Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1999, Síða 11
.
%enning«
FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999
Sprelllifandi ævisaga
Ákaflega þótti mér gaman að lesa ævisögu
Sveins Þormóðssonar blaðaljósmyndara sem
fyrir löngu er orðinn að goðsögn í lifanda
lífi. Það kom mér þægilega á óvart hversu
margbrotin frásögnin er. Þó meginstef bók-
arinnar sé auðvitað líf og störf söguhetjunn-
ar eru ofin um það tvenn tilbrigði sem gera
bókina snöggtum merkilegri heimild en
sagnaritarinn og Sveinn hafa líklega ætlað í
upphafi.
Söguhetjan er nefnilega svo mikið Reykja-
víkurbam að hann tollir ekki einu sinni í
sveit nema á gömlum bæ í jaðri borgarinnar
þar sem nú stendur Kringlan. Öðrum þræði
verður frásögnin því líka sagan af því hvem-
ig Reykjavík óx og breyttist. Sú saga er sögð
undir ákaflega skemmtilegu sjónarhomi
manns sem er í senn gamall fréttahaukur og
auk þess svo einlægur í sálinni að hann
skynjar hið sögulega og einstaka í því sem
okkur hinum finnast marklítil smáatriði
þangað til þau eru flutt okkur í öðrum um-
búðum.
Bókmenntir
Össur Skarpháðinsson
Hitt tilbrigðið eru merkilegar svipmyndir
sem brugðið er upp af þróun fjölmiðlanna.
Söguhetjunni er hálfvegis brugðið þegar
hann fer af Mogganum þar sem liðið er bind-
um fjötrað og stífpressað og kemur yfir á
Dagblaðið þar sem önnur goðsögn, Jónas
Kristjánsson,
nýrekinn af
Vísi, er í
adrenalín-
ham og hefur
safnað um
sig síðhærð-
um villi-
mönnum
sem þekkja
ekki rakvél-
ar. í einni
andrá lýstur
saman í frá-
sögninni
gamla tíman-
um og hinum
nýja í heimi
fjölmiðlanna,
flokksblaði
borgarastétt-
arinnar og
blaði almúg-
ans.
Þetta eru
ákaflega fjör-
legir kaflar
með hnitmið-
uðum karakterlýsingum á þjóðfrægum
fréttamönnum. Ekki spillir heldur persónu-
leg frásögn Sveins af hinum skyndilega sam-
runa Dagblaðsins við Vísi sem sagan hefur
sýnt að var í reynd yfirtaka Jónasar og
Sveins R. Eyjólfssonar á Vísi. Þó er galli að
stundum vantar ítarlegri lýsingar á forvitni-
legu fólki, eins og mörgum þeirra sem
Sveinn var á vistum
með á Mogganum í
áratugi.
Á hælum löggunn-
ar er lifandi og fjörug
bók þar sem sprelllif-
andi karakterar
spretta fram á næst-
um hverri síðu. Sögu-
hefjan hlífir hvergi
sjálfri sér, greinir ná-
kvæmlega frá ósigr-
um sínum í lífinu,
bæði glímunni við
Bakkus sem leiðir til
þess að Sveinn er rek-
inn af Mogganum, og
brunanum sem gerir
hann að öryrkja og
gjörbreytir lífi hans.
Einhvern veginn
smýgur þó inn í vitund
lesara að þessar raunir
hafi ekki síst gert
söguhetjuna að þeim
einlæga og bamslega
jákvæða manni sem
stígur fram af blöðum
bókarinnar. Sagnaritarinn Reynir Trausta-
son kemst með mikilli prýði frá frumraun
sinni sem bókarhöfundur og á áreiðanlega
eftir að senda frá sér fleiri verk.
Reynir Traustason
Á hælum löggunnar. Sveinn Þormóðsson
blaðaljósmyndari í hálfa öld
íslenska bókaútgáfan ehf. 1999
Stjarna og aflaéur tréfótur
Þegar söguhetja nýjustu skáldsögu Roddy
Doyle fæðist er hann skírður Henry eins og
faðir hans í trássi við vilja móðurinnar sem
finnst nóg að eiga minninguna um frumburð
þeirra hjóna sem dó ungur, stjömuna Henry.
Henry þarf því frá fæðingu að berjast fyrir
lífi sínu í kulda og vosbúð fátæks heimilis í
Dyflinni í byrjun aldarinnar, fyrir réttinum
til að bera nafnið sitt og síðar meir fyrir
frelsi lands síns. Það er klárlega hann sem
hefur orðið í íslenskum titili bókarinnar,
„Ég heiti Henry Smart“, og þar er áherslan á
„Ég“. En báðir nafnar hans fylgja honum
alla tíð, stjaman Henry vakir yfir honum og
aflagðan tréfót fóður síns skilur hann aldrei
við sig þótt hann eigi sjálfur tvo af holdi og
blóði.
Bókmenntir
Sigþrúður Gunnarsdóttir
í frumbemsku söguhetjunnar er Henry
Smart eldri í forgrunni og vafasöm aðferð
hans til að sjá fjölskyldunni farborða. Þegar
hann hverfur af sjónarsviöinu stígur sonur
hans fram, fimm ára gamall og stunginn af
út á stræti borgarinnar ásamt Viktori, bróð-
ur á fyrsta árinu. Lýsingin á
sambandi bræðranna, sem
fyllir fyrsta hluta bókarinn-
ar, er óvenjulega mögnuð,
hrífandi, hugljúf og
skemmtileg.
Annar hluti hefst á páska-
uppreisninni 1916 og þátttaka
Henry Smart í sjálfstæðisbar-
áttu íra er rauði þráðurinn
afganginn af bókinni. Þar er
Henry að verða til sem full-
orðinn maöur, stór og mynd-
arlegur, ástríðufullur elsk-
hugi og ógleymanlegur þeim
sem kynnast honum en einnig nógu hrifnæm-
ur sjálfur til að verða verkfæri í höndum
þeirra sem fyrst og fremst hugsa um eigið
skinn. Með aðstoð óvenjubókelskrar ömmu
leitar Henry að rótum sínum og kemst að
hvemig hann hefur óafvitandi fetað í blóðug
fótspor foður síns svo hann ofbýður jafnvel eig-
in siðferðiskennd.
Ég heiti Henry Smart er fyrst og fremst
saga af óvenjulegri manneskju og snilld bók-
arinnar felst í frábærri persónusköpun, bæði
aðalpersónunnar og þess skrautlega fólks
sem verður á vegi hennar. Sérstaklega eru í
bókinni skemmtflega óvenjulegar konur sem
laðast að Henry af ólikum ástæðum. En svið-
ið, Dyflinni við upphaf vopn-
aðrar sjálfstæðisbaráttu íra, er
ekki síður vel skapað. Henry
ræður ágætlega við þann blóð-
uga vígvöll en missir ástvini og
félaga sem ýmist falla fyrir
sjúkdómum eða byssukúlum.
Og sviðið minnir óþægilega á
að stríðið sem er að hefjast í
sögu Roddy Doyle stendur að
vissu leyti enn þá núna, næst-
um heilli öld síðar.
Roddy Doyle hefur fyrir
löngu skipað sér meðal fremstu
skáldsagnahöfunda íra með
ástriðufullum frásögnum sínum. f þessari
bók er hann ekki einungis að segja sögu af
merkilegri persónu heldur líka miklum um-
brotatimum í sögu þjóðar sinnar og útkoman
er mögnuð og hrífandi skáldsaga. Þýðing
Bjarna Jónssonar rennur ljúflega og
ekki verður annað séð en hún sé í
fullu samræmi við stil bókarinnar frá
höfundarins hendi.
Roddy Doyle
Eg heiti Henry Smart
Bjarni Jónsson þýddi
Vaka-Helgafell 1999
Hring eftir hring
Smásagnasafn Ágústs Borgþórs Sverris-
sonar, Hringstiginn og sjö sögum betur, seg-
ir frá „venjulegu" fólki, nafnlausu fólki sem
best er lýst með orðum sögunnar „Hjónadjöf-
ufl“:.hún var sviplaus, féll inn í umhverf-
ið eins og hús eða tré“. Hver er kominn til
með að segja að slíkt fólk geti ekki verið
söguefni?
Þó verður Ágústi ekki alltaf það lostæti
sem von væri til úr þessum sögupersónum
sínum. Þar kemur ýmislegt tfl. Fyrir það
fyrsta nær hann sjaldnast að vekja áhuga
lesandans á örlögum og vanda þessa fólks, þó
er þetta fólk í vanda. Fólk úr sundruðum
Bókmenntir
Geirlaugur Magnússon
fjöllskyldmn, ófullnægt fólk, fólk án mark-
miðs, fólk í leit að sjálfu sér. Oftast tengist
þessi vandi kynlifi en ekki getur það kynlíf
talist svo áhugavert að veki
eftirtekt. Þannig er ein
lengsta sagan „Viðvaning-
ar“ um forstjóra sem misst
hefur áhuga á starfi sínu og
leitar uppfyflingar í sam-
bandi við vændiskonu. En
vandi þessa ágæta manns
vekur aldrei áhuga lesand-
ans þótt teygður sé með
margvíslegum útúrdúrum.
Og þar er komið að helstu
hnökrum í stíl Ágústs Borg-
þórs, honum hættir tfl að
bregða sér í gervi félagsráð-
gjafa eða sálfræðings og
koma með útskýringar á sálarlífi persóna
sem ættaðar eru úr skýrslugerð. Það er mik-
fll skaði því Ágúst sýnir öðru hverju að
hann ræður yfir nokkuð snörpum raunsæis-
stíl; þannig er upphaf flestra sagnanna nokk-
uð gott en síðan fellur höfundur í þá gildru
að ofskýra fyrir lesendum hvaða æskuvanda-
mál hafi skapað söguhetjum hans örlög.
Ekki eru þó allar sögumar
þessu marki brenndár og at-
hyglisvert er að tvær af stystu
sögum safnsins em líka best
heppnaðar. Það eru sögumar
„Sjúkrabíll“ sem er nærfærin
lýsing á sorgarferli og „Af-
raksturinn", býsna skondin
saga af manni sem ekki þekkir
konuna sína á götu. Þessar
sögur sýna að Ágúst Borgþór
Sverrisson gæti orðið snjall
smásagnahöfundur, kynni
hann að takmarka sig. Ég verð
þó aö bæta því við úr minu
púrítanska sinni að áhersla
höfundar á mikilvægi kynlífsins er næsta yf-
irgengileg. Ekki að slíkt hneyksli neinn á
þessum frjálsræðistímum en það er einnig líf
ofan þindar.
Ágúst Borgþór Sverrisson
Hringstiginn og sjö sögum betur
Ormstunga 1999
Auður á samning
Auður Gunnarsdóttir sópransöngkona hef-
ur skrifað undir samning við óperuna í
Wúrzburg í Þýskalandi. Hún hefur verið bú-
sett þar í landi í sjö ár og starfað við kennslu
og sungið við ýmis óperuhús. Samningurinn
er til tveggja ára og mun
hún meðal annars syngja
hlutverk Paminu í
Töfraflautu Mozarts,
Luisu í Unga lordinum
eftir Hense og Anninu í
Nótt í Feneyjum eftir J.
Strauss. Fyrsta hlutverk
hennar í Wúrzburg var
Despina í Cosi fan tutte og
hlaut hún mikið lof gagn-
rýnenda fyrir liflega
sviðsframkomu og leiftr-
andi rödd.
Auður hefur komið
fram á mörgum ljóða- og óperutónleikum hér
heima og er skemmst að minnast söngtón-
leika þeirra Gunnars Guðbjömssonar í Saln-
um i Kópavogi i janúar sl. en þau héldu hina
fyrstu eiginlegu söngtónleika í þeim fræga
sal. í viðtali í DV af því tflefni lýsti hún
þeirri ósk sinni að komast á samning í tvö-
þrjú ár við gott óperuhús og er gaman að sá
draumur skuli hafa ræst.
Einnig má nefna að geisladiskur er kom-
inn út hjá Japis með Auði og Jónasi Ingi-
mundarsyni en þau hafa unnið mikið saman.
Á honum eru íslensk þjóðlög og sönglög, flest
fáheyrð. Auður og Jónas stefna á tónleika í
Sainum í mars 2000.
Á myndinni er Auður í hlutverki Juliu de
Weert í óperettunni Der Vetter aus Dingsda í
óperunni í Bielefeld i sumar. Með henni á
myndinni er Hans Júrgen Schöpflin tenór-
söngvari.
Illskan
Fjölvi hefur gefið út
skáldsöguna Illskan eftir
Jan Guillou, einn fremsta
skáldsagnahöfund Svía af
yngri kynslóðinni. Talið
er að höfundurinn hafi
verið að skrifa sig frá
skelfingum eigin æsku í þessari bók~
sem flallar um miskunnarlaust ofbeldi á
heimili. Eiríkur býr við stöðugar misþyrm-
ingar föður sins sem leiðir til þess að hann
kynnir sér út í æsar hvers kyns baráttuað-
ferðir og verður ósigrandi slagsmálahundur í
skólanum sínum og foringi strákagengis.
Dramaten, þjóðleikhús Svía, hefur nú í
fjögur ár samfleytt sýnt leikrit byggt á Illsk-
unni við miklar vinsældir. Magnús Ás-
mundsson þýddi söguna.
Heitt blóð streymir
Vaka-Helgafell hefur gefið út bókina Heitt
blóð streymir eftir Régine Deforges, höfund
hinnar þekktu bókar Stúlkan á bláa hjólinu.
Söguhetjur eru enn hinar sömu, Léa
og Francois Tavernier, en nú er sögu-
sviðið Kúba á sjötta áratugnum.
Stjómmálaástandið er eldfimt og upp
blossa forboðnar ástir í skugga
átaka og ógnar.
Höfundur fléttar sannsögulega at-
burði og raunverulegar persónur á
borð við de Gaulle, Fidel Castro og
Che Guevara inn í sögu sína. Jón
B. Guðlaugsson islenskaði.
Minningar geisju
í skáldsögunni Minningar geisju eftir
Arthur S. Golden göngum viö inn í heim þar
sem ytra borðið skiptir öllu máli. Þar sem
meydómur ungrar stúlku er
seldur hæstbjóðanda. Þar
sem konur eru þjálfaðar til
að skemmta valdsmönnum
og þar sem litið er á ástina
sem tálsýn.
Þegar Nitta Sayuri
byrjar sögu sina er hún
orðin gömul kona en
saga hennar hefst í fá-
tæku sjávarþorpi í Japan
árið 1929. Niu ára gömul er hún seld í
ánauð í frægt geisjuhús í Kyoto og við fáum
að fylgjast náið með lífi hennar og baráttu
langa og viðburðaríka ævi. Sverrir Hólmars-
son þýddi bókina og Forlagið gefur út.
Umsjón
Silja Aðalsteinsdótlir
Bmu