Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1999, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999
35
Sviðsljós
Hörmuleg
Bondbrúður
Kvikmyndagagnrýnendur í
Bandaríkjunum eru sammála
um að nýja Bondbrúðurin, Den-
ise Richards, sé algjör hörmung.
Gagnrýnandi blaðsins USA
Today skrifar að Denise leiki lik-
lega fysta kjamorkueðlisfræð-
inginn sem ekki geti borið fram
orðið atóm. Almennt eru gagn-
rýnendur lítt hrifnir af nýju
Bondmyndinni, The World Is not
enough, sem frumsýnd var um
helgina.
Kökubox
Famke í fangið
á snjóbrettagæja
Bondpían fyrrverandi, Famke
Jansen, hefur skilið við
eiginmann sinn, leikstjórann
Tod Willias, og hlaupið í fangið á
upplituðum ljóshærðum snjó-
brettagæja. Sá heitir York. Heim-
ildir herma að Famke og York
hafl verið á keleríi í partíi í Los
Angeles um daginn. Þar var ver-
ið að kynna nýjustu linuna frá
Cartier. Famke hefur ekkert tjáð
sig um skilnaðinn við Tod.
Hjónabandið entist í sex ár.
Lucy verður 3.
Kallaengillinn
Nú hefur loks fengist botn í
Englana hans Kalla. Sjónvarps-
leikkonan Lucy Liu úr Ally
McBeal hefur fallist á að leika
þriðja engilinn í myndinni. Fyr-
ir eru þær Drew Barrymore og
Cameron Diaz. Framleiðendum
myndarinnar hafði gengið held-
ur illa að finna leikkonu í þriðja
engilshlutverkið.
✓
I öllum stærðum
og gerðum
Verð frá
295 kr.
HÚSASMIÐJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is
Ástarsirkusinn
heldur áfram
Ástarsirkus Rods Stewarts heldur
áfram. Og það í sirkus. Hann fór
nefnilega í
sirkus með
nærfatafyr-
irsætunni
Caprice í
London á
dögunum.
Caprice hef-
ur mörgum
sinnum lát-
ið hafa eftir
sér að hún
geti ekki
hugsað sér
að fara á
stefnumót
við Rod.
Sjálfur er
hann sagður hafa gert allt til að
sættast við fyrrverandi eiginkon-
una, Rachel Hunter en virðist eitt-
hvað hafa breyst. Að lokinni sirkus-
sýningunni fóru Rod og Caprice á
skyndibitastað og fengu sér kebab.
Gazza barði Sheryl
sundur og saman
Sheryl Gascoigne hefur nú tekið
þátt í baráttu gegn heimilisofbeldi
eftir að hún yfirgaf eiginmann sinn,
fótboltakappann Paul Gasoigne eða
Gazza.
Sheryl hefur nú í fyrsta sinn tal-
að opinskátt um samlíf sitt með eig-
inmanninum sem var mjög ofbeldis-
fullur og stundum algjörlega stjóm-
laus. íviðtali við breska síödegis-
blaðið Sun sagði Sheryl frá þvi sem
gerðist kvöldið örlagaríka á
Gleneagleshótelinu í Skotlandi þeg-
ar Gazza barði hana gula og bláa.
Hún meiddist á höfði og tveir frngur
fóru úr liði. Gazza tók hana einnig
kverkataki. Þetta gerðist einungis
tveimur mánuðum eftir að Gazza og
Sheryl gengu í hjónaband.
Sheryl gerði sér fyrst almennilega
ljóst hvernig ástandið var þegar
sonur hennar, Manson, sagðist ótt-
ast að mamma myndi deyja. Bianca
dóttir hennar hafði auk þess hitað
Sheryl Gascoigne, fyrrverandi eig-
inkona Gazza. Símamynd Reuter
vatn til þess að hella yfir Gazza. „Þá
fyrst skildi ég að binda þyrfti enda
á þetta.“ Vinir Sheryl segja að hún
hafi ekki getaö haft tölu á öllum
árásunum sem hún sætti af hálfu
Gazza á meðan á eins árs löngu
sambandi þeirra stóð.
Kvöldið örlagaríka á skoska hót-
elinu byrjaði með rómantískum
kvöldverði. Tveimur klukkustund-
um seinna fleygði Gazza eiginkon-
unni á milli veggja hótelsherbergis-
ins.
Sjálfur gat Gazza ekki gefið neina
skýringu á æðiskasti sínu. En
Sheryl hafði áður upplifað að eigin-
maðurinn gat gengið af göflunum út
af smámunum. Hún var sjálf með
sektarkennd en skildi loks að hún
var á valdi ofbeldismanns. Sheryl
mætti engum skilningi hjá fjöl-
skyldu Gazza og fótboltafélögum
hans þegar hún yflrgaf hann vegna
ofbeldisins.
Breska ofurfyrirsætan, Naomi Campbell, er í Ástralíu þessa dagana til að auglýsa nýja tegund farsíma sem vonast
er til að muni ganga vel í tískuþrælana austan hafs og vestan og alls staðar þar á milli. Síminn er flottur við eyrað.
Skarsgaard hrifinn af Sölmu:
Ekkert sílikon
Sænski leikarinn Stellan Skars-
gárd tekur núverandi mótleikkonu
sína, Sölmu Hayek, sem er frá
Mexíkó, fram yfir stjörnur eins og
Minnie Driver, Saffron Burrows og
Demi Moore.
„Það er gaman að hitta
Hollywoodstjörnu sem hvergi er
með silíkon," segir hann í nýlegu
blaðaviðtali.
Stellan og Hayek er meðal leikara
í myndinni Time Code 2000. Teknar
verða 15 útgáfur af myndinni, ein á
dag, og að lokum verður besta útgáf-
an sýnd. Ekkert endanlegt handrit
er til aö myndinni, heldur spinna
leikararnir út frá frumdrögum.
„Gaman,“ segir Stellan.
Salma Hayek er ekta skutla.