Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1999, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 15 Bobby Fischer - einn gegn öllum íslendingar muna þaö enn þegar Bobby Fischer varð heims- meistari í skák í Reykjavík árið 1972. Aðstæður voru óvenju- legar. Fischer kom frá landi þar sem fáir höfðu áhuga á skák. Faðir hans yfirgaf móð- ur hans þegar hann var lítill og sagan segir að móðir hans hafi gefið honum skákmenn til þess að hafa ofan af fyr- ir honum meðan hún vann úti. Sex ára gamail sat hann á gólfinu og færði trémenn af hvítum reit- um á svarta og varð skákmeistari Banda- ríkjanna aðeins 13 ára fyrir ofan Reshevsky og marga aðra fræga skákmeistara. 16-17 ára var hann farinn að ógna sovétska skák- heimsveldinu. Skák var þjóðarí- þrótt Sovétríkjanna. Heimsmeist- arinn Boris Spassky fannst í bamaskóla sem óvenju hæfileika- ríkur á sviði skáklistarinnar. Hann fékk bestu þjálfara, bestu bækur, bestu mót og aðstæður og varð heimsmeistari. Spennan jókst við það að heims- veldin tvö voru að takast á. Banda- ríkin kepptu við Sovétríkin í þjóöaríþrótt þeirra síðamefndu sem höfðu átt aila heimsmeistara frá 1948. Og Fischer sigraði einn og nær óstuddur aUa skákmenn- ingu skákheimsveldisins og færði heimsmeistaratign- ina til Bandaríkj- anna og var hylitur ásamt sundmannin- um Mark Spitz sem þjóðhetja. Einn og einangraður Eftir þetta „ein- vígi aldarinnar" tefldi Fischer ekki eina einustu skák opinberlega i 20 ár. Allar tilraunir skákheimsins til að fá þennan snilling að skákborðinu aft- ur reyndust til- gangslausar. Loksins, loksins féllst þessi undar- legi sniUingur á að tefla og þá á 20 ára afmæli einvígisins. Þeir Fischer og Spassky tefldu í Sveti Stefan í Júgóslaviu 1992 og Fischer sigraði aftur. Verðlaunin björguðu Fischer frá bágum lífskjörum. En Bandarikin höfðu lýst yfir viðskipta- og sam- skiptabanni við Júgóslavíu óg gef- in var út hand- tökuskipun á þennan einstæða skáksniUing. Hann flúði land. Siðan eru 7 ár. Hann hefur búið i einangrun og nú líklega í Ung- verjalandi, einn fáskiptinn í eigin heimi. Móðir hans dó fyrir tveim árum og systir hans nýlega en hon- um var meinað að kveðja þær vegna yfirvofandi handtöku, stórr- ar sektar og fangelsisvistar. Nýlega var geymsla hans í Bandaríkjunum brotin upp og eigur hans þar, sem margar höfðu minningagUdi, seld- ar vegna 400$ skuldar. Einn, og enginn annar Enginn annar sem tengdist Kjallarínn Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur „Gaman væri ef íslendingar gætu í íjósi fortíðarínnar, (og hér varð hann heimsmeistarí) rétt þessum einstæða snillingi hjálparhönd, lagt lóð á vogarskálina til þess að banni væri aflétt, sakarupp■ gjöfveitt V . Wjfji §ðl 'Ék Bobby Fischer fyrrv. heimsmeistari í skák. - Hann er enn eitt fórnarlamb stríðshörmunganna í fyrrum Júgóslavíu og hefur í 7 ár verið útilokaður frá heimalandi sínu. - Bobby heldur á brott frá íslandi. þessu einvígi í Júgóslaviu hefur hlotið neins konar refsingu fyrir. Bobby Fischer sem helgað líf sitt skák, færði skákgyðjunni stærri fómir en líklega nokkur maður sem lifað hefur á þessari jörð, vann það eitt tU saka að setjast aft- ur að taflborðinu vegna enda- lausra áskoranna aUs skákheims- ins. Hann hefur aldrei unnið flugu mein. Hann er enn eitt fómarlamb stríðshörmunganna í fyrrum Júgóslavíu. í 7 ár hefur hann ver- ið útUokaður frá heimalandi sínu og staddur i erlendu landi hefur hann sjálfur aukið á einangrun sína með því að forðast samskipti við aðra menn. Hér er mannlegur harmleikur að gerast. Hér er um mannréttindamál að ræða. Gaman væri ef íslendingar gætu í ljósi fortíðarinnar, (og hér varð hann heimsmeistari) rétt þessum einstæða sniUingi hjálparhönd, lagt lóð á vogarskálina til þess að banni væri aflétt, sakaruppgjöf veitt. Framtíðin mun ekki dæma þá létt sem svona hafa leikið þenn- an undramann. Guðmundur G. Þórarinsson „Verktakaskattar" í Kópavogi Við íslendingar erum ýmsu vön í opinberri stjómsýslu. Hér hefur - viðgengist um áratuga skeið að flokksskírteini, ættemi og önnur slík tengsl hafi ráðið við ákvarð- anatöku en ekki fagleg sjónarmið. Sem betur fer hefur stjómsýsla farið batnandi hjá opinberum aðU- um og þannig eru nú langflest verk á vegum ríkisins boðin út með einhverjum hætti. Úreltir siðir En það era ekki aUir sem fylgjast með tímanum, og vUja frekar halda sig við kerfið þar sem það skiptir öUu máli hverra manna þú ert og hvað þú kaust í síðustu kosning- um. í Kópavogi er nú við völd meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks - þar er helstur áhrifamaður Gunnar I. Birgisson, oddviti Sjálfstæðisflokks og eigandi verktakafyrirtæk- isins Klæðningar. Gunnar er for- maður bæjarráðs og hefur auk þess tekið að sér í frí- tíma sínum, frá rekstri umsvifa- mikUs fyrirtækis og skyldum í bæj- arstjóm, að sitja á Alþingi og setja okkur hinum leik- reglur og lög. En eftir hvaða regl- um spUar alþingismaðurinn Gunn- ar í Kópavogi ? Tölulegar staðreyndir Á árunum 1997 og 1998 hefur verktakafyrirtæki Gunnars unnið fyrir Kópavogsbæ fyrir tæpar 18 mUjónir án útboðs! Gunnar, for- maður bæjarráðs, semur um verk án útboðs fyrir Kópa- vogsbæ og kemst að þeirri niðurstöðu að það sé best að semja við Gunnar, fram- kvæmdastjóra Klæðn- ingar. Hagsmunir Kópavogsbæjar og ibúa hans víkja þama fyrir privathagsmun- um Gunnars sem era í fyrirrúmi. Nú er ég ekki á móti því í sjálfu sér að Gunnar og fyrirtæki hans vinni fyrir bæinn en það verður að vera á jafhréttisgrundveUi í gegnum útboð eins og aUir aðrir. Sumir jafnari en aðrir Kópavogsbær lét vinna hönnun á kynningarefni ýmiskonar fyrir sig á áranum 1996, 1997, 1998 og það sem af er 1999 fyrir 18 mUjónir 499 þúsund. Þar af vann auglýsinga- stofa í eigu dóttur Gunnars og tengdasonar „kynningarstörf' fyrir 15 mUjónir 433 þúsund. ÖU þessi verk fékk þessi stofa eftir „óform- lega verðkönnun" sem gerð var 1992! Auðvit- að á þessi stofa að eiga möguleika á því að vinna fyrir Kópavog eins og aðrir, hverra manna sem eigend- urnir eru, en þeir verða að sæta sömu reglum og aðrir. Breyttir tímar Mér er alveg sama um prívatrekstur Gunnars Birgissonar og hans fjölskyldu og vonandi gengur það áUt saman vel - en að við Kópavogsbúar skulum þurfa að borga brúsann. Vonandi verður seta Gunnars á þingi tU þess að hann áttar sig betur á eðlUegum og nútímalegum stjómunarhátt- um hjá opinberum aðUum og að teknir verða upp nýir siðir í Kópa- vogi. Annars veröa skattborgarar Kópavogs að halda áfram að borga sérstakan „verktakaskatt“ tU for- manns bæjarráðs. Flosi Eiríksson „Gunnar er formaður bæjarráðs og hefur auk þess tekið að sér i fri- tíma sínum, frá rekstri umsvifa- mikils fyrirtækis ogskyldum í bæj- arstjórn, að sitja á Alþingi og setja okkur hinum leikreglur og lög. En eftir hvaða reglum spilar alþingis- maðurinn Gunnar í Kópavogi?u Kjallarinn Flosi Eiríksson bæjarfulltrúi í Kópavogi Með og á móti Er jólaeyðslan að fara úr böndum? Kaupmannasamtökin hafa slegið á það að íslendingar eyði 7,3 milljörðum í jólagjafir og annan varning, tengdan jólahaldinu, í ár. Það þýðir að hver ein- staklingur á landinu á eftir að eyða 27 þúsund krónum umfram það sem hann eyðir undir venjulegum kringum- stæöum. Kaupmenn fagna en prestar vilja staldra við. Jólin einu sinni á ári Það er nú þannig með jólin að menn vilja gera sér dagamun og jafnframt gleðja aðra. Þá vUl nú svo fara að upphæðimar hækki og fljótt safnist í háar fjárhæð- ir. Líka skiptir máli að nú era árþúsundamót og því líklegt að fólk hafi meira við en ella. Að sjálfsögðu fagna kaupmenn þessu en vona um leið að jóla- útgjöldin komi ekki neinum í koU en þar verður hver að vera sinn eigin gæfusmiður um jól, sem og aðra daga. Það má benda á að ákveðnir vöruflokkar eru ekki keyptir nema um jólin, svo sem skartgrip- ir, ýmis gjafavara önnur, svo og matvara. Það þýðir einíaldlega að sú neysla bætist einfaldlega ofan á aðra og venjulegri neyslu. Við höf- um slegið á að viðbótarneysla hvers einstaklings í landinu nemi 27 þúsund krónum vegna jólanna og menn geta deilt um hvort það sé mikið eða litið. Hver verður að líta í eigin barm en gleymum því aldrei að jólin eru bara einu sinni á ári. Siguröur Jónsson, framkvæmdastjóri Kaupmannasam- takanna. Kærleikur og verðmiðar Viðskipti eru mjög mikUvæg og sömuleiðis frelsi einstaklingsins tU orðs og æðis, þar með kaupæð- is. GrundvaUarafstaða min er sú að hverjum og einum sé frjálst að fagna jólum með þeim hætti sem hann eða hún telur best- an. Hins vegar er það líklegt að fólk sé almennt að róa á röng mið þegar það Jóns»on, sóknar- leitar hamingj- pr«“*r ■'Nes»kn. unnar. Hún felst ekki í veraldargæðum heldur í hlutum sem kosta ekki neitt. Það er fagur siður að gleðja aðra og þar skiptir hugurinn mestu og kærleikurinn en ekki verðmiöar. Það er skiljanlegt að kaupmenn vilji sem mesta veltu, þaö er eðli viðskiptalífsins. En í öUu valfrels- inu reynir mest á siðvit einstak- lingsins og styrk tU að meta það rétt sem máli skiptir. Þær upp- hæðir sem nefndar eru fyrir þessi jól og reiknað með að fólk eyði í jólin eru mjög háar og margir fara eflaust yfir strikið í eyðslu. Það er von mín að sem fæstir bíði tjón á sálu sinni í jólaundirbúningnum því jólin snúast um önnur gUdi. -EIR Kjallarahöfundar Athygli kjaUarahöfunda er vakin á þvi að ekki er tekiö viö greinum í blaðiö nema þær ber- ist í stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt tU að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.