmæltu í Berlín í gær
gegn niðurskurði stjórnar
Schröders kanslara.
Laundóttir konungs
í nýrri ævisögu um Paolu Belg-
íudrottningu kemur fram að eig-
inmaður hennar, Albert konung-
ur, á 30 ára laundóttur. Bókarhöf-
undur, Mario Danneels, er aðeins
18 ára. Fimm manns hafa staðfest
upplýsingamar um laundóttur
konungsins.
Sjálfstæði staðfest
Staðfestingu þings Indónesíu á
niðiu'stöðu þjóðaratkvæðagreiðsl-
unnar á A-Tímor um sjálfstæði
eyjunnai- hefur víða verið fagnað.