Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1999, Page 4
4
FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999
Fréttir
sandkorn
Netfang: sandkorn @ff. is
Básafell sagöi upp 15 manna áhöfn á Gylli ÍS á Flateyri:
Kynlíf á gamlárskvöld
M -J
Teflonmaður
Á dögunum varð hvellur út af fót-
boltaferð þingmanna til Færeyja en
skattborgaramir greiddu leigu af
flugvél sem látin var bíða sólarhring
eftb* þingmönnunum. Meðal for-
sprakka liðsins voru
Eyjamennimir Árni
Johnsen og Lúðvík
Bergvinsson. Ámi
reif stólpakjaft við
fjölmiðla en Lúðvík
hljóp í felur enda
rímaði meint barátta
hans gegn spillingu
ekki vel við Fær-
eyjadæmið. Af því tilefni
urðu fleyg ummæli fyrrverandi vara-
þingmanns af Suðurlandi sem sagði
að ferðin til Færeyja sýndi að með
Árna Johnsen hefðu íslensk stjórn-
mál loks eignast teflon-mann en hins
vegar hefði ferill hins skammlífa and-
ófsmanns gegn pólitískri spillingu
líklega náð hátindi sínum í Færeyj-
um...
Hættuhljóð Halldórs
Innan Framsóknar verða háværari
raddir um að Halldór Ásgrímsson
geti hugsað sér að hætta í stjómmál-
um fyrr en seinna. Hann er sagður
kvarta undan yflrgangi sjálfstæðis-
manna, auk þess sem Eyjabakkamál-
ið er að sliga flokkinn.
Þessa dagana bætist
við nýr skandafl þar
sem Ingibjörg
Pálmadóttir þykir
með aflt niðram sig
í fjármálum heil-
brigðisgeirans.
Stóllinn sem Hafl-
dór er sagður horfa
til æ meiri löngunaraugum er
bankastjórastóllinn sem Framsókn á
í Seðlabankanum. Sá gafli er á gjöf
Njarðar að í Framsókn er enginn
augljós arftaki. Margir flokksmenn í
Framsókn telja það ganga guðlasti
næst að orða Finn Ingólfsson við
formennsku eins og hann hefur
spilað úr sínum kortum...
Gestabók
Fjölmargir hafa nú skráð sig á
lista Umhverfisvina sem beijast hat-
rammri baráttu fyrir lögformlegu
umhverflsmati áður en virkjað verð-
ur fyrir austan. Á heimasíðunni Um-
hverfisvinir.is hafa ýmsir lýst yflr
stuðningi við tiltækið þó reyndar séu
nokkrir sem nota þennan vettvang til
að hvetja til þess að virkjað verði
sem fyrst. Meðal nafha sem sand-
komsritari rakst á þegar hann
renndi yflr „gestabók-
ina“ vom Steinunn
Valdís Óskarsdóttir
borgarfulltrúi og
Ámi Þór Sigurðs-
son varaborgarfull-
trúi, Auður Styr-
kársdóttir kven-
réttindakona,
Ágúst Einarsson,
fyrrverandi alþingismað-
ur Samfylkingarinnar á Reykjanesi,
og Stefán Jón Hafsteiii sem segir
sögur af landi þessa dagana...
Raddir fyrirtækja?
Það vakti þó enn meiri athygli
sandkomsritara þegar gestabók Jak-
obs Frímanns og félaga var skoðuð
að flölmargir sem láta skoðun sína í
Ijós á heimasíðunni
senda hana úr vinn-
unni. Ekki er ætlunin
hér að fullyrða að
starfsmennimir hafi
gert þetta í öðm en
hugsunarleysi en
víst er að margir yf-
irmennimir eru
ekki sáttir við að
skoöanir einstakra starfsmanna i svo
hápólitisku máli séu settar fram und-
ir nafni fyrirtækisins. Meðal fyrir-
tækja sem reka má augun í á siðunni
em Mál og menning, Skref fyrir
skref, Spron, Stígamót, Morgunblað-
ið, Flaga og Kögun. Þá hafa starfs-
menn Reykjavíkurborgar, Selfoss og
Kópavogs einnig lýst yfir stuðningi
viö umhverfismat með tölvupósti...
Reiðarslag og ekkert eftir
Það er róinn
lífróður
- segir Halldór Halldórsson bæjarstjóri
inn sem aftur mun tryggja að áhrifamáttur þessa
einstaka kvölds verður framlengdur um marga
mánuði og enda í sannkallaðri mannfjöldaspreng-
ingu á haustmánuðum. Og þar sem foreldramir
verða uppteknir í ofurveislum á veitingastöðum
bæjarins mun ekki vanta næðið til fyrmefndra
æfinga eða næði til að hita upp fyrir ástarleikina
með neyslu göróttra drykkja.
Dagfari skilur ekki þá veisludellu sem gripið
hefur fólk á besta aldri á gamlárskvöld og hefur í
fór með sér að ungt fólki sem hyggur á ástarleiki
um árþúsundamót verður skilið eftir heima. Því
þá mun fleira skjótast á loft en rakettur og blys.
Það segir könnun alþjóðlega smokkaframleiðand-
ans sem hefur áhyggjur af því að öryggið verði
ekki sett á doddinn. Meðan foreldramir slá
heimsmet í finiríi á veitingastöðum bæjarins sjá
unglingamir um að halda heiðri þjóðarinnar á
lofti í kynlífinu - með ófyrirséðum afleiðingum,
ef marka má könnunina.
Ekki kom fram í fyrrnefndri fýsnakönnun
hversu atorkusamt eldra fólk verður í kynlífi um
árþúsundamótin. Og þó stöku par spretti úr spori
eftir veislugleði úti í bæ verða þau afrek fljót að
gleymast því nýtt hlutverk mætir þeim á nýju
ári. Og þar sem lífsreyndir ungir foreldrar munu
ólmir vilja halda heiðri þjóðarinnar í ofurveislu-
höldum á lofti að ári senda þeir hvítvoðungana í
pössun til afa og ömmu. Meðan þeir sofa værum
blundi fær gamla settið einstakt tækifæri til að
tryggja títtnefnt heimsmet í sínum aldursflokki.
Dagfari
ísfirskir hluthafar Básafells vilja endurvekja togaraútgerð:
DV, ísafirði:
í dag klukkan 14.00 voru hluthafar
Básafells á ísafirði boðaðir til fundar
að frumkvæði bæjarstjóra. Ekkert er
gefið upp um fundarefnið en sam-
kvæmt heimildum DV er hugmyndin
m.a. að ræða enduvakningu Togaraút-
gerðar ísafjarðar og hugsanleg kaup á
togaranum Skutli.
„Það má segja að það sé lífróður
sem nú er róinn,“ sagði Halldór Hall-
dórsson, bæjarstjóri ísaflarðarbæjar,
um fundinn sem halda átti i dag.
„Það er átakanlegt að lifa við
þetta,“ segir Pétur Sigurðsson, for-
maður verkalýösfélagsins Baldurs á
ísafirði. „Það hljóta allir að fmna til
Næstum helmingur
ungs fólks hefur hugsað
sér að enda fagnaðinn
um árþúsundamótin með
því að stunda kynlíf.
Þetta kemur fram í al-
þjóðlegri könnun á veg-
um alþjóðlegs smokka-
framleiðanda. Töldu 46%
aðspurðra á aidrinum 16
til 21 árs líklegt að þeir
mundu njóta ásta þetta
kvöld. Kanadabúar virð-
ast heldur betur til í
tuskið en þar segja 63%
að kynlífið verði í háveg-
um haft á gamlárskvöld.
Könnun alþjóðlega
smokkaframleiðandans
leiddi ekki aðeins í ljós
að ungt fólk um heim all-
an mun gera dodo á
gamlárskvöld heldur af-
hjúpaði hún að stór hluti
þess hunsar öruggt kynlíf, setur öryggið ekki á
oddinn. Er það umhugsunarvert í ljósi þess að
30% hinna kynhvötu ungmenna telja að þau
muni njóta ásta með nýjum félaga og að 7% hafa
hugsað sér að missa svein- eða meydóminn þessa
nótt.
Ekki fylgir sögunni hve stór hluti íslenskrar
æsku ætlar sér að iðka kynlíf á gamlárskvöld. En
þar sem Frónbúar eru alltaf heimsmeistarar þeg-
ar tölfræði er annars vegar kæmi engum á óvart
þó meirihluti æskufólksins hér á landi hefði
ákveðið að gefa sig kynhvötinni á vald í kjölfar
milljarða rakettuorgíu. Enda rökrétt framhald af
þeim hamagangi sem heltaka mun himinhvolfin.
Og svo enn sé vitnað til heimsmetaáráttu íslend-
inga munu margir gleyma að setja öryggið á odd-
- nema banki, pósthús, sundlaug og séra Gunnar, segir Aðalsteinn Rúnar Friðþjófsson skipstjóri
með þvi starfsfólki sem veit raunvem-
lega ekki um það að morgni hvort það
kemst í gegnum daginn án þess að fá
uppsagnabréf. Mér finnst yfirvöld
bæjarins ekki hafa haldið vöku sinni.
Ég hef verið stimplaður allsherjar
nöldrari og röflari þegar ég hef verið
að vara við hvað væri að gerast. Mér
þykir það því mjög miður aö það virð-
ist allt hafa gengið eftir sem ég hef
verið að spá. Ég vildi sannarlega að ég
hefði haft á röngu að standa. Menn
þurfa nú að leggja til um milljarð til
að endurreisa Togarafélag Isfirðinga,
kaupa Skutul til baka og fá 2.500
tonna kvóta,“ sagði Pétur Sigurðsson.
-HKr.
Pétur Sigurðsson á skrifstofu sinni.
DV-myndir Hiimar Þór
DV, Flateyri
„Þetta er dapur dagur í dag. Full-
veldisdagurinn 1. desember er
kannski ekki besti dagurinn til að
horfa upp á þetta,“ sagði Aðalsteinn
Rúnar Friðþjófsson, skipstjóri á
Gylli ÍS frá Flateyri, i gær en hann
fékk uppsagnabréf eins og aflir skip-
verjarnir 15 á Gylli á þriðjudaginn.
Auk þess að skipverjunum hefur
verið sagt upp hefur starfsfólki
Básafells í landi einnig verið sagt
upp enda áformað að leysa fyrirtæk-
ið upp. Eigendur Básafells á Flat-
eyri undir forystu Einars Odds
Kristjánssonar alþingismanns og
Hinriks Kristjánssonar vinnslu-
stjóra vinna hörðum höndum að því
að kaupa eignimar en talið er að
þeim sé erfitt að flármagna kaupin
vegna lítils flármagns. Þetta er ann-
að stóráfallið sem dynur á Flateyr-
ingum en nýverið var kúfiskvinnslu
Skelfisks lokað og það fyrirtæki
stendur í nauðasamningum öðru
sinni á skömmum tíma. Þar kemur
Aðalsteinn Rúnar, skipstjóri á Gylli
ÍS, í brúarglugganum, rýnir út í
óvissuna með uppsagnarbréfið í
vasanum. DV-mynd Hilmar Þór.
Einar Oddur einnig við sögu sem
aðaleigandi.
„Þetta er kannski ekki mesta
kjaftshöggið fyrir okkur hér um
borð miðað við byggðina og íbúana
hér í kring. Þetta er reiðarslag fyrir
fólkið. Afkoma staðarins á vetrum
er byggð á aflanum af þessu skipi.
Þegar það er ekki lengur til staðar
er voðalega lítið við að vera. Trifl-
urnar geta ekki sótt sjóinn nema
stopult á vetrum. Menn gera ekki út
70 manna vinnustað út á eitthvað
sem þeir vita ekki hvað er. Þá er
það sérstaklega leiðinlegt fyrir land-
verkafólkið að eiga það yfir höfði
sér að 1. janúar sé allt búið og ekki
taki neitt annað við en atvinnuleys-
isbætur. Þetta er jafnvel fólk sem
hefur ekki efni á því að flytja burtu.
Hér er ekki á neinu að byggja leng-
ur og engu að treysta. Hér verða
ekki nema þrjár eða flórar trillur
yfir veturinn, banki, pósthús, sund-
laug og séra Gunnar,“ sagði Aðal-
steinn Rúnar skipstjóri. -HKr.