Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1999, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1999, Side 9
horfnir skemmtistaöir 30 mín. í sýningu: Laddi er orðinn að röflandi róna. sokkabuxumar voru inni i honum.“ Hún æðir um og rótar í fatahrúgum og I flettir í gegnum hálftóm herðatré. „Eru B ekki til auka sokkabuxur?“ spyr Laufey II en fær engin svör. Allir eru uppteknir af sínum málum. í sófanum sitja strák- amir og ræða Dorrit og fótbolta. Stelp- urnar hanga fyrir framan speglana og bæta enn á farðann. Dansararnir spenna á sig dansskóna. „Hjúkk, ég er búin að finna sokka- buxurnar," kallar Laufey eftir nokkrar mínútur. Og nú virðist sýningin geta byrjað. IGjöf frá aðdáanda Sýningin gengur sinn gang fram að y hléi en Immý virðist þó hafa út á eitt og annað setja við leikarana í hléinu. Rætt er um áhorfendur og leikurunum finnst furðulegt hversu lítið þeir klappa en samt hlæja þeir heilmikið. Dansararnir Brynhildur Tinna og Berglind kasta mæðinni í sófanum og bar Eika sem hún tók með sér í nesti. Einhver kemur og dreifir kóki á mann- skapinn og Berglind fær bréf og bangsa frá aðdáanda úti í sal. Bangsinn er fjólublár og á hann er búiö að tússa I love you. Hún rífur spennt upp umslag- ið og les. „Þetta er frá vini mínum," segir hún og brosir leyndardómsfullt og vill ekk- ert meira um málið segja. Nanna hress- ir sig við með Magic og talar með ákefð í farsímann. Hún er komin með rúll- umar aftur i hárið. Aðrir eru úti að reykja eða á klósettinu. Tvö leikrit á kvöldi Baksviðs eru 20 mínútur fljótar að líða. Hléið er búið og Bjarni fær að kyssa enn þá fleiri stelpur, verður hommi og giftir sig loksins og það allt á sviðinu. Lófatakið í salnum ætlar engan enda að taka. Áhorfendur virð- ast vera ánægðir. Leikaramir líka. Sýningarstjórinn samt ekki alveg. „Það var of mikill umgangur bak- sviðs. Þið verðið að reyna að hafa lægra,“ kallar hún yfir hópinn í bún- ingsherberginu að lokinni sýningu. „Og það sem þarf að fara í hreinsun hengið þið á hvitu slána,“ kallar Immý en enginn virðist vera að hlusta á hana. Það er eins og allir séu i kappi um að vera fyrstir úr fótunum. Eini leikarinn sem virðist vera afslappaður er Nanna sem ræðst á meikið af varfæmi. Laddi og Steinn Ármann vinna kapphlaupið. Þeir eru komnir út úr húsi á undan öll- um öðrum, enn þá með meikið framan í sér. „Við erum að fara upp á Hótel Sögu,“ segir Steinn Ármann um leið og hann skellir bílhurðinni. Þeir Laddi em að fara að leika í farsanum Sjúkrasaga sem byrjar eftir skamma stund. Immý stendur í dyrunum, veifar og kallar móðurlega: „Sjáumst á næstu sýningu, krakkar." -snæ 15 mín. í sýningu: Laufey æöir syngj- andi um í leit að silfurlitum sokka- buxum. 15 mín. í sýningu: Heimsmálin rædd í rólegheitum og ekki vottar fyrir stressi hjá strákunum. komin aftur með rúllurnar í hárið. Aðr- ir eru úti að reykja eða á kiósettinu. í hléi: Berglind fær sendingu frá að- dáanda úti í sal. „Þetta er frá vini mínum," segir hún og lætur ekki meira uppi. Eftir sýningu: Nanna íklædd brúðar- kjól ræðst á meikið af varfærni. Eftir sýningu: Laddi rífur sig úr bún- ingnum með ofsahraða. Hann og Steinn Ármann eru stressaðir því þeir þurfa að fara beint upp á Hótel Sögu þar sem þeir leika í öðru leikriti. Dav- íð Þór er hins vegar á ieiðinni í partí. Skemmtistaðurinn Kaffi Gestur hét í höfuðið á svartri iæðu og var til húsa á Laugavegi 28b. Á staðnum var ekki hægt að dansa þar sem það var teppi á gólfinu en Kaffi Gestur seldi í staðinn grimmt af kokkteilum og morgunverðum. Kaffi Gestur var gul- málaður með miklu af speglum á veggjunum. stutt Á Laugavegi 28b, þar sem veit- ingastaðurinn Shanghæ er nú til húsa, var einu sinni skemmtistað- inn Kafíi Gest að finna. Staðurinn var opnaður í apríl 1984 og lifði í þrjú ár eða allt þar til Shanghæ var opnaður i húsakynnunum. Meðal eigenda staðarins voru Freyr Njarðvík og Björgvin Gíslason. „Veitingastaðurinn Askur var til húsa á þessum stað áður en við opnuðum. Við klæddum innrétt- ingarnar sem þar voru með spónaplötum og máluðum staðinn gulcm. Einnig hengdum við upp fullt af speglum," segir Björgvin Gíslason um útlit staðarins. Stað- urinn var einn stór geirnm- með stórum bar við endann og við gluggana sem sneru út að Lauga- veginum voru básar. „Nafnið fannst mér aHtaf skemmtilegt því það gat haft svo margar merkingar en uppruna- lega var staöurinn nefndur í höf- uðið á svartri læðu sem ég átti og hét einmitt Gestur,“ segir Björg- vin en Kafíi Gestur varð strax gíf- urlega vinsæH og sótti hann fólk á öUum aldri og þjóðfélagsgerðum. Opnað kl. 7 á morgnana Kafíi Gestmr var barn síns tíma og spHaði nýbylgjupopp í græjun- um en stundum var þó lifandi uppákomur þar að finna. „Einu sinni spHuðu Sigtryggur og Björk á staðnum fyrir troð- fuHu húsi. Þetta var á þeim tíma þegar þau voru í Kuklinu," segir Björgvin en að það hafi aldrei ver- ið dansað á staðnum þar sem grátt teppi með svörtum tíglum var á gólfinu og var mjög óhent- ugt að dansa á. Staðurinn var því fyrst og fremst ekta pöbb þar sem menn komu tfí að tala saman yfir glasi. Kaffi Gests Terta dagsins, kr. 140. Heimalagaður nougatís m/möndlukrókant, kr. 15£ Heimalagaður ís Amarettc með möndlum, kr. 175. Heimalagaður ís Creme de Menthe m/kókos, kr. 175. Heimalagaður ís Creme de Cacao, kr. 175. Ferskt ávaxtasalat með rjoma, kr. 220. „í upphafi lögðum við mikla áherslu á mat en smátt og smátt varð staðurinn meira að skemmtistað. Við opnuðum aUa daga kl. 7 á morgnana og það var aHtaf ákveðinn hópur sem mætti í morgunmat miUi 7 og 8 enda vor- um við aUtaf með glæsUeg hlað- borð árla dags,“ segir Björgvin. Helgarnar voru þó aHtaf bestar á Kaffi Gesti og lagði staðurinn i upphafí mikla áherslu á að bjóða upp á flotta kokkteUa af ýmsum gerðum. Egill Ólafsson og Tinna Gunnlaugsdóttir voru meðal þeirra sem oft kíktu við á Kafíi Gesti. „Ég leit stundum inn þarna. Þessi staður hafði sinn karakter og þar var að finna ýmsa borgar- ketti. Þarna var lfka spUuð tónlist sem féU mér betur í geð en sú tón- list sem spUuð var á hinum stöð- unum sem uppi voru á þessum tíma,“ segir EgiU. Hann minnir einnig að hann hafi heyrt í fyrsta sinn í HaUgrími Helgasyni á Kaffi Gesti þar sem hann var að lesa upp. Myndlistarsýningar A Kaffi Gesti héngu iðulega ein- hver málverk á veggjum eftir þekktari og óþekktari myndlistar- menn. „Það var mikið af músíköntum og öðru listafólki sem sótti stað- inn. Hommarnir áttu líka sitt fasta borð,“ segir skáldið Sjón sem minnist þess að hann hafi les- ið upp á staðnum. „Þetta var huggulega hannaður staður þegar hann var opnaður og ég man sérstaklega eftir löngum bekk upp við vegginn sem var iðu- lega þéttsetinn. Ég leit þarna stundum við og fékk mér rauð- vín.“ Fókus reyndi að hafa uppi á fleiri gestum staðarins en það var frekar torvelt þar sem margir þeirra voru einfaldlega horfnir, dánir eða vUdu ekki tjá sig um staðinn. Staðurinn átti sér líka ömurleg endalok, hann fór hrein- lega á hausinn eins og svo margir staðir í þessum bransa og var að lokum lýstur gjaldþrota. -snæ á öllum Shellstöövum Fáðu skafmiða um leið og þú greiðir fyrir eldsneytib □r vinning eru félagarnir úr Looney Tunes Ef þú vinnur ekki geturöu sett mióann í pott og unniö enn stærri Looney Tunes Dregió á FM957 tvisvar á dag virka daga til 12. nóvember 29. október 1999 f ÓkUS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.