Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1999, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1999, Síða 4
4 Fréttir Davíð Oddsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, má vel við una með hreinan meirihluta. Halldór Ásgrímsson, formaður Fram- sóknarflokksins. Flokkur hans tekur mikla dýfu og er nú minni en VG. Margrét Frímannsdóttir, talsmaður Samfylkingar. Kyrrstaða eftir mikið hrun í sfðustu könnun DV. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, er með pálmann í höndunum og flokkur hans er á fljúgandi uppleið. Skoöanakönnun DV um fylgi flokka sýnir mikla sveiflu: Framsókn minni en vinstri - grænir - Sjálfstæðisflokkur með hreinan meirihluta en Samfylking stendur í stað Fylgið hrynur af Framsóknar- flokknum frá því í síðustu skoðana- könnun DV. Frá því í könnun DV i september hefur flokkurinn tapað 4,6 prósentum. Vinstrihreyfingin - grænt framboð bætir við sig 4,7 prósentum og er nú með fylgi 14,5 prósenta þeirra sem tóku afstöðu. Framsóknar- flokkurinn er með 14,3 prósent nú í stað 18,9 prósenta í september. Vinstri-grænir mælast því með 0,2 prósenta fylgi meira en Framsókn en þar sem sá munur er innan skekkju- marka teljast flokkarnir jafnstórir. Sjálfstæðisflokkur fengi hreinan meirihluta eða 52 prósent þeirra sem tóku afstöðu. Samfylking stendur nánast í stað frá síðustu könnun og fengi 17,7 prósent í stað 17,1 prósent. Þetta eru helstu niðurstöður skoðana- könnunar DV um fylgi stjómmála- flokkanna sem gerð var í fyrrakvöld. Úrtakið í könnuninni var 600 manns, jafnt skipt milli höfuðborgar- svæðis og landsbyggðar, sem og kynja. Spurt var: „Hvaða lista mund- ir þú kjósa ef þingkosningar færu fram núna?“ Miðað við svör alira í könnuninni fengi Framsóknarflokkur 9,7 % fylgi ef kosið yrði nú, Sjálfstæðisflokkur fengi 34,5% fylgi, Frjálslyndi flokkur- inn 1,3%, Samfylkingin 12% og Vinstrihreyfmgin - grænt framboð 9,8% fylgi. Húmanistar fengju 0,2 pró- sent en Kristilegi lýðræðisflokkurinn og anarkistar mælast ekki sem fylgi. Óákveðnir í þessari könnun voru 22,6% og 9,8% neituðu að svara eða samtals 32,4%. Svarhlutfallið er svip- að og í skoðanakönnunum DV frá áramótum og fram undir kosningar. Sé einungis miðað við þá sem af- stöðu tóku í þessari skoðanakönnun DV sögðust 14,3% kjósa Framsóknar- flokkinn, 51% Sjálfstæðisflokkinn, 2% Frjálslynda flokkinn, 17,7% Sam- fylkinguna og 14,5% Vinstrihreyfing- una - grænt framboð. Aðrir fengju samtals 0,5% fylgi. Skipting þingsæta Skipting þingsæta samkvæmt at- kvæðafjölda í könnun DV er þannig að Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig tveimur mönnum og fengi 33 þing- menn kjörna miðað við 31 í síðustu könnun DV. Framsókn tapar þremur mönnum og fengi 9 menn kjöma en hafði 12 í septemberkönnun DV. Yrði þetta niðurstaða tapaði flokkurinn þremur mönnum frá kosningunum. Samkvæmt könnun DV fengju ríkis- stjórnarflokkarnir 42 þingmenn en ráða 38 þingsætum í dag. Samfylkingin stendur í stað frá sið- ustu könnun og fengi 11 þingmenn samkvæmt könnun DV nú, tapaði sex mönnum frá kosningunum í maí. Samfylkingin mældist mest með 23 þingmenn í könnun DV í febrúar. Vinstrihreyfingin - grænt framboð fengi 9 þingmenn og bætir við sig þremur mönnum frá síðustu könnun. í kosningunum fékk VG 6 þingmenn. Loks fengi Frjálslyndi flokkurinn 1 þingmann kjörinn en hefur nú 2 menn á þingi. Hvort Frjálslyndir koma manni á þing er þó háð því að flokkurinn nái að minnsta kosti 5 prósentum í einu kjördæmi. Þá er óvíst um það hvar uppbótarmaður lenti og sömuleiðis hver missti mann fyrir hann. Samkvæmt fylgi frjáls- lyndra er því allt eins víst að flokkur- inn fengi engan mann kjörinn. -rt Skipan þingsæta fgfj — samkvæmt atkvæöafjölda — F ~1 nw on /* n 'nn ' 35 30 25 20 DV 20/10 99 DV 13/09 '99 Kosnlngar @ Samfytkingin Dýrmætur afli á land DV, Akureyri: Aflaverðmæti þeirra skipa sem að- gang hafa að verðmætari fisktegund- um hér við land hefur verið mikið að undanfornu. Skemmst er að minnast að Samherjaskipið Baldvin Þorsteins- son landaði fyrir nokkrum dögum 127 milljóna króna farmi sem er verðmæt- asti farmur sem fengist hefur í einni veiðiferð hér við land. I gær var unnið að löndun úr hinnu þekkta aflaskipi Samherja, Akureyr- inni, á Akureyri, en togarinn kom þangað með afla að verðmæti 101 millj- ón króna, og var uppistaðan í aflanum þorskur og grálúða. Ekki hafa þó öll skip útgerðarinnar aflað jafn vel síð- ustu vikumar. Víðir er t.d. nýkominn úr veiðiferð í Smuguna þar sem bæði var reynt í norsku og rússnesku lög- sögunni en árangurinn var ekki nema um 11 milljóna verðmæti eftir tæplega mánaðarúthald. Fleiri hafa reynt bol- fiskveiðar í Smugunni að undanfómu en árangur verið lítill sem enginn.-gk Það var handagangur í öskjunni á togarabryggjunni á Akureyri í gær þegar landað var úr aflaskipinu Akureyrinni afla að verðmæti yfir 100 milljónum króna. DV-mynd, gk. FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 Hjörl verður kol Það hefur vakið athygli margi’a hversu „þaulstæð" Kol- brún Halldórsdóttir, þingmaður VG, hefur verið í ræðustól Al- þingis það sem af er þinginu. Kol- brún hefur haldið margar margar ræður sem marg- ir segja hreint ótrúlega langar. Kolbrún hefur talað mikið og lengi t.d. um umhverfis- og virkjunarmál en annars virðist þingmanninum fátt óviðkomandi og tjáir hann sig af festu og ákveðni um hin ýmsu mál. Svo mikið gengur á að ýmsir eru strax farnir að sakna Hjörleifs Guttormssonar sem dvaldi tíðum I þessum sama ræðustól og talaði í „hjörlum" sem frægt var. Er nú talað um nýja tímaeiningu á hinu háa Alþingi, nefnilega „kol“... Myrkrahöfðingja flýtt Nú bendir ýmislegt til þess að Myrkahöfðinginn verði frumsýnd- ur fyrir 1. nóv- ember. Búist er við að frumsýn- ingin fari fram utan Reykja- víkur en ástæðan er sögð :SÚ að myndin verði ekki í endanlegri gerð og með frumsýningu úti á landi sé verið að koma myndinni inn í slaginn um óskarsverðlaun- in. 1. nóvember er siðasti dagur sem skila má til að Myrkrahöfð- inginn sé með í tilnefning- arslagnum og búist er við að Friðrik Þór Friðriksson fram- leiðandi nái að stimpla myndina inn þannig að hún keppi við Ung- frúna góðu og húsið ... Bóndi í raun Mikið grín hefur verið gert að stórblaðinu Sunday Times fyrir að kalla Ólaf Ragnar Gríms- son, forseta ís- lands, bónda. Nú er komið á dag- inn að blaðið hefur rétt fyrir sér eftir allt saman. Ólafúr Ragnar nytjar nefnilega jörðina að Bessastöðum. Þar er gott æð- arvarp sem „húskarlar" eða verk- takar forsetans era sagðir ann- ast. Herra Ólafur Ragnar Gríms- son er því eftir allt saman æðar- bóndi... Skaut á ská Það varð frægt um síðustu helgi þegar oddviti Þórshafnar- hrepps skaut Reyni Þorsteins- son sveitar- ~ stjóra sinn þar sem þeir gengu sam- an til rjúpna. Svo virðist sem veiði- hæfileik- I ar þeirra félaga hafi spurst út því rjúpan er nú sögð flykkjast til Þórshafnar i ör- yggið. Hún mun gjarnan halda sig fyrir utan Hafnarbarinn. Af þessu tilefni orti Erla Guðjóns- dóttir á Seyðisfirði. Oddvitinn hann skaut á ská. Skotió hitti fótinn. Sveitarstjóra í brúnir brá, búinn allur kvótinn. Já, sveitarstjóri svekktur er, svona illa marinn. Er granni Reynis rakur fer, meö rjúpunni á barinn. Umsjón Fteynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is !

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.