Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1999, Blaðsíða 18
haf Lífid eftir vmnu > Naglbítum frestað Akureyrarsveitin 200.000 naglbítar var ein þeirra sem ætlaöi að kýla út plötu fyrir jólin. Platan var því sem næst tilbúin en á síðustu stundu var ákveðið að bíða með hana fram á vor. Ástæðan er sögð sú að menn töldu norðanpilta geta gert enn betur. Þar að auki má gera því skóna að samkeppnin hafi ekki þótt mjög árennileg, nú þegar Maus, Quarashi og Ensími eru ailar með nýjar plötur. mira.is SJÁÐU Á NETINU BÆJARLIND 6 200 KÓPAVOGI Síml: 554 6300 • Fax: 554 6303 Diddú, Sjón, Vllborgu Halldórsdóttur og Blrgi Sigurósson. Söfnun undirskrifta heldur áfram meö vaxandi þunga og er stefnt að því að leggja fram undirskriftalista með fleiri nöfnum en nokkru sinni hefur veriö safnað f Islands- sögunni. Listinn mun Ijóma ogtindra þegar hið umdeilda mál Fljótsdalsvirkjunar verður tekið til afgreiöslu á Alþingl. Það veröur Bee Gees-sýning á Broadway. Svaka gaman og fimm valinkunnir menn flytja þekktustu lög Gibbbræðra. Ólýsanleg skemmtun. Kaffileikhúsið kætir lúnar sálir og skorar á þær að koma og hlusta á Guörúnu Gunnars- dóttur og Berglind BJörk Jónsdóttur syngja lög úr teiknimyndum. Kvöldverður á boðstólum og vissara að mæta í hann kl.20.00. Söng- dagsskráin hefst kl.21.30. Kántríáhugafólk ætti að kíkja í Dansskóla Sig- urðar Hákonarsonar, Auöbrekku 17. Kántríd- ansæfing hefst kl. 21.00. Allir velkomnir. Fyrir börnin Þann 19. til 21. nóvember 1999 verður stór- sýningin Jólahöllln 99 haldin í Laugardalshöll. Tilgangur Jólahallarinnar er að kynna fjöl- skyldufólki vörur og þjónustu fyrirtækja og verslana. Markmiðiö er að fyrirtæki og versl- anir komist í beint samband við neytendur á jákvæðan og skemmtilegan hátt í upphafi jóla- vertíðar og nái þannig að kynna fjölbreytta möguleika til jólagjafa. Öll umgjörð sýningar- innar verður jólaleg og hin vandaðasta, meö frumlegu og líflegu yfirbragði. Sýningin er ætl- uö öllum þeim sem vilja kynna vörur sínar og þjónustu fyrir jólin. Aögangseyrir að sýningunni verður kr. 100 fýrir eldri en 12 ára en ókeypis verður fyrir þá sem yngri eru. Allur aögangs- eyrir rennur óskiptur til Barnaspítala Hrings- ins en á síðasta ári var safnað til styrktar hjartveikum börnum. Það er greinilegt að krökkunum finnst rosa- lega gaman aö honum Langafa prakkara og þeir stútfylla sallnn í dag. Það er nefnilega svo skemmtilegt að hafa vitorösmann. Langafi prakkari er skrifaður eftir sögum Sigrúnar Eld- járn og er settur upp af Möguleikhúsinu við Hlemm, sími 562 5060. ( dag eru sýningarn- ar kl. 10 og 14 en athugið að þetta er með síðustu sýningum fyrir jól. tOpnanir Hulda Vilhjálmsdóttir opnar sýningu á mál- verkum og skissum af konunni í Galleríi Nema hvaö, Skólavöröustíg 22 c. Sýningin er opin frá fimmtudegi til sunnudags, kl. 14-18. •Síöustu forvöö Tveimur sýningum lýkur á Kjarvalsstööum í dag. Ragna Róbertsdóttir pakkar saman verk- um sínur úrvikri, sandi oggleri og einnig verða fornar og nýjar grafíkmyndir teknar niður af veggjunum en verkin eru bæði eftir innlenda og erlenda listamenn. •Fundir Ungir sósíalistar standa fyrir fræöslufundi um byltinguna á Kúbu klukkan 17.30. Fjallað verö- ur um sigurinn á einræðisstjórn Batista 1959, fjörutíu ára saga byltingarinnar rakin og rætt um hvernig hún stendur um þessar mundir. Fundurinn verður haldinn í bðksölunni Pathf- inder á Klapparstíg 26, 2. hæð t.v. Hann hefst á erindi og síöan verða almennar umræöur. Fnkirkjusöfnuðurinn er 100 ára, vei vei, og það verður hátíðarfundur og glimrandi málþing í Fríkirkjunnl, rokna-tilvistarspurningar og al- menn gleði. Fundurinn hefst kl. 20.00. Léttar veitingar í Safnaðarsalnum eftir þingið. Junlor Chamber Nes fyrir ungiingaráðstefnu i samvinnu viö fjölmarga aðila. Unglingasmiðj- an veröur í KR-helmillnu og hefst kl. 9.00 og lýkur kl. 17.00. Verkefnið er alþjóðlegt sam- starfsverkefni JCI og UNESCO og heitir á ensku „Rounding the Cape“. Tilgangurinn er meðal annars að safna gögnum í gagnabanka UNESCO um unglinga í dag alls staöar í heim- inum. Á hnjánum með brúðuna Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona fer með óvenjulegt hlut- verk í „Krítarhringnum í Kákasus" eftir Bertolt Brecht, sem frumsýnt var í Þjóðleikhús- inu í gærkvöldi. Hún stjómar brúðunni Mikjáli í annars hefð- bundinni sýningu og er með hon- um á sviðinu allan tímann. „Ég var sérstaklega spurð að því hvort ég vildi taka þetta að mér,“ segir Brynhddur sem er nýkomin á fastan samning hjá Þjóðleikhús- inu. „Þetta hlutverk er eiginlega á gráu svæði, af því ég er með brúð- unni á sviðinu og verð þvi að gæta þess að athyglin sé ekki á mér heldur henni,“ segir Bryndis sem skríður meira og minna um á hnjánum enda brúðan lítið jarlsbarn sem ræður örlögum eldabuskunnar Grúsjú (Margrét Vilhjálmsdóttir). „Það furðulega er að ég finn ekkert til í hnjánum. Um leið og ég set hendina inn i brúðuna fer ég að anda með henni og allar til- fmningar Mikjáls fara í gegnum mig,“ segir Brynhildur, sem var eina helgi á stífu námskeiði með brúðugerðarkonunni, Suze Wachter, tii að læra að stjórna Mikjáli. „Brúðan hefur sjáifstætt líf og mér var kennt að hún segir alltaf satt.“ Hún lærði að hreyfa sig með brúðunni þegar hún stjómar henni. „Þegar hann er að horfa á eitthvað langt í burtu horfi ég með honum, en þegar hann horfir á einhvem nálægt sér horfi ég á hann.“ Þessi tækni er þáttur í því að gæða brúðu- bamið lífi. Mikið með prik Það er ekki iltaf sem brúða er látin leika Mikjál í Krítarhringn- um. „Þetta er eitt af því fáa sem leikstjórinn var búinn að ákveða áður en hann kom hingað," segir Brynhildur. Leikstjórinn heitir Stefan Metz og starfar með einu þekktasta leikhúsi í heimi, Théátre de Complicité í London. „Margir skólafélagar mínir i Bret- Brynhildur Guöjónsdóttir stjórnar Mikjáli sem er teygður og togaður í Krítar- hringnum. landi voru miklir aðdáendur Complicité og dreymdi um að vinna með því,“ segir hún. „Þeirra leikhús gengur út á að finna þjálar lausnir á vandmálum tengdar leikmyndinni." Og víst hefði Krítarhringurinn kahað á flókna leikmynd ef Stefan hefði ekki fundið sniðugar lausnir á því með leikurunum.“ Æfmga- tíminn var frekar langur og við eyddum löngum tima I að æfa okkur með prikin, sem eru mikið notuð í sýningunni," segir Bryn- dís. Notkun prikanna, sem meðal annars þurfa að brúa heilt gil, auka á ævintýrablæ þessa verks, sem stundum minnir á bamaleik- rit. „Brecht getur stundum verið ótrúlega þungur og leiðinlegur. Það er mikill orðaflaumur í verk- um hans og textinn oft óþjáll. En í Krltarhringnum eru margir skemmtilegir og fyndnir kaflar, sem vega upp á móti þessum þimga,“ segir Brynhildur og tek- ur undir með Fókusi að Krítar- hringurinn sé einna líkastur æv- intýri með alvöruþrungnum boð- skap. -MEÓ. 1 g i k h ú s •Sport Tveir leikir veröa í 1. deild kvenna í körfubolta. Grindavík mætir Tindastóli í Grindavík klukkan 20. Klukkan 20.15 hefst svo keppni ÍS viö KFl í Kennaraháskólanum. Laugardagúr 20. nóvember Popp Það eru gullslegnu kempurnar KK og Magnús Eiríksson sem halda uppi alvöru-afdalastemn- ingu kl. 22.30 i Kaffileikhúsinu í kvöld er þeir draga fram plástraða gítarana og syngja Óbyggöablús með gaul hreindýranna í bak- grunni. Kvöldverður kl. 21. \/ Karlremburnar Ólafur popp, Lýður læknir og Rósmann óperusöngvari rembast i Leik- húskjallaranum og kynna nýja rembudiskinn sinn. Þetta veröa ekta rembuútgáfutónleikar. •K1úbbar Níu ára afmæli PZ á Kaffi Thomsen. Svaka rokna feikigleði og alles. Dj Jean Paul og Joe Claussel. Nökkvi og Ákl gera allt vitlaust á Skuggabarn- um og þessir gerðarlegu plötusnúðar sigra heiminn. Það kostar fimmhundruðkall inn eftir miðnætti og stranglega bannaö að mæta í gallabuxum. 22 ára aldurstakmark. •Krár Café Romance kynnir breska píanóleikarann Joseph 0¥Brian. Hann fer liprum fingrum um píanóið og staðargestir verða ölvaðir af hreinni lífsgleöi. Dj Kári reiöir fram „experimental-soul-djass- fönk-diskó-döbb-breik" á Sirkúsinum, nýjasta rauðvínsbar bæjarins. Enn og aftur er það meistaramallarinn Dj Le Chef sem matreiðir Ijúfa tóna i eyru gesta Wunderbar. Mallarinn tekur að vísu ekki við fyrr en kl.23.30 en þangað til eru skuggalegir aðilar að halda einkasamkvæmi. Fjórugarðurinn kynnir Vikingasveitina og þaö veröur ofsagaman. Matargestir belgja sig út og stiga því næst trylltan dans. Jagúar mætir í afmælisveislu Gauks á Stöng. Það verður svakalega óneitanlega fullkomn- lega ótrúlega algjörlega gaman. Njáll í Vikingband mætir í Njálsstofu. Þaö veröur bijálað stuö á Smiðjuvegi 6 og feiki- lega íslenskt andrúmsloft. Álafossföt bezt kynna hljómsveitina Þúsöld og það verður geigvænlegt stuð i Mosfellsbæn- um. Þó svo að stór hópur Gullaldargesta sé ásamt vertum staðarins staddur i gleöiborginni Dublin um þessa helgi veröur ósvikiö stuð þar fyrir þá sem heima sitja þvi hljómsveitin Heið- ursmenn skemmtir til kl. 3. Hljómsveitina skipa þau: Kolbrún, Ágúst Atla og Gunnar. Svo er boltinn á sinum stað og boltaverð á öl- inu. Hljómsveitin Léttir Sprettir tekur á rás og mætir beint eftir æfingu á gigg. Það á víst að halda uppi hörkustemningu fram eftir nóttu á Kringlukránni. Athugið að það er stranglega bannað að vera að ráfa út af kránni til þess að fara nakin í bað í gosbrunninum. iBöl 1 Hljómsveitin Vírus leikur fyrir dansi í Naust- kjallaranum í kvöld. Það er heppni að strákarn- ir geta spilað í kvöld; stund milli stríða í mikl- um ofsóknum Friðriks Skúlasonar hafiö þannig ekki hátt um þetta. Klassaball á Hótel Sögu. Hljómsveitin Saga Class hleypir stuðinu í botn og flýgur meö staðargesti til tunglsins. Næturgalinn tekur undir meö tónlistarfólkinu Margréti og Baldri. Feikilegt tónaflóö og allir verða galnir. Það veröa Bara 2 sem leika fyrir dansi í Cata- línu. Gestir staðarins munu gera sér fábreytn- ina að góðu enda ærir tónlistin óstöðugan svo sætir undrum og stórmerkjum. •Sveitin Það verða öskur og læti og brjóst og sviti og ieðurbuxur og Helgl Bjöss á Sjallanum í kvöld. Gömlu strákarnir í SSSól eru enn þá frískir og sanna það fyrir Akureyringum þessa helgina. Skugga-Baldur gerír víðreist og Húsvíkingar ærast þegar hann birtist fagnandi í Hlööufelli. Börn og unglingar undir 16 verða þó aö bíða betri tíma. Aðrir mæta galvaskir og borga 1000 kr. fýrir allsherjargleðina. Hljómsveitin Giidrumezz tekur skemmtistað- inn Við Pollinn með trompi. Tilefnið er útgáfa geisladisksins CCR. Lundinn í Vestmannaeyjum flaggar hljómsveit- inni Blistró. Allir flauta sig hása og elska sig og aðra. Jósí bróðir og Syndir Dóra gera allt snarvit- laust á Oddvitanum. Akureyringar ganga end- anlega af vitinu þegar fiðluleikarinn Valmari Valjatos stekkur fram. Vestmannaeyingarláta ekki kuldann á sig fá og verða í góöum sköpum í kvöld. Vænlegasti staðurinn til þess er Fjaran en þar munu Pap- arnir troða upp. Hljómsveitin Sóldögg rennir á Suðurnesin og parkerar í Skothúsinu í kvöld. Þar verður glatt á hjalla fram eftir nóttu og hver veit nema nokkrar Marine Court kempur sýni sig. Þotuliðið þeytir staðargestum á Ránni út í hel- bera alsælu og Keflvíkingar engjast af gleði. Hljómsveitin Sólon hendir græjunum inn í bíl, brunar til Dalvíkur, hendir græjunum inn á Café Menningu og massar lýðinn eins og hún hefur aldrei áöur massað. •Leikhús Baneitrað samband á Njálsgötunni er nýtt leikrit eftir Auði Haralds. Það er sýnt við mjög góðar undirtektir í íslensku Óperunni og hefst kl.20. Góðir leikarar eru i sýningunni, m.a. Gunnar Hansson, sem þykir standa sigfeikna- vel sem óþolandi gelgja. Siminn í miðasölunni er 5511475. Það er alveg endalaust sem hann Jón Gnarr er f Ó k U S 19. nóvember 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.