Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1999, Blaðsíða 18
26 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 Sviðsljós Jodie með sléttan hring Nú velta bandarísku slúðurblöðin því fyrir sér hvort leikkonan og leik- stjórinn Jodie Foster sé trúlofuð eða jafnvel búin að gifta sig. Leikkonan feimna er nefnilega komin með slétt- an gullhring á baugfingur vinstri handar. Þetta sést á forsíðu nýjasta tölublaðs tímaritsins W. Það sem kyndir undir vangavelt- urnar er að vinkona Jodie, Cydney Bernard, sem er 46 ára, ber nákvæm- lega eins hring. Nú er liðin fimm ár frá því að þær stöllur hittust fyrst. Það var við tökur á kvikmyndinni Somersby. Sagt er að þær Jodie og Cydney hafi verið óað- skiljanlegar síðan. Bandariskir íjölmiðlar greindu frá því á sínum tíma að það hafi verið Cydney og enginn annar sem var hjá Jodie og studdi hana og hvatti þegar hún fæddi soninn Charles i heiminn. Jodie hefur aldrei gefið upp hver fað- ir þess stutta er. Felipe ætlar að flytja úr fjöl- skylduhöllinni Krónprins Spánar, Felipe, sem er orðinn 32 ára, ætlar nú að flytja úr höllinni sem spænska konungsfjölskyldan býr í. Spænskir fjölmiðlar túlka þessa ákvörðun prinsins á þann veg aö hann sé að undirbúa brúðkaup sitt og norskrar fyrirsætu, Evu Sannum. Felipe ætlar að flytja inn í ný- byggt hús í minna en kílómetra fjarlægð frá konungshöllinni í Zarzuela, norðvestan við Ma- dríd. Krónprinsinn flytur síðast- ur að heiman af þremur börnum spænsku konungshjónanna. Eldri systur Felipe, Elena og Cristina, eru báðar giftar. Vangaveltumar um brúðkaup Felipes og Evu hafa verið svo miklar að spænska hirðin hefur séð ástæðu til að tjá sig um mál- ið. Talsmaður hirðarinnar sagði að um flutning væri að ræða en ekki brúðkaup. Spænski prinsinn hefur í tvö ár verið orðaður við norsku fyr- irsætuna Evu Sannum sem er 24 ára. Núna í haust fór Felipe í heimsókn til Óslóar. Viku seinna voru Eva og Felipe kom- in í fri saman til Parisar. Að sögn sjónarvotta, sem sáu skötu- hjúin á veitingastööum og næt- urklúbbum, fór ekki milli mála að þau eru ástfangin. Felipe og Eva eru einnig sögð hafa verið saman í fríi i ágúst siðastliðnum á Maldíveyjum. Victoria kryddpía segist ekkert of horuð: Sérréttur mömmu gömlu í kvöldmat Kryddpían Victoria segir að því fari fjarri að hún sé of horuð eða þjá- ist af lystarstoli og öðrum átröskun- um. Því til staðfestingar sagðist hún hafa fengið sér tvær skálar af morgun- korni í morgunmat, tvær kjúklinga- bringur og grænmeti í hádegismat og sérréttinn hennar mömmu gömlu í kvöldmat. Og allt á einum og sama deginum, síðastliðinn þriðjudag. „Ég er ekki með lystarstol. Ég er ekki með lotugræðgi. Ég er ekki eins og beinagrind. Ég er fimmtíu kíló, vel á mig komin og hefur aldrei liðið bet- ur,“ segir Victoria í viðtali við breska blaðið Mirror á miðvikudag. Bresku slúðurblöðin hafa síðustu daga verið yfirfull af fréttum um holdafar kryddpíunnar. Þykir mönn- um sem stúlkan sé helst til mögur og sé þar af leiðandi ekki góð fyrirmynd ungra stúlkna sem reyna hvað þær Krydd-Victoria svarar fullum hálsi þeim sem segja hana of horaða. geta til að líkjast eftirlætisstjörnunum sínum. Og hún gerir sér fullkomlega grein fyrir því. Þess vegna ákvað hún að ganga fram fyrir skjöldu og svara fyrir sig. „Ég ber mikla ábyrgð sem fyrir- mynd annarra stúlkna. Sumir ungir aðdáendur minir fá kannski einhverja vitleysisflugu í höfuðið. Ég vil því fá þetta á hreint,“ segir poppsöngkonan og fótboltamannseiginkonan. Victoria viðurkennir að vísu að hún hafi lést um tæp sjö kíló frá því sonurinn Brooklyn fæddist fyrir átta mánuðum. „En ég hef ekki breytt mataræðinu neitt," segir hún. Upphaf holdarfarsumræðunnar má rekja til blaðsins Mail sem birti með- al annars mynd af Victoriu þar sem hún var að koma úr veislu. Af þeirri mynd að dæma er stúlkan grindhor- uð. Ekki svo, segir hún. Madonna keypti hús í London á hálfan milljarð ■ Söngkonan Madonna þurfti að greiða rúman hálfan milljarð ís- lenskra króna fyrir nýja húsið sitt í London. Að sögn blaðsins USA Today keypti Madonna fimm hæða hús beint af óþekktum seljanda. í kringum húsið er stór og glæsi- legur garður og einkahönnuður söngkonunnar er nú upptekinn við að skipuleggja breytingar á honum. í húsinu er fimm svefnherbergi og fylgir baðherbergi þremur þeirra. Madonna hafði leitað í rúmt ár að rétta húsinu. Hún er reyndar ekki eina stjarnan í hverfmu því David Bowie býr ekki langt frá. Sam- kvæmt fréttum BBC er Madonna hrifin af lífsstíl, húmor og menn- ingu Breta. Hún hyggst greinilega dvelja áfram í heimsborginni þvi hún hefur þegar innritaö dóttur sína i einn af finustu skólum London. Kvikmyndaleikkonan Sharon Stone gantaðist aðeins við Ijósmyndarana þegar hún mætti, ásamt eiginmanninum, ritstjóranum Phiilip Bronstein, til hátíðarsamkomu til styrktar rannsóknum á alnæmi. Sharon var sérstaklega heiðruð á samkomunni fyrir framlag sitt til baráttunna gegn sjúkdóminum. Margt annað frægra manna og kvenna var á samkomunni. A Grýlukerta sena Mikið úrval af Ijósaseríum, aðventuljósum og perum í ýmsum gerðum 200 ljosa 1.990 kr. HIISASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is I>V Rafgellan og Rodman sleppa Rafmagnsgellan Carmen El- ectra og körfuboltaeiginmaður- inn hennar, hinn litforótti Denn- is Rodman, sluppu með skrekk- inn í vikunni þegar dómari ákvað að sækja þau ekki til saka fyrir heimilisofbeldi. Hjónakorn- in höfðu lent í heljarinnar rifr- ildi á hóteli einu í Miami Beach og þurfti að kalla á lögreglu til að skakka leikinn. Dennis og Carmen voru leidd burtu i jám- um og þurftu að dúsa á löggu- stöðinni í nokkrar klukkustund- ir. Carmen lék eitt sinn í Strand- vörðum og Rodman tróð körfu fyrir Chicago Bulls. Banderas vill engan móðga SpænsRi hjartaknúsarinn Ant- onio Banderas telur litlar líkur á því að kristnir menn muni móögast yfir efnisþræði nýjustu myndarinnar hans, Líkamanum. Þar leikur Spanjólinn prest sem fer til landsins helga tfi að rann- saka fund á líkama Krists, eða svo telja menn vera. „Maður veit aldrei en við erum bara að reyna að vera heiðarleg," sagði Band- eras i hléi frá myndatökunum í mannþrönginni á markaðstorg- inu í Jerúsalem. Finnskir vonast til að sjá Pamelu Níu hundruð finnskir ættingj- ar kynþokkabombunnar Pamelu Anderson gera sér vonir um að stórstjaman heiðri þá með nær- veru sinni á ættarmóti sem hald- ið verður í Finnlandi næsta sum- ar. Talsmaður fjölskyldunnar sagði að Pamela hefði afþakkað boð um að koma á fjölskyldumót- iö 1995 en nú yrði reynt aftur. Langafi Píunelu, Juho Hyyti- ainen, fiutti frá Finnlandi til Kanada árið 1908 og skipti skilj- anlega um nafn jægar hann var orðinn nítján ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.