Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1999, Blaðsíða 32
 ( A. FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Tíu fullum Finnum vísað úr flugvél á Keflavíkurflugvelli: Földum mini-barina - segir hótelstjórinn á Flughótelinu í Reykjanesbæ Tíu drukknum Finnum var meinað að halda áfram ferð sinni frá Bandaríkjunum til Stokkhólms með Flugleiðaþotu eftir miiliiend- ingu á Keflavíkurflugvelli árla síð- astliðins sunnudags. Finnarnir voru hluti þrjátíu manna hóps og voru það drukknir að ekki þótti forsvaranlegt að leyfa þeim að halda ferðinni áfram. Voru þeir sendir á Flughótelið í Reykjanes- bæ starfsfólki þar til mikillar hrellingar: „Við byrjuðum á því að loka hótelbamum og neituðum að af- henda þeim lykla að minibörunum Sameining úti Sameining Vinnslustöðvarinnar, Krossaness hf., ísfélags Vestmanna- eyja hf., og Óslands hf. er fyrir bí eftir að forsvarsmenn Vinnslustööv- arinnar slitu viðræðum. Eftir að til- kynnt var um fyrirhugaðan sam- runa hækkaði gengi hlutabréfa Vinnslustöðvarinnar verulega en hefur síðan snarlækkað. Nánar á bls. 6. -rt Stofnun hlutafélags: Valsmenn í kaupsýslu Valsmenn eru að stofna hlutafélag, Valsmenn hf., sem á að vera fjárhags- legur bakhjarl Knattspyrnufélagsins Vals. Þetta á meðal annars að gera með samstarfsamningum við félagið sjálft um kaup og sölu á leikmönnum og með verðbréfaviðskiptum. Vals- menn hf. verður stofnað 1. desember og safna á 60 miiljóna króna hlutafé fyrir áramót. Félagið ætlar ekki að taka þátt í greiðslu eldri skulda Vals. Meðal sjö stjómarmanna í nýja félag- inu er Friðrik Sophusson en formaður stjómar verður Brynjar Harðarson viöskiptafræðingur og framkvæmda- stjóri félagsins Brynjar Níelsson lög- maður. -GAR Flughótelið í Reykjanesbæ - óskemmtileg finnsk heimsókn. sem venjulega fylgja herbergis- lyklunum. Finnárnir voru svo drukknir að við þurftum eiginlega að fela mini-barina,“ sagði Haukur Ragnarsson, hótelstjóri á Flughót- elinu, sem fékk fullu Finnana yfir sig snemma sunnudagsmorguns. Finnarnir undu ekki lengi í áfengisleysinu á Flughótelinu heldur fylktu liði út í bæ og settu sannanlega svip á bæinn í hádeg- inu á sunnudaginn. Tóku þeir stefnuna á veitingastaðinn Mamma Mia en þar gafst veitinga- manninum ekki ráðrúm til að loka barnum áður en Finnarnir birtust: „Þeir settust hér að drykkju og voru búnir að drekka fyrir 20 þús- und krónur þegar þeir yfirgáfu staðinn án þess að borga,“ sagði Jakob Hermannsson, veitingamað- ur í Mamma Mia, sem átti ekki annan leik i stöðunni en þann að kalla í lögreglu. „Finnamir buðu fyrst krítarkort sem var hafnað en tókst að lokum að öngla saman fyrir reikningum eftir nokkrar ferðir upp á hótel í fylgd lögreglu." Ekki tók betra við þegar kom að því að gera upp hótelreikninginn. Finnarnir áttu ekki peninga og reikningurinn fyrir gistingu hóps- ins hljóðaði upp á rúmar 50 þús- und krónur: „Þegar eftir því var gengið kom í ljós að einn í hópn- um var með krítarkort og hann gerði upp fyrir allan hópinn. Finn- arnir fóru svo af landi brott snemma mánudagsmorguns og voru háif skömmustulegir og litlir í sér þegar þeir yfirgáfu bæinn,“ sagði Haukur hótelstjóri á Flug- hótelinu í Reykjanesbæ. -EIR Eftirleikur sýknu á boröi sýslumanns: Læt barnið aldrei eitt með föður sínum - segir fyrrum eiginkona prófessorsins Fyrrverandi eiginkona prófess- orsins, sem sýknaður var í Hæsta- rétti af ákæru um að hafa beitt dóttur sína kynferðislegu ofbeldi, hefur farið þess á leit við Guð- mund Sophusson, sýslumann í Hafnarfirði, að skilnaðarsáttmáli hennar og fyrrum eiginmanns verði tekin til endurskoðunar og þá sérstaklega ákvæði um um- gengnisrétt fóðurins við yngstu dóttur þeirra: „Ég mun aldrei láta bamið vera eitt með fóður sínum í ljósi alls þess sem á undan er gengið. Þess vegna hef ég leitað ásjár sýslu- manns," sagði fyrrum eiginkona prófessorsins í samtali við DV en eftir sýknudóm Hæstaréttar í mál- inu hefur skilnaðarsáttmáli, sem hún undirritaði, tekið gildi á ný og á faðirinn rétt á að ungangast dótt- ur sína samkvæmt nánari skil- greiningu samkomulagsins. „Hann hefur sem betur fer ekki enn gert kröfu um að fá að um- gangast dóttur okkar en strax og hann sýnir minnstu tilburði í þá átt þá mun ég spyma við fótum og þá vonandi með aðstoð yfirvalda," sagði móðirin en aðspurður sagð- ist prófessorinn ekki vilja tjá sig um málið við DV. Hann hefur ver- ið í leyfi frá störfum sem prófessor við Háskóla íslands og mun ekki koma aftur til starfa um óákvðena framtíð að eigin ósk að sögn Páls Skúlasonar háskólarektors. MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 Mikil kæti hefur rikt meðal yngri kynslóðarinnar undanfarna daga. Snjórinn er kominn og býður upp á milljón möguleika. Þotur, sleðar, bretti og önnur slík tól eru tekin út úr geymslum og síðan renna eigendurnir sér af krafti eins og þessi mynd sýnir glögglega. DV-mynd E.ÓI. Vandaðar kveðjur Sími 569 4000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.