Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1999, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1999, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 rekstrinum T.d. hafi hún verið fljót að sýna manni fram á að hann ætti að selja vörubíl sem hann rak. „Hagnaðurinn var einfaldlega eng- inn vegna mikils viðgerðarkostnað- ar.“ „Og virðisaukaskattsskýrslan, þessi höfuðverkur, verður leikur einn. Það má keyra út vsk-skýrslu með því að ýta á einn hnapp. Forrit- ið reiknar allt út og skýrslan prent- ast út á einu blaði. Fólki finnst það töfrum næst eftir að hafa setið sveitt og pirrað við þá skýrslugerð." Þóra segir augljóst að tölvubók- hald nýtist heimilinu einnig mjög vel. Er þá keypt aukaforrit fyrir heimilið. Hver og einn getur fengið viðbætur við grunnforritið eftir þörfum og umfangi rekstursins. Borgað er ákveðið gjald fyrir upp- færslur á öllum þáttum forritsins, en upphæðin fer eftir umfanginu . Það þýðir að forritið inniheldur alltaf nýjustu breytingar á skatta- lögum og reglum. -hlh Sparar fé og fyrirhöfn Þóra Viðarsdóttir mælir eindregið með tölvubókhaldi fyrir einyrkja: Reikningur endurskoð andans snarlækkar - alræmdur ótti við talna- og reikningastúss fljótur að hverfa Vetrar- skoðun „Það er ekki mikið að borga 20-30 þúsund krónur fyrir bókhaldsforrit. Það tekur varla nema 2-4 tíma að læra grundvallaratriðin og forritið er þannig úr garði gert að það leið- ir mann áfram. Fólk þarf ekki að hafa sérstakan áhuga á bókhaldi eða pappírs- og talnastússi. Algeng- ur ótti við allt slíkt hverfur fljótt þegar byrjað er að vinna með forrit- ið og fólk getur farið brosandi til endurskoðandans,“ segir Þóra Við- arsdóttir sem notað hefur tölvubók- hald um nokkurt skeið og tekur að sér bókhaldsverkefni fyrir aðra. Eiginmaður Þóru er smiður. Þar til hún fékk sér tölvu á síðasta ári og fór að nota tölvubókhald heima hafði hún farið með allan pappíra tengda rekstrinum til endurskoð- anda vegna skattskila. Reikningur- inn frá endurskoðandanum hljóðaði gjaman upp á 40-50 þúsund krónur þrátt fyrir að öllum nótum og öðr- um pappírum væri raðað skipulega í möppur. „Eftir að ég fór að nota tölvubók- haldið gat ég rétt endurskoðandan- um allt saman upp í hendumar á disklingi. Við fengum helmingi lægri reikning frá honum fyrir vik- ið því hann þurfti ekki að fletta og leita í gríð og erg. Það var búið að stemma allt af fyrir hann. Kostnað- urinn við kaup á forritinu skilaði sér því fljótt aftur í beinhöröum peningum." Korter á dag Þóra hefur töluverða reynslu af tölum og pappírsstússi. Hún vann áður í banka og í Tollvörugeymsl- unni. En hún er ekki sérstaklega menntuð í bókhaldi og fór fyrst að Kunnugieg sjón við skrifstofu Skattstjorans i Reykjavik: Skattskyrslunni skilað. Einyrkjar sem nota tölvubókhald vegna reksturs eiga yfirleitt minni hremmingar við gerð skattskýrslunnar að baki en aðrir. vinna við það fyrir 4-5 árum. Engu að síður hefur hún atvinnu af að færa bókhald fyrir aðra í dag, m.a. fataverslun á Akureyri, auk bók- haldsvinnu við nýstofnað fyrirtæki þeirra hjóna. Og hún hefur leiðbeint fólki sér tengdu við að koma sér af stað við bókhaldsvinnuna. „Frænka mín stofnaði hár- greiðslustofu. Hún leitaði til mín um aðstoð og ég ráðlagði henni að kaupa lítið bókhaldsforrit frá Stólpa sem er eingöngu fyrir fjárhagsbók- hald. Eftir fiögurra tíma leiðsögn hjá mér gat hún gert þetta sjálf og hefur mjög gaman af því. Hún var enga stund að ná því hvar bóka ætti sölu, virðisaukaskatt og fleira. Hún var hikandi fyrst en hlær að þeim viðbrögðum í dag. Múr ótta og van- trúar og þessi alræmda reikninga- fóbia var fiót að hverfa. Frænkan er ekki nema korter á dag að færa bók- haldið og veit þá alltaf hvemig stað- an er. Fólki líður einfaldlega betur þegar regla er í bókhaldinu og vill ekki hafa þetta öðruvísi eftir að það fyrst kynnist því,“ segir Þóra. Vsk-töfrar Hún segir tölvubókhald auðvelda mjög skoðun á ýmsum þáttum í Margir bíleigendur leggja ekki út í miklar aðgerðir undir vélarhlífinni. Þessum bíleigend- um er ráðlagt að nýta sér tilboð viðkomandi bílaumboðs um vetrarskoðun. í þessum vetrar- skoðunum eru öll grundvallar- atriði vegna vetraraksturs skoð- uð og endurbætt ef þörf er á. Auk þess er ástand kælikerfis, ljósa, þurrkublaða og margra annarra atriða skoðað. Tjara eyðileggur veggrip Margir bíleigendur hafa lent í því að bíllinn þeirra hefur setið fastur og spólað og það þótt hann hafi verið á nýjum snjó- dekkjum. Saltaustur og um- hleypingar leysa upp tjöru úr malbikinu sem sest á dekkin svo þau missa veggrip og byrja að spóla. Ráð við þessu er að hreinsa dekkin reglulega, t.d. með „White Spirit" eða sérstöku tjöruþvottaefni sem hægt er kaupa á næstu bensínstöð. Eftir slíkan þvott öðlast vetrardekkin eðlilegt veggrip á ný. Hált á leið heim Mikilvægt er að utanbæjar- menn sem leggja leið sína í salt- pækilinn á götum Reykjavíkur hreinsi dekkin áður en lagt er af stað heim aftur. Þó bíllinn sitji eins og klettur á veginum á leið til Reykjavíkur getur hann endað úti í skurði á leiðinni heim vegna þess að dekkin eru búin að missa allt veg- grip vegna tjöru. Elds- voðar: Byrjaði smátt Jón byrjaði smátt, keypti fyrst fiárhagsbókhald fyrir 2000 færslur og fáa launamenn. Skuldunauta- og lánadrottnakerfi bættist fljótt við og síðan launakerfi fyrir 30 manns og ótakmarkaðar færslur i skuldu- nauta- og lánadrottnakerfi. Þá keypti hann einnig tilboðskerfi. Jón selur viðskiptavininum allt efni, sem hann notar í verkefnum, og er því með verðskrá frá Byko í bók- haldskerfinu. „Þetta er allt mjög þægilegt. Ég greiði síðan ákveðna upphæð á mánuði fyrir viðhald sem þýðir að þeir hjá Kerfisþróun senda mér all- ar uppfærslur vegna breytinga á skattkerfinu og slíkt. Ef skatturinn gerir athugasemdir hringi ég ein- faldlega í endurskoðandann og hann segir mér að búa til nýjan lyk- il fyrir ákveðnar færslur. Þannig eru málin leyst í eitt skipti fyrir öll.“ Ódýrari skattskil Jón segir skil til endurskoðanda vera mun þægilegri eftir að hann fékk tölvubókhaldið. Kostnaðurinn við gerð skattskýrslu hafi snarlækk- að. „Ég mæli með tölvubókhaldi fyri alla sem eru í eigin rekstri, ekki síst einyrkjana. Bókhaldið er leikur einn fyrir þá og afkoman verð- ur einfaldlega yfirleitt betri. Ef afturkippur kemur í efnahags- lífið verða menn mun betur í stakk búnir að mæta honum ef tölvubók- hald er til stað- ar.“ -hlh Neyðar- áætlun á einu heimili af tólf Einungis tólfta hvert heimili hefur gert neyðaráætlun um út- göngu ef eldsvoða ber að hönd- um. Þá hefur níunda hvert heimili ekki fiárfest i eldvörn- um vegna aukinnar rafmagns- tækjaeignar. Þetta kemur fram í könnun sem Félagsvísindastofn- un hefur gert fyrir Landssam- band slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamanna. í tilefni eldveima- vikunnar, sem nú stendur yfir, hefur sambandið gefið út for- varnabækling. Þar er fyrrnefnd könnun birt. Þar kemur einnig fram að 97% heimila í dreifbýl- inu eru með reykskynjara en 80% heimila á höfuðborgar- svæðinu. -hlh/jr - fylgist með afkomunni frá einum mánuði til annars „Ég er ekki í nokkrum vafa um að fiárfesting í tölvubókhaldskerfi hefur skilað sér og gott betur. Ég var að skila hagnaði af rekstrinum hjá mér þegar illa gekk hjá mörgum í þessum bransa. Ég þakka það að miklu leyti tölvubókhaldinu sem gerði mér kleift að fylgjast grannt með stöðunni frá einum mánuði til annars og miða fiárfestingar og aðr- ar ráðstafanir út frá því. Þeir sem ekki eru með tölvubókhald vita yfir- leitt ekki fyrr en langt er liðið á næsta ár hvernig árið kemur út, byggja á lauslegum hugmyndum og tilfinningu. Það gengur ekki,“ segir Jón Sigurðsson byggingameistari sem er með eigin rekstur og þrjá menn á launaskrá. Jón keypti sér bókhaldskerfið Stólpa árið 1991. Áður keypti hann bókhaldsþjónustu vegna reksturs- ins úti í bæ. „Bókhaldið var í sjálfu sér ágæt- lega unnið en gallinn var að ég vissi aldrei hvernig staðan var og vissi þar af leiðandi ekki almennilega hve mikið var óhætt að fiárfesta. Mér þótti líka bölvað vesen að fara með pappírana út í bæ og þurfa síð- an að sækja bókhaldið. Það var miklu meiri vinna fólgin i því en að færa bókhaldið sjálfur. Vinnan sem í því felst er í raun ósköp lítil. Þetta er lítið meira en innsláttur.“ Þegar mér hentar Vegna verkefna sem Jón tekur að sér þarf hann að sitja við reikninga- gerð á hverjum degi. Hann eyðir um einum klukktíma á þriggja vikna fresti í að færa laun og síðan fer um það bil einn dagur á eins til tveggja mánaða fresti í að færa sjálft bók- haldið. „Með því að vera með verkbók- hald sjálfur skrifa ég bæði reikn- inga og færi launin í einu, færslan Jón Sigurðsson byggingameistari segir mikið hagræði að tölvubókhaldi í rekstri sínum. DV-mynd E.ÓI. fer sjálfkrafa í báðar áttir. Þetta er mikill vinnusparnaður og einnig þægilegt þar sem ég færi bókhaldið þegar mér hentar.“ Jón segist hafa lært bókhald í meistaraskólanum á sínum tíma en annars ekki vera neinn sérfræðing- ur í bókhaldi. Hann fór á stutt nám- skeið hjá Kerfisþróun, sem hannar Stólpa, en hafði annars lært tölu- vert af því að lesa útprentuð yfirlit frá bókhaldaranum sínum. Ódýr kostur Ýmis bókhaldsforrit eru á mark- aðnum sem nýtast einyrkjum, þar á meðal Opus Allt, Talk og Stólpi. Fá má þessi forrit í frá einfóldum litl- um útgáfum og upp í forrit fyrir stórfyrirtæki. í viðtölum sem hér fylgja er Stólpa getið. Einfaldasta gerð af Stólpa, sem Kerfisþróun hef- ur hannað, t.d. Qárhagsbókhald, kostar frá 20.000 krónum en síðan má bæta við þáttum eins og við- skiptamönnum, sölukerfi, birgða- kerfi o.fl. og auka færslufjölda, allt eftir umfangi rekstrarins. Yfirleitt er hagstæðara að kaupa þjónustu fyrir forritin en að kaupa uppfærslur sérstaklega. Lágmarks- þjónustugjald á mánuði fyrir Stólpa er t.d. 750 krónur en 1200-1800 krón- ur fyrir algengar útgáfur forritsins handa einyrkjum. ítarlegar leiðbeiningar á íslensku fylgja forritum af þessu tagi. Þá stendur fólki kennsla í ýmsu formi til boða gegn gjaldi. -hlh Jón Sigurðsson notar tölvubókhald vegna eigin reksturs:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.