Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1999, Blaðsíða 19
ÍTMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 27 Fréttir Stúlkan sem kæröi líkamsárás dyravarðar: Varanlega sjónskert - lá á spítala í fjóra daga „Ég fór með hana til augnlæknis á laugardaginn og hún verður veru- lega sjónskert. Læknirinn gaf henni enga von,“ segir Kristbjörg Magnús- dóttir, móðir Söru Lífar Stefánsdótt- ur, sautján ára stúlku úr Keflavík, sem kært hefur meintar misþyrm- ingar dyravarðar á Café Amsterdam. Sara Líf mun því bíða alvarlegt og varanlegt tión á sjón sinni vegna áverka sem hún segist hafa hlotið í Kýr slapp Sá spaugilegi atburður átti sér staö á Hvammstanga í fyrradag að kýr slapp þegar flytja átti hana í sláturhúsið og þurfti íjölda manns til að elta hana og koma henni til slátrara. Sjónarvottar á staðnum voru á því að um mjög skondna sjón hefði verið að ræða. Að sögn Guðmundar Gíslasonar sláturhús- stjóra slapp beljan af kerrunni sem hún var flutt á og hljóp inn í þorp- ið og tók um tíu mínútur að ná henni. „Þetta er í fyrsta skipti sem þetta kemur fyrir hjá okkur en hjá öðrum hér í bænum fór káifur eitt sinn í sjóinn og synti fram í fjörð." Kýrin var leidd til slátrunar eftir flóttann. Það varð heimsfrétt fyrir mörg- um árum þegar kýrin Sæunn synti yfir Önundarfjörð á flótta undan slátrara. Sæunn var heppnari en Hvammstangakusa því bóndinn að Kirkjubóli í Önundarfirði gaf henni lif og ól hana árum saman. -hdm samskiptum við dyravörð- inn. Kristbjörg segir augnbotn hafa brotnað og sjóntaug farið mjög illa í Söru Lif auk þess sem augasteinn hennar sé og muni verða óeðlilega stór. „Hún sér að- eins útlínur og ekkert ann- að með hægra auganu,“ seg- ir hún. Þá fóru sundur taug- ar í andliti og stúlkan verð- ur lömuð að hluta til við munnvik. Sara Líf var á ferð í höf- uðborginni ásamt unnusta sinum og fleira fólki laugar- dagskvöldið 20. nóvember (ekki fóstudagskvöldið 19. eins og missagt var í frétt DV af málinu) en atburð- urinn átti sér stað klukkan tvö eftir Sara Líf Stefáns- dóttir var illa út- leikin eftir heim- sókn á Café Amsterdam. miðnætti aðfaranótt sunnudagsins. Hún hlaut slæmt spark í andlit og mikið glóðarauga en þegar blæða tók inn á augað var hún lögð inn á sjúkrahús á þriðjudag þar sem hún dvaldi i fjóra daga. Kristbjörg segir dóttur sína nýverið hafa látið draum ræstast og keypt sér mótorhjól en hún aki því ekki framar. „Ég skil ekki hvemig fullorðinn karlmaður getur ráðist svona á litla písl eins og Sara er, bara 47 kíló,“ seg- ir Kristbjörg. Lögreglan í Reykjavik mun hafa sett rannsókn málsins í forgang. -GAR Sveitarfélög og Háskólinn á Akureyri: Víðtæk samvinna Nýlega var undirritaður ramma- samningur Dalvíkurbyggðar, Ólafs- fjarðarbæjar og Hríseyjarhrepps ann- ars vegar og Háskólans á Akureyri hins vegar um sérfræðiþjónustu á sviði skólamála og ýmsum samstarfs- verkefnum. I samningnum er kveðið á um að hann tryggi sveitarfélögunum aðgang að sérfræðibókasöfnum og kennslu- gagnasafni. Einnig er í samningnum kveðið á um að endurmenntun kenn- ara og símenntun verði efld og rann- sóknir í uppeldis- og kennslufræðum auknar verulega. Á móti kemur að sveitarfélögin skuldbinda sig til að taka á móti kennaranemum, bæði á leikskóla- og grunnskólastigi, er stunda nám við Háskólann á Akureyri og veita þeim starfsþjálfun. Samning- urinn tekur ekki til þeirra þátta sér- fræðiþjónustu er lúta að sálfræðilegri og læknisfræðilegri greiningu náms- þroska og samskiptavandamála ein- stakra bama og verður leitast við að fullnægja skyldum í þeim efnum með því að efla félagsþjónustu í Dalvíkur- byggð og Ólafsfirði. -hiá. Samfylkingarfélagið f Reykjaneskjördæmi var stofnað í fyrrakvöld og var Ásta Richardsdóttir kjörin formaður þess. Á myndinni sjást gamalreyndir kratar, Guðmundur Oddsson og Rannveig Guðmundsdóttir, stinga saman nefjum á stofnfundinum. Einungis er eftir að stofna samfylkingarfélag í Reykjavík en það verður gert á laugardag. DV-mynd Teitur 6cfty+öld'>tf' bíl'Jf*1' netfang: planið.is MMC Pajero 28 TDi, árg. '96, ek. 109 þús. km, ssk. Verð 2.760.000 VW Passat, árg. '98, ek. 42 þús. km, ssk., álfelgur. Verð 1.870.000 Missan Micra, árg. '97, ek. 33 þús. km, álfelgur o.fl. Verð 870.000 ✓I? ttol'hgdKÍPa, Cherokee Grand Orvis, árg. '97, ek. 70 þús. km. Verð 3.990.000 Toyota Land Cruiser 90 GX, árg.'98, ek. 28 þús. km, ssk. Verð 3.190.000 Opel Vectra CD 2,0, árg. '98, ek. 25 þús. km, ssk., álfelgur, topplúga. Verð 1.970.000 VW Polo, árg. '95, ek. 47 þús. km, CD o.fl. Verð 730.000 Tilboð 630.000 Kia Grand Sportage, 31“ álfelgur, ssk. Verð 2.150.000 M. Benz E230, árg. '96, ek. 56 þús. km, ssk., o.fl. Verð 3.390.000 Opel Corsa, árg. '98, ek. 16 þús. km, álfelgur o.fl. Verð 980.000 Honda CRV, árg. '98, ek. 19 þús. km, ssk., m/öllu. Verð 2.190.000 VW Golf Comfortline, árg. '99, ek. 10 þús. kcn, álfelgur. Verð 1.700.000 Kia Grand Sportage, árg. '98, ek. 31 þús. km, álfelgur, 5 g. Verð 1.850.000 Tilboð 1.650.000 Cherokee Grand LTD, árg. ‘99, ek. 5 þús. km, topplúga. Verð 5.500.000 Tilboð 4.800.000 MMC Spacewagon, árg. '98, ssk., 4,0 vél. Verð 1.350.000 Peugeot 406 st., árg. '99, ek. 3 þús. km, 7 manna. Verð 1.590.000 Planið er afgirt og vaktað allan sólarhringinn og á Planinu er hliðinu lokað milli kl. 22 og 07,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.