Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Blaðsíða 24
44 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 I>V onn Ummæli Þór Og trúnaðarstörfin „Eins og réttilega kemur fram í fyrmefndri DV „frétt“ gegnir Árni mörg- um trúnaðarstörf- um fyrir Reykja- víkurlistann og gerir það með mikilli prýði.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri, um Árna Þór Sigurðsson borgarfulltrúa, í DV. ... og samviskan „Hann hefur tekið að sér ýmis trúnaðarstörf sem Al- þýðubandalaginu voru ætluð. Hann verður að gera það upp við samvisku sina hvort það sé rétt að yfirgefa Alþýðu- bandalagið og halda trúnaðar- störfunum." Helgi Hjörvar, forseti borg- arstjórnar, um sama mann, ÍDV. Minkurinn í hænsnakofanum „Forsætisráðherrann komst svo fallega að orði að ef Samfylkingin kæmist að stjórn landsins yrði hún eins og minkur- inn í hænsnakof- anum og allt færi á heljar- þröm. Alvarleg- ar blikur voru þá á lofti og verðbólgan nú er vitn- isburður um óheiðarleg vinnubrögð forsætisráðherr- ans sem nú reynist minkur- inn í hænsnakofanum." Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður, i Morgun- blaðinu. Hvorki virðulegur né virtur „Það spurðist að norrænir blaðamenn hefðu undrast hvers vegna ís- lenskir kollegar þeirra brugðust ekki við þessari < mögnuðu ræðu svo virðulegs prófessors með miklum áhuga. Vonandi hafa þeir fengið rétta skýringu. Hannes Hólm- steinn Gissurarson er hvorki virðulegur né virtur." Karl Th. Birgisson, um um- mæli Hannesar á ráðstefnu norrænna blaðamanna, I Austra. Pétur Ingvarsson, körfuknattleiksmaður og þjálfari: Það er að koma lítil saga á óskrifaða blaðið Maður dagsins „Gengi okkar í Hamri í efstu deild er frábært. Við erum nýliðar í deildinni og félagið hefur aldrei áður átt lið í ____________________ fremstu röð og fjórir sigrar í röð í byrjun íslandsmótsins er örugglega eitt- hvað sem enginn bjóst við. Við vor- um óskrifað blað en nú má segja að það sé að komast lítil saga á þetta blað,“ segir Pétur Ingvarsson, leik- maður og þjálfari Hamars í Hvera- gerði, en þetta unga lið sem aðeins lék tvo vetur í 1. deildinni áður en það vann sér rétt til að leika í Úr- valsdeildinni er sannkallað spútniklið vetrarins enn sem komið er og hefur komið öllum spekingum í opna skjöldu með frammistöðu sinni og eru enn ósigraðir. i fyrra vann Hamar nokkuð óvænt 1. deildina: „Við vorum að- eins í fjórða sæti þegar deildar- keppninni lauk. Við byrjuðum á því að slá út efsta liðið í deildinni og má kannski segja að með þeim sigri hafi ævintýrið byrjað. Síðan hefur þetta verið nánast ein sigurganga og mikið um óvæntar uppákomur." Pétur sem hafði spilað alla sina tíð með Haukum tók við Hamri í byrjun síðasta leiktímabils: „Þetta hefur verið frábær tími og ég hef aldrei kynnst svona góðri stemningu áður og nú ríkir í Hvera- gerði í kringum liðið. Má segja að það sama sé að gerast í Hveragerði og hefur verið að gerast á Suðumesjum, Sauðár- króki og ísafirði þar sem bæjarfélögin nánast sameinast um liðin sin. I Hveragerði hefur ekki verið mikil íþróttahefð en með þessum uppgangi í körfuboltanum ------------- er það fleira en Eden sem Hvera- gerði býður upp á.“ Pétur byrjaði í Haukum ellefu ára gamall og hefur leikið körfubolta síðan: „Þetta er oft búið að vera erfitt en um leið skemmtilegt. Ég stund- aði nám i Iþróttakennaraskólanum á Laugarvatni og keyrði í Hafnar- fjörðinn á leiki og æfingar, tvö hundrað kílómetra í hvert skipti, og ég bý enn í Hafnarfirðinum en hef stytt keyrsluna um helming." Liðið sem Pétur er með er skipað ungum leikmönnum: „Þetta eru strákar sem rétt eru komnir á fæt- uma. Við erum með einn útlending, Rodney Dean, sem er örugglega ekki með dýrustu erlendu leik- mönnum deildarinnar en hefur staðið undir því sem við bjuggumst við og gerir það vel sem farið er fram á við hann og fellur vel inn í liðið. Annars eru þetta strákar af Suðurlandi m.a. strákar úr íþrótta- kennaraskólanum." Pétur er íþróttakennari við Set- bergsskóla í Hafnarfirði. „íþrótta- kennslan er mitt aðalstarf og þeg- ar körfuboltinn tekur öll kvöld frá mér þá er ekki mikill tími til annars." Pétur er í sambýli með Berglindi Pálsdótt- ur. -HK :t vMeð söng í hjarta Annað kvöld heldur Söngfélag félags eldri borg- ara í Reykjavík tónleika í Salnum í Kópavogi. Tón- leikamir hafa hlotið heitið Með söng í hjarta og hefjast þeir kl. 20. Á efnisskrá tón- leikanna eru mörg þekkt ^ Samkomur innlend sem erlend lög. Söngfélag FEB í Reykja- vík var stofnað 1986 og hef- ur staðið fyrir ýmsum upp- ákomum og nýjungum hér á landi. Má þar nefna kóra- mót eldra fólks og Góðan dag Reykjavík, viku eldri borgara. Einnig hefur Söng- félagið farið í söngferðir er- lendis, bæði á íslendinga- slóðir í Kanada og til Fær- eyja. íslendingafé- lög erlendis Jón Ásgeirsson, fyrrum fréttamaður, ritstjóri Lög- bergs-Heimskringlu og for- maður Þjóðræknisfélags ís- lendinga, mun á vegum Vináttufélags íslands og Kanada greina frá starfsemi íslendingafélaga í Ameríku sem og í Evrópu á fundi kl. 20 í kvöld í Lögbergi, Há- skóla Islands. Allir vel- komnir. Myndgátan Pípuhattur Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. FH og Valur verða í eldlínunni í kvöld. HK og Fylkir í handboltanum Það verða nokkrir leikir í hand- boltanum í kvöld. Einn leikur er í 1. deild karla. HK, sem vann sinn fyrsta leik um síðustu helgi tekur á móti Fylki á heimavelli sínum I Kópavoginum og verður það sjálf- sagt spennandi leikur. Leikurinn hefst kl. 20. Kvenfólkið í handboltanum verður einnig í sviðsljósinu í kvöld en á dagskrá eru fimm leik- ir. Keppnin i deildinni er spenn- íþróttir andi og eru þrjú lið jöfn og efst, Grótta KR, Haukar og Víkingur. Þar sem ellefu lið eru í deildinni mun eitt lið sitja yfir i kvöld og það verður hlutverk Víkings. Annars eru eftirfarandi leikir. I Austurbergi leika ÍR-Fram, í KA- heimilinu á Akureyri leika KA-Stjarnan, í Valsheimilinu Val- ur-Grótta KR, að Varmá í Mos- fellsbæ leika Afturelding-Haukar og i Vestmannaeyjum ÍBV-FH. Sá leikur sem fyrirfram má búast við að verði mest spennandi er Val- ur-Grótta KR, en aðeins eitt stig skilur að liðin. Bridge íslandsmót í einmenningi fór fram um síðustu helgi og þátttaka var með ágætum. 80 spilarar mættu þar til leiks sem er fjölgun um 15 manns frá síðasta ári. Öruggúr sig- urvegari í ár var Sigurbjörn Har- aldsson og voru yfirburðir hans með eindæmum. Meiri barátta var um annað sætið, en þar varð Stefán Garðarsson hlutskarpastur. Hér er eitt spil úr mótinu. Heiðar Sigur- jónsson af Suðurnesjum sat í sæti norðurs og var doblaður í fjögurra hjarta samningi. Sagnir gengu þannig, suður gjafari og allir á hættu: 4 Á83 «4 ÁK94 ♦ K4 ♦ DG82 4 KG9 «» DG62 4 1085 4 K75 4 D542 V 8753 ♦ G6 4 Á104 4 1076 «4 10 ♦ ÁD9732 4 963 Suður Vestur Norður Austur pass 2 ♦ 2 grönd pass 3 4 pass 3*4 pass 4 44 p/h pass pass dobl Tvö grönd sýndu 16-19 punkta hendi, þrjú lauf var hálitaspurning og suður lyfti i game þegar ljóst var að samlega var í hjartalitnum. Aust- ur gat ekki stillt sig um að græðgis- dobla en óvíst er að sagnhafi hefði unnið ódoblað spil. Vestur hóf vörn- ina á því að spUa út tígulásnum og meiri tígli. Sagnhafi spilaði strax laufadrottningunni og drap kóng austurs á ás. Síðan kom hjarta á ás- inn, laufi spilað á tíuna og síðan laufi á gosann. Austur gerði þau mistök að henda tígli í fjórða laufið og spaða var hent í blindum. Nú kom lítið hjarta að heiman og aust- ur átti slaginn á drottninguna. Hann ákvað að spila sig út á spaða- gosa, drottningin í blindum átti slaginn og siðan kom spaði á ásinn. Austur missti af tækifærinu þegar hann setti níuna. Heiðar spilaði nú spaða og austur varð að spila upp í hjartagaffalinn. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.