Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1999, Blaðsíða 26
34 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999 Afmæli______________________ Jón Oddgeir Guðmundsson Jón Oddgeir Guðmundsson, Gler- árgötu í, Akureyri, er fæddur í höf- uðstað Norðurlands og ólst þar upp. Hann hefur búið þar alla tíð. Starfsferill Að loknu gagnfræðaprófi réðst hann til starfa við Hljómver og starfaði þar í 24 ár. Síðan hann hætti þar 1990 hefur hann verið hús- vörður við Glerárskóla við Höfða- hlíð og í Sunnuhlíð en síðustu ár hefur hann starfað við Akureyrar- kirkju. Jón Oddgeir hefur starfað mikið innan KFUM og KFUK. Sumarbúð- Hulda Olgeirsdóttir. Fréttir imar að Hólavatni, sem eru í eigu félaganna, hafa frá stofnun 1965 verið mikið áhugamál hans. Þar hefur hann staðið fyrir gróðursetn- ingu þúsunda trjá- plantna á hveiju ári og verið óþreytandi við að halda húsum við og gera allt til þess að staðurinn yrði sem mest aðlaðandi sumardvalarstaður fyrir böm og unglinga. Þá á hann ekki fá handtökin í Félagsheimili KFUM og KFUK að Sunnuhlíð 12. Það gekk Hulda Olgeirs- dóttir í dag, þriðjudaginn 16. nóvember verður Hulda Olgeirsdóttir, Reykjavegi 55a, Mosfellsbæ, fimmtug. Hún og eiginmaöur hennar, Þórir Jónsson, taka á móti vinum og vandamönnum á heimili sínu laugardaginn 20. nóvember frá kl. 20.00. kraftaverki næst að félög, sem áttu nær enga pen- inga, skyldu geta eignast þetta húsnæði. En með Guðs hjálp og góðra manna tókst það og er þar hinn fallegasti salur með góðri aðstöðu til sam- komuhalds og funda. Árið 1971 stofnaði hann Orð dagsins á Akureyri en það er símsvari sem hægt er að hringja í og heyra Guðs orð. Þetta var einka- framtak hans og sprottið af þörfinni fyrir að breiða út orðið og leyfa öðrum að heyra hugleiðing- ar út frá Guðs orði. Ýmsir kunnir prestar hafa lesið inn á þennan sím- svara. Bílabænin leit dagsins ljós skömmu síðar. Þennan litla lím- miða með bæn fyrir bílstjóra má sjá í þúsundum bifreiða um allt land. Tíu árum síðar lét hann lagfæra fyr- ir sig lítið hús að Strandgötu 13a og koma þar á fót verslun sem heitir Litla húsiö. Þar er hægt að kaupa flest þau rit íslensk sem komið hafa út á síðustu árum og fjalla um kristna trú. Þeirra á meðal eru bæk- ur, allt frá dýrindis Biblíum til smá- rita. Margir eiga litla öskju sem heitir Orð Guðs til þín. í henni eru litlir miðar með völdum ritningarversum úr Biblíunni. Þessa öskju lét Jón Oddgeir útbúa fyrir sig 1984 og þær eru til í þúsundatali á landinu öllu. Þá hefur hann staðið fyrir útgáfu ýmissa smárita, svo sem Biblíunnar og spíritismans, Skirnarritsins, eft- ir sr. Sigurbjörn Einarsson biskup, og fleiri rita. Jón Oddgeir hefur átt sæti í sókn- amefnd Akureyrarkirkju og verið ritari hennar í 14 ár. Hann lét af því starfi sl. vor en á enn sæti í nefndinni. Hann situr í Leikmanna- ráði íslensku Þjóðkirkjunnar og á sæti í stjórn Landssambands KFUM og KFUK. Hann er formaður KFUM og KFUK á Akureyri og einnig Gid- eondeildarinnar Suður á Akureyri. Fjölskylda Jón Oddgeir á þrjú systkini: Sig- urbjörg Guðmundsdóttir sérkenn- ari, f. 28. mars 1938; maki hennar er Vilberg Alexandersson, skólastjóri Glerárskóla á Akureyri. Jónína Guðmundsdóttir hjúkrunarfræð- ingur, f. 6. febrúar 1940; Maki henn- ar er Sveinbjöm Matthíasson, deild- arstjóri hjá Landssímanum; Axel Guðmundsson rafeindavirki, f. 7. október 1942. Maki hans er Guð- björg Tómasdóttir. Sigurbjörg og Axel eru búsett á Akureyri en Jón- ína í Reykjavík. Foreldrar Jóns Oddgeirs vom Guðmundur Jónasson leigubílstjóri, f. 3. maí 1909, d. 9. júlí 1972 og Þór- unn Jónsdóttir húsmóðir, f. 13. októ- ber 1908, d. 28. janúar 1991. Jón Oddgeir verður að heiman á afmælisdaginn. Jón Oddgeir Guð- mundsson. Nýtt félagsheimili framtíðarfólksins á Seyðisfirði: Aldraðir innrétta við ferjubryggjuna er hugsað, bæði fögur og réttmæt. Fram- tíðin eignaðist á dögunum félagsheimili sem tekið hefur verið í notkun. Húsið stendur á hafnarsvæðinu, í þeim hluta bæjarsins sem heitir Aldan - ör- skammt frá ferjuhöfninni. Hafnarsjóður er eigandi hússins og ekki er ósennilegt að með auknum umsvifum í ferjusiglingum muni þurfa að nýta húsið í þágu þeirrar starfsemi. Framtiðarfélagar fengu húsið á síðastliðnu ári til afnota um óákveðinn tíma og hafa þeir unnið ötullega að lagfær- ingum innanhúss og þar er allt nýuppgert og snyrtilegt. Bæjarstjóri afhenti húsið formlega á sunnudaginn og sóknarpresturinn, séra Cecil Haraldsson, blessaði húsið. Formað- urinn, Emil Emilsson kennari, bauð gesti velkomna og lýsti ánægju sinni og annarra félaga með að hafa nú varanlegan sama- stað, þó vitanlega sé á vit nokkurrar óvissu gengið. Emil minnti á að allir Seyð- firðingar, sem lifað hafa þrjá fimmtu ald- arinnar eða lengur, gætu og ættu að gerast félagar í Framtíðinni. -JJ Á Seyðisfirði er félag eldra fólks, Fram- tíðin, sem stofnað var 1992. Fyrsti formað- ur þess var Valgeir Sigurðsson kennari, sem látinn er fyrir nokkrmn árum. Valgeir var fjölhæfur snillingur og gamansamur í hófi - og mun nafngiftin á félaginu vera hans tillaga og er auðvitað, þegar vandlega Fólk kunni vel að meta nýju húsakynnin. Emil Emilsson, formaður Framtíðarinnar, setur samkomuna. DV-myndir Jóhann Jóhannsson Bæjarstjórn Snæfellsbæjar á 3 daga námskeiði hjá Gulla, Guðrúnu og Fannýju á Hellnum: Fundu leiðina til hámarksárangurs Þátttakendur ásamt leiðbeinendum á Hellnum. Guðlaugur Bergmann er lengst til vinstri á myndinni en fyrir framan hann situr Fanný Jónmundsdótt- ir. DV-mynd Pétur DV, Snæfellsbæ: Bæjarstjómarmenn í Snæfellsbæ ásamt yfirmönnum helstu stofnana bæjarins sóttu nýverið námskeið sem heitir „Leiðin til hámarks ár- angurs", og hafa eflaust fundið hana. Var námskeiðið haldið í Brekkubæ á Hellnum hjá þeim hjónum Gúðrúnu og Guðlaugi Berg- mann. Leiðbeinandi var Fanný Jón- mundsdóttir en hún er umboðsmað- ur Bryan Tracy á íslandi. Efnið er eftir Bryan Tracy og kynnir hann það á fjörlegan og skemmtilegan hátt á videospólum. Enn fremur var Fanný til aðstoðar Stefáni Gíslasyni en hann sér um Staðardagskrá 21 sem er verkefni í umhverfismálum sem 31 sveitarfélag á landinu vinn- ur en Snæfellsbær er meðal þeirra sveitarfélaga sem komin eru lengst með það verkefni. Námskeiðið stóð í 3 daga og var farið yfir mjög fræðandi efni - þessi námskeið hafa verið mjög vinsæl, að sögn Fannýjar Jónmundsdóttur. Þetta er í annað skiptið sem heil bæjarstjóm hefur sótt þessi nám- skeið og voru þeir sem sóttu það sammála um að þessum tíma hefði verið vel variö. -PSJ Hl hamingju með afmælið 16. nóv. 95 ára Jámbrá Einarsdóttir, Aðalbraut 46, Raufarhöfn. 85 ára Guðleif Jónsdóttir, Hjallaseli 41, Reykjavík. 75 ára Friðrik Stefánsson, Engihjalla 19, Kópavogi. Guðlaug Hallgrímsdóttir, Svertingsstöðum 2, Akureyri. Guðrún Matthíasdóttir, Gullsmára 11, Kópavogi. Sigríður Sæbjömsdóttir, Brekkugötu 2, Reyðarfirði. 70 ára Ingólfur Eggertsson, Unufelli 23, Reykjavik. Jón Þorberg Valdimarsson, Gaukshólum 2, Reykjavík. Kristján Guðmundsson, Kjarnalundi dvalarh, Akureyri. 60 ára Elín Lifja Ámadóttir, Úthaga 15, Selfossi. Gísli Skúlason, Efstasundi 18, Reykjavík. Hilmar Skúlason, Sigluvogi 16, Reykjavík. Jón Hermannsson, Völvufelli 20, Reykjavík. 50 ára Elísabet M Guðmundsdóttir, Vitastíg 8a, Reykjavík. Finnbogi Þórarinsson, Sunnubraut 6, Akranesi. Jenný Guðjónsdóttir, Bröttuhlið 14, Mosfellsbæ. María Dagsdóttir, Granaskjóli 62, Reykjavík. Matthías Ottósson, Skeljatanga 16, Mosfellsbæ. Ólafur Helgi Helgason, Hrísrima 11, Reykjavík. Ragnheiður Ólafsdóttir, Ásgarði 73, Reykjavík. 40 ára Ástrós Brynjólfsdóttir, Vallarbraut 3, Akranesi. Elias Jónatansson, Grænuhlíð 19, Bolungarvík. Friðrik Magnússon, Mávahlíð 6, Reykjavík. Guðbjörg Hassing, Arahólum 4, Reykjavík. Gunnar Gunnarsson, Hávallagötu 22, Reykjavík. Gunnfríður Svala Araardóttir, Sörlaskjóli 90, Reykjavík. Halldór Benediktsson, Hrauntungu 113, Kópavogi. Helga Steinunn Þórarinsdótti, Áshamri 21, Vestmannaeyjum. Jens Óli Kristjánsson, Klettastig 14, Ákureyri. Jón Örn Valsson, Selvogsgrunni 33, Reykjavík. Kolbeinn Reynisson, Eyvík, Grímsneshreppi, Ám. María Sigurðardóttir, Ásgarði 8, Keflavík. Stefanía Anna Gunnarsdóttir, Háfi 2, Hellu. Þorvaldur G Guðjónsson, Oddagötu 3, Akureyri. Þórdis Bergmundsdóttir, Jöklafold 2, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.