Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1999, Síða 13
FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999
13
JDV
Fréttir
Enn eitt vindhögg Arkins
Enn einu sinni virðist hafa ver-
ið slegið vindhögg í þeirri baráttu
að sanna meinta tilvist kjarnorku-
vopna á íslandi. Grein þriggja
Bandarikjamanna í tímaritinu
Bulletin of American Scientist
vakti mikla athygli í gær. Þar var
haldið fram að kjarnorkuvopn hafi
verið geymd á íslandi á árunum
1956 til 1959. Einn greinarhöfund-
anna, William Arkin, hefur áður
komið við sögu þegar hugsanleg
kjamorkuvopn á íslandi hafa kom-
ið til tals. Arkin fullyrti árið 1980
að kjarnavopn væru staðsett hér á
landi en sagðist síðan á árinu 1984
hafa haft rangt fyrir sér en að
hann hefði vissu fyrir því að flytja
ætti kjarnavopn til landsins á
ófriðartímum. Árið 1985 greindi
New York Times frá því að kjarna-
vopn yrðu flutt til íslands við sér-
stakar aðstæður og bar Arkin fyrir
fréttinni. Engar fullyrðingar Ark-
ins um kjarnavopn á ísland hafa
verið staðfestar eða sannaðar og
hefur trúverðugleiki hans í málinu
að sama skapi beðið talsverða
hnekki.
Ályktanir Arkins og meðhöf-
unda hans virðast af grein þeirra
og síðan samtölum við íslenska
fréttamenn að dæma hvíla á hæpn-
um grunni og engin ástæða til að
leggja trúnað á þær að óbreyttu.
Aftur á móti virðast hvorki íslensk
stjórnvöld né íslendingar yfirleitt
ekki heldur hafa sérstaka ástæðu
til að taka yfirlýsingar banda-
rískra stjómvalda um þessi efni
trúanlegar.
Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra gengur á fund utanríkis-
málanefndar Aiþingis og ræðir
málið við nefndarmenn. Sam-
kvæmt samantekt sem starfsmað-
ur nefndarinnar vann að beiðni
DV hefur hugsanlega staðsetningu
kjarnaorkuvopna á íslandi m.a.
verið rædd á fundum utanrikis-
málanefndar árin 1968, 1980, 1991
og á tveimur fundum árið 1995.
Engar aðstæður fyrir kjarna-
vopn
Heimildarmaður DV sem þekkir
til í herstöðinni á Keflavíkurflug-
velli, en ekki vill láta nafns getið,
segist telja útilokað að rétt geti
verið að Bandaríkjamenn hafi
nokkru sinni geymt kjarnorku-
vopn hérlendis. Heimildarmaður-
inn segir íslenska starfsmenn á
Keflavíkurflugvelli, sérstaklega
slökkviliðsmenn, ávallt hafa haft
aðgang að sérhverju skúmaskoti á
Einar Ágústsson, sem var utanríkisráðherra 1971 til 1978, kannaði aðstæð-
ur á Keflavíkurflugvelli og sagðist í samtali við blaðamann Vísis ekki hafa
séð merki um kjarnorkusprengjur í herstöðinni. Á myndinni er Einar hins
vegar í heimsókn í einni af herstöð bandaríkjahers í Colorado árið 1975.
Sprengjuheld flugskýli á Keflavíkurflugvelli.
varnarsvæðinu og því hafi verið
óhugsandi að kjamorkuvopn væru
geymd þar án vitneskju íslending-
anna. Hann lagði áherslu á að við
geymslu kjarnavopna væru við-
hafðar gífurlega strangar öryggis-
kröfur sem ekki aðeins útheimtu
sérþjálfað starfslið heldur einnig
sérstaklega byggð rammgerð
mannvirki sem aldrei hefðu verið
reist hérlendis.
Að þvi er segir í grein Arkins og
félaga höfðu sprengjuvélar sem
gátu borið kjarnorkusprengjur að-
stöðu á íslandi á árunum 1956 til
1959 og segja blaðamennimir það
renna stoðum undir kenningu sína
um að slíkar sprengur hafi í raun
verið geymdar hér á þessun tíma.
Heimildarmaðurinn segir að vissu-
lega hafi B-47 sprengjuvélar haft
hér aðstöðu en að hún hafi aðeins
verið til millilendinga og því hafi
ekki verið um eiginlega bækistöð
vélanna að ræða. Hann segir erfitt
að ímynda sér hvers vegna vélar
sem staðsettar væru í Bandaríkj-
unum ættu að millilenda hér til að
ná í sprengjur á leið að skotmörk-
um í Sovétríkjunum þegar beinast
lægi við að hafa sprengjurnar á
sama stað og vélamar sjálfar.
Hann segir aðstöðu vélanna hér
hljóta að hafa verið hugsaða til að
vélarnar gætu millilent hér á leið
frá skotmörkunum.
Hvorki yfirmaður varnarliðsins
á Miðnesheiði né fulltrúar hans
vilja tjá sig um málið við fjölmiðla.
-GAR
Árni Þór Sigurðsson um ummæli Helga Hjörvars:
Hefnigirni en ekki
raunsæ pólitík
- umræðan Reykjavíkurlistanum ekki til framdráttar
Eg er mjög undrandi á
þessari umræðu og finnst
hún frekar bera vott um
hefnigirni en raunsæja
pólitík," segir Ámi Þór Sig-
urðsson, varaborgarfulltrúi
Alþýðubandalagsins, um
ummæli flokksbróður síns,
Helga Hjörvars, í DV í gær.
í DV í gær sagði Helgi
Hjörvar, forseti borgar-
stjórnar, að brotthvarf
Árna Þórs hefði þjappað al-
þýðubandalagsfélögunum í
Reykjavík saman og skað-
inn af brotthvarfinu væri
Árni Þór Sigurðs-
son er ekki ósáttur
við ummæli Helga
Hjörvars en kýs að
ræða málin innan
borgarstjórnar-
fiokks Reykjavík-
urlistans.
sáralítill. Þá lýsti Helgi yfir
efasemdum um að Ámi Þór
myndi halda trúnaðarstörf-
um sínum í hafnarstjóm og
skipulagsnefnd.
„Mér fmnst það ekki
Reykjavikurlistanum til
framdráttar að vera með
umræðu af þessu tagi í fjöl-
miðlum. Ég kýs því, að svo
miklu leyti sem um þessi
mál er að ræða, að gera það
innan borgarstjómarflokks
Reykjavíkurlistans," segir
Ámi Þór.
-hdm
Tilboð á skjávörpum
Léttir og bjartir skjávarpar
Einstaklega meðfærilegir varpar sem sýna bæði tölvu- og videómerki. Þeir gerast ekki hljóðlátari
eða þægilegri í notkun. C5 skjávarpinn hentar einkar vel með nýjustu fartölvum. Varparnir eru með
byltingakenndri peru sem endist í 4000 klukkustundir og er gríðarlega björt.
ASK C1 ASKC5
Birta 700 Ansi Lumen Birta 800 Ansi Lumen
Upplausn C1 800 x 600 SVGA Upplausn C1 1024x768 XGA
Þyngd 3,7 kg Þyngd 3,7 kg
Ending peru 4000 klst. Ending peru 4000 klst.
Hljóð 38 dB Hljóð 38 dB
Sýningardrægni 1,1 -10 m Sýningardrægni 1,1 -10 m
Tilboðsverð Verð áður kr. 349.000.- kr. 454.400.- Tilboðsverð Verð áður kr. 449.000.- kr. 525.000,-
NÝHERJI
Skipholt 37 • S:569 7700
http://www.nyherji.is
Sölu- og þjónustuaðilar Nýherja: Suðurland: Tölvu- og Rafeindaþjónustan Selfossi og Tölvun Vestmannaeyjum. Austurland:
Martölvan Höfn í Hornafirði og Tölvusmiðjan Egilsstöðum/Neskaupsstað. Norðurland: Nett Akureyri, Element Sauðárkróki og
Ráðbarður Hvammstanga. Vestfirðir:Tölvuþjónusta Helga Bolungavík