Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1999, Blaðsíða 10
10 ennmg MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 JjV Hart líf - en heillandi Helga Rós Indriöadóttir sópran- söngkona heldur sina fyrstu ein- söngstónleika í íslensku óperunni annaó kvöld viö undirleik Gerrits Schuils. Hún er heima í stuttu fríi frá Stuttgart en þar er hún samn- ingsbundin viö hiö þekkta óperuhús borgarinnar. Á tónleikunum œtlar hún aó syngja Ijóð eftir Schumann, Fauré og Viktor Ullmann en aríur eftir hlé. „Þetta er fjórða árið mitt í Þýska- landi eftir einsöngvara- og söng- kennarapróf viö Tónlistarskólann í Reykjavík," segir Helga Rós. „Ég var í óperuskólanum í Stuttgart í þrjú ár og tók þátt i ýmsum upp- færslum þar. Skólinn er með eigið leikhús sem kemur nemendum að góðu gagni. Þar söng ég meðal ann- ars Poppeu í Krýningu Poppeu eftir Monteverdi. í fyrra söng ég fyrir í óperunni sjálfri og fékk strax tvö lítil hlutverk og fastan samning við húsið í framhaldi af þeim. Þriðja hlutverkið kom svo óvænt því þeg- ar æfingar voru að hefjast á Rínar- gullinu eftir Wagner vantaði söng- konu í hlutverk Freyju og ég stökk inn í það. Þetta er ekki stórt hlut- verk, bara nokkrar línur, en heil- mikil viðvera á sviðinu." Það var gaman fyrir Helgu Rós að fá að taka þátt í uppsetningu Rínargullsins því allir hlutar Nifl- ungahringsins eru óhemjuvinsælir í Þýskalandi og bæði sýningin og Helga Rós fengu góða gagnrýni. Stuttgart-óperan sýnir nýjar uppsetningar á Hringnum um þessar mundir og þar er brugðið á það ný- mæli að láta fjóra leikstjóra stýra hlutun- um fjórum, Rínargullinu, Valkyrjunum, Sigfried og Götterdámmerung. „Venjulega er sami leikstjórinn með alla fjóra hluta, leikmynd sú sama og sömu söngvarar sem syngja Óöin, Brúnhilde og fleiri hlutverk," segir Helga Rós. „Nú mynda hlutamir ekki slíka heild heldur er hver hluti sjálfstæður. Þetta fékk geysilega athygli við frumsýninguna í vor.“ Helga Rós heldur áfram að syngja hlut- verk sín í þessum sýningum í vetur og einnig bætast ný hlutverk við. „Þegar ég kem til Stuttgart núna hefjast Helga Rós Indriðadóttir syngur Stuttgartóperunni. íslensku óperunni í fríi frá DV-mynd Teitur æfingar á Leðurblökunni eftir Strauss. Ég syng Idu sem er pínulítið hlutverk, reynd- ar meira talað en sungið. Um áramótin syng ég í 9. sinfóníu Beethovens á tvennum tónleikum, svo syng ég fyrstu Rínardóttur í Götterdammerung í vor.“ Alltaf viðbúin - Heldurðu aö þú veröir áfram í Stutt- gart? „Samningurinn er til tveggja ára og ég býst við að mér verði boðin framlenging - nema ég geri einhvem skandal!" segir Helga Rós og hlær. „Og nema ég ákveði sjálf að gera eitthvað annað. En mér flnnst ekki líklegt að ég fái betri boð annars stað- ar að í bráð því Óperan í Stuttgart er ein sú allrabesta í Þýskalandi. Hún var nýlega annað árið í röð valin óperu- hús ársins af tímaritinu Opemwelt. Enda þýðir litið að_____________ hugsa langt fram í tím- ann, maður verður bara að gera eins vel og maður getur en vera alltaf viðbúinn breyt- ingum.“ - Nú eru nýir menn teknir við óperunni hér heima. Hvað finnst þér að þeir ættu að gera fyrir ykkur sem eruð að syngja erlendis? „Það væri óskaplega gott fyrir unga söngvara að fá að takast á við hlutverk hér heima sem þeir ættu svo ef til vill möguleika á að fá að syngja í stærri húsum erlendis. Það er dýrmætt að geta sagt að maður hafl sungið stór hlutverk þó að hús- ið sé ekki stórt. Ég er ekki að segja að íslenska óperan eigi að vera ein- hverjar æfmgabúðir en það myndi óneitanlega styðja vel við bakið á ungum söngvurum að gefa þeim tækifæri fyrr hér heima en þeir fá annars staðar. Mér list vel á hug- myndir Bjama og Gerrits um rekst- ur óperunnar yfirleitt, til dæmis það að halda sýningum inni þannig að þær verði teknar upp aftur eftir nokkurt hlé. Þá væri hægt að skipta út einhverjum söngvurum og gefa nýjrnn færi á aö spreyta sig. Sémám í söng er óskaplega dýrt fyrir einstakling- inn og þjóðina og einhver sviðsþjálfun áður en maður leggur út í það er dýrmæt. Mér fannst til dæmis bara það að ég var í óperukómum í fimm ár áður en ég fór utan til framhaldsnáms gera mér mjög gott - aö fá aö taka þátt í þeirri leikhús- vinnu, kynnast öllu baksviðs og fá að koma fram.“ Helga Rós horfir glöð til framtíðar. Starfið er spennandi og leikhúsheimur- inn heillandi. „Kollegamir em almenni- legir - hárreyta mig ekki mikið!" segir hún og brosir. „Enda er ég bara í litlum hlutverkum enn sem komið er,“ bætir hún við. „En þetta er hart líf, framboðiö á söngvurum er mikið og fólk er hiklaust lát- ið fara ef það stendur sig ekki.“ Bardagi í Salnum Einleikstónleikar Caput í Salnum síðastliðið sunnu- dagskvöld hófust á því að maður nokkur strunsaði inn á sviðið og mundaði básúnu all-hrikalega að áheyrendum. Básúnan minnti óþægilega á flug- skeytabyssu og óttaðist maður helst að verða fyrir voðaskoti. Umræddur básúnuleikari var Sigurð- ur Þorbergsson og verkið sem hófst á svo dramatísk- an hátt var BASTA eftir Svíann Folke Rabe. Var leikur Sigurðar hinn glæsi- legasti, skýr og lifandi og allar nótur á sínum stað. Svo var tónlistin allt í einu búin og æddi Siguröur þá burt af sviðinu. Hér var þó ekki um neina dynti að ræða heldur var þessi upp- ákoma hluti af tónsmíðinni og hefur sjálfsagt komið mörgum skemmtilega á óvart. Næsta verk byijaði öðruvísi. Þá var komið að hinum einleikara kvöldsins að spreyta sig, Eiríki Emi Pálssyni, og naut hann fulltingis Péturs Grétarssonar slag- verksleikara. Fluttu þeir Encounters III eftir William Kraft og í efnisskránni sagði að verkið væri „hugsað sem oirusta í mið- aldastíl. Trompetinn er árásaraðilinn en slagverkið sá sem verst." Ólíkt Sigurði gekk Eiríkur öm inn á sviðið í hægðum sinum og var nánast hættulega saklaus á svipinn en því næst upphófst hinn grimmi- legasti bardagi. Encounters III ber vott um ótrúlega hugmyndaauðgi og er þar hvergi Siguröur Þorbergsson, Eiríkur Örn Pálsson og félagar: rafmögnuð túlkun og hárnákvæmt samspil. DV-mynd Hilmar Þór Tónlist Jónas Sen dauðan punkt að finna. Þó kemur fyrir vopnahlé, og er sá hluti verksins fagurlega ljóðrænn. Tónskáldið hugsar sér að trompetleikarinn tapi á endanum, og geng- ur hann þvi skömmustulegur út í lokin. Var það áhrifamikið augnablik, enda há- punktur glæsilegs tónlistarflutnings þar sem túlkunin var rafmögnuð og samspiliö hámákvæmt. In Freundschaft eftir Karlheinz Stockhausen var næst og lék Sigurð- ur það. Þetta er krefj- andi tólftónatónsmíð sem heldur athygli áheyrandans með því að vera óborganlega fyndin og var hún prýðilega leik- in. Sigurður virtist ekki hafa neitt fyrir hinum erf- iðustu hlaupum, enda greinilegt að tæknin er ekkert að flækjast fyrir honum. Var túlkun hans kraftmikil og hæfilega létt- úðug og vakti hjá manni löngun til að heyra meira eftir Stockhausen. Stokki gamli hefur ekki veriö áberandi í íslensku tónlist- arlífi í langan tíma (ef nokkum tíma) og er kom- inn tími til að þar verði breyting á. Margt annað fallegt og áhugavert var flutt á þessum tónleikum. Línuspil fyrir þrjá trompeta eftir Eirík Öm er nostur- samlega ofinn tónavefur og Paths fyrir ein- leikstrompet eftir Toro Takemitsu er einnig áhrifamikil tónsmíð, enda flutt af innlifun. Sömuleiðis var hin kraftmikla sónata fyrir básúnu og píanó eftir Hindemith prýðilega leikin af Sigurði og Judith Þorbergsson píanóleikara og djass- kennt Divertimento eftir Boris Blacker fyr- ir báða blásara og píanó létt og leikandi og frábærlega spilað. Voru þetta skemmtileg- ir og vandaðir tónleikar og hin ánægjuleg- asta upplyfting í skammdeginu. Leikhópur að vestan Hingað eru komnir góðir gestir úr byggðum Vest- ur-Islendinga í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum. Þetta er áhugaleikhópur sem hyggst sýna leikritið In the Wake of the Storm (Eftir óveðrið) á þremur stöðum hérlendis, í Freyvangi í Eyjafirði í kvöld, á Bifröst á Sauðárkróki annað kvöld og í Tjamarbíói í Reykjavík á sunnudaginn kemur. Leikritiö er eftir Laugu Geir sem var af íslensk- um ættum og starfaði lengst af sem kennari. Það gerist í nóvember 1886 á slóöum íslenskra landnema í Mountain í Norður-Dakóta og lýsir lífi og kjörum íslenska bændafólksins sem fLuttist vestur um haf í lok 19. aldar. Verkið vann til verö- launa og var víða sýnt i byggð- um íslendinga í Bandaríkjunum og Kanada. Á myndinni taka leikaramir lagið fyrir íslensku pressuna fyr- ir utan Bessastaði. Geitungar Æskan hefur gefið út hnýsilegar bækur fyrir börn sem vilja læra að lesa. Geitungurinn 1 er verk- efnahefti þar sem stafirnir koma fyrir ásamt tölunum 1-9. Þetta eru fjölbreytileg- ar foræfingar í skrift, litir og form koma við sögu og stafirnir til að lesa og lita. Einnig eru í bókinni þrautir, stafaleit og orðaleit ásamt alls konar verkefnum í að klippa og líma. Stuttar og gagnorðar leiðbeiningar handa foreldrum fylgja með. Geitungurinn 2 er önnur verkefnabók þar sem kynntir em allir stafir íslenska stafrófsins með myndum til að lita, af dýrmn, fuglum og jurtum úr íslenskri náttúm. Á hverri siðu eru stafir til að lita, orð til að spora og náttúrufræðilegur fróðleikur til að lesa. Höfimdur textans er Ámi Ámason rithöfundur og kennari og Halldór Baldursson teiknar myndirnar. Það verða engir skuggar í bókinni Það verða engir skuggar eru fimmtán erindi um andleg mál og hugrækt sem Einar Aðal- steinsson skrifaði á tuttugu ára tímabili en hann lést á Ítalíu í júlí í fyrra. Meðal greina eru „Innri viðhorf‘, „í leit að ein- ingu“, „Endurholdgun" og „Til móts við dauðann". Útgefandi er Anna S. Bjömsdóttir og bókin fæst í helstu bókaverslunum og hjá Guðspekifélagi íslands en Einar var forseti þess i mörg ár. Ný lærdómsrit Hið íslenska bókmenntafélag hefur sent frá sér tvö ný lærdómsrit sem þar með em oröin fjörutíu talsins. Framspeki I eftir Aristóteles er eitt áhrifamesta rit í sögu heimspekinnar. Þar ræðir Aristótel- es og metur viðhorf Platons og fyrirrenn- ara sinna tO spuminga um eðli og gerð veruleikans og mótar sína eigin kenn- ingu. Með henni lagði hann gmnn að umræðu sem sett hefúr mark sitt á vest- ræna heimspeki allt fram á þennan dag. Svavar Hrafh Svavarsson þýddi verkið og skrifar inngang. Samdrykkjan eftir Platón er eitt rómaðasta rit heimsbókmenntanna. því setur hann fram hugmyndir sínar um ást og fegurö sem enn eru grunnur að viö- horfi vestrænna manna um þessi efni. í viðauka er rit Plótínusar Um fegurðina, en Plótinus hafði umtalsverð áhrif á heimspekOega guðfræði á miðöldum og fagurfræði endurreisnartímans með túlkun sinni á Samdrykkjunni. Eyjólfur Kjalar EmOsson prófessor þýddi verkin og skrifar inngang. Ritstjóri Lærdómsrita Bókmenntafélags- ins er Vilhjálmur Árnason heimspekingur. Ramses - Musterið eilífa Vaka-HelgafeO hefur gefið út skáldsöguna Ram- ses - Musterið eOífa eftir Christian Jacq í þýðingu Helga Más Barðasonar. Sagan fjaUar um viðburöaríkt líf Ramsesar II sem var faraó Egypta fyrir rúmum 3000 árum og er sjálfstætt framhald bókar- innar Ramses - sonur ljóssins sem kom út í fyrra, spennandi saga um átök, undirferli, álög og ástir í fomum og heOlandi menningarheimi á bökkum Nílar. Ramses og Nefertari drottning hans eru hvergi óhult - fjandmenn leynast jafnvel í hópi nánustu vina og bróðir faraósins situr á svikráö- um við þau og ætlar sjálfum sér hásætið... Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.