Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1999, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1999, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 Útlönd Stuttar fréttir * Heimastjórn N- írlands tekur við völdum Lögin um framsal valds til heimastjómarinnar á N-írlandi gengu í gildi á miðnætti í nótt og heldur heimastjórnin sinn fyrsta fund í Stormontkastala í dag. Nýr menntamálaráðherra n- írsku heima- stjórnarinnar, Martin McGu- innes, sem er fyrrverandi leiðtogi IRA, írska lýðveld- ishersins, sagði í gær að unnið væri að afvopnun lýð- veldishersins. Búist er við að IRA útnefni í dag samningamann í afvopnun- arviðræðunum. Talsverðrar tor- tryggni gæti i garð McGuinnes og í gær gengu um 200 mótmæl- endur út úr skóla til að mót- mæla ráðningu hans í embætti menntamálaráðherra. Baskaflokkur gagnrýnir vopnahlésrofið Aðskilnaðarhreyfing Baska, ETA, sætir nú gagnrýni úr eigin röðum vegna ákvörðunarinnar um að rjúfa eins árs vopnahlé. í yfirlýsingu í gær frá flokkn- um Herri Batasuna, sem er pólítískur armur ETA, segir að ekki ráði nokkur vafi á því að Baskar vilji og þurfi frið auk þess sem þeir krefjist friðar. Flokkurinn lýsti því jafnframt yfir að hann tæki þátt í fimm mínútna þögulum mótmælaað- gerðum gegn ákvörðun ETA sem stjóm Baskahéraðs hefur hvatt tll. Er þetta í fyrsta sinn sem Herri Batasuna tekur afstöðu með spænskum flokkum gegn ETA sem hóf vopnaða baráttu sína 1968. Clinton Bandaríkjaforseti á fundi WTO: Hlustað verði á mótmælendurna Bill Clinton Bandaríkjaforseti for- dæmdi í gær ofbeldisaðgerðir and- stæðinga frjálsrar verslunar í tengslum við fund Heimsviðskipta- stofnunarinnar (WTO) í Seattle i Bandaríkjunum. Hann sagðist hins vegar vera sammála þeim, sem með friðsamlegum hætti, krefðust þess að utanaðkomandi fengju að fylgjast með samningaviðræðunum. „Ég fagna þeim sem koma hingað með friði til að láta í sér heyra af því að ég vil að þeir verði með í um- ræðunni þegar til lengri tíma er lit- ið,“ sagði Clinton í ræðu sem hann hélt yfir bændum í Seattle. „Ég fordæmi hins vegar þá sem komu hingað til að brjóta rúður og valda smáfyrirtækjum skaða eða til að koma í veg fyrir að menn kæmust á fundi eða gætu sagt skoð- anir sínar.“ Borgarstjórinn í Seattle lýsti aft- ur yfir útgöngubanni í borginni UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Hávegur 5, vesturendi, þingl. eig. Jón Steinar Ragnarsson, gerðarbeiðandi sýslu- maðurinn í Kópavogi, þriðjudaginn 7. desember 1999, kl. 14.00. SÝSLUMAÐURINN í KÓPAVOGI klukkan sjö í gærkvöld eftir átök mótmælenda og lögreglu, annað kvöldið í röð. Mótmælendurnir halda þvi fram að frjáls heimsversl- un skaði umhverfið og verði til þess að störf séu lögð niður. Lögreglan króaði stuttlega af hót- elið þar sem Clinton dvelur vegna táragasskýs úti fyrir. Clinton kom á hótelið örstuttu áður en því var lok- að. Clinton, sem einnig hitti að máli leiðtoga ýmissa verkalýðsfélaga og umhverfisverndarsamtaka, hvatti WTO til að hlusta á mótmælend- urna. „Ef WTO væntir þess að stuðning- ur almennings við verk okkar fari vaxandi, verður almenningur að fá að sjá og heyra, og í raun taka þátt í málsmeðferöinni," sagði Clinton í hádegisverðarboði með ráöherrum 135 aðildarlanda WTO. „Það er eina leiðin fyrir hann til að vita að sanngimi sé viðhöfð og að áhyggjuefnum hans sé að minnsta kosti gefinn gaumur," bætti Clinton svo við. Umhverfissinnar sem hittu Clint- on að máli báru lof á þá viðleitni hans að gera alla viðskiptasamn- inga gagnsærri. Clinton sagði að eitt markmið viðræðnanna væri að opna fátæk- ustu ríkjum heims leið inn í efna- hagshringiðuna. Hann sagði eina bestu leiðina til þess vera að taka atvinnumál og umhverfismál fyrir í samningaviðræðunum. „Ég tel aö WTO verði að ganga úr skugga um það að aukið frjálsræði í viðskiptum verði til þess að bæta lífskjörin, virða grundvallarvinnu- reglur, sem eru nauðsynlegar ekki aðeins réttindum verkamanna, heldur líka mannréttindum," sagði Bill Clinton Bandaríkjaforseti í Seattle í gær. Handjárnaður andstæðingur Heimsviðskiptastofnunarinnar bíður þess að lögreglan flytji hann burt úr miðborg Seattle í Bandaríkjunum þar sem fram fara viðræður um aukið frjálsræði í heimsviðskiptum. Tii mikilla mótmæla kom í gær, annan daginn í röð, og lýsti borgarstjóri Seattle aftur yfir útgöngubanni frá klukkan 19. Lengri sókn í Tsjetsjeníu Varnarmálaráðherra Rúss- lands, Igor Sergejevj telur að sókninni gegn múslímum í Tsjetsjeníu verði lokið innan þriggja mánaða. Áður höfðu Rúss- ar gert ráð fyrir að stríðinu lyki fyrir áramót. Reyna stjórnarmyndun Viktor Klima, kanslari Austur- rikis, verður beðinn að mynda nýja stjórn. Bú- ist er við að Klima, sem er jafnaðarmaður, fái umboö til stjómarmynd- unar á fundi með Thomas Klestil 9. des- ember. Klima hefur mistekist að fá fyrrum samstarfsflokk sinn, Þjóðarflokkinn, til nýs samstarfs. Búist er við að kanslarinn myndi minnihlutastjórn. Hann útilokar stjómarmyndun með flokki Jörgs Haiders, Frelsisflokknum, sem varð sigurvegari í kosningunum. Skipulögðu fjöldamoró Þrír þýskir unglingar, sem höt- uðu kennara sína og skólafélaga, skipulögðu fjöldamorð í skóla sín- um í Deggendorf í Bæjaralandi koniandi vor. Unglingarnir ætl- uðu að ræna banka og kaupa sprengjur fyrir ránsféð. Kynlífsþrælar I Bosníu Stúlkur, sem fluttar hafa verið nauðugar frá A-Evrópu, eru neyddar til að starfa í vændishús- um nálægt stöðvum alþjóðlegra friðargæsluliða 1 Bosníu, að því er haldið er fram í danska blað- inu Kristeligt Dagblad. Skotinn eftir gagnrýni Mouayiwah Masri, fulltrúi í löggjafarráði Palestínumanna, var skotinn í fæturna fyrir utan heimili sitt á Vesturbakkanum í gær. Masri er einn þeirra sem gagnrýnt hafa Arafat Palestínu- leiðtoga fyrir að hafa hvatt til spillingar innan stjómar Palest- ínu. Mótmæli gegn Milosevic Tvær stríðandi stjómarand- stöðufylkingar í Serbíu efndu í gær í fyrsta sinn til sameiginlegra mótmæla gegn Milosevic forseta. Hann hefur hindrað flutning elds- neytis frá Evrópusambandinu til borga þar sem stjómarandstaðan fer með völd. Margir vilja gera það Nærri helmingur allra ung- menna í heiminum bindur miklar vonir við að kynmök verði hluti af hátíðarhöldunum um komandi þúsaldamót. UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, sem hér segir á eftir- ________farandl eignum:_________ Aflagrandi 22, Reykjavík, þingl. eig. Margrét Sigmarsdóttir, gerðarbeiðandi fbúðalánasjóður, mánudaginn 6. desem- ber 1999, kl, 10.00.____________ Asparfell 8, 72,83 fm 3ja herb. íbúð á 3. hæð m.rn., merkt C, ásamt geymslu í kjallara, merkt C-3 (0031), Reykjavík, þingl. eig. Steinunn Þórisdóttir og Björn S. Jónsson, gerðarbeiðandi Islandsbanki hf., höfuðst. 500, mánudaginn 6. desem- ber 1999, kl. 13.30.____________ Álftamýri 12, 3ja herb. íbúð á 3. hæð t.v., Reykjavík, þingl. eig. Sólveig Bjarney Daníelsdóttir og Bjamey Kristín Ólafs- dóttir, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, mánudaginn 6. desember 1999, kl. 10.00. Árvellir úr landi Skrauthóla, Kjalamesi, þingl. eig. Árvellir ehf., gerðarbeiðandi Ferðamálasjóður, mánudaginn 6. desem- ber 1999, kl. 10.00.____________ Barónsstígur 2, merkl 010201, hótelíbúð á 1. hæð m.m., Reykjavík, þingl. eig. Neskjör ehf., gerðarbeiðendur Byko hf. og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., mánu- daginn 6. desember 1999, kl. 13.30. Byggðarholt la, Mosfellsbæ, þingl. eig. Lárus Eiríkur Eiríksson og Gróa Karls- dóttir, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, mánudaginn 6. desember 1999, kl. 13.30. Einarsnes 42, 1. hæð í timburhúsi nt.m., Reykjavík, þingl. eig. Anna Jóna Karls- dóttir, gerðarbeiðendur Ingvar Helgason hf., fbúðalánasjóður og Ríkisútvarpið, mánudaginn 6. desember 1999, kl. 13.30. Engjasel 75, Reykjavík, þingl. eig. Helga Jónatansdóttir og Björgvin Þórisson, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, ntánu- daginn 6. desember 1999, kl. 10.00. Engjateigur 17, eining á 1. hæð í S-hluta V-álmu, Reykjavík, þingl. eig. Ráð og rekstur ehf., gerðarbeiðendur Búnaðar- banki íslands hf., Eignarhaldsfél. Al- þýðubankinn hf., Tryggingamiðstöðin hf. og Vátryggingafélag Islands hf., mánu- daginn 6. desember 1999, kl. 10.00. Fannafold 160, Reykjavík, þingl. eig. Nanna Björg Benediktz og Guðmundur Birgir Stefánsson, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður, íslandsbanki hf., höfuð- stöðvar 500, Lífeyrissjóður verslunar- manna og Tollstjóraskrifslofa, mánudag- inn 6. desember 1999, kl. 10.00. Flétturimi 16, fbúð á 2. hæð t.v. m.m., merkt 0201, ásamt bílastæði í bíla- geymslu 00-02, Reykjavík, þingl. eig. Oddur F. Sigurbjömsson og Guðrún Kristinsdóttir, gerðarbeiðandi Ibúðalána- sjóður, mánudaginn 6. desember 1999, kl. 10.00.______________________________ Flétturimi 30, hluti 0301, 83,6 fm á 3. hæð ásamt hlutdeild í sameign, Reykja- vík, þingl. eig. Sigrún Lilja Jónsdóttir, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, mánu- daginn 6. desember 1999, kl. 10.00. Frakkastígur 12a, íbúð á 2. hæð m.m., merkt 0204, Reykjavík, þingl. eig. Amar Sveinsson, gerðarbeiðendur Ibúðalána- sjóður og Lífeyrissjóður sjómanna, mánudaginn 6. desember 1999, kl. 13.30. Frostafold 175, 4ra herb. íbúð á 2. hæð, merkt 0202, hluti af nr. 173-179, Reykja- vík, þingl. eig. Þórey Jóhanna Pétursdótt- ir, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, mánudaginn 6. desember 1999, kl. 10.00. Garðhús 10, 4ra herb. íbúð á 2. hæð t.v., merkt 0201, og bílskúr nr. 0104, Reykja- vík, þingl. eig. Stefán Jónsson, gerðar- beiðandi Búnaðarbanki íslands hf., mánudaginn 6. desember 1999, kl. 10.00. Gaukshólar 2,74,7 fm íbúð á 4. h., merkt 0401, m.m., að Gaukshólum 2-4, Reykjavík, þingl. eig. Sigríður Jóhanns- dóttir, gerðarbeiðandi Gaukshólar 2, hús- félag, mánudaginn 6. desember 1999, kl. 10.00. Gnoðarvogur 44, skrifstofa á 2. hæð t.v. m.m., Reykjavík, þingl. eig. Styr ehf., gerðarbeiðandi Svanur ehf., mánudaginn 6. desember 1999, kl. 10.00. Grettisgata 98, 5 herbergja íbúð á 2. hæð, merkt 0201, Reykjavík, þingl. eig. Hrafn- hildur Guðmundsdóttir, gerðarbeiðandi fslandsbanki hf., útibú 526, mánudaginn 6. desember 1999, kl. 13.30. Hellusund 6, 100,1 fm íbúð á 1. h. og 30,1 fm í kjallara, Reykjavík, þingl. eig. Lynn Christine Knudsen, gerðarbeiðend- ur íbúðalánasjóður, Ríkisútvarpið, Sam- vinnusjóður Islands hf. og Tollstjóraemb- ættið, mánudaginn 6. desember 1999, kl. 10.00. Hofteigur 23, 2ja herb. kjallaraíbúð, ósamþykkt, Reykjavík, þingl. eig. Erla Hannesdóttir, gerðarbeiðandi Lífeyris- sjóðurinn Lífiðn, mánudaginn 6. desem- ber 1999, kl. 10.00. Hvassaleiti 123, Reykjavík, þingl. eig. Kristján Skúli Sigurgeirsson og Þorgerð- ur Erlendsdóttir, gerðarbeiðandi Lífeyris- sjóður starfsmanna ríkisins, B-deild, mánudaginn 6. desember 1999, kl. 10.00. Kambsvegur 18, verslunarpláss á 1. hæð t.h., merkt 0102, Reykjavík, þingl. eig. Amar Hannes Gestsson, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 6. des- ember 1999, kl. 10.00. Laugavegur 147a, 3ja herbergja íbúð á 2. hæð m.m., Reykjavík, þingl. eig. Frímann Sigumýasson, gerðarbeiðendur fbúða- lánasjóður og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, B-deild, mánudaginn 6. desem- ber 1999, kl. 13.30._________________ Logafold 162, Reykjavík, þingl. eig. Stef- án Friðberg Hjartarson og Aslaug Guð- mundsdóttir, gerðarbeiðendur íbúðalána- sjóður og Lífeyrissjóður starfsmanna rík- isins, B-deild, mánudaginn 6. desember 1999, kl. 10.00._____________________ Njálsgata 25, 1. hæð, Reykjavík, þingl. eig. Guðlaugur Kristján Júlíusson, gerð- arbeiðandi Ibúðalánasjóður, mánudaginn 6. desember 1999, kl. 10.00. Snekkjuvogur 15, íbúð á aðalhæð og ris, Reykjavík, þingl. eig. Ágústa Einarsdótt- ir, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki fslands hf., mánudaginn 6. desember 1999, kl. 10.00._______________________________ Sogavegur 196, Reykjavík, þingl. eig. Rögnvaldur Jónsson og Ásdís Guð- mundsdóttir, gerðarbeiðandi Lífeyris- sjóðurinn Framsýn, mánudaginn 6. des- ember 1999, kl. 13.30. Þingás 41, Reykjavík, þingl. eig. Sigur- steinn Þorsteinsson og Regína Óskars- dóttir, gerðarbeiðandi íslandsbanki hf., höfuðst. 500, mánudaginn 6. desember 1999, kl. 13.30._____________________ SýSLUMAðURINN í REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.