Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Blaðsíða 15
EmOnunc|ui^ ð ' i :i 1 I ' ior Teiknimyndin Tarzan er byggð á hinni klassísku sögu Edgar Rice Burroughs, Tarzan, konungur apanna, sem margoft hefur verið kvikmynduð, en er nú komin í teiknimyndaform. í myndinni fylgj- umst við með hinum miklu ævin- týrum Tarzans sem frá tmga aldri er alinn upp af górillum og er í hópnum talinn jafningi hinna. Þeg- ar Tarzan fullorðnast breytist líf hans skyndilega þegar hann í fyrsta sinn sér aðra mannveru. Hann finnur strax þau bönd sem tengja hann við manninn. Þeir sem stóðu að gerð Tarzan höfðu að leiðarljósi það umrót til- finninga sem það leiðir af sér þeg- ar Tarzan reynir að finna sér pláss í tveimur þjóðfélögtun, hjá öpunum sem ólu hann upp og mönnunum, fjölskyldunni sem fæddi hann. Þetta sjónarmið gefur sögunni nýtt gildi og möguleika á að vera ekki bara öðruvísi af því myndin er teiknimynd heldur einnig öðruvísi í frásagnarmátanum. 47 kvikmyndaútgáfur Tarzan er sagður vera næstmest kvikmyndaða sögupersónan í Hollywood, með 47 kvikmyndir á bakinu, aðeins Dracula hefur verið kvikmyndaður oftar. Með teikni- myndinni er Disney-fyrirtækið að láta drauma höfundarins, Burroughs, rætast, þvi árið 1936 gerði hann tilraun til að fá Walt Disney til að gera teiknimynd um Tarzan og skrifaði honum mörg bréf þar að lútandi, en Disney var ekki trúaður á hugmyndina. Það var ekki fyrr en sextíu árum síðar að farið var að velta upp þeirri hugmynd af fullri alvöru að gera teiknimynd um Tarzan og voru það tveir reyndir teiknimyndafrömuðir hjá Disney, Kevin Lima og Chris Buck, sem fengu það verkefni að sjá um gerð hennar. Lima, sem leikstýrði A Goofy Movie, hefur verið að störfum við teiknimyndir hjá Disney allt frá því Litla haf- meyjan var gerð, en það var sú mynd sem setti skriðuna af stað. Nýjasta teikm Rynd Disney- 'fyrirtækisins, tárzan, véjfe frumsýnd í Hann vann meðal annars við Beauty and the Beast, Aladdin og The Lion King. Buck hefur starfað enn lengur hjá Disney, eða frá ár- inu 1978, og vann meðal annars við Litlu hafmeyjuna, The Rescuers Down Under og Pocahontas. Phil Coliins semur lög Eins og í öllum meiriháttar teiknimyndum frá Disney skiptir tónlistin miklu máli. Elton John var fenginn til að gera lög við vin- sælustu teiknimynd Disneys, The Lion King, og það þótti því sjálfsagt að fá aðra poppstjörnu til að semja lög og reyna sig við nýtt form og varö Phil Collins fyrir valinu og hefur hann samið fimm lög og texta. Eftir að leikstjórar myndar- innar höfðu heyrt hann prufu- syngja lögin var ákveðið að láta hann syngja fjögur þeirra og má heyra hvernig til tekst í ensku út- gáfu myndarinnar, en að sjálfsögðu hefur verið talað inn á myndina og ekkert sparað í þeim efnum. Við ís- lensku talsetninguna hafa verið ráðnir þekktir leikarar og ekki var heldur ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur i ensku útgáfunni, en meðal radda þar má nefna Minnie Driver sem talar fyrir Jane, Glenn Close, Rosie O’Donn- ell.Lance Henriksen, Nigel Hawt- home, Brian Blessed og Tony God- wyn, sem talar fyrir Tarzan. -HK Sjáðu lífið í Fókus á Vísi.is Á Vísi.is er Fókus djarfara, ferskara og umfram allt aðgengilegra. Með Fókus við höndina getur þú fylgst með tísku, menningu, tónlist, næturtifinu, kvikmyndum og öllu þvi sem gerir lífið skemmtilegra. Þeir sem njóta lífsins til botns njóta þess að lesa Fókus á Netinu. Fylgstu með Fókus ...daglega á Netinu! visir.is Notaðu vísifingurinn! Sidney Pollack, sem leikstýrir Random Hearts, er einn reynd- asti og virtasti leikstjórinn í Hollywood og hafa kvikmyndir þær sem hann hefur annaðhvort leikstýrt eða framleitt fengið fjörutíu og sex óskarstilnefning- ar, sjálfur hefur hann þrisvar fengið tilnefningu sem besti leik- stjóri. Sú kvikmynda hans sem fengið hefur flest óskarsverölaun er Out of Africa, alls sjö. Þá hef- ur Pollack einnig skapað sér nafn sem leikari og er skemmst að minnast leiks hans í síðustu kvikmynd Stanleys Kubricks, Eyes Wide Shut, þar sem hann hljóp í skarðið fyrir Harvey Keitel þegar hann þoldi ekki lengur hin hægu vinnubrögð Kubricks og stakk af. Af öðrum kvikmynd- um sem Sidney Pollack hefur leikið í má nefna Husband and Wives, The Player, Death Becomes Her og A Civil Action. Árið 1985 stofnaði Pollack fyr- irtækið Mirage Picture og meðal kvikmynda sem fyrirtækið hefur framleitt án þess að Pollack sé við stjómvölinn eru The Fabu- lous Baker Boys, White Palace, Dead Again, Sense and Sensi- bility og Searching For Bobby Fischer. Þess má geta að Pollack er einn stofnenda Sundance kvik- myndahátíðarinnar. -HK Hér á eftir fer listi yfir þær kvikmyndir sem Sidney Pollack hefur leikstýrt. The Slender Tread, 1965 This Property Is Condemned, 1966 The Scalphunters, 1968 They Shoot Horses, Don’t They? 1969 Castle Keep, 1969 Jeremiah Johnson, 1972 The Way We Were, 1973 The Yakuza, 1975 Three Days of the Condor, 1975 Bobby Deerfield, 1977 The Electric Horseman, 1979 Absence of Malice, 1981 Tootsie, 1982 Out of Africa, 1985 Havana, 1990 The Firm, 1993 Sabrina, 1995 Ftandom Hearts, 1999 Lífið eftir vinnu Tónlist Dr. Love Tíska Veitingahús Leikhús Myndlist Dr. Gunni Sáli Karpið Leikir 19. nóvember 1999 f Ókus 15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.