Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Blaðsíða 20
sögunum um hann Einar, vitleysinginn atarna. Mögulelkhúsiö vlö Hlemm sýnir Einar kl. 14 en ekki eru margar sýningar eftir. Iðnó sýnir erkiævintýriö Gleym mér ei og Ljóni kóngsson. Þetta er skemmtilegt leikrit með jtalandi sól, tungli og vindi og það er svolítið merkiiegt aö leikararnir skyldu leikstýra sér sjálfir. Gleym mér ei er sýnd kl. 15 og síminn er 530 3030. Þann 19. til 21. nóvember 1999 verður stór- sýningin Jólahöllin 99 haldin í Laugardalshöll. Tilgangur Jólahallarinnar er að kynna fjöl- skyldufólki vörur og þjónustu fyrirtækja og verslana. Markmiöið er að fyrirtæki og versl- anir komist í beint samband við neytendur á jákvæðan og skemmtilegan hátt í upphafi jóla- vertíðar og nái þannig að kynna fjölþreytta möguleika til jólagjafa. Öll umgjörð sýningar- innar verður jólaleg og hin vandaðasta, með frumlegu og líflegu yfirbragði. Sýningin er ætl- ‘ uð öllum þeim sem vilja kynna vörur sínar og þjónustu fyrir jólin. Aögangseyrir að sýningunni veröur kr. 100 lyrir eldri en 12 ára, ókeypis verður fyrir þá sem yngri eru. Allur aðgangs- eyrir rennur óskiptur til Barnaspitala Hrings- ins en á síöasta ári var safnað til styrktar hjartveikum börnum. •Opnanir Yfirlitssýning á verkum Eiríks Smiths verður opnuð í Geröubergi klukkan 13.30. Sýnd verða yfir fjörutíu verk sem spanna allan feril listamannsins. Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem fólki gefst kostur á að sjá eldri verk Eiriks. Harpa Björnsdóttir sýnir skúlptúr f Gryfjunni, Listasafni ASl, Ásmundarsal viö Freyjugötu 41. Sýningin stendur til 5. desember. Myndlistarmennirnir Ingimar Ólafsson Waage og . Karl Jóhann Jónsson opna sýningu á málverkum í Listasafni ASl, Ásmundarsal, Freyjugötu 41, 101 Reykjavík, kl. 16. Á sýningunni verða lands- lagsverk, tengd ferðalögum um óbyggðir íslands, og portrettverk af ýmsum náttúrufýrirbærum, svo sem álfum og kleinum.Sýningunni lýkur sunnu- daginn 5. desember. „Kaffi, Englar og flelra fólk“ er yfirskrift sýn- ingar Llndu Eyjólfsdóttur á akrílmyndum sem hún opnar i Gallerí Stöölakoti við Bókhlöðu- stíg f dag, klukkan 15. GUESS Watches fókus býöur Sljómlaust ball í Kjall- aranum Fókus og Stjórnin bjóða í partí og ball í Þjóðleikhússkjall- aranum í kvöld, fostudagskvöld. Tilefnið er útgáfa á nýjum geisladisk Stjómarinnar sem hlotið hefur nafnið „@2000“. Húsið verður opnað kl. 23 og verður gestum boðið upp á léttar veitingar af barnum. Sigga og Grétar eiga einnig 10 ára starfsafmæli um þessar mundir þannig að það er yfir miklu að gleðjast. „Sigga er eins og önnur eiginkona min,“ segir Grétar og lofar góðu balli í kvöld. Stjómin mun með þessu balli kveðja Kjallarann í bili en hljómsveitin hefur verið band hússins síðustu 4 vetur. Stjómin er þó síður en svo að leggja upp laupana enda hefur samstarfið milli þeirra Grétars og Siggu verið mjög gott þessi 10 ár að sögn Grétars. Hljómsveitin mun því væntanlega vera sjáanleg á ýmsum öðrum stöðum borgarinnar á komandi ári. Til að komast á þetta þrusuball þarftu bara að klippa út miðann hér við hliðina og mæta með hann og ballskóna i Kjallarann. %/ Sýning á afrakstri Ljósmyndamaraþons Ungllstar'99 verður opnað í GalleríGeysi, Hinu Húsinu v/lngólfstorg, i dag og fer verðlaunaaf- hending fram kl. 16.00. Þátttakendurnir fengu 42 klukkustundir til að taka 12 myndir, út frá 12 mismunandi þemum: ég og númerið mitt.tíska, taktur, andstæður, ómótstæðilegt, bið, hverfult.flott, ójafnt.látlaust, græðgi og úr- elt. Eru allir þátttkendur hvattir til að mæta við verðlaunaafhendinguna.Sýningin stendur til 27.11. Klukkan fjögur í dag verða opnaðar fjórar einkasýningar í Nýlistasafninu við Vatnsstfg. Sýnendur eru: Didda Hjartardóttir Leaman, Þórunn Hjartardóttir, Olga Bergmann og Anna Hallin. Didda sýnir olfumálverk og inn- setninguna Cuddly mountain - Dýrafjall f Gryfj- unni. Þórunn sýnir olfumálverk I forsal safns- ins og er yfirskriftsýningarinnar „Antikabstrakt". Olga er með sýninguna „Wunderkammer", Undrasafn", f Bjarta og Svarta sal á annarri hæð. í tilefni opnunarinn- ar leikurSýrupolkasveitin Hringir. Sýningarnar eru opnar daglega frá kl. 14-18, nema mánu- daga, og þeim lýkur 12. desember. Aögangur er ókeypls og allir vekomnir. Rúri opnar sýningu í Gallerí Áhaldahúslnu á horni Vesturvegar og Græðisbrautar kl. 16. Þetta er önnur sýningin af tveimur f Eyjum á þessu hausti sem Eimskipafélag Islands styrkir en fyrr í haust höfðu Ráðhildur Ingadótt- ir og Ósk Viljálmsdóttir verið með samsýningu myndlist Myndlistarmennirnir Ingimar Ólafsson Waage og Karl Jóhann Jónsson sýna málverk i Listasafnl ASÍ.Sýningunni lýkur 5. desember. I Ustasetrlnu Kirkjuhvoli, Akranesi stendur yfir sýning í tilefni af 40 ára afmæli útgáfu“Sements- pokans", blaðs starfsmannafélags Sements- verksmiðjunnar, sem er einnig fertugt..Sýning- unni lýkur 5. desember og er Listasetrið opiö alla daga nema mánudaga frá kl. 15-18 Sæmundur Gunnarsson er með sýningu I Svarta pakkhúsinu viö Hafnargötu 2, Keflavik. Sýningin verður opin um helgar frá klukkan 14 til 18 og um virka daga frá klukkan 20 til 22. Sýningunni lýkur þann 30. nóvember. Vignlr Jóhannsson myndlistamaður er með mál- verkasýningu fgalleríi Sævars Karls. Sýningin stendur til 9. desember. Harpa Björnsdóttlr sýnir skúlptúr f Ustasafni ASÍ. Sýningln stendur til 5. desember og er opln alla daga frá 14-18 nema mánudaga. Fjórar einkasýningar eru í gangi! Nýlistasafnlnu, Vatnsstíg 3B í Reykjavík.Sýnendur eru: Didda Hjartardóttir Leaman, Þórunn Hjartardóttlr, Olga Bergmann og Anna Hallin. Sýningarnar eru myndlist Undraherbergiö hennar Olgu Bergmann verður opnað al- menningi til skoðunar í Nýlista- safninu á morg- un, laugardag. Undraherbergi er íslenskt orð yfir fyrirbærið Wunderkamm- er, sem á endur- reisnartímanum var notað yfir einkasöfn aðals- manna. Þeim þótti fínt að sanka að sér, ekki aðeins listaverkum, heldur alls kyns forvitnilegum hlutum úr ýms- um áttum. Þessu söfnuðu þeir saman í eitt herbergi og köll- uðu það Wunderkamm- er. „Það er hægt að setja allt mögulegt í Wunderkamm- er,“ segir Olga og útskýrir þar með yfirskrift sýningar sinn- ar. „Ég tek nátt- úruna fyrir á þessari sýningu og þá sérstak- lega umgengni mannsins við náttúruna," heldur hún áfram. „Verkin eru því ekki hefðbundin náttúruverk. í Undraherberginu, eins og hægt er að kalla það á íslensku, sýni ég klippimyndir af landslagi. Þær eru samansettar úr mynd- um sem ég hef safnað úr blöðum og tímaritum alls staðar að úr heiminum. Það verða líka skúlptúrar af hundum á sýning- unni. Annar þeirra er úr kaffikvörn sem amma mín átti. Hann getur dinglað skott- inu. Hinn er gerður úr rekaviði, sem ég hef fest á litla sveif. Á henni eru litlir húð- litaðir hundar sem snúast í hringi. Hundar eru ágætt dæmi um það hvern- ig manninum hefur tekist að breyta heilli dýrategund og hafa áhrif á þróun henn- ar,“ segir Olga. Hún sýnir einnig ljós- myndir af Dr. Berg- manni við rannsókn- arstörf á tilrauna- stofu sinni. „Ég var í málara- deild í Myndlista- og handíðaskólanum, en komst síðan að því að það hentar mér betur sem tjáningarform að blanda saman ólikri tækni. Ég læt tækn- ina ráðast af hug- myndinni sem ég fæ,“ segir Olga og játar að vera haldin mikilli söfnunaráráttu. „Stundum kvikna hugmyndirnar af hlutum, eins og kaffl- kvörninni, sem ég rekst á í fórum mín- um.“ Olga Bergmann á þaö til aö bregöa sér I hlutverk Dr. Bergmanns. meö tilstyrk Eimskips. Sýning Rúrí ber yfir- skriftina Þann dag mun ég..., en á sýningunni verða myndir, unnar með Ijósmyndatækni, f stærðunum 55x75 sm og 60x90 sm, en sýn- ingin er tileinkuð Sigrfði Tómasdóttur frá Bratt- holti sem baröist harðri baráttu fyrir friðun og verndun Gullfoss. Sýningin verður opin tvær helgar, þ.e. þann 20. og 21. og 27. og 28. nóvember. Opnun sýningarinnar mun verða kl. 16.00 en að öðru leyti verður opið frá kl. 14.00 till8.00. Lokað er f miðri viku. Aðgang- ur er ókeypis og allir velkomnir. I Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi, verður opnuö sýning f tilefni af 40 ára afmæli útgáfu „Sementspokans", blaðs Starfsmannafélags Sementsverksmiðjunnar, sem er einnig fer- tugt. Á sýningunni kennir margra grasa, s.s. fjölda Ijósmynda frá starfi innan verksmiöjunn- ar í gegnum árin, myndbanda, allra viðtala sem hafa birst f Sementspokanum, ásamt ýmsum munum sem notaðir hafa verið f verk- smiðjunni sl. 40 ár. Sýningunni lýkur 5. des- ember og er Listasetrið opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15-18. Sæmundur Gunnarsson opnar sýningu ! Svarta pakkhúsinu viö Hafnargötu 2, Kefla- vfk. Sýningin hefur að geyma iandslagsmyndir í olfu og verður opin um helgar, frá klukkan 14 til 18, og virka daga frá klukkan 20 til 22. Sýn- ingin stendur til 30. nóv. Vignir Jóhannsson myndlistarmaður opnar málverkasýningu f Galleríi Sævars Karls á laugardaginn, kl. 14. Þetta er í annaö sinn sem Vignir sýnir f galleriinu. Sýning stendur aðeins f 2 vikur, eða til 9. desember. •Síöustu forvöö Lýöræói á nýrri öld er heiti á sýningu f íþrótta- húsinu við Lækjarskóla f Hafnarfirði á verkum grunnskólanemenda i nokkrum Evrópulönd- um. Sýningunni lýkur f dag en i dag eru einmitt liðin 10 ár frá samþykkt allsherjarþings Sam- einuðu þjóðanna um réttindi barnsins. I Lækj- arskóla hafa nemendur f 1., 6., 8. og 9. bekk unnið að verkefninu.Sýningin er opin frá kl. 14-18. Sýningu Tolla f Kraftvélum lýkur f dag. Kraftvél- ar eru til húsa á Dalvegi 6-8 í Kópavogi og það er opið frá 14-18. •Fundir Sjónþing Eiríks Smith verður í Geröubergi kl. 13.30. Stjórnandi er Aöalsteinn Ingólfsson en spyrlar eru myndlistarmennirnir Daöi Guö- björnsson og Hafdís Helgadóttir. Það verður smiðjumessa í Frikirkjunni og svakalega gaman. Glænýr helgileikur verður frumsýndu'r og allsherjargleðin heltekur kirkju- opnar daglega frá kl. 14-18 nema mánudaga og þeim lýkur 12. desember. Aögangur er ókeypis og allir vekomnir. „Kaffí, Englar og flelra fólk“ er yfirskrift sýningar Llndu Eyjólfsdóttur á akrilmyndum sem hún er meö í Gallerí Stöölakoti við Bókhlöðustíg. Hulda Vilhjálmsdóttir sýnir málverk og skissur af konunni í Gallerí Nema hvaö. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga frá 14-18. Síðasti sýn- ingardagur er 30. nóvember. Hollensklr iönhönnuölrir sýna í Gallerí Ustakot, .Sýningin stendur til 1. desember og er opin alla virka daga frá kl.12-18 og laugardaga 10-16. Lárus Karl Ingason er með Ijósmyndasýnlngu I kaffistofu Hafnarborgar. Á sýningunni eru 12 myndir teknar í nágrenni Kleifarvatns. Sýningin stendurtil 13. des. Gallerí 101 við Laugaveg sýnir Anatomy of Feel- .ings eftir Haraldur Jónsson . Slgurborg Stefánsdóttir sýnir málverk og kllppi- myndir f Listasal Man Skólavörðustfg 14. Sýning- in er opin á verslunartíma alla daga og um helg- ar kl. 14-18. Helgi Snær Sigurðssonar sýnir grafikmyndir í Listmunahúsinu Ófeigi, Skólavörðustig 5 og ber sýningin nafnið Undir niöri. Sýningin stendur yfir- til 27. nóvember.Aðgangur er ókeypis. Ufi Kalevala er yfirskrift myndlistarsýningar í sýn- ingarsölum Norræna hússins f tilefni afmælis- dagskrárinnar Kalevala um vfða veröld. . Sýning- in ér opin þriðjudaga til sunnudaga, kl. 14-18. Lokað er á mánudögum. Aðgangur kr.200. Sýn- ingin stendur til 19. des. Hinn franski Jean Posocco, sem búsettur hefur verið f Hafnarfirði sl. 7 ár.sýnir vatnslitamyndir úr fslenskri náttúru f kaffihúsinu Nönnukoti f Hafnarfirði. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga milli klukkan tvö og sjö. Sýningin stendur til mánaðarmóta. Guðmundur Björgvinsson er með málverkasýn- ingu í 12 tónum Grettisgötu 64. Myndlistakonar Sigurrós Stefánsdóttir er með sýningu i Bilar og list Vegamótastfg 4.t. Sýning- in stendur til 25. nóvember. Brynja Árnadóttir sýnir pennateikningar á kaffi- húsinu Viö árbakkann á Blöndósi. Þetta er 12. einkasýnig Brynju. Magnús Pálsson er með sýningu f gallerí i8 .Sýn- ingin er opin fimmtudaga til sunnudaga frá kl.14 -18. Listamaöur nóvembermánaöar í Llstafléttunni á Akureyri er grafíklistamaðurinn Marlyn Herdis Mellk. Listafléttan er opin frá kl. 11-18 virka daga og laugardaga frá 11-14. Sigurður Magnússon listmálari er með málverka- sýningu ÍSverrissal í Hafnarborgar. Myndir Jóns Baldurs Hlíðbergs úr náttúru Is- lands eru til sýnis f Hafnarborg. Sýningin stend- ur til 13.des. Sýning á verkum fimm félaga SÚM-hópsins, í stóra salnum í Listasafni íslands.. Sýning stend- ur til 28. nóvember. I landi birtunnar er heiti á sýningu með myndum eftir Ásgrímur Jónsson sem er í Listasafninu. Sýningin stendur til 28.11. Listasafn Akureyrar sýnir nú verk Stefáns Jóns- sonar Ný röð yfirlitssýninga á vegum Listasafns- ins sem hlotið hefur heitiö Sjónauki er einnig í gangi. f Ó k U S 19. nóvember 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.