Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 Fréttir DV Könnun Félagsvísindastofnunar á notkun dagskrárblaöa: DV-Sjónvarpshandbók- in er langmest notuð - höfðar til allra aldurshópa DV-Sjónvarpshandbókin er lang- mest notuð þeirra dagskrárblaða sem könnun Félagsvísindastofnunar frá því um síðustu mánaðamót tekur tiL Könnuð var notkun DV-Sjónvarps- handbókarinnar, Dagskrár vikunnar og Dagskrárblaðs Morgunblaðsins. Þátttakendur í könnuninni voru spurðir hvort þeir notuðu dagskrár- blöðm mikið, nokkuð, lítið eða ekk- ert. 22% sögðust nota DV-Sjónvarps- handbókina mikið en 17,1% Dag- skrárblað Morgunblaðsins og 14,7% Dagskrá vikunnar. 27% sögðust nota DV-Sjónvarps- handbókina nokkuð en 25% Dagskrá vikunnar og 22,1% Dagskrárblað Morgunblaðsins. Og enn er niður- staðan DV-Sjónvarpshandbókinni hagstæð. 22% segjast nota hana lítið en 22,4% Dagskrá vikunnar og 25% Dagskrárblað Morgunblaösins. Þegar hlutfall þeirra sem skoðuðu dagskrárblöðin ekkert er skoðað kemur DV-Sjónvarpshandbókin best út með 29% þátttakenda, þá Dag- skrárblað Morgunblaðsins með 35,8% og loks Dagskrá vikunnar með 38%. onva 03- 30 Lestur dagskrárblaða " >o 5 ® ■o DV-Sjónvarps- handbók ® « ® _ = ® S 3 £ Dagskrá vikunnar Dagskrárblaó MorgunblaAsins 60 30 10 Aldursskipting « 12-19 20-24 25-34 3549 50-67 68-80 ára ára ára ára ára ára Aflaskipið Arnar HU: Milljarður með Guðs hjálp - segir skipstjórinn „Ef Guð lofar náum við milljarði. Það er þó ekkert í hendi um það mál og skýrist fyrir jól,“ segir Guðjón Guðjónsson, skipstjóri á frystitogar- anum Amari HU. Aflaverðmæti Amars er nú orðið 920 til 930 milljónir króna það sem af er árinu en skipið hélt fyrir nokkmm dögum i síðustu veiðiferð ársins. Þessi veiðiferð sker jafn- framt úr um það hvort skipið nær milljarði í aflaverðmæti og slær þar með íslandsmet. Guöjón skipstjóri slóaði í brælu á Vestfjarðamiðum þegar DV ræddi við hann. Hann sagði aflabrögð þokkaleg en veður DV sagði á dögunum frá toppslag frystitogara þar sem fram kom að áhöfn Arnars stefnir á milljarð. Nú dregur að úrslitum. hamlaði þó nokkuð. Hann þvertók fyrir að spá nokkm um það hvort millj- arðurinn næðist. „Við erum auðvitað ánægðir með þann góða afla sem náðst hefur en þar er að þakka háu markaðs- verði og góðu skipi og áhöfh,“ sagði hann. Amar HU á eftir að vera um mánuð á veiðum. Það' em miklar likur á að milljarðsmúr- inn yrði rofrnn á þeim tlma ef miö- að er við aflabrögðin það sem af er árinu. -rt Fullt af lesefni Af þessu sést að DV-Sjónvarpshand- bókin hefur slegið í gegn enda miklu meira en bara dagskráryflrlit. DV-Sjón- varpshandbókin er fúll af lesefni. Þar era viðtöl, greinar og fróðleikur um kvikmyndir, framhaldsþætti, skemmti- þætti, íþróttir og annað sjónvarpsefni auk efiiis um fræga og flna fólkið, leik- ara, leikstjóra, iþróttafólk o.fl. Höfðar til allra aldurshópa Þegar litið er til mikillar og nokkurr- ar notkunar dagskrárblaða er DV-Sjón- varpshandbókin langmest notuð í öllum aldurshópunum frá 12 til 49 ára. Dag- skrárblað Morgunblaðsins hefúr vinn- inginn í aldurshópnum 50 til 67 ára en í aldurshópnum 68-80 ára er DV-Sjón- varpshandbókin enn og aftur langmest notuð eða af 76% þátttakenda. 50% karla nota DV-Sjónvarpshand- bókina mikið eða nokkuð en 48% kvenna. -hlh Forseti í dulargervi 'Mstmi Það er glatt á hjalla á Bessastöðum þessa dagana. Forsetinn er óðum að ná sér eftir axlarbrotið og Dorrit hjalar við hásæti hans. En það getur verið þreyt- andi að dveija langdvölum í forseta- bústaðnum fjarri þegnunum. Þjóðhöfð- ingjar, jafnt konungar sem forsetar, em nefnilega lika fólk og hafa þörf fyrir að hlýða á raddir þegna sinna. Þar er þó ekki auðvelt um vik þar sem fólk af konungakyni er gjaman brothætt og þá vill brenna viö að þegnamir setji sig í há- tíðlegar stellingar þar sem þeir birtast og þar með verður tónn þjóðarsálarinnar falskur. Friðrik mikli Prússakeisari var á sinni tíð haldinn mikilli þörf til að lesa í huga þegna sinna. Hann fann upp og þróaði aðferð forð- um til að ná því sambandi. Með því að dulbúa sig og rangla á meðal hermanna sinna fékk hann viðhorf þeirra beint í æð. Þrátt fyrir að forseti íslands sé ekki samtíð- armaður Friðriks mikla þá er líklegt að hann hafi lesið sér til um trikk Frikka og áttað sig á því að þama var leiðin að viðhorfum þegnanna fundin. Hann brá því undir sig betri fætinum og brá sér í sund. Að hætti Friðriks mikla ákvað hann að dulbúa sig og þá lá beinast við að fara i sund. Þjóðin er öldungis óvön að sjá forseta sinn nema í jakkafotum og með bindi og jafnvel frakka- klæddan. Það hefði því átt að vera boröleggjandi að bregða sér í sundskýlu og hlýða á raddir þegn- anna á milli sundspretta. Þá myndi ekki skemma gervið góða að víst er að hár hans, sem venjulega er í föstum skorðum, myndi aflagast og þannig villa almenningi enn frekar sýn. Það varð þvi úr að forseti íslands fetaði slóð Friðriks mikla og brá sér í sund. Rétta sundskýlan var valin og með sund- gleraugu var forsetinn nánast óþekkjanlegur að eigin mati. Dorrit var í grænum sundbol og hin tígulegasta sem var óheppilegt þar sem parið átti að hverfa í hópi þegnanna. Það vöknuðu því grunsemdir strax og þá sérstaklega vegna þess að Dorrit synti í S sem var að vísu túlkað af kunnum samsæriskenninga- mönnum sem dulbúinn stuðningur við Samfylkinguna. Forsetinn aftur á móti hélt kúrsinum og synti þráðbeint eftir endilangri lauginni en aðrir sundlaugar- gestir flúðu upp úr lauginni og gáfu þeim svigrúm til að synda. Þegar parið brá sér í heita pottinn, þar sem oftar en ekki má heyra hinn eina sanna hjartslátt þjóðar- innar, brá svo við að það hafði spurst út að þjóðhöfðinginn væri mættur dulbúinn sem sundlaugargestur og pottgestir frusu í sjóðheitu vatninu. Þannig varð forsetan- um ljóst að dulargervið haföi brugðist og umtal þegnanna næði ekki eyrum hans. Hann ákvað því að gera aðra tilraun og þar sem ekki er neinn her að finna á ís- landi hélt hann á þann stað sem hann vissi fjölfarnastan. Hönd í hönd við Dorrit fór hann á videoleigu, dulbúinn sem við- skiptavinur. Parið gekk að afgreiösluborðinu og spurði hvort til væri myndin The King and I eða tU vara, mynd um Friðrik mikla. Hvorugt var til og það fór á sama veg og í sundinu. Viðskipta- vinirnir uppgötvuðu að þjóðhöfðinginn var kom- inn ásamt ástkonu sinni og þögn sló á sjoppulið- ið. Forsetaparið hélt því tómhent heim að Bessa- stöðum þar sem ákaft em hugsaðar upp leiðir til að taka púlsinn á þjóðinni. Dagfari sandkorn Frænkan fékk ekki Athygli vakti að Guðrún Péturs- dóttir, fyrrverandi forsetaframbjóð- andi og núverandi varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fékk ekki stöðu framkvæmdastjóra Rannís eins og flestir í fræðasamfélaginu bjuggust við. Björn Bjarnason mennta- málaráöherra vék sæti við ráðninguna þar sem Guðrún er náfrænka hans og Geir H. Haarde fékk kvölina af völ- inni. Hann skipaði Vilhjálm Lúð- víksson áfram en hann hefur veitt ráðinu og forvera þess forstöðu eins lengi og elstu menn muna og lengur en mörgum þykir gegna góðu hófi. Guðrún mun hins vegar hafa fengið sig fullsadda af núverandi starfi sem forstöðumaður Sjávarútvegsstofnun- ar, enda lltið að gerast á þeim bæ, og er að sögn heimildarmanna Sand- koms í Háskólanum að leita að út- leið... Villi Valli á disk Sá kunni ísfirski tónlistarmaður, Vilberg Vilbergsson, betrn- þekktur sem Villi VaUi, kemur á geisladisk í vor. Villi Valli, sem verður sjötugur í maí, hefur klippt ís- firðinga og nærsveita- menn um áratuga- skeið auk þess að lyfta þeim upp úr amstri hversdagsins með hljóðfæraslætti í rúmlega hálfa öld. Hann hefur haldið úti fjölmörgum danshljómsveitum í gegnum tíðina og þótti mörgum tíma- bært að lög hans kæmust á disk. Það eru böm hans sem standa að útgáf- unni, í tilefni afmælisins, ásamt jaxl- inum síunga. Eyþór Gunnarsson hefur verið ráðinn upptökustjóri... Traustur vinur Átök hafa verið að tjaldabaki um nýjan framkvæmdastjóra Sjúkra- húss Suðurlands. Stjóm sjúkrahúss- ins tók á fostudag af skarið og mælti með varaþingmann- inum Magnúsi Stef- ánssyni í stöðuna. Fagnefnd á vegum heilbrigðisráðherra var aftur á móti ekki einhuga um Magnús sem keppti við Einar Mathiesen, fyrr- um bæjarstjóra í Hveragerði, um stöðuna. Einar er sjálfstæðismaður og náfrændi Áma Mathiesens sjávarútvegs- ráðherra. Magnús gat sér gott orð á árum áður sem söngvari með hljóm- sveitinni Upplyftingu þar sem hann söng m.a. hina sígilda dægurflugu, Traustur vinur. Talið er fullvíst að Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra skipi varaþingmann sinn í stöðuna... Suðvestan Hjörvar Helgi Hjörvar hefur komið fram með eins konar málamiðlun um flug- vallarmálið. í stað þess að leggja nið- ur flugvöllinn og i stað þess að byggja nýjan hefur hann lagt til að völl- urinn verði ein eða ein og hálf flugbraut. í Morgunsjónvarpi Stöðvar 2 talaði hann um að austur- vestur brautin væri líklegust til að halda sér. Þá hætti flug yfir miðbæinn og þar með losnaði Helgi viö flugvélarnar yfir þakinu hjá sér. Reyndar gætu flugvélar ekki lent í austan- og vest- anátt en það er á sig leggjandi. Næst búast menn við því að Helgi leysi umferöarvandann við Miklubraut - ekki með því aö fjölga akreinum heldur með því að gera Miklubraut- ina að einstefnugötu... Umsjón: Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.