Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1999, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 9 Utlönd Hillary staðfestir loks kosningaframboð sitt Hillary Clinton, forsetafrú Banda- ríkjanna, staðfesti í gær að hún hygðist bjóða sig fram til öldunga- deildarinnar í bandaríska þinginu. „Já, ég ætla að bjóða mig fram,“ sagði Hillary er hún var beðin að segia já eða nei á fundi bandariskra kennarasamtaka í New York. For- setafrúin bætti því við að hún myndi ekki tilkynna opinberlega um framboðið fyrr en í byrjun næsta árs. Áður hefur forsetafrúin bara sagt að hún væri að kanna möguleikana á framboði. Hillary ætlar að reyna að komast í sæti öldungadeildar- þingmannsins og demókratans Daniels Patrick Moynihan fyrir New York. Hann fer á eftirlaun á næsta ári. Hillary verður fyrsta forsetafrú Bandaríkjanna sem verður í fram- boði á meðan eiginmaður hennar er enn við völd. Helsti keppinautur hennar verður væntanlega borgar- stjóri New York, Rudolph Giuliani. Hillary staðfesti framboð sitt á fundi kennarasamtaka í New York í gær. Símamynd Reuter Hann hefur ekki enn lýst því opin- berlega yfir að hann ætli að bjóða sig fram. Á fréttamannafundi í gær sagði Hillary að hún myndi flytja til New York eins fljótt og bandaríska leyni- þjónustan teldi húsið, sem hún og Bill Clinton hafa keypt, öruggt. Hill- ary ætlar jafnframt að fækka skyldustörfum sínum í Washington á næsta ári á meðan kosningabar- áttan fer fram í New York. Hillary ákvað að staöfesta framboð sitt í kjölfar fylgiskannana sem sýndu að vinsældir hennar færu dvínandi. Fyrr í þessari viku hvatti borgarfulltrúi í New York, Ronnie Eldridge, Hillary til þess að hætta við framboð og láta sterkari fram- bjóðanda mæta Giuliani. Sam- kvæmt könnun New York Post um síðustu helgi er meirihluti íbúa New York ríkis andvígur framboði forsetafrúarinnar. Hillary hefur sætt gagnrýni fyrir ýmislegt sem menn líta á sem mistök. Suha Arafat gerir allt vitlaust: Segir ísraela losa eiturúrgang á Gaza Suha Arafat, eiginkona Yassers Arafats, forseta Palestínumanna, sakaði ísraelsmenn um að losa eit- urefnaúrgang á Gazasvæðinu. Suha lét orð í þá veru falla í viðtali við ar- Suha Arafat hefur enn einu sinni komið ísraelum og Bandaríkja- mönnum í uppnám með fullyrðing- um sínum og ásökunum. abísku sjónvarpsstöðina Orbit um helgina. Israelsmenn hafa brugðist ókvæða við orðum Suhu og Bandaríkjamenn tóku undir gagnrýni á hana í gær. Ekki er nema tæpur hálfur mán- uður síðan að Suha olli uppnámi í ísrael og vestanhafs þegar hún sagði í heimsókn Hillary Clinton, forseta- frúar í Bandaríkjunum, til Vestur- bakkans að ísraelar helðu kerfis- bundið notað gas til að eitra fyrir palestinskar konur og böm. Hún neitaði að biðjast afsökunar á þeim ummælum í sjónvarpsviðtalinu um helgina. I nýjustu ásökunum sínum segir Suha Arafat að ísraelskar skordýra- eitursverksmiðjur í landnemabyggð- um gyðinga á Gaza losuðu eiturefni í sjóinn og í borginni. James Rubin, talsmaður banda- ríska utanrikisráðuneytisins, sagði að ásakanir af þessu tagi ættu ekki heima í samskiptum ísraela og Palestínumanna. Heimastjórn Palestínumanna sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem segir að ásakanir Suhu Arafat séu hennar eigin skoðanir og að hún eigi ekki sæti í palestínsku heima- stjóminni. Franskir borgarstjórar hafa kosið ofurfyrirsætuna Laetitia Casta sem fjall- konu 21. aldarinnar. Casta stendur hér við hlið brjóstmyndar sem komið verður fyrir í 36.778 ráðhúsum Frakklands. Sfmamynd Reuter Jospin vill að hátæknin útrými atvinnuleysinu Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands, sagöi í gær að Frakk- ar og aðrar Evrópuþjóðir ættu að nýta sér hátæknina og bjart efna- hagsútlit næstu árin til að útrýma fjöldaatvinnuleysi. Forsætisráðherrann sagði að Frakkar heföu hagnast á þeim stöðugleika sem hefur ríkt í þeim löndum sem tóku upp evruna, sameiginlega mynt Evrópusam- bandsins. Nú væri lika svo komið að óvíða væri bjartara útlit í efna- hagsmálum en í Frakklandi á næsta ári. „Áratugurinn sem nú er fram undan er áratugur fullrar atvinnu í Evrópu," sagði Jospin á ráð- stefnu kaupsýslumanna i París. Atvinnuleysi í Frakklandi hef- ur minnkað úr 12,7 prósentum í 11,1 prósent frá júní 1997 og útlit er fyrir að það minnki frekar. Vilt þú fara vel með PENINGANA þína ? ? ? Sf: Gleraugnaverslunin SJÓNARHÓLL Hafharfirði & Glæsibæ Frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á íslandi SUISURK SllGMtPP' - á góðu verði - Komum og gerum verðtilboð ÓDÝRI..MARKAÐURINN KNARRARVOGI 4 • S: 568 1190 ÁLFABORGARHÚSINU Óljóst um olíu- útflutning íraka Irösk stjórnvöld, sem hafa stöðvað allan olíuútflutning sinn, gáfu til kynna í gær að þau myndu fallast á að endumýja samning um olíusölu til kaupa á matvælum með sömu skilmálum og nú eru 1 gildi, að því er heim- ildir innán Sameinuðu þjóðanna herma. Saeed Hasan, sendiherra íraks hjá SÞ, bar þó á móti að hann hefði gefíð endanlegt svar. Um er að ræða samning sem gerir Irökum kleift að selja olíu fyrir andvirði tæplega 400 mUlj- arða króna á sex mánaða tímabili til að kaupa matvæli, lyf og aðrar nauðsynjavörur fyrir almenning. Að öðru leyti er viðskiptabann SÞ á írak í fullu gildi. Irakar höfnuðu um helgina tveggja vikna framlengingu áætl- unarinnar og sögðust hættir að flytja út olíu. Við þau tiöindi hækkaði olíuverð á markaði. Gnarinn ehf. , Laugavegi 45, sími 552-2125 og 895-9376. Magnarar frá 7.900 Rafmagnsgítarar frá 16.900 Kassagítarar frá 5.900 ★ ★ ★★ ★ ★ Pakkatilboð Rafmagnsgítar, magnari, snúra og ól, aðeins kr. 22.900. ★ ★ ★★ ★ ★ Standar 1.390 Hljóðkerfí 29.900 Pokar 2.500 Taktmælar 2.700 Full búð af hljóðfærum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.