Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1999, Blaðsíða 17
MIÐVKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 33 Fréttir Húnvetningar iðnir við lopann - ísprjón hefur ekki undan og byrjar nýtt árþúsund í nýrri verksmiðju Byggingu stórhýsis fyrir pijóna- og saumastofuna Ispijón á Hvammstanga miðar vel. Húsið, sem er um 1300 fer- metrar að stærð, er fyrir nokkru kom- ið undir þak og að sögn Kristins Karls- sonar, framkvæmdastjóra Ispijóns, er áætlað að það verið tilbúið 15. desem- ber, þannig að unnt verið að nýta síð- ustu dagana fyrir jólin og miili hátíða til að flytja og byrja síðan nýtt ár og ár- þúsund í mun rýmra og betra hús- næði. Ekki er hægt að segja annað en stór- hugur sé í mönnum í Húnaþingi vestra hvað ullariðnaðinn varðar og hvergi er hann stærri í sniðum í landinu um þess- ar mundir. Hjá íspijóni á Hvammstanga starfa um 20 manns í dag, hjá sölufyrir- tækinu Drífu í Reykjavík um fimm manns, auk þess sem verktakar eru á vegum íspjóns á Sveinsstöðum, á Skaga- strönd og ve'stur á Barðaströnd. ísptjón keypti á liðnum vetri pijónavélar úr þrotabúi Foldu á Akureyri og verða þær teknar í notkun þegar flutt verður í nýja húsið við Höfðabrautina. Við það tvö- faldast afköst íspijóns í fhimframleiðsl- unni og það er því ekki nema eðlilegt að Kristinn Karlsson vonist til þess að þá verði unnt að fjölga starfsfólki á Hvammstanga úr 20 í 30. „Það hefur gengið mjög vel hjá okk- ur á þessu ári og við höfúm ekki haft undan að framleiða. Það eru þrengslin sem hafa háð okkur og þetta verður allt annað með tilkomu nýja hússins, enda eykst þá framleiðslugetan til muna,“ segir Kristinn. Aðspurður seg- ir hann að salan hafi verið mikill í öll- um vörum, bæði íslensku peysunum og þeim úr norska kambgaminu. Verðið sagði hann viðunandi en að vísu hefði gengisþróun verið fyrirtæk- inu óhagstæð. Þýska markið hefði ekki verið nógu sterkt á þessu ári, en megn- ið af sölu ullarvaranna er á Þýska- landsmarkaðinn. Pijóna- og saumasal- urinn í nýja verksmiðjuhúsinu er hátt í þúsund fermetrar. I öðrum enda hússins er síðan aðstaða fyrir skrifstof- ur og starfsfólk og verslun þar sem boðið verður upp á framleiðslu ís- prjóns, aðallega yfir ferðamannatím- ann. -ÞÁ Frá tónupptöku á söng barnanna f Bláu kirkjunni á Seyðisfirði. DV-mynd Jóhann Jóhannsson. Jólaseiður frá Seyðisfirði Hrútfirðingarnir Ólafur H. Stefánsson byggingarstjóri og Jón Árni Eyþórs- son múrarameistari hafa ásamt mörgum iðnaðarmönnum unnið að bygg- ingu verksmiðjuhúss ísprjóns. DV-mynd Þórhallur Ásmundsson Verðkönnun í Eyjafirði: Nettó hækkaði mest en var samt lægst Dy Dalvík: Neytendasamtökin gerðu nýverið verðkönnun í 7 verslunum á Eyja- fjarðarsvæðinu; KEA-Nettó, Hag- kaupi, KEA, Hrísalundi, Hraðkaupi, Kaupangi, KEA, Sunnuhlíð, KEA, Byggðavegi, og Strax, Ólafsfirði. Könnunin var gerð samtímis í öll- um verslununum og ekki látið vita af henni fyrirfram svo niðurstöð- umar ættu að gefa rétta mynd af verðlaginu. Helstu niðurstöður eru þær að lægsta verðið er sem fyrr í KEA Nettó, 89,6 miðað við að meðalverð sé 100 í öllum verslununum. Aðrar verslanir undir meðalverði voru Hagkaup og KEA, Hrísalundi. Hæsta meðalverðið var í KEA .Byggðavegi, 106,5. Verð i KEA Sunnuhlíð, lækkar mest, eða um 4,5% frá síðustu könn- un sem gerð var í september en þá hafði verð í KEA, Sunnuhlíð, hækk- að mest eða um 6,1% frá í júní. KEA, Byggðavegi, lækkar sig lítil- lega og Hraðkaup stendur í stað. KEA, Hrísalundi, og Hagkaup hækka sig lítillega og verð i KEA- Nettó hækkar mest, eða um 2,32%. Ef skoðaðar eru verðbreytingar i 6 verslunum á Akureyri frá því í mars lækkar verðið i báðum versl- unum Baugs en verðið hækkar í verslunum KEA. Sem fyrr er lægsta verðið í KEA-Nettó, 89,6, þrátt fyrir að þar hafi verð hækkað mest frá því í september eða um 2,32%. Hag- kaup er í öðru sæti með 95,0, KEA, Hrísalundi, með 96,7, Hraðkaup með 101,4 , Strax, Ólafsfirði, er í fimmta sæti með 105,4, þá kemur KEA, Sunnuhlíð, með 105,5 og KEA, Byggðavegi, rekur lestina með 106,5. Verð í KEA, Byggðavegi, hefur hækkað mest, eða um 3,3% frá því í mars, en verð i Hraðkaupi hefur lækkað mest á sama tíma, eða um 7,1%. I könnuninni var ekki mælanleg- ur munur á Nettó í Reykjavík og á Akureyri, Hagkaupi í Reykjavík og á Akureyri og Strax í Ólafsfirði og Reykjavík. -hlá. DV Seyðisfirði: Tónlistarhefðin stendur á göml- um merg á Seyðisfirði. Frá því snemma á öldinni hafa komið þaðan og starfað tímabundið, tónsnillingar eins og Ingi T. Lárusson, Jón Þórar- insson, Steinn Stefánsson, Gylfi Gunnarsson og fleiri. Tónlistarskóli hefur starfað frá 1968 og frá 1975 hef- ur hann verið í fögru stórhýsi í miðjum bænum, sem byggt var 1907 og vekur enn athygli, enda segir í Húsasögu Þóru Guðmundsdóttur: ...og er það greinilega góður full- trúi norsku ættarinnar í húsasögu kaupstaðarins..." Núverandi skólastjóri tónlistar- skólans er ungur og áhugasamur tónlistarmaður, Einar Bragi Braga- son og vinnur nú ásamt samkennur- um sínum að útgáfu geislaplötu sem fær nafnið Jólaseiður, sem er orða- leikur hinna ungu Seyðfirðinga. Á jóladisknum verða öll helstu jólalög okkar og eru nokkur seyðfirsk þar á meðal. Flytjendur eru nemendur skólans ásamt nokkrum gestum. Skólastjórinn segir að þetta sé fyrsta jólalaplatan sem gefin er út af tónlistarskóla. Húsið, sem tónlistarskólinn er í, heitir Steinholt - og þar hefur um nokkurt skeið verið starfrækt hljóð- ver, Stúdíó Steinholt. Tónlistarskól- inn hefur aðgang að hljóðverinu og má því segja aðheimatökin hafi ver- ið hæg við vinnslu jólaplötunnar. Seyðisfjarðarkirkja hefur líka feng- ist til afnota sem upptökusalur. Nemendur grunnskólans munu að öllu leyti sjá um gerð og útgáfu plötuumslagsins - og fer mjög vel á samstarfi skólanna í þessu vanda- sama verkefni. -JJ Norræna bókasafnsvikan: Þjóðsögur og alþýðleg tónlist DV, Ólafsfirði: Bókasafii Ólafsfjarðar og Norræna félagið í Ólafsfirði stóðu fyrir menn- ingardagskrá mánudaginn 8. nóvem- ber síðastliðinn, í tilefiii þess að þá var haldið upp á Norrænu bóka- safnsvikuna 8.-14. nóvember, sem gekk undir heitinu I ljósaskiptunum. Þetta var i fyrsta sinn sem Ölafsfirð: ingar taka þátt í þessari viku, sem er árlegur viðburður. Um það bil þrjátíu Ólafs- firðingar mættu á Hótelið, þar sem menningardagskráin fór fram en hún var í höndum Jónu Vilhelmínu Héðinsdóttur bókasafnsfræðings og Hilmars Jóhannessonar, formanns Norræna félagsins. Fluttar voru gaml- ar og nýjar þjóðsögur og mikið af tón- list en hana fluttu þeir Kormákur Bragason og Magnús Ölafsson. -HJ Tónlistarmennirnir Kormákur og Magnús, ásamt Jónu Vilhelmínu og Hilmari, sem höfðu veg og vanda af menningardagskránni. DV-mynd Helgi Jónsson Tilvalið í bílskúrinn Hlífir gólfinu fyrir óhreinindum Sími 525 3000 • www.husa.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.