Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 13 Vi5 erum ekki asnar, Guðjón „Skrautlegur umbúnaður og titlatog á ekki heima á ráðstefnum kvenna. Konur heimslns hafa verk að vinna og það er gott að þær hittist. - Ef þær segja satt.“ Nýafstaðin ráðstefna um konur og lýðræði vakti blendnar hug- renningar. Kostnaður- inn einn, 70-100 millj- ónir króna, er ótrúleg- ur. Vel má vera að við- líka fjáraustur sé alltaf að eiga sér stað í fúnda- höld karlpeningsins, en þá ætlumst við bara til annars af konum. Og þrátt fyrir misskilning varðandi þátttökuskil- yrði var ráðstefnan ef- laust prýðilega undir- búin og engum til vansa. - Nema þeim sem sáu um beina út- sendingu frá ráðstefn- vmni í Sjónvarpinu. Einungis fyrir þá lang- skólagengnu? Þcirna fór cillt fram á erlendum tungumálum, mest á ensku, en konur töluðu einnig á öðrum tungumálum, og þar með hafði stór hluti þjóðarinnar ekkert gagn af útsendingunni. Eru íslenskar menntakonur svo raunveru- leikafnrtar að þær haldi að öll þjóðin skilji ræður fluttar á ensku? Eða var ráðstefnan einung- is fyrir langskólagengið fólk. Hefði a.m.k. ekki verið hægt að fá upp- hafsræður ráðstefnunnar fyrir- fram svo að unnt hefði verið að setja á þær texta? Það væri kannski verðugt verkefni starfshóps fyrir næstu ráðstefnu að kanna tungumála- kunnáttu íslenskra kvenna, sem all- flestar eru skatt- greiðendur og borg- uðu þess vegna þessi fundahöld. Þá vakti nokkra undrun hversu til- standið í kringum hina tignustu gesti var mismunandi mikið. Svo virtist sem miklu meiri fengur væri að komu konunnar sem fyrst varð þekkt fyrir að vera gift forseta Bandaríkjanna en kon- unnar sem ER forseti Lettlands. Sú þurfti að vísu ekki Hótel Sögu í heilu lagi undir sig og starfslið sitt eins og forsetafrúin, sem eitt og sér er fyrir hverjum heilvita ís- lendingi eins og fáránleg lygasaga. Vist á frú Clint- on sinn þátt í því sem að baki ráð- stefnunnar býr, en staða hennar sem forsetafrúar er ástæðan fyrir látunum í kring- um hana, svo að annað gleymdist. Vandamálin gleymast Og það gleymdist fleira. Báðar þessar konur eru áheyrilegir ræðumenn. Forseti Lettlands ræddi vandamál þjóðar sinnar eftir nýfengið lýðræði, en gleymdi að ræða mannréttindi þess mikla fjölda fólks af rúss- nesku bergi, sem flutt var jafn- nauðugt til Eystrasaltsríkjanna og hinir innfæddu sem voru fluttir burt og hefur alið aldur sinn þar í meira en 50 ár. Á því er nú hefnt harma sem það átti engan þátt í. Hillary Clinton gleymdi öllum vandamálunum heima hjá sér. Hún talaði eins og góðgjörn kennslukona eins og Ameríkana er siður og taldi öllum borgið ef bandarískt lýðræði yrði innleitt í öðrum löndum. Síðan birtist varautanríkisráðherrann hennar og tilkynnti peningagjafir út og suður til vanþróaðri þjóða og lófa- klappinu ætlaði aldrei að linna. Af nógu er að taka Ég veit ekki hvað islenskar kon- ur sáu í Bandaríkjunum á tíðum undirbúningsfundum þar. Greini- lega ekki það sama og blasir við öðrum ferðalöngum. Er það lýð- ræði í raun að innan við 40% Bandaríkjamanna neyta atkvæðis- réttar síns í kosningum? Að ólæsi er hrikalegt? Sáu þær fátækra- hverfin í næsta nágrenni Hvíta hússins þar sem mannleg eymd og niðurlæging er slík að maður trú- ir varla eigin augum? Litu þær á suðurhluta Chicago þar sem hálf milljón manna býr í húsarústum þar sem rotturnar sjá um sorp- hirðuna? Eða litu þær við í fá- tækrahverfunum í hjarta New York borgar? Af nógu er að taka. Mér er til efs að annað eins og það sé að finna í löndunum sem Bandaríkjmenn vilja ólmir hjálpa til mannsæmandi lífs. Viti Hillary Clinton ekki af þessu, hefði einhver átt að segja henni það. Og það hefði mátt minna forseta Lettlands á Rúss- ana. Til þess eru ráöstefnur að ræða vandamál á heiðarlegan hátt og hugsanlegar lausnir þeirra. Skrautlegur umbúnaður og titla- tog á ekki heima á ráðstefnum kvenna. Konur heimsins hafa verk að vinna og það er gott að þær hittist. Ef þær segja satt. Við erum ekki asnar, Guðjón. Guðrún Helgadóttir Kjallarinn Guðrún Helgadóttir fyrrv. alþingismaður „Ég veit ekki hvað íslenskar konur sáu í Bandaríkjunum á tíðum undir- búningsfundum þar. Greiniiega ekki það sama og blasir við öðrum ferðalöngum. Er það lýðræði í raun að innan við 40% Bandaríkjamanna neyta atkvæðisréttar síns í kosn- ingum?u Konur og lýðræði - frábært framtak Helgina 9.-10. þ.m. var hátíð í bæ hjá öllum sem vilja koma á jafnrétti karla og kvenna. Ráð- stefnan „Konur og lýðræði" tókst afar vel að flestra mati. Hún sann- aði að baráttan fyrir framgangi kvenna í stjórnmálum og atvinnu- lífi almennt er ekki einkabarátta fárra ofurkvenna. Æ fleiri sjá nauðsyn þess að tryggja konum hærri sess í samfélaginu. Mark- miðið er ekki lengur fleiri konur í stjórnmálin heldur jöfn hlutdeild karla og kvenna í opinberlega kjömum stjómum, nefndum og ráðum. Forystumenn stjórnmálaflokk- anna hafa áttað sig á þessari nauð- syn og sýndu það í verki, s.s. með því að taka þátt í auglýsingaher- ferð Nefndar um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum með því að sitja fyrir á óhefðbundinn hátt í dagblaðaauglýsingum í aðdrag- anda síðustu alþingiskosninga. Það jákvæða og brýna framtak ásamt almennri þróun í átt að auknu jafnrétti varð til þess að konum á Alþingi fjölgaði úr 25% i 35% í síðustu alþingiskosningum og konum í ríkisstjóm fjölgaði úr einni í þrjár. Það eru þó aðeins áfangar i átt að settu marki. Okkur öllum til sóma Framlag Hillary Clinton, Vairu Vike-Freiberga, forseta Lett- lands, og fleiri áhrifamikilla kvenna sem komu hingað til lands um helgina er mikilvægt. Það lyftir umræð- unni um nauðsyn þess að konur fái tækifæri til að sýna hvað í þeim býr á æðra plan. Ráðstefnan var okkur öllum til sóma, sérstak- lega þeim sem hana undirbjuggu, þótt einstaka þing- maður hefði gagnrýnt hana í þeim tilgangi að draga þetta góða framtak niður á hefð- bundið plan innlendr- ar stjórnarandstöðu. Okkur konum væri nær að snúa bökum saman þvert á póli- tíska flokka og nota kraftana í að ná fram jafnrétti í stað þess að gagnrýna ráðstefnuna og þá sem hana und- irbjuggu. Okkur tókst að halda í fámennu samfélagi ráðstefnu sem laðaði til sín mikilvægar og áhrifa- miklar konur sem eru fyrirmynd kvenna um allan heim. Verðum áfram að vinna vel og skipulega Framganga Hillary Clinton þótti mér sérstaklega eftirtektarverð. í öllum hennar verkum stafaði frá henni bæði útgeislun og krafti. Hún kom fram sem hin sanna fyrirmynd nútímakvenna, kona með hugsjón, styrk og jákvæðni. Konur víðs vegcir um heim geta tekið undir með henni þegar hún sagði í ræðu sinni við ráðstefnulok að kven- réttindi væru mann- réttindi og mannrétt- indi væru kvenrétt- indi. Framlag Hillary Clinton veitir okkur sem vinnum að auknu jafnrétti bjart- sýni og aukinn kraft. Á ráðstefnunni „Kon- ur og lýðræði" var rætt um hve gífurleg- ar breytingar hafa orðið á lífi kvenna á þessari öld. Um síð- ustu aldamót höfðu konur hvorki kosningarétt né kjörgengi og gátu t.d. ekki ráðið barneignum sínum eins og í dag. Ef sömu framfarir verða á stöðu kvenna næstu öld og þeirri sem nú er að ljúka hljótum við að ná fram jafnrétti í reynd bráðlega. Því náum við þó ekki nema með því að vinna vel og skipulega á öllum vígstöðvum, bæði hér heima sem og á erlendri grundu. Ráðstefnan „Konur og lýðræði" er mikilvægt framlag í þeirri vinnu. Siv Friðleifsdóttir „Ráðstefnan var okkur öllum til sóma, sérstaklega þeim sem hana undirbjuggu, þétt einstaka þingmaður hefði gagnrýnt hana í þeim tilgangi að draga þetta góða framtak niður á hefðbundið plan innlendrar stjórnarandstöðu.u Kjallarinn Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra Með og á móti Er skynsamlegt aö byggja Eyjabakkavirkjun til aö auöga atvinnulíf á Austur- landi? Umræðan um Eyjabakkavirkjun hefur verið mikil að undanförnu og eru menn mjög ósammála um það hvort byggja eigi virkj- unina og þar með álver á Reyð- arfirði. Sumir telja það bæta úr vanda atvinnulífs á Austurlandi en aðrir segja það höggva of nærri ósnortinni náttúru. Fjölbreyttara atvinnulíf Það er eðlilegt að við Austfirð- ingar fáum að njóta landsins gagna og nauðsynja. Þetta er orka sem við viljum beisla með tilheyr- andi jákvæð- um áhrifum á atvinnulífið. Við Austfirð- ingar höfum metnaðarfull áform um að _ , Emil Thorarensen. snua vorn í Eskifir&i. sókn og halda Austurlandi í byggö. Bygging uppistöðulóns við Eyjabakka og virkjun þar í tengslum er raun- hæf leið til að láta verkin tala. Þetta mun tvímælalaust stöðva flutning fólks til höfuðborgar- svæðisins enda er það hættuleg þróun að nánast allir íslendingar búi á sama svæði, landsvæði sem er hættulegt meö tilliti til jarö- skjálfta og eldgosa. Virkjunin mun að auki leiða af sér fjöl- breyttari atvinnutækifæri fyrir okkm- og okkar börn sem því miður hafa haft að of litlu að snúa þegar skólagöngu er lokið. Hún er athyglisverð sú skoðana- breyting margra mætra manna sem vildu á sínum tíma virkja á sama stað en flytja orkuna til ál- vers á Keilisnesi. Þeir hinir sömu skulda okkur skýring á skoðanaskiptum sínum nú þegar Austfirðingar eiga möguleika á að byggja álver. Náttúran dýr- mætari Eyjabakkar eru einstök nátt- úruperla sem ber að vernda og það eru sterk rök sem hníga að því að vemdun Eyjabakka- svæðisins og vemdun nátt- úrunnar norð- an Vatnajökuls gefi meiri tekj- ur í þjóðarbúið en að virkja á þessu svæði. Verðmæti ósnortinna víð- ema fara vax- andi, svæðið norðan Vatnajökuls er stærsta ósnortna landsvæði í Vestur-Evrópu og við teljum aö þetta svæði verði að vernda. Ef farið verður út í Eyjabakkalón og Fljótsdalsvirkjun til að knýja álver við Reyðarfjörð þá eru mik- il líkindi á því að til að hægt verði að stækka álverið síðar verði einnig að virkja Jökulsá á Dal við Kárahnjúka. Þá er búið að manngera þetta svæði norðan Vatnajökuls að svo miklu leyti að ekki verður lengur hægt að tala um ósnortin víðerni. Með þetta í huga ber að kanna það ít- arlega hversu mikið þetta svæði gæti gefið af sér fyrir þjóðarbúið í framtíðinni sem þjóðgarður. Um það hafa komið tillögur, m.a. frá Náttúruvemdarsamtökum Austurlands, og þá tillögu styðj- um við heils hugar. -KJA Árnl Flnnsson, talsmaöur Náttúru- vorndarsamtaka

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.