Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1999, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1999, Side 16
Þetta aerist ekki iinni „Já, þetta var mjög óvænt og skemmtilegt og maður heldur áfram á sömu braut," segir Christof Weh- meier sem komst í fjórðungsúrslit í Empire Screenplay Contest. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta banda- rísk handritasamkeppni og alls bárust þúsund handrit í hana. Handritið sem fleytti Christof áfram heitir The Enemy. „The Enemy er dramatisk ástar- saga í spennustíl sem gerist á fimmta og sjötta áratugnum. Fimmtán fram- leiðendur í Hollywood lásu handritið og voru hrifnir af því,“ bætir Christof við. Hollywood-framleiðendurnir skrif- uðu viðurkenningarbréf um handritið og voru ekkert að skafa utan af því: „The Enemy“ is certainly worthy of further attention, and we hope somebody produces it soon.“ Slík við- brögð hljóta að hvetja menn til frekari skrifta. „Um þessar mundir er ég að leggja drög að öðru handriti sem flallar um venjulegt fólk á miklum átakatímum veraldarsögunnar. Þar fyrir utan sendi ég handrit i aðra handritasam- keppni í L.A. Það er yfirnáttúrlegt spennudrama, einhvers konar nútíma- draugasaga. Ég sendi þriðja handritið til Bandaríkjanna sem er í spennu- striðsdramastíl. Þetta handrit er í skoðun hjá nokkrum framleiðendum en umboðsmaður minn í Bandaríkjun- Christof Wehmeier er kynningarstjóri Stjörnubíós og nýtir hverja frístund til aö skrifa kvikmyndahandrit. um hefur mikla trú á því. En maður Kárason. Það er hugsað sem sjón- verður bara að vera þolinmóður, þetta varpsmynd og er táknræn fjölskyldu- gerist ekki á einni nóttu." saga. Þetta verkefni hefur fengið góð- Skrifaröu eingöngu á ensku? an meðbyr og nú þurfa verkin að „Ég hef skrifað handrit á íslensku tala,“ segir Christof Wehmeier ákveð- sem styðst við smásögu eftir Einar inn. MonicU’ töskur Töskur er gott að hafa og ekki sakar þegar þær eru þraktískar og fallegar í senn. Það nýjasta nýtt á handtösku- markaðinum er glæný lína hönnuð af sjðlfri forsetasleikjunni Monicu Lewin- sky. Töskuævintýrið byrjaöi þegar for- setaskandallinn stóð sem hæst og Monica lokaði sig inn t húsi til þess að forðast fjölmiðla. Til að stytta daginn byrjaði hún að þrjóna og saumaði sér taupoka undir prjónadótið. Prjónapok- inn vakti athygli vina hennar sem fljót- lega fóru einn af öðrum að biðja hana að búa tii álíka töskur handa sér. Þetta var upphafið að töskugerð Monicu. Hver taska er yfirleitt búin til úr einum til þremur tegundum af efnum og notar Monica glæsileg og dýr efni viö tösku- gerðina. Töskurnar eru því síður en svo gefnar og kosta þær ódýrustu í kring- um 7000 íslenskar krónur. Á heima- síðu Monicu stendur að hver taska sé „made specielly for you by Monica" en einhvern veginn þá efumst við um það. Það er þó virðingarvert að stelpan láti ekki deigan síga miöað við allt sem á undan er gengið. Sumir hefðu þó hald- ið að hún hefði grætt meira á því að sauma vindlahulstur en sam- kvæmistöskur. Þær stelþur sem vilja tolla í tískunni með tösku frá Monicu Lewinsky geta þantað sér svona tuðru- þoka á heimasíðunni: www.ther- ealmonica.com 2 haf Gleðilegt sumar Nellie's er frekar undarlegur stað- ur sem selur margt á hálfvirði í október. Þar eru l!ka mjög gleðilegir menn sem þó kveðja sumarið með trega. Það stend- [ ’ ur til dæmis enn þá: „Gleðilegt sumar" utan á barnum. Augljóst er að fólk þar á bæ ætlar ekki að viðurkenna tilvist vetrar- ins og neitar að fara í lopann. Michael Hutchence gengur aftur Það eru orðin tvö ár síðan INXS-söngvarinn Michael Hutchence fannst hengdur á hót- elherbergishurð. Konan hans hefur nú lýst því yfir opinberlega að Michael hafl óvart drepið sig þegar hann var að stunda heng- ingarsjálfsfróun sem er auðvitað ekkert til að gera grin að. Michael hafði unniö að sóló- plötu I tvö ár fyr- ir óhappið og nú er sú plata loks- ins komin út og heitir einfald- lega eftir söngv- aranum. Mikill spenningur var fyrir plötunni í heimalandinu, Ástraliu, en platan fór þó aðeins I þriðja sæti vinsældalistans. Kannski þetta sé af þvi að gagnrýnendur sýndu enga virðingu og tóku plötunni fálega. „Hefðbundin rokk- plata með aðeins fönkaöri hljóðvinnslu," sagði einn þeirra. Aðdáendur Michaels eru auðvitað á ööru máli og segja aö platan hjálpi þeim við að skilja dauða söngvar- ans, enda er hann oft persónulegur I text- unum og kvartar yfir byrðinni sem fylgi því að vera poppstjarna. Bono kemur við sögu I einu lagi á plötunni. Faðir Michaels hefur nú opnað minningarsíðu um soninn á Net- inu (www.michaelhutchence.org). Þangað ættu allir að drifa sig sem áhuga hafa á Michael og poppinu sem hann gerði sóló og með INXS. 16 f Ó k U S 29. október 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.