Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1999, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1999, Qupperneq 11
Fjóröa plata Live mun ekki breyta áliti fólks á sveitinni. Þeir sem hrífast af stórkarla- legu gítarrokki sem kallar kveikjara á loft á stórum leikvöngum munu eiga glaðan dag, aðrir hafa enga nýja ástæðu til að kynna sér sveitina. Ieðlimir Live koma frá York í Pennsylvaniu og eru stolt bæj- arins. Chad Taylor (gítar), Patrick Dahlheimer (bassi) og Chad Gracey (trommur) voru farnir að glamra saman um fermingu sem hljómsveitin First Aid. Eftir að hafa tapað í hæfileikakeppni bættu þeir söngvaranum Ed Kowalczyk í hópinn og breyttu nafninu í Public Affection. Undir því nafni fékk bandið góðar við- tökur í York og reyndi fyrir sér ann- ars staðar. Með æfmgarupptökur sem aðaltromp fékk bandið loks samning við útgáfuna Radioactive sem hefur gefið sveitina út síðan. Talking Heads-meðlimurinn Jerry Harrison hljóðvann fyrstu plötuna, „Mental Jewelry" sem kom út 1991. Platan var undir miklum áhrifum af kenningum indverska heimspekings- ins Jiddu Krishnamurti enda er hljómsveitin djúpt þenkjandi og hið hefðbunda sukkliferni rokkarans ekki að hennar skapi. Platan vakti athygli á bandinu og næstu þrem árum eyddi sveitin í að spila eins og hýddir dráttarklárar úti um allt. Dugnaðurinn borgaði sig og metsöíuplatan „Throwing Copper", sem kom út 1994, gerði Live að einu vinsælasta rokkbandi Bandaríkjanna. Enn liðu þrjú ár í plötuna „Secret Samadhi". Hún seldist verr en undan- farinn og var að auki víða rökkuð nið- ur af gagnrýnendum. Hljómsveitin þótti stöðnuð í eigin rokkklisjum og heimspekipælingarnar í textunum þóttu yfirborðskenndar. Allt á floti alls staðar Nýja platan, „The Distance To Here“, virðist ætla að hljóta sömu örlög. Hún datt af topp 10 í Banda- ríkjunum eftir eina viku og margir gagnrýnendur taka meintan alvar- leika bandsins með fyrirvara. Það má því gera því skóna að gullaldar- timi Live sé liðinn og aðrir rokkar- ar teknir við hlutverki þeirra sem konungar alvarlega þungarokksins (t.d. Creed, sem gera það miklu betra með sinni nýju plötu). En samt mega flestar sveitir öfunda Live af aðdáendunum sem eru tryggir og trúaðir á speki söngvarans, sem semur alla textana. Hann hefur lengi verið upptekinn af vatni og á nýju plötunni fjalla næstum öll lög- in um að fljóta á vatni eða vera hreinsaður í á, já eða að hlusta á grát höfrunganna, sbr. smáskífulag- ið vinsæla, „Dolphin’s Cry“. Ekki má svo gleyma að auðvitað er fiskur líka framan á umslaginu. Skilaboðin eru ást „Við unnum hörðum höndum að því að ná fram sakleysi fyrstu plöt- unnar okkar á þessari," segir Ed söngvari. Til að leggja áherslu á þetta afturhvarf var Jerry Harrison aftur fenginn til að sjá um upptökurnar, en hann hafði átt fri á „Secret Samadhi". „Það breyttist svo mikið í lífí okkar eftir að „Throwing Copper“ varð svona vinsæl og á tímabili þótti okkur þægilegt að Live skyldi vera þetta stór hljómsveit. Núna erum við algjörlega annað band en það sem spilaði 1994, en við höfum viðhaldið ástriðu okkar fyrir rokkinu. Nýja platan er glaðleg en um leið áköf og hún er sprottin af reynslu okkar síðustu árin. Við höfum upplifað margt saman en bandið er þó jafnsterkt og áður því við höfum lík- lega aldrei verið betri vinir." Ed heldur áfram: „Mitt markmið er að boða frið, ást og skilning til kyn- slóðar sem er plöguð af þýðingarleysi og hefur „Ég er bara rykkorn i vindin- hakkavél Dr- Gunna Elvis Presley - Artist of the Century ★★★★★ í dægurtón- list er Elvis listamaður aldarinnar, ekki Bítlamir, F r a n k Sinatra eða M i c h a e 1 Jackson. Þetta má mæla með sölu á plötum og þar slær Elvis öllum öðrum við; meira en milljarður af plötum hans hefur selst í heimin- um öllum. Þó endurútgáfa af verk- um Elvis hafi verið mikil síðustu árin hefur alltaf vantað akkúrat réttu plötuna sem ætti að vera til í hverju plötusafni. Með útgáfu „Art- ist of the Century", þriggja diska settinu sem hér um ræðir, er plat- an komin. Helsti kosturinn við tónlist Elvis er mikið notagildi hennar. Elvis má spila í partíum, jafnt sem við uppvask; við rómantíska iðju jafnt sem með einmanalegum bókalestri. Hún er klassísk; stórbrotin og ein- föld í senn, guðdómleg og holdleg, rokkandi svöl og snöktandi angur- vær. Á diskana þrjá í settinu er safnað saman bestu og vinsælustu lögum kóngsins og var pakkað saman af gagnrýnendum og aðdá- endum um allan heim. Diskarnir sýna hver sitt tímabil í sögu Elvis. Á fyrsta diskinum eru upptökur frá 1954-58 með ungum, sætum Elvis í gólandi góðu stuði. Næsti kynnir til sögunnar heim-úr- hernum Elvis - kappinn örlítið far- inn að eldast, bartarnir orðnir þykkari og sólgleraugun stærri. Síðasti sýnir seventís Elvis; feitan Elvis í hvíta glansgallanum, rorr- andi töffara sem mátti muna sinn fífil fegri. Hver diskur er útbelgdur af snilld. Samtals eru þetta 75 lög á þrem og hálfum tíma. Þessu fylgir veglegur og fræðandi bæklingur, stútfullur af myndum, en það besta við þennan pakka er þó verðið: þrjú þúsund kall. Öll heimili þurfa sinn Elvis og þessi pakki er málið. The Jon Spencer Blues Explosion - Acme-plus ★★★★ Ég veit ekki um þig en mér finn- ast tónleikar Jons Spencers og fé- laga hans tveggja standa upp úr í viðburðaríkri tónleikaflórunni hér þetta árið. í tvo tíma slettu þeir svo ærlega úr rokkklaufunum að gestir gengu holdvotir út af svita, æsingi og rokkaðri geggjun. Mér liggur við að segja að betra rokkband sé vandfundið í dag og Jon Spencer slag- ar langt upp í töffaraskap sjálfs Elvis þó það jaðri við guðlast að segja annað eins. Síðasta plata bandsins hét Acme og titill þessa disks gefur í skyn að hér séu á ferðinni rímix og ein- hverjar leifar. Þó nóg sé af góðum rímixum frá gæjum eins og Moby og David Holmes og smávegis af rusli innan um er meirihluti Acme- plus ný lög og, það sem enn betra er: þetta eru mörg þeirra laga sem gestir svitnuðu við í bílageymslu Rikisútvarpsins. Þetta er stór skammtur af djöfullega svölu rokki og róli, drifnu áfram af þéttum trommum, drulluskítugum gít- arriffum og æsandi frygð- arstunum herra Spencers. Bandið er með þeim fáu sem enn vekja upp sömu kenndir og fyrstu rokkararnir líklegast vöktu: að rokkið sé hættulegt, að rokkið sé kynferðislegt, að það að hlusta á það geri hlustandann að meiri töffara en hann er. Og það getur ekki verið slæmt. Arling, Cameron, Swarte - Sound Shopping ★★★★★ Fyrirtækið Basta í Hollandi hef- ur dælt út skemmtilegri tónlist síðustu árin og þar á meðal plötu strákanna Arling og Cameron, „All-in“. Þeir sérhæfa sig í poppuð- um furðulegheitum og blanda sam- an öllum hugsanlegum tónlistar- stefnum í ilmandi hressan kokk- teil. Á annarri plötu sinni fyrir um með internetið í rassvasanum"- viðhorf gagnvart lífinu. Mér finnst tími til að breyta þessu og það reyni ég meðvitað að gera með textunum mínum. Skilaboðin eru ást og ég býð sjálfum mér og öðrum upp á að spyrja stóru spurninganna án þess að fmnast það vera hallærislegt." Góður strákur hann Ed. Og ekki að furða að honum hefur stundum verið líkt við Bono í ákafa sínum við að bjarga heiminum. Basta fengu þeir teiknarann Joost Swarte í lið með sér en hann hefur þróað stíl Hergés eftir sinu höfði og er kunnur fyrir verk sín í „list- rænni“ deild teiknimyndanna. Hann hannaði umslagið og samdi nokkur lög með Arling og Camer- on. Eins og við er að búast er út- koman sprellfjörugt teiknimynda- popp með léttleikandi danstónlist- aráherslum. Þar á cha-cha heima við hliðina á drum & bass og syngjandi kúrek- ar glíma við japanska leigubíl- stjóra. Tónlistin á margt sameigin- legt með japanska klúbbapoppinu sem bönd eins og Pizzicato 5 standa fyrir. Evrópsku áhrifm lofta líka um plötuna, söngkonur syngja ba- ba-ba eins og árið sé 1965 í takt við forneskjulegt frumsintafret sem minnir á Kraftwerk og Telex. Plat- an er því hljóðræn útkoma Sushi og Croissant, ævintýri fyrir bragð- lauka eyrnanna, skolist niður með Sake og café au lait. Mmmm. 29. október 1999 f Ókus 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.