Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1999, Blaðsíða 18
*26 ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1999 Sviðsljós Neitar að hætta við ástkonuna Anthony Hopkins er ekki á þeim buxunum að hætta við ástkonu sína, Francine Kay. Hún er í þann veginn að selja húsið sitt og flytja tfl hans. Eins og málum er háttað nú lítur því út fyrir að Hopkins sæki um skilnað frá eiginkonu sinni, Jennifer Lynton, sem hann hefur verið kvæntur i 26 ár. Jennifer, sem er 52 ára, er önnur eiginkona Hopkins. Hann var áöur kvæntur Petronellu Barker og á með henni 29 ára gamla dóttur. Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem Hopkins, sem er 62 ára, heldur framhjá Jennifer. Fyrir þremur árum átti hann vingott við Joyce Ingalls, fyrrverandi kærustu Sylvesters Stallones. Eftir það samband lofaði hann eiginkonunni bót og betrun. Hann stóðst þó ekki freistinguna þegar hann hitti Francine sem er 18 árum yngri en hann. Rod Stewart farinn að slappast: Unnustan þarf upphitunargæja Eitthvað virðist nú vera fariö að halla imdan fæti hjá hrukkupopp- aranum Rod Stewart. Nýjustu fréttir herma nefnflega að nýja kærastan hans, leggjalanga ljós- hærða ameríska fyrirsætan Caprice, þurfi annan gæja tO að hita sig upp áður en hún hverfur í fang Rodda síns. Sú var tíðin að Rod hafði aldrei færri en tvær fríðleiksstúlkur í takinu og fór létt með. Nú hafa spOin hins vegar snúist við, að því er best verður séð. Caprice var sem sé í fanginu á ameríska leikaranum og hjartaknúsranum Matthew McConaughey og kyssti hann í bak og fyrir í heljarpartíi sem söngkon- an Whitney Houston bauð tfl á Fyrirsætan og leikkonan Caprice, nýja kærastan hans Rods Stewarts. Waldorf glæsihótelinu í London um daginn. Og þegar einhverjum datt sú ósvinna í hug að spyrja Caprice hvemig Rod hefði það, hreytti hún ónotum í hinn sama og sagði að aflt væri búið á milli þeirra. Svo héldu þau Matthew bara áfram að kela og káfa. Caprice og Matthew yfirgáfu partíið svo saman, eins og vænta mátti, og eins og sjónarvottur sagði: „Þau virtust njóta návistar hvort annars í botn.“ Hvert ferðinni var heitið veit enginn en skömmu síðar birtist Caprice, ein á ferð, í nýjum nætur- klúbbi þar sem Rod beið hennar. Ekki var að sjá á hegðan þeirra að þau væru hætt saman. 3vottavél 8] Electrolux • Fyrir 12 manna matarstell • Bamalæsing • Þreföld lekavöm • Fjögur þvottakerfi og sér skolkerfi • Þriggja ára ábyrgð Tilboð 49.995 kr Mjög hljóðlát HÚSASMIDJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Franska fyrirsætan og leikkonan Laetitia Casta þykir afskaplega frambæri- legur fulltrúi frönsku kvenþjóðarinnar, reyndar svo að hún er fyrirmyndin að nýrri brjóstmynd af frönsku fjalikonunni. Fyrir það fékk Laetitia svokölluð Bambi verðlaun í Þýskalandi um helgina. ísr EINKASAMKVÆMIMBÐ GLÆSIBRAG Jólahlaðborð • Jólatrésskemmtanir • Brúðkaup Við bjóðum hrífandi salarkynni og lystilegar veitingar m ; Fjölbreytt úrval maíseðla. Stórir og litlir veislusalir. BorÓbúnaoar- og dúkaleiga. Veitum persónulega róðgjöf vio undirbúning. Hafið samband við Guðrúnu eða Jönu. RADISSON SAS, HOTEL ISLANDI Sími 533 1100 • Fax 533 1110 K Skoðaðu vefinn okkar, m.a.veisluþjónustuna, Veffane: www.broadway.is • E-mail: broadway@simnet.is Aniston og Pitt best klædd Efst á listanum yfir best klædda fólkið í skemmtanabrans- anum er Jennifer Aniston, kærasta Brads Pitts. Sjálfur kemst hann á listann, er í áttunda sæti á undan Catherine Zeta-Jo- nes. Næst á eftir Jennifer Aniston er fyrirsætan Kate Moss. Þriðja best klædda konan er Nicole Kid- man, eiginkona Toms Cruises. Of- urfyrirsætan Liz Hurley, kærasta leikarans Hughs Grants, er í sjötta sæti á listanum yfir vel klædda fólkið. Kalli prins má kvænast Camillu Nær helmingur Breta, eða 49 prósent, er þeirrar skoðunar að Karl Bretaprins eigi að fá að kvænast Camillu ástkonu sinni og verða konungur. En nær fjórir af hverjum fimm eru mótfallnir því að Camilla verði krýnd drottning. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun í Bretlandi. Þrír af hverjum íjórum Bretum vilja áfram konungdæmi í Bret- landi. í fyrra sýndi skoðanakönnun að aðeins 32 prósent voru fylgj- andi því að Karl og Camilla yrðu pússuð saman. Somirinn gerir Bono herskáan U-2 stjaman Bono er nú orðinn þriggja barna faðir. Hann eignað- ist soninn Elijah Bob Patricius Guggi Q í ágúst síðastliðnum og er yfir sig hamingjusamur. „Sumir verða mjúkir þegar þeir eignast barn. Með mig er því öðruvísi varið. Ég hef orðið her- skárri. Þó það hljómi væmið vil ég að sonur minn, sem er nýkom- inn í heiminn, taki við heimi sem er betri en sá sem við lifum í í dag,“ sagði rokkstjarnan ný- lega í blaðaviðtali.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.