Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1999, Blaðsíða 11
JL>"V MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999
tmenning u
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir
Allt getur gerst
Chopin-vaka í Salnum
Nan Goldin til landsins
Undanfariö hefur staðið yfir í Lista-
safni íslands sýning á mögnuðum ljós-
myndum bandarísku listakonunnar Nan
Goldin. Hún ætlaði að fylgja sýningunni
| hingað til lands en af óviðráðanlegum or-
sökum komst hún ekki fyrr en nú í þess-
ari viku. Á föstudagskvöldið kl. 21.15 og á
laugardag kl. 15.00 stendur hún fyrir sér-
I® stæðri „kvikmyndasýningu" í Háskóla-
bíói, og er áhugamönnum um myndlist
og samskipti kynjanna bent á að iáta
hana ekki fram hjá sér fara.
Sýning Nan Goldin heitir „The Ballad
of Sexual Dependency" (eftir Brecht-
söngnum úr Túskildingsóperunni) og er
| samfelld skyggnumyndasýning með um
Í 800 myndum á tveimur sýningarvélum.
Skyggnurnar renna hver inn í aðra
þannig að þetta verður nánast eins og
samfelld kvikmynd í
rúma klukkustund.
Sýningin er hljóðsett,
og Nan mun sjálf
handstýra vélum og
tækjabúnaði á sviö-
inu. Þannig hefur sýn-
ingin það fram yfir
venjulega kvikmynd
að hún er um leið
„performans". Söng-
urinn um kynferðis-
legt ósjálfstæði er víð-
frægur og hefur verið
fluttur í mörgum helstu listastofnunum
austan hafs og vestan. Nan segir þar ævi-
sögu sina á vægðarlausan og dæmalaust
opinskáan hátt, og um leið stendur hún
sjálf fyrir máli sínu á sviðinu.
Þetta verður einstakur viðburður.
Á sunnudaginn voru liðin nákvæmlega 150
frá andláti pólska tónskáldsins Fryderyks
Chopins og var þess minnst víöa um heim,
m.a. með „Chopin-vöku“ í Salnum. Þar var
samankomið einvala lið tónlistarmanna sem
flestir eru pólsk-ættaðir en búsettir hér á
landi. í þeim hópi voru þau Alina Dubik sópr-
an, fiðluleikararnir Zbigniew Dubik og
Szymon Kuran, Jacek Tosik-Warszawiak pí-
anóleikari og Ewa Tosik-Warszawiak kór-
stjóri. Aðrir flytjendur voru Guðmundur
Kristmundsson víóluleikari og Dean Ferrell
kontrabassaleikari að ógleymdri Karolinu
Styczen, tvítugum pólskum sellóleikara, sem
var sérstakur gestur á Chopin-vökunni.
Tónlist
Arndís Björk Ásgeirsdóttir
Vináttufélag íslendinga og Pólverja stóð
fyrir tónleikunum og eftir að formaður þess
hafði flutt inngangsorð stigu Styczen og War-
szawiak á svið og fluttu miðkaflana tvo úr
Sónötu fyrir seOó og píanó ópus 65. Báðir kafl-
amir voru prýðilega leiknir þó að skertsókafl-
inn væri kannski einum of spenntur hjá pí-
anóleikaranum, en þessi sónata gerir ekki
minni kröfur til píanistans nema síður sé.
Undurfagur tónn var svo í tríóinu og lék
Styczen það af mikilli tilfmningu. í Largokafl-
anum birtist ljóðræna Chopins í öOu sinu
veldi, hugljúf og angurvær, og var hann fal-
lega leikinn, að mínu mati þó aðeins í hraðara
lagi og virkaði því stundum of blátt áfram.
Því næst léku þau Inngang og Polonesu í C-
dúr ópus 3 sem ber merki höfundar síns hvar
sem borið er niður og þá helst í meðförum pí-
anósins enda sagði Chopin verkið samið tO að
ganga í augun á kvenfólkinu. Polonesan var
hressOega leikin með trukki og dýfu og naut
seOóleikarinn sín sérstaklega vel. Píanistinn
átti líka marga fma spretti þó stundum virk-
aði hinn glæsilegi píanópartur eOítið kæru-
leysislegur. í heOd var samspil þeirra afar
gott og útkoman fín. Hann lék síðan rómöns-
una úr Píanókonsert í e-moO ópus 11 og hafði
þar með sér strengjakvintett sem lék hljóm-
sveitarpartinn og kom það ótrúlega vel út
enda valinn maður í hverju rúmi í kvintettn-
um sem Szymon Kuran leiddi af mikiOi sniOd.
Warszawiak lék sinn part með sóma þó enn
bæri svolítið á að leikið væri beint af augum
og hittnin kannski ekki aOtaf 100%.
Næst söng Kveldúlfskórinn Prelúdíu í c-
moO ópus 28 nr. 20 vió ljóð Jóns Óskars og
Etýðu ópus 10 nr. 3 við ljóð Jóns frá Ljárskóg-
um undir stjóm Ewu Tosik-Warszawiak.
Þessi verk eru fyrir píanó og geta ekki orðið
betri í neinum umritunum þó að gaman hafi
verið að heyra þau svona einu sinni sungin.
Þetta er góður áhugamannakór og flutti verk-
in ágætlega sem slíkur en
talsvert breitt bO var þó
miOi þessa flutnings og
þess sem á undan var kom-
ið og eftir kom.
Eftir hlé las Jónas Ingi-
mundarson valda kafla úr
nýlega útkominni bók
Árna Kristjánssonar um
Chopin og þar á eftir söng
Alina Dúbik sjö sönglög
ópus 74 við undirleik War-
szawiaks. Alina er ein okk-
ar allra besta söngkona og í
Chopin er hún ókrýnd drottning. Hún var
hreint út sagt stórkostleg og í sameiningu
tókst þeim að lyfta manni upp til hæstu hæða
með hrífandi túlkun og leika á manns innstu
tilfinningastrengi. Warszawiak lauk svo tón-
leikunum með fjórum mazúrkum óp. 17 og
BaOöðu nr. 3. Mazúrkamir einkenndust af
sterkri persónulegri túlkun sem gekk afar vel
ofan í gagnrýnanda. BaOaðan var einnig afar
vel útfærð, mggandi takturinn seiðandi og
átakastaðir leiknir af temmUegum hita þó
stundum bæri á smáhörku inn á miUi. En
heUdin var afar góð og glæsUegur endir á
virkOega skemmtilegri minningarvöku.
Ólafur Gunnar Guðlaugsson, teiknari og
graflskur hönnuður, er að senda frá sér sina
fyrstu bamabók einmitt í dag. Benedikt
búálfur heitir sú og segir söguna af því þeg-
ar Dídí sex ára kynnist af tUvUjun Benedikt,
aldagömlum búálfi sem gætir hússins sem
hún býr í. Saman lenda þau svo í ævintýrum
sem ekki sér fyrir endann á.
- Hvernig varð þessi saga tO?
„Ég bý í gömlu húsi í miðbænum," svarar
Ólafur, „og einn góðan veðurdag sat ég í
vinnustofunni minni og fannst þá aUt í einu
ég sjá útundan mér skugga bera við gólflist-
ann sem er hár og viðamikiU. Um leið fór
hugurinn á flug og ég sá fyrir mér að þama
á bak við byggi lítiU búálfur sem væri með
svo stórt nef að það stæði út úr gólflistanum.
Þetta atvik set ég svo í upphaf sögunnar
nema hvað það er stelpan Dídí sem býr i
þessu gamla húsi og uppgötvar álfinn en
ekki ég.“
Ólafur sagðist hafa lesið
mikið af ævintýrum,
teiknimyndasög-
um, vis-
Að skemmta
krakkanum
í ser
Ævintýrið sem þau
lenda í saman, Benedikt
og Dídí, minnir á nor-
rænu goðsöguna um epli
Iðunnar sem Þjasi jötunn
stal með þeim afleiðing-
um að goðin létu skyndi-
lega mjög á sjá. Hér em
það dökkálfar sem stela
Tóta tannálfi og tennum-
ar í ljósálfunum fara
skyndUega að skemmast
- með alþekktum afleið-
ingum - og fyrst í álfa-
kónginum sjálfum. Varð
þessi saga tfl um leið og
persónumar?
„Ja,“ segir Ólafur hik-
andi, „eftir að Benedikt
og Dídí hafa bundist vin-
áttuböndum og hann
ferðast með hana tfl Álf-
heima þá getur í raun-
inni aUt gerst. Ég er þeg-
ar búinn með tvær sögur
í viðbót!"
- Nú ert þú óreyndur
höfundur en stfllinn á
bókinni virðist nokkuð
útpældur. Það er eigin-
lega eins og bam sé að
segja frá...
„Dídí er byggð á raun-
verulegri stelpu sem
ég þekki og er
kölluð
Dídí og ég
miðaði
við-
brögð
söguhetjunn-
ar við hana. En ég
skrifaði sögima fyrir
sjálfan mig. Þetta
snýst um að skemmta
krakkanum í sér, og
sagan mín er fyrst og
ffemst skemmtun en
þó með pínulitlum
boðskap - ljósið sigrar
myrkrið, góðar hugs-
anir geta rekið hið Ola
á brott.“
Myndimar í bók-
inni sagði Ólafur að
væra fyrst teiknaðar á
blað, síðan skannaðar
inn í tölvu og litaðar
þar. Þó á það bara við
um persónumar. Bak-
Brynhildur álfadrottning spyr Viskubrunninn hvar tannáifurinn sé.
Dfdí og Benedikt bíða spennt eftir svari. Myndir úr bókinnl Benedikt
búálfur
grunnurinn er málaður með
vatnslitum þannig að saman
blandast tölvutækni og handa-
vinna á hinn skemmtflegasta
hátt. „Útkoman verður eins og
í teiknimynd," segir Ólafur,
„þar eru karakteramir hreinir
og beinir og standa vel út úr
bakgrunninum sem er miklu
flóknari. Það var einmitt þetta
teiknimyndayfirbragð sem ég
vfldi ná.“
Viðræður eru hafnar mifli
Ólafs og Hafnarfjarðarleik-
hússins um leikrit um Bene-
dikt og Dídí og ævintýri
þeirra. Það verður ævintýra-
leikur með söngvum, ef af
verður, litríkur og fjörugur,
bók um átök góðs og Ols - með dá-
litlum boðskap.
Ólafur Gunnar Guðlaugsson: Ein
komin út, tvær í smíðum og leikrit.
DV-mynd E.ÓI.
indasögum og fantasíum af öflu tagi þegar
hann var bam, líka íslenskar þjóðsögur. Og
svo skemmtOega vfll tO að hann býr í húsinu
sem Jón Árnason þjóðsagnasafnari byggði
1885 og bjó í. Líklega er það andi Jóns sem
hefur blásið sögunni í brjóst teiknarans.
Benedikt búálfur - glæsi-
legur nokkur hundruð
ára búálfur.
í! Heimspekisaga
Háskólaútgáfan hefur sent frá sér
Heimspekisögu í stórri og mikilli bók upp
á 758 blaðsíður með ítarlegum skrám yfir
rit, nöfn og atriðisorð. Þetta er vandað yf-
irlit yfir vestræna heim-
p speki frá dögum Fom-
Grikkja tfl samtímans.
, Þar koma fram æviágrip
| helstu heimspekinga sög-
unnar, yfirlit yfir verk
þeirra og framlag tfl
heimspekisögunnar. Birt-
ir eru umfangsmiklir kafl-
■ ar úr frumtextum þeirra
: sem hver lesandi getur velt fyrir sér og
; dregið sínar ályktanir af. Sumir þessir
r kaflar birtast hér á íslensku í fyrsta sinn.
Höfundar Heimspekisögunnar, Norð-
I mennimir Gunnar Skirbekk og NOs
GOje, eru trúir þeirri meginreglu heim-
spekinnar að bera fram spumingar frek-
ar en veita endanleg svör. Lesandinn er
leiddur í gegnum sögu heimspekinnar
í með áleitnum spurningum og gerð er
1 grein fyrir mismunandi úrlausnarefnum
sem heimspekingar Vesturlanda hafa lagt
i; fram við áleitnum vandamálum tilver-
:í unnar.
Stefán Hjörleifsson þýddi þetta mikla
| rit sem þegar hefur komið út sex sinnum
| í heimalandinu Noregi auk þess sem það
hefur verið þýtt á fjölda tungumála. Síð-
Ían frumútgáfan birtist 1972 hefur ritið
verið endurskoðað reglulega, uppfært og
endurbætt. Við njótum nú afraksturs aOr-
ar þeirrar vinnu.
Trúarbrögð heimsins
Annað kvöld kl. 20 verður á Súfistan-
I um - bókakaffi í húsi Máls og menningar,
dagskrá sem ber yfirskriftina Trúarbrögð
heimsins. Þar verður í fyrsta lagi kynnt
bókin Trúarbrögð heims-
ins en í henni er ítarlegt
yfirOt um sjö helstu trú-
arbrögð heims: búddasið,
gyðingdóm, íslam, krist-
indóm, japönsk trúar-
brögð, hindúasið og kín-
versk trúarbrögð, í máli
og myndum. Hjalti Huga-
son, prófessor í guðfræði
(á mynd), fjallar um bókina og þýðand-
inn, Ingunn Ásdísardóttir leikstjóri, les
J kafla úr henni.
Einnig kynnir Baldur Hafstað lektor
greinasafnið Heiðin minni og loks verður
lesið úr skáldsögunni Vita brevis eftir
Jostein Gaarder en hún fjallar um játn-
ingar Ágústínusar.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimiO.