Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1999, Side 12
12
FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaður og útgáfustjðri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON
Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjðlmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Höfuðhögg í Seattle
Seattle-fundur Heimsviðskiptastofnunarinnar fór út
um þúfur, áður en hann hófst. Uppþotin við fundarstað-
inn eru aðeins eftirmáli, sem staðfestir, að stofnunin er
ekki fær um að mæta nýjum aðstæðum, sem fylgja
breyttu gildismati margra nútímamanna.
Allur vindur var úr stofnuninni, áður en fundurinn
hófst. í stað þess að leggja á borð raunhæfar tillögur um
aukið frelsi í milliríkjaviðskiptum, notuðu flest ríki ís-
lenzku hugmyndina, sem felst í að þú lækkir tolla og aðr-
ar hömlur, en ég hækki hins vegar hvort tveggja.
Litli brandarinn var svo blaðafundur Eyjabakkajarls
íslands og fulltrúa World Wildlife Fund um sjávarútvegs-
mál. Halldór sat þar á palli með hinum hræðilegu um-
hverfisverndarsinnum, gæsaskyttum, borgarbúum og
grænmetisætum, sem Austfirðingar hafa varað við.
Ráðuneyti aðildarríkja Heimsviðskiptastofnunarinnar
eru full af hagfræðingum og öðrum sérfræðingum, sem
vita ósköp vel, að allir græða á lækkun tolla og annarra
viðskiptahafta og að þeir græða mest, sem lengst ganga í
átt til frelsis, jafnvel þótt þeir geri það einhliða.
í stað þess að selja þjóðum heims þessi sannindi, fer
orka hinna lærðu manna í að ræða um gagnkvæmni í af-
námi viðskiptahindrana á þann hátt, að báðir aðilar
„gefi eftir“. Orðalagið að gefa eftir þýðir, að þú sættir þig
við þinn eigin gróða af því að minnka hömlur.
Meðan ekki er meiri kraftur en þetta í sannfæringunni
um frjálsa verzlun, mun hún ekki hafa frekari framgang
í heimsviðskiptum. Víða verða gerðir tvíhliða samning-
ar um gagnkvæmt smotterí, en ekki einu sinni um ís-
lenzka hesta og norskar kartöfluflögur sællar minningar.
Á sama tíma og siðferðiskrafturinn hefur hrunið í
hugmyndafræði frjálsrar verzlunar, hafa komið í ljós
hliðaverkanir af áður auknu frelsi. Það hefur ffamkallað
vandamál, sem eru ofarlega í hugum fólks og samtaka
fólks, svo sem sjá má af óeirðunum í Seattle.
Heimsviðskiptastofnunin hefur engin svör við nýjum
straumum í náttúruvernd, sem meðal annars berjast
gegn sölu erfðabreyttra matvæla frá Bandaríkjunum til
Evrópu. í fullkominni blindni samþykkti stofnunin að
refsa Evrópusambandinu fyrir viðskiptahömlur.
Heimsviðskiptastofnunin hefur ekki heldur nein svör
við fullyrðingum um versnandi stöðu smælingja um all-
an heim vegna óbeinnar skerðingar á fullveldi ríkja í
þágu fjölþjóðafyrirtækja, sem færa sig til, þegar félagsleg-
ar stjórnvaldsaðgerðir valda þeim óþægindum.
Þegar þar á ofan er farið að tala um að gefa Kína tæki-
færi til að koma illu af stað innan Heimsviðskiptastofn-
unarinnar, er fokið í flest skjól fyrir henni, sem átti að
gera okkur öll rík, en skortir hugmyndafræðilegt bein í
nefinu til að halda sómasamlegan fund í Seattle.
Eigi að síður römbuðu fulltrúar meira en 100 ríkja til
Seattle án neinnar dagskrár og án neinnar vitneskju um,
hvernig hún yrði búin til. Þeir eru núna á hlaupum milli
einkafunda, hundeltir af verkalýðs- og náttúruverndar-
sinnum og jafnvel svonefndum grænmetisætum.
Ef nokkru sinni hefur verið haldinn fundur án tak-
marks og tilgangs, þá er það fundur Heimsviðskipta-
stofnunarinnar í Seattle. Fundurinn var orðinn að meiri-
háttar álitshnekki, áður en hann hófst og að allsherjar
siðferðishruni eftir táragas á sjónvarpsskjám.
Fundurinn sýnir, að valdamenn og vísir menn frá
hundrað löndum geta ráfað um stefnulaust, án þess að
hafa hugmynd um, hvernig þeir fengu höfuðhöggið.
Jónas Kristjánsson
Kynþáttafordómar
og aðrir fordómar
Fyrir nokkrum
kvöldum sat ég fyrir
framan sjónvarpið og
horfði á spjallþátt um
nýbúa og hlutskipti
þeirra á „ísa köldu
landi“. Nýbúi er raun-
ar mesta vandræðaorð
en það er notað í dag-
legu tali og verður not-
að hér. Þátttakendur í
þættinum voru; nýbúi,
kona sérfróð um mál-
efni nýbúa og æðsti
ráðamaður um mál ný-
búa, félagsmálaráð-
herra. Spyrillinn,
stjórnandi þáttarins,
fór með viðmælendur
sína um víðan völl ný-
búamála, viðhorf ís-
lendinga gagnvart ný-
búum, atvinnumál nýbúa, mennta-
mál nýbúa, kynþáttafordóma o.fl.
Öll haldin fordómum
í lok þáttarins spurði ég sjálfan
mig: er ég haldinn kynþáttafordóm-
um eða jafnvel kynþáttahatri? Nið-
urstaðan varð að ég
væri alls ekki laus
við kynþáttafor-
dóma en sálin sór af
sér kynþáttahatur.
Ég veit nefnilega að
ef tvö af bamabörn-
unum mínum
kæmu samtímis og
kynntu fyrir mér
væntanlega maka
sína, annan bláeyg-
an og ljóshærðan
Norðurlandabúa og
hinn hrokkinhærðan þeldökkan Afr-
íkumann, mundi viðhorf mitt til
þessara einstaklinga vera ólíkt í
byrjun og líklega mundu viðbrögð
flestra okkar vera svipuð.
Ef báðir makarnir reyndust illa
gæti óvild mín gagnvart hinum
þeldökka snúist upp í kynþáttahatur
þannig að ég mundi dæma flesta
með litarhátt hans óalandi og óferj-
andi. Norðurlandabúinn yrði hins
vegar dæmdur sem misheppnaður
einstaklingur en óvild
til hans mundi aldrei
snúast upp í óvild gegn
þjóð hans. Ef báðir ein-
staklingarnir reyndust
vel mundi sá þeldökki
samt þurfa að gera að-
eins betur til að hljóta
skilyrðislausa viður-
kenningu. Við erum
nefnilega öll haldin for-
dómum á einhverju í
einhverjum mæli,
hvort sem okkur líkar
betur eða verr.
Hlutlausir um
málefnið
Svona þættir eru lík-
lega til þess að upplýsa
almenning svo hann
eigi betra með að átta sig á málum
sem eru til umræðu í þjóðfélaginu. í
þá eru því valdir einstaklingar sem
taldir eru hafa sérþekkingu á mál-
inu eða tengjast því á annan hátt,
t.d. sem þolendur. Það getur hins
vegar vafist fyrir áhorf/áheyrandan-
um hvemig vali stjómenda sé hátt-
að. Þurfa þeir að hafa lágmarks- eða
allmikla þekkingu á málefninu sem
rætt er eða em þeir aðeins tímaverð-
ir sem eiga að gæta þess að allir
þátttakendur fái jafnan ræðutíma?
Eiga stjómendur að vera hlutlaus-
ir um málefnið? Marka yfirmenn
stjórnenda svið þeirra eða hafa
stjórnendurnir frjálsar hendur?
Algengasti löstur á svona þáttum
er sá að einn eða tveir þátttakenda
ná undirtökum, stundum vegna sér-
Kjallarínn
læknir
„íslendingar eru haldnir kyn-
þáttafordómum og sumir kyn-
þáttahatri. Nýbúum fjölgar ört
og þeir eiga erfitt uppdráttar,
sumir vegna tungumálaerfiö-
leika, aðrir vegna tungumálaerf-
iðleika og litarháttar."
þekkingar á málefninu, stundum
vegna ómeövitaðrar eða meðvitaðr-
ar vanþekkingar en oft vegna frekju
og framhleypni (sbr. gagnagrunns-
umræðuna).
Vorum engu nær
í þættinum sem hér um ræðir
reyndi enginn viðmælenda að yfír-
gnæfa hina en ungi fallegi nýbú-
inn átti undir högg að sækja vegna
málhreimsins og varð því svolítið
út undan en málflutningur hennar
gaf til kynna að hún og afkomend-
ur hennar muni verða til styrktar
íslenska þjóðarstofninum í fram-
tíðinni eins og svo margir nýbúar
sem fest hafa hér rætur.
Félagsmálaráðherrann gerði sig
sekan um hugtakarugling sem
varla hæflr manni í hans stöðu.
Hann ruglaði saman nýbúum og
gestum. Flóttamennirnir frá
gömlu Júgóslavíu voru gestir sem
okkur bar að taka vel á móti. Þeir
verða ekki nýbúar fyrr en þeir
ákveða að setjast að í landinu. Sú
í hópnum sem greinilega bjó yfir
mestri þekkingu á umræðuefninu
náði ekki alveg að koma henni til
skila. Hún var nefnilega hvorki
frek né framhleypin og stjórnand-
inn hafði ekki lag á að draga þekk-
ingu hennar fram, að þvi er virtist
vegna takmarkaðrar þekkingar.
Hver er svo niðurstaða áhorf-
andans að þættinum loknum? ís-
lendingar eru haldnir kynþáttafor-
dómum og sumir kynþáttahatri.
Nýbúum Qölgar ört og þeir eiga
erfltt uppdráttar, sumir vegna
tungumálaerfiðleika, aðrir vegna
tungumálaerfiðleika og litarhátt-
ar. Þetta bitnar á bömunum svo
þau hrökklast úr skólum. Þetta
vissu flest okkar sem sátum fyrir
framan skerminn. En hvar voru
úrræðin? Tæpt var á að börnin
þyrftu meiri sérkennslu en þá
vantaði peninga. í þessu lá veik-
leiki þessa þáttar og annarra
slíkra. Við sem horfðum og hlust-
uðum vorum engu nær. Eða voru
það fordómar?
Árni Bjömsson
Skoðanir annarra
Ráðherra leynir og lýgur
„Upplýsingar um að íslendingar ætli að hætta
mestu til um byggingu og rekstur álverksmiðju á
Reyðarfirði eru nýjar af nálinni. Þess var auðvitað
gætt vandlega að þær lægju ekki frammi fyrir al-
þingiskosningar sl. vor. Þegar einhverju þarf að
leyna, eða ljúga til um stöðu mála, er núverandi iðn-
aðaráðherra kjörinn fyrirsvarsmaður,"
Sverrir Hermannsson alþm. í Mbl. í gær
Axarsköft í jólapakkann
„Þar voru saman komnir gleðipinnar húsvískir og
guggnir langtaðkomnir athafnamenn sem biðu
spenntir gjafa sinna. Og ekki urðu menn fyrir von-
briðum Glaðbeittur jólasveinn gaf af rómuðum axar-
sköftum sínum af öllum gerðum, öllum stærðum, í
allar áttir.
... Nýjasti jólasveinninn, Axarskafti, brosti breitt.
Allt fyrir fólkið og bærinn á nóg af seðlum til aö
gefa. Axarskafti hefur gert svo mikið fyrir fólkið og
hann á nóg af axarsköftum handa öllum. Hví skyldi
bæjarsjóður ekki taka þátt í gjafmildi hans?“
Sigurjón Benediktsson, tannlæknir á Húsa-
vík, skrifar gamansama grein með sterkum und-
irtón mn sameiningarmál Fiskiðjusamlagsins og
Ljósavíkur í Víkurblaðinu, viðhengi Dags.
Rekiö dugandi ráðherra!
„Engin dæmi munu um það að ráðherra hafi orð-
ið að víkja vegna afglapa í starfi eða vanhæfni, sem
stundum hefði kannski verið ástæða til. Þeir hafa
hætt að eigin ósk eða vegna stjómarskipta. En stuð-
ið á Framsóknarflokknum um þessar mundir er með
þeim hætti, að hann virðist gera sjálfum sér flest til
bölvunar og er nú upplagt að bæta gráu ofan á svart
og reka dugandi ráðherra."
Oddur Ólafsson f Degi í gær þar sem hann ræð-
ir um ráðherraskipti innan Framsóknar.