Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1999, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 Viðskipti Þetta helst: Viðskipti á VÞÍ 327 m.kr. ...Mest með húsbréf, 146 m.kr ...Hlutabréf 103 m.kr. ... Mest með hluta- bréf íslandsbanka, 17 m.kr., og lækkuðu bréfin um 1,5% ...Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,258% og er nú 1.454,4 stig ... Skeljungur og Olíus hækkuðu um 2,6% ...Skýrr lækkaði um 2,68% ...Tangi lækkaði um 4,5% ... Hætt við sameiningu fjögurra sjávarútvegsfyrirtækja: Misvísandi yfirlýsingar for- stjóra Vinnslustöðvarinnar - vonbrigði, segir Sigurður Einarsson. Sameinumst ekki öðrum, segir Geir Magnússon Hættir Vinnslustöðin við sameiningu? Litlar líkur á Dví - segir Sigurgeir Brynjar, framkvæmdastjóri klulla>.r l Mim.luUt00twl hyitrtu>4 hylU^ j j Mi(„ Vmn.lu.MV.uinisu hji lctu' unm.» ' ----■»" ^mdnmiu Wdms ^mcMttpiaá of >i< .iunW£» vxtu liilar i þciin Jfvtilfti. ..Afr.tr i n«W « marp 1 ns ekki allt «01 i v»A rí* *A kr. htU aA M *■' ckki Uffl i Ik-ianl 8ren.lvi.lMitsvwisu. fflsnr. kvir»» |Wk «ni»A Vimunkpim Mj«»OMfíi»iKti. ««0» Sij'urpcu UiynMf. hiutliaittr l > ... íyHrhucuA áform uni fcarodftmgu v» Vtk!m»iiiuic>j» nK tvö ðoituc 6frict*W- Wl|^r , rrifl lS> þ~fflri uuMlnlnpi I dH hauU,* »< frú þvl «m nukkuð vktu fflld hcnni >rti. I nxr íni«’ iuU» uJAnorfurHl l'ó VwitojMWJ v-» *cm lil vliiö tcA t»k» licnncín nfuöilu lil nol'int. M hfflUTO V»r' íltW |ur «111 rUl vw fkv;!.' f ítri cti Afflfiffl' Fréttin í síðasta tölublaði vikuritsins Frétta í Vestmannaeyjum þar sem Sig- urgeir Brynjar Kristgeirsson lýsti því yfir að litlar líkur væru á að hætt yrði við sameininguna. „Þó einhverjar efasemdir vakni í svona málum segir maður ekki fyrst frá því 1 blööum. Það er bara þannig að þegar spurt er þá þarf maður að svara,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, forstjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna- eyjum, um ummæli sín í síðasta tölublaði vikublaðsins Frétta í Vest- mannaeyjum um að litlar líkur væru á að hætt yrði við sameiningu við ísfélagið, Krossanes og Ósland. Tilkynnt var í gær að ekkert yrði af sameiningunni. í lok sumars var skrifað undir viljayfirlýsingu um að sameina fyrmefnd fyrirtæki. Ákvörðun stjómar Vinnslustöövar- innar kemur á óvart því samþykkt var bæði í stjóm Olíufélagsins og Vinnslustöðvarinnar að vinna að sameiningu fyrirtækjanna. „Við teljum að það sem við höfum gert eigi að bjarga okkur, að við eig- um að komast í gegnum reksturinn á eigin forsendum," segir Sigurgeir þegar hann er spurður um ástæður þess að viðræðunum var slitið. „Ég er þó alls ekki að gera lítið úr hin- um fyrirtækjunum. Það er líka á það að líta að hið nýja fyrirtæki hefði verið töluvert skuldsett og ef við sæjum fram á slæma daga í loðnu hefði það orðið erf!tt.“ Að- spurður sagðist Sigurgeir ekki vera sammála þeim orðrómi að staða ís- félagsins heföi verið verri en búist var við. „Þetta er ekki rétt og við erum síður en svo að gera lítið úr ísfélaginu." Mikil vonbrigði „Ég varð auðvitað fyrir miklum vonbrigðum út af þessu. Menn höfðu verið að vinna að þessu í allt haust og því kemur þetta mjög á óvart. Ég tel að sameiningin hefði verið mjög góð fyrir bæði fyrirtæk- in og hér hefði getað orðið til öflugt sjávarútvegsfyrirtæki sem hefði verið gott fyrir Vestmannaeyjar. Þeir voru frekar lengi að taka ákvörðun og hvað olli þeirri töf veit ég ekki.“ segir Siguröur Einarsson, for- stjóri Isfélags Vestmannaeyja. Spurður um þann orðróm að staða ísfélagsins hefði verið verri held- ur en menn reiknuðu með segir Sigurður: „Allir vissu hver kvótastaða, skuldastaða og aldur skipa var hjá ísfélaginu. Ég vísa þessum orðrómi til fóðurhúsanna." Sigurður vildi ekki tjá sig um hvort vinnubrögð forsvarsmanna Vinnslustöðvarinn- ar að hætta við eftir allt sem á und- an var gengið væru óeðlileg. „Þetta var þeirra ákvörðun og ég hef ekk- ert með það að gera.“ Sameinumst ekki öðrum „Við töldum þetta veröa skuldsett dæmi. Það þyrfti það mikla fjár- munamyndun út úr sameiginlegum Geir Magnússon, Guðjón Hjörleifsson, stjórnarmaður í bæjarstjóri í Vest- Vinnslustöðinni. mannaeyjum. rekstri til þess að standa undir skuldum og við töldum að til skemmri tíma séð væri útlitið ekki gott í uppsjávarfiski,“ segir Geir Magnússon, stjómarmaður i Vinnslustöðinni. „Sameinað fyrir- tæki yrði hlutfailslega „dóminer- andi“ í uppsjávarfiski sem Vinnslu- stöðin ein sér er ekki, hún er hlut- fallslega meira í bolfiski. Við töld- um bara áhættudreifinguna vera í Vinnslustöðinni að teknu tilliti til aðgerða sem búið er að gera, hætta landfrystingu og fækka fólki um helming, og að þetta væri bara ör- uggara dæmi fyrir eigendurna," segir Geir. Er það rétt að ýmsir aðilar hafi komið til ráðgjafar við ykkur um þessa ákvörðun? „Nei, við gerðum áætlun Vinnslu- stöðvarinnar og fengum við utanað- komandi aðila til að fara yfir áætl- animar og endurmeta þær. Hvort áætlunin væri varfæmisleg og í lagi eða hvort hún væri bjartsýnishjal.“ Geir vildi ekki gefa upp hvaða aðil- ar það væm sem farið hefðu yfir áætlunina. „Það kemur engum við og er bara fólk sem viö völdum og höfum traust á.“ Nú hafa heyrst raddir um það að þið hafið rætt við aðra aðila um sameiningu. „Það er kjaftasaga. Við höfum lýst því yfir aö við erum ekki í við- ræðum viö neina og ætlum ekki í viðræður viö neina og er það ákvöröun stjómarinnar. Það er þó aldrei hægt að segja aldrei i svona málum, það getur verið hættulegt.“ Hefði viljað sjá þetta ganga „í fyrsta lagi hefði ég auðvitað viljað sjá öflugt sjávarútvegsfyrir- tæki rísa hér með góða samsetningu á kvóta, bæöi bolfíski og uppsjávar- fiski, það er engin launung á því. Ég hefði viljað sjá þetta ganga upp,“ segir Guðjón Hjörleifsson, bæjar- stjóri í Vestmannaeyjum. „Það er aftur á móti mjög ánægjulegt að menn ætli bara að halda sínu striki og kvótinn verður eftir í bænum eft- ir því sem þeir segja og maöur verð- ur að trúa því. Það er náttúrlega stærsta atriðið og við erum i engri stöðu ef menn fara eitthvað að leika sér með kvótann.“ Hvorki Jóhann Magnússon né Haraldur Gíslason, stjómarmenn í Vinnslustöðinni, vildu tjá sig um málið. Sjá nánari umíjöllun á bls. 6. -hdm Tap Skinnaiðnaðar 134 milljónir - afkoman aö færast til betri vegar Skinnaiðnaðar hf. var rekinn með 134.4 milljóna króna tapi á liðnu rekstr- arári. Þar af nam tap af reglulegri starf- semi 125,7 miiljónum króna. Áriö áður var 149,5 milljóna króna tap af rekstri Skinnaiðnaðar. Rekstrartapið á seinni hluta rekstrarársins var mun minna en á fyrri hluta þess og vonir standa til að reksturinn á nýhöfnu rekstrarári verði mun betri. Fram kemur í frétt frá Skinnaiðnaði að birgðir voru færðar niður á nýliðnu rekstrarári um 8,7 milljónir króna til að mæta verðlækkunum sem átt hafa sér stað á helstu mörkuðum fyrir fuil- unnin mokkaskinn. Rekstrartekjur Skinnaiðnaðar hf. námu 381,8 miiijónum króna og minnk- uðu um tæp 51% samanborið við næstu 12 mánuði á undan. Rekstrar- gjöld, að meðtöldum afskriftum, námu 482.5 miiijónum króna og minnkuðu um 41,3% frá rekstrarárinu á undan. Tap, fyrir óregluleg gjöld, nam 125,7 milljónum króna, sem fyrr segir, skatt- greiðslur námu 2,2 milljónum króna og sérstök niðurfærsla á birgðum félags- ins var sem fyrr segir 8,7 miiljónir króna. Tap ársins nam því 134,4 millj- ónum króna. Eigið fé nam 69,5 milljón- um króna. Veltufjárhlutfallið var 1,38. Unnið að sölu húseigna Fjárfestar, sem hyggjast koma upp nýrri verslunarmiöstöð að Dalsbraut 1 á Akureyri, settu fyrir nokkru fram til- boð um kaup á hluta af fasteignum Skinnaiðnaðar hf. á Gleráreyrum, þar á meðal á aðalverk- smiðjuhúsi fe-lags- ins. Stefnt er að því að Ijúka gerð samn- inga á næstu dögum. Samningar hafa náðst um leigu á svonefndu „Foldu- húsi“ og mun Skinnaiðnaður hf. flytja starfsemi sína þangað. Samhliða flutningnum verður unnið að enn frekari hagræðingu í rekstri félagsins. Hagnað- ur af fyrirhugaðri sölu ofangreindra fasteigna kemur fram í uppgjöri næsta rekstrarárs. Sjáum fram á betri tíð „Þetta hefúr að flestu leyti verið af- leitt rekstrarár þó svo að seinni hluti þess hafi verið skárri en sá fyrri. Það eru þó ýmis batamerki sjáanleg. Til dæmis er mun meiri hreyfmg á helstu mörkuðum okkar en áður og viðtökur á nýjum mörkuðum, svo sem í Kína, hafa verið jákvæöar. Þaö eru því teikn á lofti um að greinin sé að rétta úr kútnum eftir langt erfiðleikatímabil," segir Bjami Jónasson, framkvæmda- stjóri Skinnaiðnaðar. Hann segir að féiaginu hafi með margþættum aðgerðum tekist að lækka framleiðslukostnaðinn en engu að síð- ur sé það staðreynd að aíkoma felags- ins ráðist að veruiegu leyti af því hversu mikið magn fullunninna afúrða seljist. „Á liðnu rekstrarári var magn seldra afurða hið minnsta í a.m.k. 15 ár. Ljóst er að nýhafið rekstrarár verð- ur mun betra hvað þaö varðar. Við sjá- um því fram á betri tíð á nýhöfhu rekstrarári og vonumst til að rekstur- inn verði mun betri. Hvort okkur tekst að skila hallalausum rekstri þegar litið er til reglulegrar starfsemi treysti ég mér hins vegar ekki til að segja til um á þessari stundu," segir Bjami. Slök tilkynningaskylda Fjárfestingarbanki atvinnu- lífsins sagði í Morgunkomi sinu í gær, að tilkynning sem SR-mjöl sendi frá sér í gær um viðskipti innherja félagsins hafi ekki ver- iö send út fyrr en tveimur mán- uðum eftir að viðskiptin áttu sér stað. FBA bendir á að meginregl- an sé sú að upplýsingum skuli miðlað til Verðbréfaþings um leiö og þess er kostur. FBA segir að þessi viðskipti hafi átt sér stað skömmu eftir birtingu milli- uppgjörs þannig aö vænta má að jafnræði hafi verið um aðgang að upplýsingum. Hins vegar er birting tilkynninga með þessum hætti til þess fallin að vekja tor- tryggni. Olíuverð hækkar enn Verð hráolíu hækkaði á mörk- uðum i gær og í fyrradag eftir að Saddam Hussein og félagar í írak tilkynntu ákvörðun um að stöðva útflutn- ing olíu undir eftirliti Sam- einuðu þjóðanna. Verð á hráolíu, sem er til afhendingar í janúar, hækkaði um 3% og fór verðið í 26,98 dollara tunnan. Þetta er hæsta hráolíuverð á mörkuðum frá því í janúar 1991. Notendur kæra Microsoft Lögfræðingar í Kaliforníu hafa lagt fram ákæru á hendur Microsoft fyrir að nýta sér einokun- araðstöðu til þess að selja hugbúnað á óeðlilega háu verði. Ákæran var lögð fram að- eins örfáum dög- um eftir að dómari í mála- ferlum ríkisins gegn fyrirtækinu kynnti for- úrskurð sinn í málinu og lagði þar með grundvöllinn aö áfram- haldandi málaferlum. Má jafnvel búast við að fleiri sambærilegar ákærur verði lagðar fram í öðrum ríkjum Bandaríkjanna. DeCode kaupir bréf Skýrr í Gagnalind íslensk erfðagreining hefur keypt 15,1% hlut Skýrr hf. í Gagnalind hf. Söluverð bréf- anna fæst ekki uppgefið enda trúnaöarmál milli fyrirtækj- anna. í Við- skiptablaðinu í síðustu viku kom fram að um nokkurt skeið hefði Islensk erfðagrein- ing sýnt bréfunum áhuga enda unnið að því að auka hlut sinn í fyrirtækinu. Samstarf Kaupþings og Sparisjóðs Siglufjarðar Kaupþing hf. og Sparisjóður Sigluíjarðar skrifuðu í gær und- ir samstarfssamning um fjar- vinnsluverkefni við rekstur líf- eyrissjóöa í vörslu Kaupþings. Sparisjóöur Siglufjarðar tekur að sér í upphafi að skrá öll iðgjöld fyrir Lífeyrissjóðinn Ein- ingu og Séreignarsjóð Kaup- þings og er gert ráð fyrir að skráning fyrir aðra lífeyrissjóði í vörslu Kaupþings fylgi í kjöl- farið. Fréttavefur Morgunblaðs- ins greindi frá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.