Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1999, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1999, Side 6
26 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 Sport Ánægður með vörnina „Byrjunin í deildinni er með svipuðum hætti og ég átti von á svona fyrir fram. Deildin ætlar að skipast í tvo hópa en til þessa hafa auðvitað átt sér stað óvænt úrslit Tindastóll, Haukar og KR eru með mjög breyttan leikmannahóp frá því sem áður hefur verið og það tekur bara tima fyrir liðin að stilla saman strengi sína. Ég verð þó að segja að mér finnst Kefl- víkingar hafa komið hvað mest á óvart. Þeir láta bolt- ann vinna vel, gefa sér tíma í sóknarleikinn og í augnablikinu leika þeir skemmtilegasta boltann," sagði ívar Ásgrímsson, þjálfari Haukanna, um körfuknattleikinn það sem af er í vetur. Hvað með þitt eigið lið? Ertu sáttur með framgang þess til þessa? „Ég er ánægður með vamarleikinn en við höfum átt í erfiðleikum í sókninni. Þeir erflðleikar koma mér samt ekki á óvart þvi ég átti allt eins von á þeim. Við munum eftir því sem á líður vinna á þeim vanda, þetta er bara spuming um tima og þolinmæði. Við höfum á stuttum tima leikið í þrígang gegn Keflvik- ingum, unnið einn leik og tapað tveimur. Við áttum að minu mati að vinna síðasta leikinn í Keflavík en því miður gekk það ekki eftir.“ Finnst þér körfuboltinn betri núna en áður? Já, mér fmnst það. Það era margir efhilegir leikmenn að koma og í þvi sambandi er hægt að benda á unga leikmenn í KR-liðinu. Deildin skiptist í tvennt en baráttan á þessum tveimur stöðum á eftir að verða gríðarleg í allan vetur. Það á ekkert eitt lið eftir að stinga af og fleiri iið en áður eiga möguleika á að blanda sér i baráttuna um titilinn. Útlendingamir vora slakir í bytjun en þeim hefúr vaxið ásmegin. Brendon Birmingham er mjög sterkur og KR-ingar hafa styrkst gríðarlega. Það er mitt mat að deildin eigi eftir að verða skemmtileg i vetur," sagði ívar. ívar Ásgrtmsson, 36 ára, þjálfari. Eyjólfur Jónsson, 25 ára, mlðherji, 0 leikir. Ingvar Guðjónsson, 20 ára, bakvörður, 43 leikir, 204 stig. Marel Guðlaugsson, 27 ára, framherji, 254 leikfr, 2239 stig. Henning Henningsson, 35 ára, bakvörður, 265 leikir, 3071 stig. Guðmundur Bragason, 32 ára, miðherji, 247 leikir, 4507 stig. Óskar Pétursson, 23 ára, miðherji, 68 leikir, 514 stig. Chris Dade, 25 ára, bakvörður, 0 leikir. Blcmd í poka Haukar hafa styrkt lid sitt nokkuð frá þvl i fyrra því tveir leikreyndustu menn Grinda- víkur frá upphafi, Gudmundur Bragason og Marel Guúlaugsson, gengu til liðs við liðið fyrir þetta tímabil. Guðmundur kemur heim úr atvinnumennsku en Marel frá KR. Auk þeirra fékk liðiö Eyjólf Jónsson og Davið Ásgrimsson frá Stjömunni. Tveir leikmenn fóru: Kristinn Sveinsson fór í Skallagrim og Daniel Árnason til Svíþjóðar í nám. Haukar leika nú í úrvalsdeildinn 17. árið i röð en þeir komust fyrst upp i efstu deild körfuboltans 1983. Alls hafa Haukar leikið 382 leiki í úrvalsdeild og unniö 219 af þeim sem gerir 57,3% árangur á þessum 16 árum. Haukar uróu íslandsmeistarar 1988 með því að leggja Njarðvik að velli í ævintýralegum úrslita- og oddaleik í Njarövík en á árunum 1985 til 1988 komust Haukar þrisvar í úrslit á fjórum árum en auk jiess komust þeir einnig alla leið í úrslit um Islandsmeistaratitilinn 1993, er þeir töpuðu fyrir Keflavík. Bestu sigurhlutfalli á einu tímabili náðu Haukamir veturinn 1995 til 1996 er þeir unnu 84,4% leikja sinna, eða 27 af 32, en urðu siðan aö sætta sig við að detta út úr úrslitakeppninni fyrir verðandi Islands- meisturum Grindavikur í undanúrslitum. Haukar hafa unniö bikarinn þrisvar smnurn, tvö ár í röð, 1985 til 1986, og svo 1996, en alls hafa Haukar komist fjórum sinnum í Höllina því þeir töpuðu fyrir Njarðvík í bikarúrslitaleiknum árið 1992. Bragi Magnússon, 26 ára, framherji, 196 leikir, 2548 stíg. Ottó Þórisson 22 ára, bakvörður 0 leikir Guðmundur Björnsson, Leifur Þór Leifsson, Jón Arnar Ingvarsson, 28 ára, bakvörður, 41 24 ára, bakvörður, 27 ára, bakvörður, leikur, 42 stig. 42 leikir, 64 stig. 257 leikir, 3936 stig. Þúsundin hans Jóns Jón Amar Ingvarsson, fyrirliði Hauka, varð í fyrra fyrsti leikmaðurinn í úrvalsdeild til að ná þremur tölfræðiþáttum yfir þúsund. Jón Amar hefur leikið 257 leiki í úrvalsdeild, skorað í þeim 3936 stig, gefið 1945 stoðsendingar og náð í 1049 fráköst. Hann er sá áttundi stigahæsti, annar í stoðsendingum á eftir Jón Kr. Gíslasyni (1359) og sá 14. í fráköstum. Teitur Örlygsson getur orðið annar maðurinn í sögunni til að ná þremur þáttum yfir þúsund en hann vantar aðeins 66 stoðsendingar til að hafa náð þrennu af þúsund stigum, fráköstum og stoðsendingum. Teitur er einmitt sá leikmaður sem hefur stolið flestum boltum (863) en þar er Jón Arnar í öðra sætinu (543). -ÓÓJ Jón Arnar Ingvarsson er bæði leikja- og stigahæstur Hauka frá upphafi en hann hefur leikið 257 leiki og skorað 3936 stig fyrir þetta tímabili. Næstleikjahæstur er núverandi þjálfari Haukanna, ívar Ásgrímsson, með 234 leiki, og þriðji er einnig þjálfari í úrvalsdeild og bróðir Jóns Amars, en þaö er Pétur Ingvarsson, þjáifari Hamars. Hann hefúr leikið 211 ieiki fyrir félagið. Haukar náöu aöeins 47,7% frákasta í fyrra, sem var það næstslakasta í deildinni, og til þess aö bæta þann þátt hjá sér fengu þeir til sín Guömund Bragason sem fyrir tímabilið vantar 125 fráköst til að vera sá sem hefur tekið flest í sögu úrvalsdeildar frá upphafi með 2423 í 250 leikjum. -ÓÓJ Heimaleikir: 28/2 Haukar-Þór Ak...........20:00 7/11 Haukar-Skallagrímur......16:00 16/11 Haukar-KR..............20:00 9/12 Haukar-Snæfell..........20:00 14/12 Haukar-Njarðvík........20:00 13/1 Haukar-ÍA ..............20:00 27/1 Haukar-Keflavík.........20:00 10/2 Haukar-Grindavík .......20:00 2/3 Haukar-Hamar.............20:00 9/3 Haukar-KFÍ...............20:00 Iþróttavefui er alltaf í tc igurinn! isir.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.