Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1999, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgafustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON
Aðstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritsýórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Fijálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverö á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Virkjun hugans
Leiðirnar við uppbyggingu atvinnulífs eru margar og
misjafnar. Sumar felast í virkjun fallvatna með tilheyrandi
stóriðju, en aðrar virkja hugann - kraftinn sem býr í hug-
viti og framtakssemi mannsins. í moldviðri dægurstjórn-
mála deila menn hart um virkjun fallvatna og uppbygg-
ingu stóriðju, en hafa lítinn áhuga á virkjun manns-
hugans, sem er tímafrekari og ekki eins áþreifanleg.
Stjórnmálamennirnir eiga það á hættu að verða fangar
skammtímahagsmuna - það liggur á að sýna árangur enda
kjósendur óþolinmóðir. Virkjun fallvatna er áþreifanleg,
eitthvað sem kjósendur skilja og skynja. Á hátíðarstund-
um, og við önnur tilhlýðileg tækifæri, er því að vísu hald-
ið fram að fjárfesting í menntun - í manninum sjálfum -
sé einhver arðbærasta fjárfesting sem nokkurt þjóðfélag
getur ráðist í. En vandinn er sá að slíka Qárfestingu er
erfitt að mæla á mælistiku íjármálafræðinnar og því vill
virkjun mannsins gleymast.
Ein helsta skýring á vanda landsbyggðarinnar er að
virkjun mannshugans hefur ekki tekist allsstaðar. Sú
bylting hugarfarsins sem einkennt hefur íslenskt atvinnu-
líf undanfarin ár, þar sem bjartsýni og áræðni hafa tekið
við af bölsýni, hefur ekki náð að festa rætur víða um land.
Byggðastefna undanfarinna áratuga hefur því beðið skips-
brot og er orðið eitt alvarlegasta þjóðfélagsmein sem
íslendingar glíma við, enda grafið undan sjálfsbjargar-
viðleitni einstaklinga.
Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingar-
innar og varaformaður Alþýðuflokksins, sagði í viðtali við
DV síðastliðinn mánudag að það yrði sálrænt reiðarslag
fyrir Austfirðinga og landsmenn alla ef ekki yrði af virkj-
unarframkvæmdum og byggingu álvers á Reyðarfirði. Flest
bendir til að þingmaðurinn hafi rétt fyrir sér en varla er
hægt að fella þyngri dóm yfir byggðastefnu sem allir stjórn-
málaflokkar hafa mótað. Þegar stjórnmálamenn gefa loforð
tekur almenningur þau, þrátt fyrir allt, trúanleg og treyst-
ir að þau verði efnd. Á grundvelli loforða og fagurgala ger-
ir almenningur ráðstafanir til framtíðar. Þegar ekki er stað-
ið við fyrirheit verða framtíðaráform að engu. Þess vegna
er mat Guðmundar Árna á sálrænum áhrifum rétt.
Hitt er svo annað, að sálræn áhrif geta ekki ráðið úrslit-
um um það hvort rétt sé að hefja framkvæmdir við Fljóts-
dalsvirkjun og gera byggingu álvers þar með mögulega. í
sjálfu sér er lítið sem kallar á virkjun annað en almenn
skynsemi og forsjálni fyrir framtíðina.
En á sama tíma og deilt er um virkjun fallvatna og hvort
lögformlegt umhverfismat skuli fara fram eða ekki (krafan
um umhverfismat er krafa um að ekki verði virkjað) hef-
ur Valgeir Þorvaldsson, forstöðumaður Vesturfarasafnsins
á Hofsósi, sýnt í verki hvernig einstaklingar geta sjálfir
tekið málin í sínar hendur - virkjað mannshugann. Geysi-
leg uppbygging er fyrirhuguð í tengslum við safnið með
um 400 milljóna króna fjárfestingu Vestur-íslendinga. Með
þessu skapast mikil sóknarfæri fyrir lítið þorp sem eitt
sinn var á barmi gjaldþrots. „Það skapast 14 ný störf vegna
fyrirhugaðrar stækkunar setursins. Það er mjög mikilvægt
að heimamenn átti sig á þeim miklu möguleikum sem
skapast og að þeir nýti þá. Hofsós er sjávarþorp sem hefur
verið í tilvistarkreppu en fær nú nýtt hlutverk," sagði Val-
geir Þorvaldsson í viðtali við DV í gær.
Uppbyggingin á Hofsósi er lýsandi dæmi um hvað er
hægt að gera þegar einstaklingar taka málin í sínar hend-
ur með bjartsýni og kjarki. Virkjun mannshugans ræður,
þegar upp er staðið, mestu um hvernig okkur íslendingum
vegnar í framtíðinni. Óli Björn Kárason
Með breytingum á lögunum
um erlenda fárfestingu fyrir
nokkrum árum var fortaks-
lausu banni gagnvart sjávarút-
vegi þágildandi laga aflétt og
löggjöfin aðlöguð þeim veru-
leika að erlend fyrirtæki eiga og
hafa átt óbeinan hlut í ýmsum
íslenskum sjávarútvegsfyrir-
tækjum. Það var viðurkennt við
umfjöllun málsins á Alþingi að
fortakslaust bann myndi leiða
til þess að fyrirtækjum í sjávar-
útvegi yrði áfram gert erflðara
með að afla sér eigin fjár en öðr-
um fyrirtækjum í landinu.
Eftir þessa breytingu er stað-
an einnig sú að erlendir aðilar
mega einungis fjárfesta í sum-
um greinum fiskvinnslunnar.
Aðrar greinar eru áfram bann-
aðar nema fyrir óbeina eignar-
aðild. Fjórir þingmenn Samfylk-
ingarinnar hafa nú lagt fram á
Alþingi frumvarp sem gerir ráð
fyrir því að um allan fiskiðnað
„Mörg dæmi eru um að fjárfestingar erlendra aðila hafi orðið íslensku at-
vinnulífi tii styrktar," segir greinarhöfundur m.a.
Sömu reglur
fyrir alla
nýsköpunar. Heimild
til beinna fjárfestinga í
fiskiðnaði getur verið
lykill að frekari fjár-
festingum í öðrum
greinum og hliðarfyrir-
tæki geta orðið til
vegna nýrra umsvifa.
Samstarf við erlenda
aðila með þátttöku
þeirra í uppbyggingu
fyrirtækja á íslandi
færi fram fyrir opnum
tjöldum og samkvæmt
viðurkenndum leik-
reglum. Það er óeðli-
legt að mismuna fyrir-
tækjum í matvælaiðn-
aði eftir því í hvaða
grein þau eru og frá-
leitt að mismuna fisk-
vinnslu eftir því hvaða
—
„Fjórír þingmenn Samfylkingar-
innar hafa nú lagt fram á Alþingi
frumvarp sem gerir ráð fyrir því
að um allan fískiðnað gildi sömu
reglur og almennt um annan
matvælaiðnað hvað varðar fjár-
festingar erlendra aðila og fyrir-
tækjum sé ekki mismunað eftir
vinnsluaðferðum.u
Kjallarinn
Svanfríður
Jónasdóttir
þingmaður
Samfylkingar
gildi sömu reglur og
almennt um annan
matvælaiðnað hvað
varðar fjárfestingar
erlendra aðila og
fyrirtækjum sé ekki
mismunað eftir
vinnsluaðferðum.
Rök fyrir
breytingum
Með heimild til
beinna fjárfestinga í
öllum tegundum
fískiðnaðar geta
skapast ýmsir nýir
möguleikar og sókn-
arfæri fyrir fisk-
vinnsluna. Þekking
erlendra aðila á ís-
landi er lítil, hvort
sem um er að ræða
aðila í matvæla-
framleiðslu eða fjár-
festa. Mestar líkur
eru á að þékking
þeirra tengist sjáv-
arútvegi í einhverri
mynd. Heimild til
beinnar þátttöku í
öllum fiskiðnaði
gæti því laðað að að-
ila sem síðar, eða
jafnframt, vildu ger-
ast þátttakendur í
öðrum sviðum mat-
vælaiðnaðar. Mörg
dæmi eru um að
fjárfestingar erlendra aðila hafi
orðið íslensku atvinnulífi til
styrktar og það hefur lengi verið
stefna stjórnvalda að fá erlenda
aðila til að fjárfesta meira í ís-
lensku atvinnulífi.
Eignatengsl íslendinga og út-
lendinga í fiskvinnslufyrirtækjum
geta örvað markaðsstarf og leitt til
vinnsluaðferðum er beitt. Og síð-
ast en ekki síst mundi lagabreyt-
ing sem þessi styrkja samkeppnis-
stöðu íslands.
Ekki er um það að ræða að ver-
ið sé að skylda aðila til að aðskilja
veiðar og vinnslu þar sem óbreytt
lög mundu gilda um útgerðarþátt-
inn. Eingöngu er verið að bjóða
upp á það sem valkost að ef fyrir-
tækin vilja efna til samstarfs við
erlenda aðila um fiskvinnslu þá sé
það heimilt. Þau fyrirtæki sem
einnig eru í útgerð mundu þá
stofna sérstakt fyrirtæki um þann
vinnsluþátt sem þau hyggjast efna
til samstarfs um.
Almenn fjárfesting með
opnum hætti
í gildandi lögum er eftirtalin
vinnsla á fiski þegar undanþegin
sérstökum takmörkunum: reyk-
ing, súrsun, niðursuða, niðurlagn-
ing og umpökkun afurða í neyt-
endaumbúðir. Ef frumvarp þetta
yrði að lögum yrði jafnframt heim-
ilt að erlendir aðilar fjárfestu í fyr-
irtækjum sem væru með fryst-
ingu, söltun, herslu, bræðslu og
mjölvinnslu.
Framkvæmd núgildandi laga er
bæði flókin og erfið. Fram hefur
komið að fjárfestingar erlendra að-
ila í fiskvinnslu hafi fundið sér
aðra farvegi. Þannig munu dæmi
þess að erlendir aðilar láni fé til
kaupa á fiskvinnsluhúsi og eigi
jafnframt vélar og tæki. Rekstur-
inn sé að vísu í nafni íslensks að-
ila en erlendi aðilinn ráði alfarið
framleiðslu og sölu afurðanna
enda til samstarfsins stofnað til að
framleiða tiltekna vöru á tiltekinn
markað.
Ekkert í þessu er beinlínis ólög-
legt en hlýtur að verða til þess að
við veltum fyrir okkur til hvers
verið er að takmarka fjárfestingar
í fiskvinnslu þegar ekkert stöðvar
þá sem til slíks samstarfs vilja
stofna. Eðlilegra hlýtur að vera að
breyta lögunum þannig að sam-
starf geti átt sér stað með opnum
hætti.
Svanfríður Jónasdóttir
Skoðanir annarra
Ein flugbraut nægir
„Á Akureyri er aðeins ein flugbraut og þar hefur
engum dottið í hug að fara fram á þrjár flugbrautir,
hvorki af öryggisástæðum né þjónustuástæðum ...
Ég tel að það sé ástæða til að skoða hvort ekki ætti
að loka tveimur flugbrautum og halda eingöngu eft-
ir flugbrautinni sem liggur frá norðri til suðurs og
leggja í hana snjóbræðslukerfi ... Önnur tillaga er að
leggja áherslu á austur-vestur brautina og lengja
hana jafnvel, en stytta norður-suður brautina veru-
lega þannig að aðflug yfir miðborgina legðist að
mestu af og verðmætasti hluti flugvallarsvæðisins
næst miðborginni, Háskóíanum og Landspítalanum
myndi losna.“
Helgi Hjörvar í Mbl. 23. nóv.
Búseta í strjábýlinu
„Ef fram heldur sem horfir má gera ráð fyrir að
byggð þurrkist út í mörgum landshlutum ... Taka
þarf á framtíðarskipulagi atvinnu - og búsetu í
strjálbýlinu. Ráðamenn verða að koma fram með
trúverðugar áætlanir eða einfaldlega lýsa því yfir að
ekki sé hægt að gera meira. Betra er að heyra sann-
leikann þótt beiskur sé ... Dreifbýlingar gera sér vel
grein fyrir þeirri staðreynd að illmögulegt er að
verja hvem dal og hól - og þeir ætlast ekki til þess
- en þeir gera sér vonir um að dregin verði varnar-
lina sem stórskotalið ríkisstjómar og Alþingis muni
í framtíðinni verja með kjafti og klóm.“
Áskell Þórisson í Bændablaðinu 23. nóv.
Flugið og Reykvíkingar
„Ég leyni því ekki að mér myndi finnast miður ef
ákveðið yrði að flytja flugið úr borginni og þá helst
á Keflavíkurflugvöll. Þar eru stórverkefni fram und-
an að bæta aðstöðuna fyrir ört vaxandi millilanda-
flug. Rétt er að einbeita sér að þvi sem er til mikilla
hagsbóta fyrir byggðirnar á Suðumesjum og ein af
undirstöðunum i atvinnulífinu þar um slóðir. Hitt er
svo rétt, að borgaryfirvöld í Reykjavík hafa þetta
mál í sínum höndum. Um það er ekki deilt. Öfgalaus
umræða um málið er af hinu góða, og það ber að
forðast að stefna því í pólitískan hnút, eða tilfinn-
ingalega deilu.“
Jón Kristjánsson í Degi 23. nóv.