Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Blaðsíða 14
Terminator án Camerons og Schwarzeneggers? Getur einhver hugsað sér að gerð verði þriðja Terminator kvikmyndin án þess að Amold Schwarzenegger leiki gjöreyð- andann eða James Cameron sé leikstjóri? Sjálfsagt ekki margir en framleiðendurnir Mario Kassar og Andy Vajna, sem eiga réttinn, eru nú búnir að missa þolinmæðina og hafa sagt að Terminator 3 og 4 verði gerðar og það fyrr en síðar. Auðvitað vilja þeir hafa Schwarzenegger og Cameron innanborðs en allt frá árinu 1991 hefur verið reynt að finna stað og stund fyrir þá báða og nú er svo komið að þeir eru bókaðir fram á næstu öld. Það sem hefur haldið aftur af þeim Kassar og Vajna er að Cameron og Schwarzenegger hafa báðir verið að lýsa þvi yfir af og til að þeir hefðu áhuga á að endutaka leikinn en nú er sem sagt þolin- mæðin á þrotum og John Conn- er mun birtast aftur, hver svo sem verður í hlutverki hans. Öskur3 Hrollvekjumeistarinn Wes Craven er á ljúfum nótum í Music of the Heart þar sem Meryl Streep leikur fiðlukenn- ara og er þegar farið að tala um óskarsverðlaun til hennar fyrir leik sinn. Aðdá- endur Cravens þurfa samt ekki að ör- vænta. Þetta er aðeins hlið- arspor hjá kappanum því nú er lann að klára að gera Scream 3, lokakaflann i þríleiknum. Upphafsmaðurinn Kevin Wihiamsson skrifar ekki handritið að þessu sinni en per- sónumar em hans. Nú er Neve Campbell hætt í skóla og komin til Hollywood þar sem verið er að gera kvikmynd um atburð- ina í Hillsboro. Pókémon - hver er það? Langvinsælasta kvikmyndin í Bandaríkjunum um síðustu helgi var Pokémon - The First Movie en hún halaði inn 52 milljónir dollara á fimm dögum. Um er að ræða jap- anska teiknimynd sem Wam- er-bræður höfðu sett mikinn pen- ing í að mark- aðssetja og setja enskt tal við. Þessi fjárfesting virðist nú hafa borgað sig. En hvað er það sem ger- ir myndina svona vinsæla? Jú, hún er gerð eftir einhverjum vinsælasta tölvuleik sem kom- ið hefur frá Nintendo og þykir vel heppnuð. Þar sem Pókémon virðist höfða eingöngu til fólks undir tvítugu mun aðsóknin að líkindum dala fljótt. Bíóhúsa- eigendur sögðu að margir hefðu keypt fleiri en einn miða þar sem eftirsótt verðlaun voru í happdrætti sem tengist mynd- inni. Searls, sem frumsýnd er í dag, er ískt drama um tvær persóiiur sem þegar makar þeirra farastj^ siysi og í Uósjkemur að náin kynni Harrison Ford og Kristin Scott Thomas leika persónur sem undir venjulegum kringumstæðum hefðu aldrei kynnst. Stjömubíó og Laugarásbíó taka til sýningar í dag Random Hearts sem er nýjasta kvikmynd Harrisons Fords. Aðdáendur Indiana Jones verða að bíða lengur eftir hasar- mynd frá kappanum því um er að ræða rómantiska spennumynd úr smiðju Sidneys Pollacks (Out of Af- rica, The Firm). Random Hearts er lauslega byggð á skáldsögu eftir Warren Adler sem kom út 1984. Það var Ford sem las söguna 1995 og fór á fjörumar við Sidney Pollack, með- an þeir unnu saman að gerð Sabrina, um að leikstýra myndinni. í myndinni, sem á íslensku hefur fengið nafnið Örlagavefur, segir frá Dutch Van Den Broeck (Harrison Ford), aðstoðarlögregluvarðstjóra í Washington, og þingkonunni Kay Chandler (Kristin Scott Thomas). Þau trúa bæði á heiður og hollustu enda byggist ferill þeirra beggja á að virða góð og hrein manngildi og þar með talið hjónabönd þeirra beggja. Þegar farþegaþota hrapar skömmu eftir flugtak í Cheasepeake-flóanum hefur það afdrifarikar afleiðingar á líf þeirra beggja því meðal farþega sem látast em eiginkona Dutch og eiginmaður Kay. Upp á eigin spýtur fer Dutch að rannsaka slysið og kemst að því að eiginkona hans átti í ástarsambandi við eiginmann Kay sem var í miðri kosningabaráttu þegar slysið varð og féll saman við atburðinn, sem og dóttir hennar á táningsaldri. Þegar sannleikurinn kemur í ljós um tvöfalt líf eigin- mannsins ákveður hún að afneita honum, neitar að horfast i augu við staðreyndir málsins ... Auk Harrisons Fords og Kristin Scott Thomas leika í Random Hearts Charles S. Dutton, Bonnie Hunt, Ric- hard Jeankins og Bill Cobb. Það er í raun furðulegt að kvik- mynd skyldi ekki hafa verið gerð fyrr eftir skáldsögu þessari því prentsvertan hcifði varla þomað á pappímum þegar búið var að selja kvikmyndaréttinn. Þetta var árið 1984. í kjölfarið vom skrifuð mörg handrit, meðal annars skrifaði Dustin Hoffman eitt og ætlaði sjálfur að leika aðalhlutverkið. Það handrit lenti i glatkistunni eins og öll önnur og smátt og smátt gleymdu allir sög- unni þar til áhugi Harrisons Fords var vakinn á henni. Random Hearts er dýr kvikmynd, kostaði 75 milljón- ir dollara, og er talið að flmmtán prósent af þeirri upphæð hafl farið til Harrisons Fords. -HK bíódómur Sam-bíóin - Blair Witch Project ★★★i, Lítil þúfa verður að fjalli Það vill oft verða svo að þegar búist er við miklu þá er stutt í von- brigðin og á nærri troðfullri sýn- ingu á The Blair Witch Project þar sem bíógestir voru í yngri kantin- um var í lokin ekki laust við að sumir bíógesta létu í ljós vonbrigði og kannski ekki nema von því með einhverri snjöllustu markaðssetn- ingu sem gerð hefur verið á einni kvikmynd er búið að koma inn miklum væntingmn. Segja má að tölvukynslóðin hafi getað verið nánast í beinu sambandi við at- burðina í myndinni og væntingar voru því orðnar miklar, væntingar sem kannski voru byggðar á röng- um forsendum. The Blair Witch Project er snilld og víst er að hún fer í flokk allra bestu hryllings- mynda, en hryllingurinn er ekki sjáanlegur, hann liggur allan tím- ann utan við myndavélina sem eru augu þeirra þriggja persóna sem við fylgjumst með og aldrei fáum við að vita hvað það er sem hræðir þau. Það er þama sem hinir ungu bíógestir vilja fá meira enda vön verksmiðjuframleiðslu á alls konar skrímslum og óhljóðum sem ætlað er að hræða líftómna úr þeim. Kynningartexti myndarinnar er: „í október 1994 fóra þrír nemar í kvikmyndagerð, Heather Donahue, Joshua Leonard og Michael Willi- ams, út í skóg nálægt Burkittsville í Marylandríki í Bandaríkjunum. Þeir ætluðu að gera heimildar- mynd um þjóðsöguna Blair Witch en hurfu allir sporlaust. Ári síðar fmnst búnaður þeirra og þar á meðal það sem kvikmyndað var fram að þeim degi sem þau hurfu“. Þessi texti segir í raim allt sem segja þarf því framhaldið er mynd þremenninganna. Þau eru með tvær myndavélar, eru full gleði í byrjun. Eftir fyrstu nóttin kemur upp hræðsla sem magnast með hverjum sólarhring. Skáldskapur- inn hefur sjaldan verið raunsærri í kvikmynd og þetta raimsæi kemur með þeirri aðferð að láta sem leik- aranir sjálfir kvikmyndi atburða- rásina. Áðferð sem tekst fullkom- lega og fyrir bragðið hefur það ver- ið auðvelt í upphafl að koma þvi á kreik að myndin sé „ekta“. Og enn þann dag í dag era það margir sem trúa því að myndin sé heilagur sannleikur og segja má að aðstand- endur myndarinnar hafi lítið gert í að draga úr þeirri trú. The Blair Witch Project er sögð i 1. persónu, enn ein snOldin og þar verður að gefa leikuranum margar stjömur fyrir frammistöðu sína. Það er með ólíkindum hvað þau ná að sýna okkur inn í hugarheim hræðslunnar. Sérstaklega er það Heather, sem stjómar í upphafi, sem fær áhorfendur til að taka þátt í óhugnaðinum og er áhrifamikið hvemig hún brotnar andlega smátt og smátt eftir því sem sjálfsöryggið hverfur. Landslagið hjálpar einnig til, skógurinn er að komast í vetr- arhaminn, bleytan er mikil og skógurinn er óaðlaðandi svo ekki sé meira- sagt og ýms tákn sem leiða hugann að þjóðsögunni eru óhugnanleg í þessu landslagi. The Blair Witch Project er sönn- un þess að það þarf ekki að treysta á leikhljóð eða tölvugerð skrimsli til að skapa hræðslu. Það er áhrifa- meira að koma hræðslunni að í undirmeðvitund áhorfandans með trúverðugleikann að vopni og það tekst í The Blair Witch Project. Leikstjórar, handritshöfundar og klipparar: Daniel Myrick og Edu- ardo Sanchez. Kvikmyndataka: Neal Fredericks. Leikarar: He- ather Donahue, Michael Williams og Joshua Leonard. Hilmar Karlsson f Ó k U S 19. nóvember 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.