Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999 Spurningin Heldurðu að þú skreytir meira í ár vegna aldamóta? Ólafur Daníelsson nemi: Nei, því geri ég ekki ráð fyrir. Skarphéðinn Rosenkjær nemi: Alveg örugglega. Þórarinn Smári Brynjarsson, 13 ára: Ég veit það ekki. Trausti Már Hjartarson, 13 ára: Já, alveg örugglega. Bára Skúladóttir móðir: Nei, ég hugsa að það verði bara svipað og vanalega. Vigdís Rún Jónsdóttir nemi: Nei, ég hugsa ekki. Lesendur Er Sjónvarpið, sem er rekið með tapi, þrátt fyrir öll afnotagjöldin og auglýsinga- tekjurnar, ekki bara gjaldþrota fyrirtæki, sem ætti að vera búið að gera upp hjá fó- geta?, segir m.a. í bréfinu. Vilhjálmur Waltersson skrifar: Hvaða fyrirsögn þarf það að vera, til þess að einhverjir ráðamenn þjóðarinnar taki eft- ir því sem almenningur er að skrifa í blöðin, um afnotagjöld Ríkissjónvarpsins, og geri eitt- hvað í málunum? - Ráðamenn sem almenningur kaus á þing til að stjóma landi og lýð. Ég fjárfesti í sjónvarpstæki þegar ég var um tvítugt, þá var þetta kannski forsvaranlegt að beita lögþvingun til innheimtu afnotagjalda af sjónvarpi, því þá voru engar aðrar stöðvar. Mér fannst hins vegar alltaf dá- lítið skrítið að þurfa að borga afnotagjald til ríkisins þó að ég hefði keypt sjónvarptæki. I dag er ég fertugur og hef veriö að reyna að berjast við kerfið, en þá fær maður senda lögfræði- hótun um að greiði maður ekki þá verði gert lögtak í húsinu. - Ekki veit ég hvemig þetta er í Rússlandi, en ég efa hreinlega að þeir kæmust upp með svona lagað þar. Ríkissjónvarpið hefur verið rekið með tapi, þrátt fyrir öll afnotagjöldin og auglýsingatekj- urnar. Ég spyr því:, Er þetta ekki bara gjaldþrota fyrirtæki, sem ætti að vera búið að gera upp hjá fógeta? En ónei, það er bara gert við einstak- lingana sem eru t.d. að brölta í fyri- tækjarekstri. Það er ekki hægt að kalla Sjón- varpið, öryggistæki, eins og sumir telja, nema að skylda alla landsmenn til að kaupa sér sjónvarpstæki, líkt og fyritækjum er skylt að kaupa slökkvitæki, og annan búnað til að uppfylla brunavarnir. Og ríði yfir hörmungar, þá er það yfirleitt raf- magnið sem fer fyrst, og þá kveikir maður ekki á sjónvarpi, nema var- arafstöð sé á heimilinu. Reyni maður að hugsa rökrétt um þessi mál, þá endar maður alltaf í uppnámi yfir þessari valdníðslu ríkisins. - Hvers vegna ætti að skylda mann til að greiða áskrift að Lögbirtingablaðinu, ef maður kaupir Morgunblaðið, DV, o.s.frv.? Og annað: Við sem eigum símtæki, GSM eða venjulegan síma, erum alltaf að borga afnotagjöld. Því kaupir mað- ur ekki númerið í byrjun og borgar bara fyrir notkunina ? Það er líklega vegna fordæmisins með afnotagjöld- um Sjónvarpsins. - Nú bið ég, sem ís- lenskur ríkisborgari, um að það verði tekin stefna í þessum málum, því ég veit að það er meirihluti þjóðarinnar sem vill svona ánauð burt. - í von um skjót viðbrögð ráðamanna. Nei þýðir nei - líka þegar Ríkissjónvarpiö á í hlut Innheimtustjóri RÚV greiðir ekki afnotagjald Þorvaldur skrifar: Innheimtustjóri Rikisútvarpsins hefur séð ástæðu til að senda frá sér sérstaka tilkynningu vegna fréttar sem lesa mátti í DV nýlega um fjöl- skyldu sem flutti til íslands fyrir sjö árum og mátti þola itrekað áreiti frá innheimtudeildi RÚV, þótt ekkert sjónvarpstæki hafl verið á heimilinu. Innheimtustjóri RÚV ber sig aumlega í yflrlýsingu sinni, og segir eitthvað á þá leið, að rétt sé að ítreka, að inn- heimtudeildin leggi ekki nokkurn mann í einelti, heldur fari innheimtu- deildin eftir landslögum. - Það sé enda réttlætismál þeirra sem reglu- lega og skilvíslega greiða afnotagjald Ríkisútvarpsins að „allir sem eiga að greiða afnotagjaldið geri það“. En þar fer innheimtustjóri RÚV heldur betur út af sporinu. Það er nefnilega alveg kristaltært, að inn- heimtudeild RÚV fari eftir lögum þessa lands þegar hún innheimtir ekki afnotagjöld af sjálfum inn- heimtustjóranum hjá Ríkisútvarpinu og heldur ekki af öllum starfsmönn- um RÚV. Þess er ekki getið í lögunum, að starfsfólk RÚV sé undanþegið greiðslu afnotagjaldanna. Þvert á móti segir skýrt i lögum um Ríkisút- varpið, að ailir eigendur viðtækja sem nýta má til móttöku sendinga RÚV 'eigi að greiða afnotagjöldin. Þetta hefur innheimtustjóri RÚV ekki tekið alvarlega. Ég legg því til, að innheimtustjóri RÚV sendi nú frá sér aðra yfirlýsingu þar sem hann greinir okkur hinum frá, hvort hann sé sjálfur í skilum með afnotagjöld Ríkisútvarpsins. íslenskir leikarar á dýraklámsíðu - hafa ekki mikla samúð landsmanna Úr stuttmyndinni, Þegar það gerist, sem sýnt er á umræddum dýrakiámsíðum. Mörgum finnst leikar- arnir íslensku leika sér að eldinum með því að hafa átt þátt í gerð myndarinnar. Karólína skrifar: Myndin, Þegar það gerist, sem var sýnd hér i Sjónvarpinu til hrell- ingar mörgum sómakærum en nauðugum notendum þessa ríkis- fjölmiðils, er nú komin á erlenda klámsiöu, eða hlutar myndarinnar. En er einhverjum um að kenna öðr- um en framleiðanda myndarinnar og leikurunum sem tóku þá áhættu að leggja nafn og númer við þessa óþverramynd. Reyndar ílokkuðu margir íslendingar sjálfir stutt- mynd þessa imdir barnaklám, þar sem ungur drengur var notaður sem einn leikenda. Leikaramir íslensku bera sig nú aumlega og segjast fordæma notkun á senum úr myndinni á klámsíðum. Víst er það fordæmanlegt, en þeir eru varla margir sem hafa mikla samúð með leikurunum íslensku. Myndin sjálf var slikt klámverk að hún á fátt gott skilið. Klámkóngar, erlend- ir sem íslenskir, spyrja ekki hvort þeir megi eða megi ekki. Þeir leita uppi óeðli hvar sem það flnnst, fyrir þá sem óeðli eru haldnir. Það stoðar lítt fyrir leikarana, að segja að þetta segi meira um þá sem Netið skoða heldur en hvaðan efnið kemur. I frétt um málið seg- ir, að margfrægt at- riði úr stuttmynd þessari sé sýnt og fólki gefmn kostur á að skoða myndirnar án þess að greiðsla komi fyrir. íslensku leikararnir mega þakka fyrir að ekki kemur greiðsla fyrir, því ella væru þeir orðnir samsekir um dýraklám gegn gjaldtöku. Og nóg er nú samt stand- ið á frávillingum í klámiðnaðinum, hér á landi líkt og annars staðar. DV Olíuvinnsla í Færeyjum - og öfundin hefst Sigurbjöm Jónsson skrifar: Nú kann svo að fara að styttra sé í að olíuvinnsla hefjist í og við Færeyjar en marga hefði grunað fyrir svo sem áratug eða svo. Á þeim tíma hefði verið fjarstæða að minnast á slíkt mál. En nú þegar stefhir í að olíuborun hefjist hjá frændum okkar, Færeyingum, þá upphefst öfundin út í þessa fá- mennu þjóð með röddum sem hafa allt á homum sér og þó aðallega að oliuvinnsla í Færeyjum geti valdið þar félagslegri kreppu! Velferðar- kreppu, segja þessar raddir. Al- menningur myndi hafa meira fé á milli handanna og það leiddi til aukinnar neyslu, framleiðslan yk- ist líka og eftirspum yrði eftir vinnuafli. Ef þetta eru helstu agn- úamir á olíuævintýri frænda okk- ar í Færeyjum, þá tel ég ekki úr vegi að óska þeim til hamingju. 10-11 í Héöins- húsið? Vesturbæingur sendi þessar línur: Við erum að heyra að verslun- arkeðjan lð-U ætli að opna nýja verslun, og nú hér í vesturbæn- um, nánar tiltekið í Héðinshúsinu við Seljaveg. Þetta yrði mikil bú- bót fyrir okkur fáa og smáa íbú- ana hér í þessum gömlu húsum. En ég hræðist mest ef verslunin þyrfti að leggja upp laupana vegna lítillar verslunar. Hér er ekki mikið þéttbýli eða margbýli því miður. Og hér er Nóatún við Hringbraut og svo aftur 10-11 í Austurstræti. En guð láti gott á vita, ég fagna þessu framtaki, og kannski bjarga Nesbúar ein- hverju á leið sinni heim úr vinnu. Hræddust hæstaréttar- dómarar? Gunnar Jóhannsson skrifar: Hann verður sífellt dularfyllri, hæstaréttardómurinn nýgengni, þar sem meintur kynferðisaf- brotamaður var sýknaður eftir að hafa verið dæmdur sekur af hér- aðsdómi. Hinn margfróöi og harði verjandi sakborningsins heldur uppi vömum fyrir Hæstarétti fyr- ir sýkn mannsins, sem í það minnsta hafi átt að njóta vafans um sekt hans, stendur sig vel. Al- menningur hefur þó sínar skoð- anir og ræðir dóminn sín í milli, þar sem tveir hittast. Mín skýring á því, hvernig standi á sýknu- dómi Hæstaréttar er sú, að hæsta- réttardómaramir, sem stóðu að meirihluta dómsins, hafi einfald- lega hræðst hugsanlegt upphlaup verjandans síðar. En hann er einmitt lögmaðurinn sem fór hvað sterkustum orðum um rangsleitni Hæstaréttar eftir dóm í kvótamálinu, sællar minningar. - Veikleikinn víkur sjaldnast sæti nái hann yfirhöndinni. Það á við um háa og lága í þjóðfélaginu. Farmanna- sambandið setur niður Ólafur Pálsson hringdi: Ég er þess fullviss, að með ný- kjömum forseta Farmanna- og fiskimannasambandsins er það að setja ferlega niður, miðað við þá deilu sem stóð um hver skyldi taka við af Guðjóni A. Auðvitað átti Guðjón ekki að vera að skipta sér af hver tæki við af honum. Ágætur og frambærilegur maður sóttist eft- ir forsetaembætti Farmannasam- bandsins, en dró sig út úr kosn- ingu. í raun var engin kosning hjá Farmannasambandinu og þetta er byrjunin á því að sambandið klofn- ar eða verður ófært um að sjá um mál stéttarinnar. Ég get ekki óskaö neinum samtökum sem máli skipta slíks hlutskiptis sem Farmanna- og fiskimannasambandið hefur nú hlotið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.